Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Síða 13
t
ANNA BJÖRNSDÓTTIR
í ÞEYNUM
Ef ég sakna einskis framar
lífið stillist í eina kyrra mynd
og sársaulánn yfírgefur mig
eins og síðsumarsmyrkur að
morgni
Ef ég verð hljóður og
óheyranlegur tónn
á fíugi á Þingvöllum
tíni börk aflátnum birkminnum
írjóðrinu
og strýk litlum bömum um kollinn
ósýnilegum höndum
Ef ég blessa yfír akra, fjöll og fólk
að leik
þegar ég ek framhjá
í bíl sem er eins og augun þín
á litinn
Er ég þá dáin eða bara svona glöð
yfir því að vera lifandi
og elska þig
Höfundurinn er skáld í Reykjavík.
ÖRN ÞÓR
KRISTÍNARSON
REYKJA-
VÍTISBORG
Borgin okkar Reykjavík er köld og
grimm
Ógæfunnar menn þarráfa um
nætur
en erhulu nætur er svipt af himni
þá hörfa þeir kaldir
inn í dimm skotin
Oginná dimmum börum situr
dapurt fólk
er syrgir þá dauðu
Inn á barína villast oft ungar og
óhreinar meyjar
og allir sjá hvernig lífþeirra fer
er líta íþeirra augu
En einnig í okkar fíógru
borg eru drengir
sem gæla við nálar
Þeir bjóða skuggum sínu upp
íljúfan dans sem þeir dansa
ágötunufínu
Því miður hrasa fíestir
því í Reykjavítisborg
eru göturnar hálar...
Erþaðsvo?
Er það svo að allir
svíki og í bakið stingi
eitruðum rýtingi
sem veldursárí?
Sárí sem ekki sést
með berum augum
Er það virkilega svo
að flestir séu að leika
einhvern annan en þeir eru?
Einungis til að þóknast
einhverjum öðrum sem eru
að leika hin ogþessi hlutverk?
Eru allir á höttunum eftir
því að vera miklir og viðurkenndir?
Hrós og viðurkenning
frá hræsnara oglygara
er í mínum huga lítils virði
en viðurkennig frá samviskunni
ogsálinni ersú besta sem
égheffengið.
Því miður eru leikararnir
sem ég þekki íþessu lífí mínu
búnir að glata sínu upphafí,
sínu trausti,
og þá líka sjálfum sér.
Höfundurinn er fangi á Litla-Hrauni.
Ljósmynd: Hjálmar R. Báröarson.
Sumarið 1939 var eitt bezta sumar 20. aldarinnar á landinu öllu og víðar var heitt en á Teigarhorni. Þá var enn búið í Furufirði á Hornströndum og
hinn 9. júlí stóðu menn þar að slætti, en hitamóða er á fjallinu.
ÍSLENSK VEDURMET 1
,UM HITAMETIÐ
A TEIGARHORNI
æsti hiti á íslandi: Teigarhorn 22.
júní 1939, 30,5°C.
Um sólstöður sumarið 1939 voru
sett tvö veðurmet. Hiti mældist rétt
rúmlega 30 stig á tveimur veðurstöðvum 22.
júm' og daginn áður mældist hæsti loftþrýst-
ingur sem vitað er um í júní hér á landi (1040,4
hPa í Stykkishólmi). Þessi tvö met eru reyndar
tengd og annað eykur tiltrú á hitt. Sú stað-
reynd að háþrýstimet var sett dregur talsvert
úr líkum á því að 30 stiga hitinn hafi eingöngu
mælst vegna þess að eitthvað var bogið við
mæliaðstæður. Því er hins vegar ekki að neita
að ákveðin óvissa fylgir því mælum var komið
fyrir á nokkuð annan hátt en nú er.
Hitamælar hafa um langt skeið verið hafðir í
sérstökum mæliskýlum. Hérlendis er ljóst að
einhver skýli hafa verið í notkun á veðurstöðv-
unum a.m.k. síðan danska veðurstofan tók við
mælingunum hér á landi upp úr 1870.
Þessi skýli hafa hins vegar verið nokkuð mis-
jafnrar gerðar, en í grófum dráttum má skipta
þeim í veggskýli og fríttstandandi skýli. Fram
yfir síðari heimsstyrjöld voru veggskýli lang-
algengust, en upp úr því var smám saman farið
að skipta skipulega yfir í fríttstandandi og lauk
því verki 1964. íslensku skýlin eru ekki alveg
eins og þau sem algengust eru í heiminum. Þau
eru bæði ívið minni og lokaðri. Ástæða þessa
eru hin tíðu hvassviðri hérlendis, sem oft valda
truflunum í opnari og stærri skýlum einkum
vegna rigningar og skafrennings. Talsverður
munur hefur oft reynst vera á veggskýlum og
nýrri skýlum. Samanburðarmælingar voru
gerðar nokkuð víða þegar skipt var um skýli.
Þrátt fyrir nokkuð mismunandi niðurstöður
þeirra mælinga frá einni stöð til annarrar virð-
ist mega draga þá almennu ályktun að vegg-
skýlin hafi verið hlýrri að deginum á bjartari
tíma ársins en nýju skýlin. Þetta þýðir m.a. að
hægt er að efast um allar hámarks- og síðdegis-
mælingar frá tíma veggskýlanna og þær verða
illsambærilegar við yngri mælingar. Þetta
táknar að erfitt er að lýsa því yfir að ákveðnar
hámarkstölur frá þessum tíma teljist met þó
þær séu hærri en síðari tíma mælingar. Þær
voru að minnsta kosti í sumum tilvikum gerðar
í hlýrri og stundum óheppilega staðsettum
skýlum.
Þó að nokkrar minni háttar breytingar hafi
orðið á kvikasilfurs-hitamælum á síðustu 100
árum eru þeir í öllum aðalatriðum eins og nú
er. Engin sérstök ástæða er til að vantreysta
þeim mælum sem í notkun voru á síðustu öld ef
þeir á annað borð höfðu verið prófaðir áður en
þeir voru teknir í notkun nema einhver tilefni
gefist til vantrúar. Alloft er ónákvæmt lesið af
mælum. T.d. var algengt að hiti væri aðeins
mældur í hálfum eða jafnvel aðeins í heilum
gráðum. Þetta á reyndar sérstaklega við um
aflestur af hámarks- og lágmarksmælum.
Stundum er ótrúlegur munur á hita á
hámarksmæli og þeim hita sem hæstur var les-
inn af venjulegum mæli yfir daginn. Ákaflega
erfitt er um vik ef þessi munur er t.d. 10 stig
eða meira nema að sérstakar veðuraðstæður
geti stutt við slíkan mun. Mælihættir (hvenær
lesið er á mæla) geta hins vegar haft áhrif á
dagsetningu hámarks eða lágmarks. Þetta
EFTIRTRAUSTAJÓNSSON
skýrist nánar í síðari pistli.
Þessi upptalning þýðir að erfitt er að stað-
festa hitamet nema að mælingin hafi verið
gerð í nútímaskýli. Engin þeirra talna sem not-
aðar hafa verið sem hæsti hámarkshiti á land-
inu er strangt til tekið fullkomlega verjanleg.
Hitametinu frá Teigarhorni í september
1940 (36,0°) er því miður ekki hægt að trúa,
þrátt fyrir góðan vilja þess sem hér skrifar*.
Möðrudalsmetið (32,8°) frá 26. júlí 1901 er trú-
legra, en það er samt bara úr óþekktu vegg-
skýli sem enn er ekkert vitað um hvar eða
hvemig hengt var upp.
Trúlegra er að hitinn hafi í raun verið 23 stig.
Auk þess var ekkert einstaklega hlýtt á land-
inu þennan dag. Vafi á strangt tekið líka við
um metin frá 1939, (30,5° á Teigarhomi og
30,2° á Kirkjubæjarklaustri).
Skýlið á Teigarhomi var hlýrra yfir daginn
(0,5°-l,5°) en núverandi skýli og óheppilega
staðsett. Litlar fréttir em af skýlinu á Kirkju-
bæjarklaustri. Sennilega má svipað segja um
metið frá Hallormsstað 1946 (30,0°). Vitað er
að skýlið var lélegt. Hitametið frá Akureyri
1974 (29,4°) verður einnig vafasamt, þó skýlið
þar sé nýrrar gerðar, í ljósi þess að það stend-
ur á dökku bflastæði sem hitnar mjög í sól.
Strangt tekið em þetta vart staðalaðstæður.
Eldra hitametið frá Akureyri var sett 11.
Júlí 1911 (29,9°) í óþekktu skýh svipað og í
Möðmdal 1901. í hitabylgjunni í ágúst 1997
mældist hámarkshiti á sjálfvirku stöðinni á
Hvanneyri 30,0°. Sjálfvirkir mælar em yfirleitt
öllu valö'ari en kvikasilfursmælarnir og al-
gengt er að þeir sýni 0,6 til 1,0° hærri
hámarkshita en kvikasilfursmælar á sömu
stöð. Hámarkshiti á Hvanneyri var 27,0°
mældur á kvikasilfursmæli yfir sama tíma.
En metin frá 1939 geta líka varið sig. Sam-
tíma loftþrýstimet var áður nefnt. Mjög heitt
var um allt land, nema þar sem sjávarloft lá við
ströndina. Þó hámarkshiti sé að meðaltali meir
en 1 stigi of hár á Teigarhomi á sumrin á þess-
um ámm er ekki þar með sagt að sú ályktun
eigi við um þá daga sem hiti er mestur. Teigar-
horn var heldur ekki eini staðurinn þar sem 30
stiga hiti mældist, það gerðist líka á Kirkju-
bæjarklaustri. Þýskir háloftaathugunarmenn
sendu loftbelg upp frá Reykjavík í þoku
snemma morguns. Óvenjulegur hiti var í há-
loftunum.
Ef hitabylgjur gerir á íslandi er algengast
að þær standi aðeins einn dag og þá aðeins í
einum landshluta. Hitabylgjur vom bæði
óvenju margar sumarið 1939 og gætti í fleiri
landshlutum en venjulegt er. Ekki var þó bara
hlýtt. Um 10. júní gerði t.d. næturfrost víða inn
til landsins og snjóaði langt niður í hlíðar fjalla
og til heiða. Kaldir dagar komu einnig snemma
í júlí og þá varð líka næturfrost á fáeinum
stöðvum. Það var þ. 19. júní sem hlýja háþrýst-
isvæðið nálgaðist landið. Hlýindin héldust í
nokkra daga en færðust dálítið til milli lands-
hluta eftir því hvar miðja hæðarinnar miklu
var þann eða hinn daginn. Á Kirkjubæjar-
klaustri komu 4 dagar í röð með yfir 20 stiga
hita, 20. varð hámarkshitinn 21,6 stig, 28,0 þ.
21., 30,2 stig þ. 22. og 26,6 stig þ. 23.
Athugunarmaðurinn á Teigarhomi, Jón Kr.
Lúðvíksson, las 30,3 stig af mælinum þennan
dag. Með færslunni fylgdi eftirfarandi pistill:
„22. þ.m. steig hiti hátt eins og skýrsla sýnir.
Var vel að gætt að sól náði ekki að hita mæla.
Tel ég því hita rétt mælda.“ Þegar hámarks-
mælirinn var tekinn í notkun sýndi hann 0,2
stigum of lágan hita, hámarkið var því hækkað
um 0,2 stig í útgefnum skýrslum. Engin leið-
rétting var á hámarksmælinum á Klaustri.
Daginn áður varð hiti á Teigarhorni mest 24,0
stig, en daginn eftir 19,9. Hitinn á Teigarhomi
stóð stutt, kl. 9 um morguninn var hann 14,3
stig, 26,6 kl. 15 og 14,9 kl. 21. Um miðjan daginn
var vindur af norðvestri, 3 vindstig, mistur í
lofti, en nærri heiðskírt.
Á Kirkjubæjarklaustri fór hiti niður í 11,5
stig aðfaranótt 22. Kl. 9 var kominn 23,4 stiga
hiti, kl. 13 var hitinn 27,6 stig og 25, 8 kl. 18.
Norðanátt var um miðjan daginn, 3 vindstig,
gott skyggni og nærri heiðskírt.
Norðurlandi var 21. víðast hlýjasti dagurinn.
Á Akureyri fór hiti þá í 28,6 stig í hægri vestan-
átt. Þ. 22. fór hiti þar í 26,5 stig.
Heldur svalara var vestanlands og sumar
nætumar var þoka. Hiti komst þó í 20 stig á
Raftnagnsstöðinni við Elliðaár þ. 23. en norðar
á Vesturlandi var svalara. Hæsti hiti í Stykkis-
hólmi þessa daga var 14,8 stig þ. 24. Inni í Dala-
sýslu fór hiti yfir 20 stig flesta daga og sömu-
leiðis inn til landsins í Húnaþingi. Eins og oft er
í vestlægri eða norðvestlægri átt náði þoku-
bræla Vesturlands ekki til Suðurlandsundir-
lendisins og þar fór hiti líka í yfir 20 stig og það
marga daga í röð.
Við skulum því enn um sinn halda Teigar-
hornsmetinu frá 1939, en órólegir geta fært sig
til Kirkjubæjarklausturs og ársins 1991. Þá
mældust þar 29,2° þ. 2. júlí. Ekki er ólfldegt að
innan fárra ára muni mælast yfir 31 stigs hiti á
einhverri sjálfvirkri veðurstöð. Verður það nýtt
met?
* í veðurskýrslunni frá Teigarhorni í septem-
ber 1940 stendur eftirfarandi: ,24. þ.m. kom
hitabylgja. Stóð stuttyfir. Hún kom á tímabili kl.
3-4, en stóð aðeins stutta stund. Sjómenn frá
Djúpavogi urðu hennar varir útá miðum út af
Berufirði." Á venjulegum athugunartímum var
hiti sem hér segir: Kl. 9, 5,2° , kl. 15, 13,1,° og
12,7° kl. 22. Vindur var hægur af norðvestri og
hálfskýjað eða skýjað. Hvergi annars staðar á
landinu varð sérstakra hlýinda vart og almennt
veðurlag gefur ekki tilefni til að vænta mætti
mets. Einnig aukast efasemdir þegar í ljós kem-
ur að eitthvað ólag virðist á fleiri hámarksmæl-
ingum á stöðinni í þessum mánuði. Því er hins
vegar ekki að neita að stundum hegðar náttúran
sér með einhverjum ólíkindum og erlendis eru
dæmi um hitamælingar sem ekki eru taldar geta
staðist
Þekktasta tilvikið er e.t.v. 70 stig sem að sögn
mældust í Portúgal snemma í júlf 1949. Þá var'i
sagt að fuglar hefðu fallið dauðir úr lofti. Má vera
að eitthvað ámóta komi fyrir hérlendis síðar en
þangað tíl verða 36 stigin á Teigarhomi að liggja
á lager.
Höfundurinn er veðurfræðingur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000 1 3