Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Side 16
GOETHE OG LITIRNIR ■ i • I X • • ■ I r |*X / • X r~ A / Heimsbyggðin minntist þess á liðnu ári að 250 ár voru 1 iðin frá fæðingu Johanns Wolfgangs von Goethe, hins mikla þýska skálds, húmanista og nátt- úruskoðanda og eins af risum up plýsingarstefnunnar. Þess var einnig að nokkru minnst hér á landi i, er i færri vita að skáldjöfurinn sjálfur taldi mesta afrek líl rs síns vera rannsóknir sínar á litakerfii nu um 40 ára skeið. BRAGIÁSGEIRSSON var á slóðum Goethe í Weimar og Frankfurt á haustnóttum og viðaði að sér heimildum um þennan þátt athafna hans af sjón og raun eins og áður hefur komið fram. Hermir hér í tveim greinum eitt og annað af skynrænni og vitsmunalegri litafræði. NAUMAST hafa verið gefnar út fleiri bækur um nokkurn mann, enn síður skrifaðar jafn margar greinar og doktorsritgerðir, en þýska skáldjöfurinn Johann Wolfgang von Goethe, sem var einn af höfuðpaurum upp- lýsingastefnunnar og þýska nýkiassismans. A síðasta ári, þá 250 ár voru liðin frá fæðingu hans, magnaðist leikurinn sem aldrei íyrr og frá öllum heims- homum valförtuðu menn til Weimar, menningarborgar Evrópu, en þar var dijúg áhersla lögð á ljósið sem streymdi frá borginni og þátt Goethe í upplýsingunni, og síst minnkaði aðstreymið eða for- vitnin fyrir þá skikkan. í Goethe-húsinu í Frankfurt, fæð- ingarborg hans, var stór sög- usýning, og á jarðhæð er heil bókabúð eins og áður hefur ver- ið greint frá, þar sem eingöngu er höndlað með rit eftir jöfurinn, þó einkum um hann. Aðkoman er einstaklega notaleg eins og raunar allt húsið sem hefur ver- ið endurbyggt í fyrri mynd, en það var að mestu rústað í síðustu heimstyrjöld. Athyglin hefur ekki aðeins beinst sérstaklega að pers- ónu listamannsins, líkt og gerist á slíkum tímamótum andans stórmenna, heldur hafa stórmerkilegar rannsóknir hans á litakerfinu sem spönnuðu heil 40 ár gengið í endumýjun lífdaga, en þess þáttar þekkja hérlendir minnst til og þær hafa að auk ekki alltaf verið mjög hátt skrifaðar af vísum ytra. Ekki frek- ar en stórmerkar rannsóknir leikmannsins Sigurðar Kristófers Péturssonar á hrynjandi íslenzkrar tungu af hérlendum málfræðing- um. Goethe var tómstundamálari af ástríðu, og trúr upplagi sínu hafði hann ekki minni áhuga á eðli fyrirbæranna sem hann málaði, svo og litanna á milli handa sinna, en að myndgera þau á sannverðugan hátt. Skyld- leikinn felst í því, að brjóstvitið og skynrænar tilfinningar em teknar fram yfir þurrar vís- indalegar greiningar, en augu manna hafa í stórauknum mæli beinst að þessum uppmna- legu eðlisþáttum á tímum hátækni og ör- gjörva. í báðum tilvikum má að vísu færa að því gild rök, að sitthvað standist ekki í niður- stöðum beggja, en það rýrir í litlu vægi þeirra. Tel ég mikilvægt að beina sjónum að undram litafræðinnar í ljósi þess að málverk- ið hefur enn einu sinni gengið í endumýjun lífdaga sem fáa dreymdi um fyrir nokkmm áratugum, hvað þá nýliðnum ámm, en í meira - en hundrað ár hafa menn hvað eftir annað álitið sig komna að endimörkum þess. Trúa mín er sú að margur rithöfundurinn hafi gengið í smiðju Sigurðar Kristófers, þótt mér sé það minna kunnugt, veit hins vegar upp á mína tíu fingur, að ýmsir heimsþekktir mál- arar hafa leitað til litakerfis og þó einkum hugmynda Goethe um eðli litanna og meðal fjölmargra má nefna William Turner, Eugene Delacroix, Vincent van Gogh og Auguste Herbin, en hinn síðasttaldi lét hafa þetta eftir sér: „Ef liturinn verður til fyrir orku ljóssins, em allir litir meira og minna myrkur (stig- magnandi skuggar/dimma) og hvítt upphaf myrkursins." Litakerfið var sem fleiri sjónræn fyrirbæri ofarlega á baugi á tímabili upplýsingarinnar, þannig kom litafræði Goethe fyrst út í bókarformi 1810. Mál- arinn Philipp Otto Runge fylgdi á eftir með litakúlu sína og birti árangurinn 1810, og telst það í fyrsta skipti sem litnum er lýst í rúmtaki, loks kom ritið „Sjónin og liturinn" eftir Arthur Schop- enhauer út 1816, en báðir vom samlandar hans. Taldist allt sem að auganu snýr og sjónmenntir nefnast jafn mikilvægt öðram vísindum og hafði svo verið frá því að listhugtakið var formað á tímabili endurreisnar. Ekki er það ætlun mín að koma hér með nákvæma og þurra útlistun á litakerfinu, heldur einungis veita þeim sem les dálitla innsýn í heim litakerfisins og lög- mál lita, einkum á þeim tímum er vísir vom að skilgreina fyrirbærið. Til þess þykir mér rétt að koma með eilítið forspjall um ýmis veigamikil undirstöðuatriði til nánari skiln- ings, einkum vegna þess að litafræði og raun- ar sjónmenntir almennt hafa mætt illskiljan- legum afgangi í íslenzku menntakerfi. Emm við nú að súpa seyðið af því, sem víða sér merki, listaskólar hafa jafnvel ekki gefið ýms- um veigamiklum gmnnþáttum sjónmennta nærri nógan gaum og aðrir skólar mun minni. Fyrir meinlegt þekkingarleysi klipptu Islend- ingar á þennan geira við lýðveldistökuna, eins og margt annað sem telst hverri metnaðar- fullri þjóð lífsnauðsyn og höfum við ekki tekið hann upp af röggsamlegu sjálfdæmi enn þann dag í dag. Fyrir framan mig hef ég tvö gagnmerk rit sem út komu í Danmörku á sl. ári og em hvort á sinn hátt afar upplýsandi, öðm þeirra fylgir myndband, sem á að skilgreina hvernig Goethe upplifði og horfði á litina í náttúmnni, en náttúrurannsóknir vom alla tíð líf hans og yndi. Hins vegar hefur, að ég best veit, ekki birst lína um þessa hlið athafna hans á landi hér, nema það litla sem hefur skarað greinar mínar. Var það mér sem ögmn um að koma ýmsum staðreyndum á framfæri, og leitast um leið við að vekja forvitni á þessum mikil- vægu en vanræktu fyrirbæmm. Hef ég nokk- uð lengi verið meðvitaður um þátt skáldsins í litafræðinni meður því að ég hóf sennilega fyrstur að kenna litafræði kerfisbundið í nýstofnuðum fbrnámsdeildum MHI, þótt auð- vitað hafi nemendur í mismiklum mæli verið upplýstir um ýmis gmnnlögmál lita allt frá Goethe >16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 11. MARS 2000 Phillipp Otto Runge: Nokkrar tilraunir til rúmskynjunar með stigmagnandi tóngæðum iita. Turner lét ekki sitt eftir liggja í litarannsóknum og árið 1825 gerði hann þennan litabaug nr. 2, sem ætti að opna einhverjum innsýn í litaskyn hans. Vinátta skáldbræðranna Goethes og hins tíu árum yngri Schillers er víðfræg, en færri vita að samræðan náði einnig til litafræðlnnar. Árið 1799 mótuðu þeir þannig litahring sem þeir nefndu Skapsmunarós. stofnun skólans. Gerði ég mér fljótlega grein fyrir umfangi og mikilvægi litafræði til sjálf- stæðra rannsókna og lifana og að hér væri á ferðinni mjög vanrækt námsfag, ég vildi stór- auka kennsluna er fram liðu stundir og loks tengja hana svipuðu ferli og gerðist í listið- naðarskólanum í Bergen, sem ég heimsótti 1978. Þar uppgötvaði ég að menn stóðu mjög framarlega og vom jafnframt í sambandi við gróna Iitafræðistofnun í Stokkhólmi, sem deildarstjórinn benti mér sérstaklega á. Þess í stað var kennsla í litafræði og mörgum fleiri undirstöðuatriðum skorin niður eftir að ég hvarf úr fornámsdeildum og gerðist deildar- stjóri í málun. í framhaldsdeildum var nefni- lega gert ráð fyrir að nemendur hefðu lært þetta og því ekki á annaskrá. Þetta skeði á þeim tíma er menntamálaráðuneytið fór að krukka í námskrá skólans og aðlaga hana miðstýrðum eininga- og áfangaskorum, hlið- stætt námi í fjölbrautaskólum. Hér má koma fram, að upplag og skynræn lifun Islendinga telst í besta lagi þegar litir em annas vegar, og mun engan veginn síðri eðlislægri náttúm fyrir bókmáli. Til að nálg- ast ritað mál þurfa menn samt að læra að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.