Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 4
BYGGÐ OG NÁTTÚRA í HRAUNUM 3 í Þýzkubúó stendur af sér gengið steinhús. Staðurinn er kenndur við Þjóðverja sem verzluðu þarna um 1400. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson NÚTÍMINN FÓR HJÁ GARÐI EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Þorbjarnarstaðir voru í hrauninu, skammt sunnan við Keflavíkurveginn. Tóftir bæjarins, sem fór í eyði um 1930, benda til þess að þar hafi alla tíð verið torfbær. NÚTÍMINN fór að mestu leyti hjá garði í Hraun- unum, en hann sést til- sýndar þaðan. Álverið gnæfir yfir í næsta ná- grenni og skammt fyrir sunnan, á Keflavíkur- veginum, æðir umferðin viðstöðulaust fram og til baka. Ef til vill er það þversagnarkennt, en nú er hægt að njóta þessa umhverfis einmitt vegna þess að nútímanum þóknaðist að koma ekki við í þessari horfnu byggð. Annars væri búið að setja jarðýtur á alla þessa grjótgarða sem falla svo vel að land- inu; það væri búið að moka hólunum ofaní laut- irnar, mylja hraunið til að ýta upp vegum og síðan væru athafnaskáldin búin að byggja eitt- hvað flott úr steinsteypu. En fyrir einhverja guðslukku fóru framfar- imar þarna hjá garði. Og Hraunamennimir höfðu ekki bolmagn til þess að bylta umhverf- inu. Pað mesta sem vélaöldin hefur skilið eftir sig eru nokkur bílhræ. Þorbjarnarstaðir Svo að segja beint suður af Straumsvík, snertuspöl handan við Keflavíkurveginn, era rústir bæjarins á Þorbjamarstöðum. Ekki ber mikið á þeim; grasbeðjan miskunnar sig yfir þessi fátæklegu mannanna verk. Um búskap og mannlíf á Þorbjamarstöðum er næsta lítið að finna í rituðum heimildum, en búsetu þar lauk eftir 1930. Svo er að sjá af tóftunum að þarna hafi alla tíð verið torfbær. í kring er talsvert graslendi sem verið hefur tún. Hlaðnir túngarðar standa enn uppi, svo og Þorbjarnar- staðarétt. Einn af mörgum fallegum blettum í landi Þorbjarnarstaða, sem nú er í eigu Hafn- arfjarðar, er við tjarnirnar sem verða inn af Straumsvík. Þar era silfurtærar upppsprettur undan hrauninu, vatnsból sem ekki hefur bragðist. Þýzkubúð - þar sem þýzkir höndluðu Steinsteypuöldin náði ekki til Hraunabæj- anna svo teljandi væri; þó á að heita svo að standi uppi íbúðarhúsið Þýzkubúð. Hvort þessi hjáleiga frá Straumi hefur einhverntíma verið nefnd Þýzkabúð er ekki vitað. En samkvæmt talshætti í Hraununum heitir húsið Þýzkubúð og er nafnið rakið til þess að Straumsvík var verzlunarstaður frá árinu 1400 og fram yfir 1600, en þá vöndu þýzkir og enskir kaupmenn komur sínar til landsins. Þá vora verzlunar- búðir þýzkra höndlara settar upp við varir út með Straumsvíkinni og þótt aldir hafi liðið eru nöfnin enn við lýði: Þýzkubúð og Þýzkubúðar- varir syðri og nyrðri. Nú stendur íbúðarhúsið í Þýzkubúð eitt til minningar um verzlunarstaðinn og hjáleiguna sem síðan reis þar. Húsið er af sér gengið, opið fyrir veðrum og vindi, hryggðarmynd. Samt var þetta steinsteypt hús, en hvenær það reis virðist enginn vita með vissu; það var snemma á öldinni. Síðar var byggt við það einhverskon- ar bíslag sem hangir uppi. A bamsaldri átti Eiríkur Smith listmálari heima um tíma í Þýzkubúð. Jónsbúð Lítið eitt utar með víkinni og örskammt frá sjávarkambinum og Jónsbúðartjörn var þurrabúðin eða hjáleigan Jónsbúð á örlitlum túnbletti. Grjótgarður í kring, hraunhólar og grasigrónir þollar. Jónsbúðarvör er beint nið- ur af bænum og skaga Skötuklettar út í Straumsvíkina sunnan við vörina. Tvær sam- liggjandi tóftir sýna hvernig bærinn hefur ver- ið, en Umhverfis- og útivistarfélag Hafnar- fjarðar lét kanna Jónsbúð með prafu- holugreftri og Fornleifafræðistofan hefur staðið að samantekt þar sem sjá má niður- stöður Bjarna F. Einarssonar fornleifafræð- ings. Líklega var ekki eftir neinu stórkostlegu að slægjast, enda fátt markvert sem kom í Ijós. Þó voru rústir bæjarins nær óspilltar; ekkert jarðrask hafði átt sér stað þar. Ástæða er til þess að vekja athygli á þessum stað vegna þess að að minjar af þessu tagi eru hvergi sýnilegar lengur á höfuðborgarsvæðinu. Staðurinn geymir allar þær minjar sem við má búast að sjáist eftir þurrabúð eða hjáleigu; þar á meðal bæjarhús, túngarð, skepnuhús, vör, vörslugarð, hjall, sólþurrkunarreit og vatnsból. Tvær prafuholur sem grafnar vora í gólf bæjarhúsanna leiddu í ljós brennd og óbrennd bein fiska, fugla og spendýra. Kindakjöt, fisk- ur og fugl hefur verið á borðum í Jónsbúð og svartfugl gæti hafa verið veiddur til matar. Þrátt fyrir túna- og slægjuleysi hefur einhvern veginn verið aflað heyja handa einni kú. Onnur tóftin leiðir í ljós að þar hefur verið heilþil og bæjardyr, en jafnframt fjós, og sást það á flórnum. Ur fjósinu hefur síðan verið gengið lítið eitt upp í baðstofuna, enda var sú skipan vel þekkt og hugsuð til að nýta hitann frá blessaðri skepnunni. Á baðstofunni hefur verið hálfþil og gluggi. Það er þurrabúðargerð hin yngri, sem svo er nefnd, en eldri gerðin var alveg án þilja, glugga og bursta; þesskonar bæir urðu nánast eins og hverjir aðrir grasi grónir hólar í landslaginu. Ekki er vitað um upphaf Jónsbúðar en búið var þar á 19. öldinni og eitthvað fram á þá 20. Tvö steinhlaðin mannvirki vekja athygli þegar ekið er eftir vegarspottanum vestur frá 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.