Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 13
-V ÍSLENSK VEÐURMET 3 HÁMARKSHITI í REYKJAVÍK Morgunblaðið/RAX Verulega heítir dagar koma ekki oft í Reykjavík, en þennan dag urðu gatnagerðarmenn aö fækka fötum. Hitametiö, 24,3 stig, er frá 9. júlí 1976 og höfðu þá liðið 16 ár án þess að hitinn kæmist í 20 stig í Reykjavík. Árið 1991 sker sig úr því þá fór hiti fjórum sinnum yflr 20 stig í borginni, en síðan aðeins f eitt einasta skipti, 3. júlí, 1995. Kinabalú-fjallið sem er 4.101 m hátt og rís upp af hæðóttu landi um 90 km sunnan við höfuð- borgina. Það var tilhlökkunarefni að ferðast upp um þetta fjall því þarna var saman komið afar f]ölskrúðugt dýra- og plöntulíf. Jarðsaga fjallsins er í stórum dráttum sú að fyrir um 40 milljónum ára tók þessi hluti eyjar- innar að lyftast á plötuskilum og er fjallið myndað úr fornum sjávarbotni og djúpbergi. Fjallið er enn að rísa en á síðustu ísöld var tind- ur þess hulinn jökli og hefur á þessu tímabili verið sorfinn nokkuð niður af skriðjöklum. Enn í dag eru frostnætur þar efra, þannig að á fjall- inu má finna hin fjölbreyttustu búsvæði fyrir lífverur allt frá regnskógum hið neðra í háfjalla- svæði efra. Eftir um klukkutíma akstur í átt að fjallinu var numið staðar við söluskýli til þess að skoða ýmsa ávexti og grænmeti sem þar var til sölu. Konur báru að söluborðum uppskeru í tága- körfum, yam-rætur, papaya og banana en við vegkantinn uxu einnig nytjaplöntur svo ekki þurfti langt að fara í leit að æti. Þar var ananas, engiferplanta og manjok sem er með langar og digrar forðarætur (tapíóka), innflutt planta ættuð frá Suður-Ameiíku, en er orðin slæðing- ur hér um slóðir. Sveppir voru þarna ræktaðir undir svörtum plastdúk en í hlíðunum neðan við veginn var hópur fólks að safna hrísgrjónum í tágakörfur. Þama af hlíðarkambinum var fagurt að líta fjallstindinn sem gnæfði upp úr skýjamóðunni. Enn áttum við eftir um stundar akstur. Þegar ofar dró fór að bera á breytingu í gróðurfari. Hér voru trén lægri og bændur ræktuðu kína- kál og blaðsalöt. Við komumst smám saman hærra í fjallið og ókum loks inn í sjálfan þjóð- garðinn. Þar hafa verið friðaðir 750 ferkíló- metrar lands í efri hluta Kinabalú-fjalls. Dusun-ættfólkið, sem þarna býr, trúði því að sálir þess hyrfu í bergið og dregur fjallið ef til vill nafn af orðinu nabalu sem þýðir á þeirra máli dvalarstaður dauðra. Mikil helgi hvílir á fjallinu og voru öndum þess færðar fórnir af ýmsu tagi. Enn má viðhalda þeirri lotningu því lífríki fjallsins er einstakt og þar er að finna teg- undir bæði plantna og dýra sem hvergi lifa ann- ars staðar í veröldinni. Þarna eru um 300 tegundir fugla og af þeim eru 23 einlendar í Borneó. Auk þeirra eru þar yfir 200 tegundir ýmissa æðri dýra. Þar eru apar, villikettir, birn- ir, dádýr, ýmis nagdýr og leðurblökur. Af lægri dýrum er urmull tegunda. Til dæmis má nefna, að af 43 tegundum land-snigla sem þar lifa er helmingurinn aðeins kunnur þaðan af fjallinu. Þá er plöntulífið einstakt. Talið er að þarna vaxi um 4.000 tegundir háplantna sem margar eru einstæðar fyrir þetta fjall. Enn eru menn öðru hverju að finna þar nýjar tegundir, því landið er ekki auðkannað, og þykir það eftir- sóknarverður rannsóknarstaður fyrir líffræð- inga. Þarna vaxa um 22 tegundir tijáburkna og er sex þeirra hvergi annars staðar að finna en á þessu fjalli. Einna sérstæðastar æðri plantna eru kerber- arnir (Nepenthes), sem hafa ker eða könnur hangandi fram úr blaðendunum. Eru þetta gildrur fyrir skordýr, og jafnvel hafa fuglar og mýs fundist í þannig kerbotnum. Þarna eru 15 tegundir kerbera og eru nokkrai’ einstæðar fyr- ir fjallið. Könnurnar eru skrautlegar, þannig að flugur hænast að þeim, en í botni þeirra er meltingarvökvi, sem leysir upp hold skordýr- anna. Er með þessu áti fullnægt þörf plöntunn- ar fyrir köfnunarefni, sem kann að reynast erf- itt að vinna úr jarðveginum. Þá er þarna að finna þá plöntu, sem ber stærsta blóm í heimi, risablómið. Er það sníkjujurtin Rafflesia arn- oldii, sem ber rauðleitt blóm, er verður allt að metri í þvermál og ellefu kíló að þyngd. Jurtin er lítið annað en blómið, því hún hefur hvorki blöð né stöngul, og rætur hennar ei-u aðeins trefjar, sem smjúga undir börkinn á trénu, sem hún lifir á og sýgur næringu úr. Upp af blóm- botninum leggur stækan daun, sem sagt er að hæni að sér nagdýr, er sjái um frjóvgun blóms- ins. Blómið stendur aðeins nokkra daga, svo það er einstök heppni, að fá tækifæri að líta slíkt blóm augum. Gróðurfarið er lagskipt í fjallinu eftir hæðar- mörkum, og liggur oftast þokubelti um mitt fjall. Gengum við þar um rakan myrkviðinn al- settan fjölskrúðugum burknum, mosum, skóf- um og sveppum. Stöðugt breytist umhverfið eftir því sem ofar dregur í fjallið. Trén fara að verða lágvaxin þegar komið er yfir 2000 m, og í 3000 m hæð er komið að skógarmörkum. Ofan við það er háfjallagróður. Þangað upp héldu sumir ferðafélagar okkar og gistu þar í sælu- húsi um nóttina, í von um að geta næsta morgun klifið fjallstindinn við sólarupprás, en við héld- um þess í stað niður að sjávannáli eftii’ fjalla- ferð, sem að okkar mati var orðin nægilega æv- intýraleg. Eftir nokkuira daga dvöl og fundarsetur í höfuðborginni ásamt skoðunarferð um kóralrif og nærliggjandi eyjar tók við löng flugferð í vesturátt, heim á leið, með viðkomu í Kuala Lumpur á Malakkaskaga og áningu í Ziirich í Sviss, þar sem flestir ferðafélagar voru kvaddir. Höfundurinn er nóttúrufræðingur. EFTIR TRAUSTA JÓNSSON HÆSTI hiti sem mælst hefur í Reykjavík síðan Veðurstof- an tók til starfa var 9. júlí 1976, 24,3°C. Hiti var kom- inn upp í 20° strax fyrir há- degi (20,5° kl. 12), kl. 15var hitinn 22,4° og 24,1° kl. 18. Kl. 21 var hiti enn 20,6°. Vindskafin netjuský þöktu himininn að meira en hálfu leyti en lágský voru engin. Mistur var í lofti og nokkuð ákveðin austanátt. Um hádegið var vindhraði 9,3 m/s. en síðar um daginn var vindur hægari. Aldrei þessu vant var hlý austanáttin hafgolunni sterkari. Dag- inn eftir var léttskýjað en austanáttin dottin niður og vindur blés hægur af vestri, mistrið var þykkara, en hitinn komst aðeins í 16,7 stig. Það var reyndar strax milli 9 og 10 um morg- uninn. Síðdegis var hitinn 12-15 stig. Tveimur dögum síðar (þ. 12.) tókst næstum að rjúfa 20 stiga múrinn aftur, en þá var aftur austanátt, reyndar með meiri lágskýjum og nokkrum rigningai’dropum. En hiti komst í 19,6 stig. Sumarið 1976 voru liðin sextán ár síðan hiti fór síðast í 20 stig í Reykjavík, en það var 8. júlí 1960. Þ. 5. ágúst 1969 munaði þó nærri engu, hiti fór þá í 19,9 stig. Ekki þurfti að bíða alveg jafnlengi eftir næstu 20 stigum eða aðeins rúm 4 ár. Óvenjuleg hlýindi gerði dagana 30. og 31. júlí, hiti fór í 23,7 stig fyrri daginn, en 23,0° hinn seinni. Nóttin er sú hlýjasta sem vitað er um í Reykjavík. Lágmarkshiti var 18,2°. Eftir þetta hefur hiti komist í 20 stig í Reykjavík I eftirtalin skipti: 27. júlí 1990 (20,4°), 6. júlí 1991 (20,0°), 7. júlí 1991 (22,1°), 9. júlí 1991 (23,2°), 31! júlí 1991 (20,7°) og 3. júlí 1995 (20,5°). Sést vel hversu óvenjulegir hit- arnir í júlí 1991 voru. Á fyrri árum Veðurstofunnar komst hiti öðru hvoru upp í 20 stig. í júní 1949 gerði óvenjulega hitabylgju eftir kalt og hretasamt vor. Þá komst hiti í Reykjavík í 20 stig tvo daga, 20. (20,2°) og 22. (20,4°), litlu kaldara var 21. (19,3°). Þ. 17. júlí 1950 komst hiti í 23,1 stig, 6. júní 1954 í 20,7° þ. 2. júní 1955 í 20,5° og 20,9° þ. 20. júlí 1958. Síðasttalda hámarkinu var náð eftir kl. 18 og í „Veðráttunni" segir því að há- markið hafi orðið þ. 21., en það stafar af því að 20,9° voru lesin af hámarksmælinum kl. 9 um morguninn, en hámarksmælar eru stilltir af kl. 9 og 18. Rétt er að benda óvönum lesendum „Veðráttunnar" á þennan ókost hámarksupp- gjörsins. í maí 1960 komu óvenju hlýir dagar, hiti komst hæst í 20,7 stig þ.14. Á þriðja áratugi aldarinnar náði hiti 20 stig- um aðeins einu sinni. Það var 6. júlí 1927. Síðan liðu 7 ár þar til 1934 að hiti komst tvisvar í 20 stig. 8. júlí (20,1°) og 16. ágúst (20,1°). Júlímán- uður 1936 var óvenju hlýr og komst hiti þá tvo daga upp í 20 stig. Fyrst þ. 4. (21,9°) og síðan þ. 13. (20,0°). Þ. 11. júlí árið eftir (1937) fór hiti í 20,4°. Sumarið 1939 er lengi í minnum haft. Þá komst hiti í 20 stig í Reykjavík 6 sinnum, 11. júlí (20,0°), 24. júlí (21,9°), 25. júlí (21,6°), 26. júlí (22,1°), 31. ágúst (21,4°) og 3. september (20,1°). Hámarkið þ. 24. júlí kom eftir kl. 17 (18 skv. núverandi tímaskipan) og skráðist því á 25., en hiti þann dag komst hæst í 21,6° (sem er nokkuð gott). Á afmælisdegi Reykjavíkur 1941 komst hiti í 20,2 stig. Góð hitabylgja kom síðari hluta júlí- mánaðar 1944 og þá náði hiti í Reykjavík 20 stigum bæði þ. 20. (20,0) og þ. 21. (20,3). Rign- ingasumarið 1947 kom ein stutt hitabylgja á Vesturlandi meðan á Snorrahátíð í Reykholti stóð. Hiti komst þá í 20 stig í Reykjavík bæði 21.(20,3°) og 22. (20,1°). Á árunum 1920 til 1931 voru mælingar í Reykjavík gerðar í skuggsælum bakgarði við Skólavörðustíg, en í september síðai-a árið var flutt í Landsímahúsið við Austurvöll (Saga Veðurstofu íslands, bls. 66). Þar var mælum komið fyrii' á þaki hússins. Þó þessi staður hafi verið óheppilegur af mörgum ástæðum er ekki víst að hann hafi stuðlað að því að hámörk hafi hækkað á sólardögum á sumrin. Þó meðalhiti ái-sins hafi líklega verið ívið of hár í þessu mælaskýli miðað við nútímaútfærslu er engin sérstök ástæða til að ætla að hæsti hiti ársins hafi verið eitthvað grunsamlegur á þessum Landsímahússárum. Frá 1945 var veðurstöðin í nokkur ár við Sjómannaskólann í svipuðum aðstæðum og nú eru við Veðurstofuhúsið. Árið 1950 flutti athugunarstöðin á flugvöllinn og 1973 á núverandi stað við Bústaðaveg. Saga veðurstöðvarinnar í Reykjavík fyrir 1920 er nokkuð köflótt. Á árunum 1865 til 1920 virðast hámarkshitamælar ekki hafa verið not- aðir. Fyrir 1880 var ekkert veggskýli notað, en mælunum komið fyrir á norðurvegg húsa, síð- ast á Menntaskólahúsinu. Ymislegt bendir til þess að vandræði hafi verið með sólgeislun sem varpaðist óbeint á mælana. Þrátt fyrir þetta eru hámörk tímabilsins 1871 til 1879 ekk- ert sérstaklega ótrúverðug. Veggskýli var komið á Menntaskólann vorið 1880, en i lok ársins 1884 getur verið að sett hafi verið upp fríttstandandi skýli við Aðalstræti. í því var hitasíriti sem gekk meira og minna til 1907. Skýlið var komið upp á Bergstaðastræti 1909, en ekki er vitað hvenær stöðin var flutt. Hita- síritinn var stilltur af með samanburði við lágmarksmælingar á þessum árum. Trúlega eru mælingar hans ekki fjarri lagi og á móti kemur að lesið var af síritanum á klukkustund- ar fresti og líklegt að hann hafí þess vegna ekki alltaf náð ýtrasta hámarki dagsins. Um skeytastöðina í Reykjavík 1907 til 1920 er fjall- að í kaflanum um lágmarkshita í Reykjavík, en til viðbótar því er rétt að geta þess að hiti um miðjan daginn var þá yfirleitt í hærra lagi mið- að við hita árla morguns, þó árshámörk séu mjög trúverðug. Á árunum 1871 til 1919 fór hiti nokkrum sinnum yfir 20 stig. Það gerðist aðeins einu sinni á árunum 1871-1890, það var 18. ágúst 1876, en þá var hitinn á hádegi (u.þ.b. 13:30 eftir núverandi tímahætti) 21,6 stig. Þetta er raunar hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík í ágúst, en ekki er hægt að staðfesta þetta sem met vegna umbúnaðar mælisins. Sumarið 1891 komu margir hlýir dagar. Hiti fór fyrst í 20. stig þ. 9. júní (22,3°), síðan 24. júní >. (24,7°), 25. júní (20,4°) og að lokum 17. júlí (20,7°). Mælingin þ. 24. er hæsti hiti í Reykja- vík frá 1871 til okkar daga. Erfitt er þó að stað- festa hana sem met vegna óvissu í kvörðun sí- ritans sem og því að umbúnaður í mælaskýli er ekki þekktur. Kl. 17 þennan dag var hiti 24,2° og alls ekki er útilokað að hefði hámarksmæl- ing farið fram hefði hún rofið 25° stiga múrinn. Þrír mjög heitir dagar komu í ágúst 1893, 11. (20,2°), 12 (21,1°) og 13. (20,1°) og óvenju heitir dagar voru í upphafi júlímánaðar 1894. Þ. 1. (20,8°) og 2. (23,8°). Síðari dagurinn er einn af þeim hlýjustu í Reykjavík þegar litið er á sól- arhringinn í heild því meðalhiti dagsins var 18,8 stig. Hiti fór í 20 stig strax kl. 7 um morg- uninn og var yfir 20 stigum samfellt fram yfir kl. 18 og var yfir 23 stigum frá því fyrir kl. 12 þar til eftir kl. 16. Sannarlega óvenjulegur dagur. Nú varð aft- * ur lengra á milli 20 stiga daga. Þeir næstu komu 26. maí 1901 (20,2°), 26. júlí 1903 (20,6°), 19. maí 1905 (20,7°), 24. júní 1911 (21,6°), 15. ágúst 1912 (20,9°), 14. ágúst 1914 (20,3°) og 31. júlí 1918 (21,2°). Svo þurfti að bíða í 9 ár eftir 20 stigum eins og fram kom að ofan. Jón Þorsteinsson landlæknir athugaði hita í Reykjavík (um tíma í Nesi við Seltjörn) á ár- unum 1820 til 1854. Mælar hans voru eftir því sem næst verður komist heldur lægra yfir jörð en nú tíðkast auk þess sem þeir voru ekki í neinu skýli. Jón var með hámarksmæli um tíma, en síðar fylgdist hann (eða staðgengill hans) með mælunum mestallan daginn og skráði hæsta gildi sem hann sá. Hiti fór alloft í 20 stig á tíma Jóns, það oft að stappar nærri fullvissu að mælar hans hafi verið of háir í sólskini um miðjan daginn. ’ Hann mældi hins vegar hæsta hita sem mælst hefur í Reykjavík. Það var dagana 18. og 19. júlí 1842. Fyrri daginn var hámarkshit- inn 22°R og hinn síðari 21 °R. Fyrri talan jafn- gildir 27,5 stigum á Celsíus, en hin síðari 26,3 stigum. Sennilegt er að þessir tveir dagar séu í raun meðal þeirra allra heitustu í Reykjavík. Veðrið var „hámarkavænt", suðaustan strekk- ingsvindur og léttskýjað. Svo vill til að fleiri mælingai' voru gerðar á landinu þessa daga. Á Ofanleiti í Vestmannaeyjum mældist hiti 14°R, í Odda mældust 26°C, 29°C á Valþjófsstað í Fljótsdal, 25°C á Hvammi í Dölum og 25°R á Melum í Melasveit. Síðasta talan jafngildir 31,3°C. Vel má vera að mælirinn á Melum hafi í ' raun verið Celcíusmælir, slíkur ruglingur kom fyrir. Rasmus Lievog í Lambhúsum athugaði hæst24,7°C 10. júlí 1789. Höfundurinn erveðurfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.