Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 9
Hér stekkur Gabríel inn til Maríu. Kötturinn sem oft er tákn djöfulsins skýtur upp kryppu og flýr og María fórnar höndum. Með nákvæmri útfærslu smáatriða í herberginu undirstrikar Lorenzo Lotto andstæðurnar milli kyrrðarinnar í lífi ungu stúlkunnar fram að þessu og umbyltingarinnar sem erindi engilsins boðar. Heilagur andi á skýinu? HEITUR BACH OG HÉLUGIR DEMANTAR Engin háfíð göfugri Boðunardagur Maríu, 25. mars, Maríumessa á langaföstu, er haldinn hátíðlegur hvai-vetna meðal kaþólskra og var svo einnig hér á íslandi fyrir siðaskipti og raunar mun lengur að því er fram kemur í bók Ama Björnssonar, Saga daganna. Þar segir einnig að þessi hátíð hafi verið talin göfugri öðrum messudögum, að undanskildum aðeins þeim sem haldnir eru sjálfum Guði til dýrðar. Víst er að mikil til- beiðsla hefur ætíð fylgt Maríu guðsmóður á íslandi og trú á líkn hennar og sáluhjálp, eink- um meðal kvenna, ekki síst barnshafandi kvenna og mæðra. Þessi trú er enn ríkjandi þótt aldir séu liðnar síðan lútherskan varð trú meirihluta þjóðarinnar og Þjóðkirkjunnar. Af hjátrú tengdri boðunardeginum er helst tilgreind trú varðandi vorveður og sauðburð, t.d. talið góðs viti ef stjörnubjart er nóttina á undan og ekki heillavænlegt að síðasta dag góu beri upp á boðunardaginn. Slík trú hefur að sjálfsögðu slævst með breyttum tímum og sama má segja um helgi dagsins. Sjá má að sjó- menn hafa tekið góðar gæftir framyfir kirkju- sóknina á þessum degi í Þorpi Jóns úr Vör: BOÐUNARDAGUR MARÍU Það heyrist yfir fjörð og langt út til hafs, þegar kirkjuklukkunum er hringt, þó hringjarinn sé gamall, gigtveikur aumingi, sem getur ekki lengur tekið í ár. Presturinn situr skrýddur í kórnum og sér síðasta bátinn skjótast út fyrir eyraroddann. Hann hrekkur við sem í draumi, þegar sá skakki hringir í þriðja sinn. Senn geta þeir báðir farið heim og lagt sig. Það eru fyrstugæftirávori. Þorpsbúar ganga allir til flöru, þegarbátamirkomaað, ogfánýttísoðið, - presturinn heilagfiski - á Boðunardag Maríu. Nú er ekki lengur þörf á að huga að tengsl- um veðurs og sauðburðar og sá heimur ókunn- ugur ungu fólki nútímans. Ætla mætti að sama gilti um Maríu mey og hennar veröld, en svo virðist sem fjarlægt minni goðsagnarinnar um vanda Maríu og Jósefs leiti enn á. Skoðum að lokum ljóð í nýrri bók Gyrðis Elíssonar, Hug- arfjallinu. LÆKNING Það er sagt að Jósef hafíveriðmjög utanvið sig Dag nokkurn, þegar María hafði kallað hann frá smíð- unum til að borða, kom drengurinn Jesús hlaupandi inn,meðvængbrotinnsmá- fugl í lófa sínum Jósef leit upp frá borðinu undrandi á svip og spurði: „Hvaðan kemur þú, góði?“ María leit á hann með mildri ásökun og sagði: „Ertu nú búinn að gleyma þvi,maður?“ Jóseflaut höfði Fuglinn breiddi út vængina og flaug alheill útumdymar Og hvað er Sigurbjörg Þrastardóttir að fara hér? ERINDI Engill í kufli eða kjól meðgrænlenskumynstri snæhvítavængi og sporbaug ljóss yfirhvirfli kemurtilmín ogsegir: Ekkert að óttast jólinkoma þótt þú látist Höfundur er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda. TONLIST S í g i 1 d i r d i s k a r BACH J. S. Bach: Sellósvíturnar í G, d, C, Es, c og D, BWV 1007-1012. Mischa Maisky, selló. Deut- sche Grammophon 463 314-2. Upptaka: DDD, Belgíu, 7-8/1999. Útgáfuár: 1999. Lengd (2 diskar): 154:52. „CD-pluscore“ margmiðl- unardiskur fylgir. Verð (Skífan): 4.499 kr. HINAR SEX sellósvítur Bachs eru óum- deildanlega mesta meistaraverk tónlistarsög- unnar fyrir knéfiðlu án undirleiks, og hefðu að sönnu mátt rata hingað fyrr í meira en fimm ára gamlan dálkinn. Afsökun er vandfundin, því varla er til sá stórsellisti 20. aldar, allt frá Pablo Casals, sem hefur ekki lagt í púkkið. Liggur við að kalla mætti þegnskyldu í stétt- inni og á við pflagrímsför til Mekku að leika inn svíturnar a.m.k. einu sinni á ævi. Undirritaður var svo heppinn að kynnast fyrst svítunum í meðferð Pierres Fourniers á Archiv-upptöku frá snemma á 7. áratug. Síðar bættust Tortelier og fleiri í sarpinn, en Fourn- ier sat eftir, og tíminn hefur sýnt og sannað, að fáir ef nokkrir hafa komizt nær sjálfum kjarna tónlistarinnar en hann. Hið einstæða upphafna látleysi Fourniers er ekki beinlínis aðalsmerki rússnesk-ísraelska sellóleikarans Mischa Maiskys (f. 1948), sem er ólíkt meiri fjörkálfur í sér og á til að bera sjálfið utan á skyrtunni. Fyrsta viðbragð manns var líka að salta diska- boxið og bíða annars flytjanda. En í 6 svítu var skipt um skoðun. „Oft ratast kjöftugum satt á munn,“ segir máltækið - og smám saman fór maður að sætta sig við heitan og úthverfan stfl Maiskys, nánast gegn betri vitund. Karlinn leikur nefnilega fantavel með lýtalausri inntónun og rosa bogatækni, og ekki dregur hljóðfærið heldur úr, smíðað 1720 af Domenico Montagnana í Feneyjum, sem glimrandi upptaka í hlýjum hljómburði skilar til fullnustu. Látum vera atriði eins og að sum akkorðuforslög séu háskalega löng og berg- málsdýnamíkin ekki alltaf sjálfri sér sam- kvæm. Hinn ótvíræði músíkalski sjarmi Maiskys gufustraujar yfir allt, og hrukkurnar gleymast eða verða að fegurðarblettum líkt og hjá Heifetz, sem hafði lag á að snúa aðsteðj- andi misfellu í heillandi aukakrydd á auga- bragði. Sellósvítur Bachs eru jafngamlar meistara- hljóðfæri Maiskys. Þær voru samdar á senni- lega sælasta aldursskeiði Sebastians, þegar hann starfaði 1717-23 sem hljómsveitarstjóri hjá Leopold af Köthen, ungum hertoga sem hafði vit á tónlist og leit á snillinginn fra Eis- enach sem einkavin. Hver svíta er sexþætt og samanstendur auk forleiks af fjóram kjarna- þáttum frönsku dansasvítunnar, Allemande, Courante, Sarabande og Gigue, með auka- þætti - menúett, gavottu eða Bourrée - skotið inn milli saraböndu og gikks. Óviða í vestrænni tonlist er að finna full- komnara formrænt jafnvægi en hér, jafnvel að meðtöldum hinum meistaralegu sónötum Bachs og partítum fyrir einleiksfiðlu frá sama tíma. Þótt byggðar séu á stflfærðum alþýðu- dönsum, spanna svíturnar, eins og Casals benti fyrstur á, allan mannlega tilfinninga- skala. Það er því engin einhlít nálgun til; verk- ið má túlka á ótal vegu. Svo lengi sem mönnum og tímum fjölgar, verður enginn búinn með Bach. Meiri sellósnillingar kunna að bíða úti við sjónarrönd, og eflaust sumii' djúpsæknari. En í millitíðinni má hafa mikla ánægju af heitri og sprækri nýrómantík Mischu Maisk- ys. Það er alltjent tilbreyting að henni, nú í miðri ríkjandi upphafsskólaspeki. Sé hún „af- vegaleiðing“, þá verður bara að hafa það. Skárra er að dáleiða hlustandann en að leiðast honum. Líkt og Goldberg-tilbrigðum Bachs í fyrra með Rosalyn Tureck (SD 10.4. 1999) fylgir fróðleikur á margmiðlunardiski um höf- und, verk og útgáfu, fyrir utan nótur að öllum bálkinum, sem prenta má út að vild. BONNEY DIAMONDS in the Snow.Norræn sönglög eftir Grieg, Sibelius, Stenhammar, Alfvén og Sjöberg. Barbara Bonney sópran; Antonio Pappano, píanó. Decca 466 762-2. Upptaka: DDD, Neumarkt, Þýzkalandi, 9-12/8 1999. Útgáfuár: 2000. Lengd: 71:37. Verð (Skífan): 2.199 kr. BANDARÍSKA sópransöngkonan Barbara Bonney fór síðast hér á stjá (SD 21.2. 1998) með amerískum sönglögum, þ. á m. lagi um langfeðga sinn, Billy the Kid úr vestrinu villta (William Bonney) eftir André Previn við dag- bókartexta skækju sem virðist ein allra hafa borið hinum alræmda óþokka vel söguna. Hér kveður við annan tón: 13 sönglög eftir Edvard H. Grieg, þ. á m. Váren, Jeg elsker dig, Söng Solveigar, En svane og Sechs Lieder Op. 48, 5 eftir Jean Sibelius (Diamanten pá Marssnön, Vilse, Sáv, sáv, susa, Var det en dröm? og Flickan kom ifrán sin álsklings möte), 5 eftir Wilhelm Stenhammar (þ. á m. við sama Flickan-texta Runebergs), 2 eftir Hugo Alfvén (Sá tag mit hjerte (Tove Ditlev- sen) og Skogen sover) og Tonerna eftir Carl Sjöberg. Allt norrænar perlur og margar þeirra tíðir gestir á hérlendum ljóðasöngstón- leikum. Eg féll í stafi í hitteðfyrra, og enn ætla gjarðir að gliðna. Barbara Bonney hefur gert það aftur - og, ef nokkuð er, enn betur! Þessi frábæra ljóðasöngkona - „Bandarísk Elly Am- eling“ minnir mig hún hafi verið stimpluð þá, meira út frá gæðum en stfl - hefur einfaldlega allt það til að bera sem farandi er fram á af úr- valssöngvara í ljóðagreininni. Topp-tækni, topp-innlifun, breidd og fjölbreytni í raddbeit- ingu allan skalann frá telpu í valkyrju. Það gengur göldram næst að heyra Bandaríkja- mann fara með Grieg, Sibelius og Stenhamm- ar eins og borinn og barnfæddur Norður- landabúi. M.a.s. textavandamálið sem hefur viljað fylgja efra sviði sópransöngs, hverfur hér þvínæst sem dögg fyrir sólu. Bonney hefur einhvem skýrasta framburð sem fáanlegur er úr efri lofthjúp hátíðninnar. Það er meirihátt- ar höfuðverkur að finna galla á aö)urðadiski sem þessum, annað en tittlingaskít eins og átt- undamiðurfærsluna í 3. sönghendingu Várens. Svo má auðvitað alltaf ergja sig yfir að ís- lenzku gullaldarlögin séu of ókunn og átthaga- fjötruð til að fá inni hjá alþjóða listamönnum þá sjaldan norræn tónlist er uppi á teningi. Maður freistast til að varpa þeirri þankatil- raun fram, að ef þessi dama syngi Gígjuna og Draumalandið inn á heimsþekkt plötumerki af álíka innlifun, þyrfti litlu fé að verja í land- kynningu eftir það. Barbara Bonney virðist eftir öllu að dæma einmitt stödd á því stigi þar sem harpan er stærst og strengirnir flestir. Maður skelfur við tilhugsunina um hvort hægt sé að halda öllu, hvað þá batna, upp úr þessu. Njótum því með- an eigum. Píanistinn, Antonio Pappano, er leikhústón- listarstjóri í Brússel og hefur stjórnað sinfón- íuhljómsveitum víða um lönd, m.a. í Wagner- óperam í Vín og Bayreuth. Hann er fyrsta flokks meðleikari, hvorki meira né minna; mótar bráðskemmtilega, tært og mjúkt og af auðheyranlegu músíkölsku innsæi í fullkomnu jafnvægi við sönginn. Upptakan er með þeim betri af fjölda fyrirtaks ljóðasöngsdiska, og ef hér tíðkaðist „stjörnugjöf1, yrði engin spurn- ing hvað hérumræddur diskur fengi út á heild- ina: fímm - af fimm mögulegum! Ríkarður Ö. Pálsson CARNEGIE A R T AWA R D 1 9 9 9 N o r r æ n t m á I v e r k LISTASAFN REYKJAVÍKUR KJARVALSSTAÐIR V/FLÓKAGÖTU, REYKJAVÍK SÝNINGIN VERÐUR OPIN 9. MARS-2. APRÍL 2000 ALLA DAGA K L. IO —l8 LEIÐSÖGN U M SYNINGUNAsunnudaga FREKARI LEIÐSAGNIR SAMKVÆMT UMTALI AÐGANGUR ÓKEYPIS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.