Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 7
A NATTGALAHÆÐ Svo náði hann erlunni. Hann kom með hana * 1 lófum sínum og sýndi móður sinni. Fuglinn 1 / X • / curoi ro- legur í öðrum lófa hans og hann strauk honum með i linni hendinni. Hann strauk höfuð fuglsins t >líðlega en ákveðið. Og sjá! Allt í einu 1 hafði erlan fengið svarta, glansandi húfu! EFTIR ÖNNU MARÍU ÞÓRISDÓTTUR Myndtýsing: Guðný Svava Slrandberg BIKULUM skrefum steig hún á land. „Hvað er þetta? Jörðin bifast undir fótum mínum!“ „Það er sjóriðan, móðir,“ sagði ungi fylgdarmaðurinn. „Og ekki furða eftir margra dægra sjóferð.“ Hún vafði fastar að sér sjalinu og studdi sig við flutningsbagga á hafnarbakkanum meðan ungi maðurinn fór að semja við asnaeigenduma við höfnina. Hún brosti með sjálfri sér þegar hún horfði á eftir honum, svona ljósum yflrlitum og skegg- lausum innan um alla dökkhærðu og svart- skeggjuðu kai-lana. Hann vakti hvarvetna at- hygli vegna útlitsins og varð oft fyrir glósum og aðdróttunum. Myrkrið var að skella á og ljósberar komu og kveiktu á fjöldanum öllum af kyndlum sem stóðu í stói'um stjökum á hafnarbakkanum. „Hvílík ósköp sem þeir hafa af ljósmeti," hugsaði hún með sér. Fylgdarmaðurinn kom nú með asna og hjálp- aði henni á bak með fátæklegar pjönkur sínar í fanginu. Sjálfur gekk hann og teymdi asnann. Af stað héldu þau upp breiða og upplýsta hafnargötuna. Aldrei hafði hún séð annað eins. Fagurlagaðar marmarasúlur stóðu sín hvorum megin götunnar og allt vai- upplýst með ótal kyndlum. I reisulegum súlnabyggingum hand- an götusúlnanna var líf og fjör. Kaupmenn fal- buðu vörur sínar háum rómi og héldu á lofti teppum, klæðum, kerjum og skartgripum. Hana rak í rogastans. Hún hafði aldrei getað ímyndað sér að til væri annar eins auður samankominn á einum stað. Sumstaðar sátu menn að drykkju og snæðingi. Luktir burðarstólar voru bornh- um svæðið og fagurskreyttar hendur sáust teygja sig út eftir skartgripum og klæðum sem kaupmennirnir voru að sýna. Hún fékk glýju í augun af alh-i þessari birtu og prjáli og vafði fastar að sér sjalinu og dró það enn lengra niður á ennið. Hún varð fegin þegai- þau beygðu út á dimm- an skógarstíg og fýlgdarmaðurinn kveikti á litlu ljóskeri til að lýsa þeim veginn. Það hljóðnaði eftir því sem þau komu lengra inn á stíginn. Seinast heyrðist ekkert nema marrið í sendnum jarðveginum undir asnahóf- unum og skrjáflð í trjágreinunum þegar þær strukust við ferðalangana. Hún hugsaði um þær ferðir sem hún hafði áð- ur farið á asnabaki: Þá kvalafyllstu fyrstu og þá löngu kvíðafyllstu á flótta til ókunnugs lands. Lítil erla flögraði þvert yfir leið þein-a og samstundis flaug hugur hennar langt aftur í tímann. Hópur fólks úr þoipinu hennar var á leið til höfuðborgarinnar. Fólkið skiptist á að sitja á ösnunum sem ekki voru nógu margir handa öll- um. Sonurinn hennar ungi og glaði var með í fór. Hann réð sér varla fyrir kæti. Hljóp ýmist á undan samferðafólkinu, kom svo til baka til að segja frá því sem hann varð fyrstur til að sjá, eða hann dróst aftur úr, hafði gleymt sér við að skoða steina, jurtir eða smákvikindi sem hann hafði ekki séð áður. Svo náði hann erlunni. Hann kom með hana í lófum sínum og sýndi móður sinni. Fuglinn kúrði rólegur í öðrum lófa hans og hann strauk honum með hinni hendinni. Hann strauk höfuð fuglsins bh'ðlega en ákveðið. Og sjá! Allt í einu hafði erlan fengið svarta, glansandi húfu! Drengurinn skríkti af ánægju. „Sjáðu móðir, hún hefur fengið svarta hettu alveg eins og þú dregur yfir höfúð þitt. Ég ætla að gefa henni þitt nafn.“ Hann horfði á móður sína djúpum, tindrandi augum. Aldrei gleymdi hún gleðinni og kærleik- anum sem streymdu til hennar úr þessu augna- ráði á þeirri stundu. Drengurinn kyssti fuglinn á kollinn og sleppti honum lausum. Erlan sameinaðist hópi sinna líka og í einni svipan voru allir fuglarnir komnir með svartar húfur. Móðirin brosti. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem eitthvað fallegt, skemmti- legt og dularfullt gerðist í kringum þennan dreng. Heimferðin var ekki eins skemmtileg. Dreng- urinn týndist og þótt hann fyndist fljótlega var allt breytt. Þungi og alvara komin til sögunnar. Ekkert var eins og áður. Hún hrökk upp frá þönkum sínum þegar fylgdarmaðurinn sagði: „Nú erum við alveg að verða komin." Leiðin lá upp lítinn brekkuhalla. Allt um- hverfið var skógi vaxið, það greindi hún í daufu skini nýmánans. Svo voru þau komin að litla húsinu sem hann hafði fundið handa henni. „Hér er heimili þitt, móðir,“ sagði ungi mað- urinn og studdi hana af baki. Hún teygði úr þreyttum limum sínum og hann leiddi hana inn í litla steinhlaðna húsið. Fátt var um húsmuni. í innra og minná her- berginu var hlaðinn rámbálkur og víðigreinar sem undirlag. Hvað hún hlakkaði til að leggjast til hvíldar og vefja sig inn í sjalið sitt og sofna. Ungi maðurinn hafði keypt eitthvað matar- kyns niðri við höfnina og þau settust að litlum náttverði. „Hér vona ég að þér eigi eftir að líða vel,“ sagði fylgdarmaðurinn og hún sti-auk handar- bak hans í þakklætisskyni. Ungi maðurinn hafði mikið verk að vinna í þessu héraði. Hann kom þó oft til hennar og færði henni vistir. Oft var hann þreyttui-, næst- um útkeyrður og stundum æstur og órólegur. Hann sagðist sjá sýnir, talaði um dýr með tíu horn og sjö höfuð og margt fleira undarlegt. Einnig heyrði hann raddir af himni, þrumugný og vatnanið. Hún óttaðist um geðheilsu hans og reyndi að róa hann. „Ég verð að skrifa, móðir,“ sagði hann. „Ég verð að rita þetta allt.“ Hún strauk honum um jarpann hárlubbann og fékk hann til að leggja höfuðið í kjöltu sína og klappaði honum á skegglausan vangann. „Hjá þér finn ég frið, móðir,“ sagði hann. Hún laut brosandi ofan að honum og hvíslaði: „Scmur." I hjaita sínu hugleiddu þau orðin sem sonur hennai’ hafði mælt rétt fyrir dauða sinn. Innan skamms var hann aftm- rokinn á fætur. „Móðir, ég verð að sinna störfúm mínum.“ Þar með var hann aftur horfinn í burtu og hún heyrði að hann næstum hljóp eftir skógarstígn- um í átt frá húsinu. Þama lifði móðirin sín síðustu æviár. Oftast var hún ein í litla húsinu. Stundum sat hún úti undh’ húsveggnum í skugga trjálaufa og horfði yfir í skógivaxna hlíðina á móti og yfir dalverpið litla byggt lágum húsum þar sem íbúarnir sýsl- uðu við sitt í friði og ró. Hún eignaðist góða granna. Sérstök vinátta tókst með henni og lítilli stúlku sem sýndi henni vatnsbólið neðar í hlíðinni. Þar spratt fram lind og var haglega hlaðið bogadregið byrgi yfir. Svo fór að litla stúlkan sótti daglega vatn handa henni úr lindinni. A haustin þegar nágrannakonurnar hristu ávextina af ólívutrjánum niður á dúk breiddan-á jörðina fór litla stúlkan til þefrra og bað um ólíf- ur handa aðfluttu konunni í litla húsinu. Eitt sinn er þær sátu saman að snæðingi var sem litla stúlkan fengi hugljómun. Hún tók ólífustein milli fingra sinna og sagði: „Móðir, þú ættir að eignast þitt eigið ólífutré.“ Saman fóru þær út og stúlkan litla sáði stein- inum í moldina fast við húsvegginn. Síðan sótti hún vatn í lindina og vökvaði yfir. Og viti menn! Næsta vor spratt upp ofurlítill Ijósgrænn ólífuviðarteinungur við húsveggmóð- urinnar. En móðirin lifði ekki að sjá tréð vaxa. Morgun nokkurn næsta sumar var hún svo máttfarin að hún treysti sér ekki fram úr ráminu. Það var kæfandi hiti, enda hásumar og henni var ómótt og þungt fyrir bijósti. Lítil erla hafði komið og sest í gluggaglufuna og söng fyrir hana allan daginn. Litla stúlkan kom og vitjaði um hana og fór síðan að sækja henni svalandi vatn í lindina. A meðan hún var í burtu andaðist móðirin og önd hennar sveif upp í heiðið við söng erlunnar. Eftirmáli Haustið 1999 kom ég á hæðina kennda við næturgala í hópi fjölmargra ferðamaima. Rútubílarnir stönsuðu á stóru plani og hundr- uð ferðamanna streymdu út úr þeim. Fast hjá voru sölupallar þar sem boðið var upp á alls kyns glys og glingur sem átti að heita minja- gripir um þennan stað. Hópurinn gekk upp hæðina og þögn og friður færðist yfn’ fólkið þegar það nálgaðist litla húsið umvafið haustlitu laufi sem sólin gægðist í gegn- um. Tár leituðu fram í augun á mér. Hér hafði hin helga móðir átt síðustu ævidagana. Manníjöldinn mjakaðist áfram eins og digur liðormur í átt að litlu lágu dyrunum. Fast við húsið og næstum gróið við vegginn stóð æva- gamalt tré. Ég strauk lófanum um hrjúfan börk- inn og mér fannst ég snerta eitthvað sem byrjað hafði að vaxa fyiir næstum 2000 árum. Síðan gengum við gegnum litla húsið hennar Maríu móður Jesú - Náttgalahæð í Efesus. Höfundurinn er húsmóðir í Reykjavík. ANNA AAARÍA ÞÓRISDÓUIR BEÐIÐ FYRIR AAARÍU MÓÐURJESÚ Heilög María móðir Jesú mærð í öllum heimsins álfum, oft hef ég í angist minni aum á þínar náðir leitað. Huggun mér og mínum veitta margsinnis af þér varþegin. Barnalán og blessun ríka bauðstu oss afþínum vilja. Oft hef ég á seinni árum alið með mérhugsun eina: Myndi á þínar herðar hlaðið hugarangurs byrðum ofþungum? Bið égþvíaf bljúgum huga blíðan Jesú og guð almáttgan heilagrar Maríu helgrar byrðar höfgum þunga af henni létta. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.