Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Sturla Friðriksson Órangútan-karlapi í Sepílok-athvarfinu fær banana í morgunverð. Ljósmynd/Sturla Friðriksson Greinarhöfundurinn og Sigrún, kona hans, í járnbrautarvagni á Borneó. og tvær tegundir simpansa. Um tíma var talið að órangútan-apinn væri einna skyldastur mönnum af mannöpunum, en nú hafa erfða- fræðingar komist að því, sem marga grunaði, að simpansar eru skyldastir mönnum allra apa. Er nú álitið að órangútaninn sé hins vegar sá mannapinn, sem fjarskyldastur okkur er, og hafi hann greinst frá górillu-simpans-manna- kvíslinni fyrir 12 til 16 milljónum ára. Eru simp- ansar hins vegar okkur svo skyldir að við höfum 98,4% allra mannlegra gena sameiginleg með simpönsum, en aðeins 96,4% gena eru sameig- inleg mönnum og órangútönum. Andlit órangútan-apanna eru flöt og hárlaus. Stutt er á milli augna og vísa augun beint fram. Þótt kjálkar séu sterklegir og granastæðið stórt er svipurinn alls ekki svo ólíkur manns- andliti. Apinn er með rauðan hárlubba og full- orðnir karlar era svartir í andliti og hafa mikla undirhöku eða hálskraga. Uppréttur nær apinn hálfs annars metra hæð og karlinn getur orðið yfir 100 kg að þyngd. Órangútan-apinn, Pongo pygmaeus, var áður útbreiddur þarna um eyjarnar og raunar víðar um Asíu, en maðurinn hefur veitt þessa apa sér til matar og stöðugt verið að þrengja að um- ráðasvæðum þeirra. Og nú er svo komið að teg- undin má teljast í útrýmingarhættu. Munu samt vera eftir um 30.000 dýr í heiminum. Mikið gengur á hina villtu skóga á Borneó. Era skógar höggnir vegna viðarframleiðslu en einkum er mikið ratt af skóglendi til að opna land fyrir ræktun olíupálma. Með því er stöðugt verið að eyða heimkynnum órangútan-apanna og einnig margra annarra villti'a dýra. Nú er reynt að friða apann og banna apaveið- ar, en einnig hefur verið komið á fót uppeldis- stöð fyrir umkomulausa unga norðaustanvert á Borneó í Sepilok-friðlandinu. Er þar tekið á móti villuráfandi öpum, sem af einhverjum ástæðum hafa tapað sambandi við fjölskyldur sínar. Rétt eins og manna bömum er reynt að koma þeim í endurhæfingu. Þarna eru varð- veittir 4.300 hektai-ar skóglendis og er það eitt víðáttumesta friðland órangútan-apans. Þar í höfuðstöðvum hefur verið komið upp aðstöðu þar sem ferðamenn geta komist í kynni við apa í réttu umhverfi þeiiTa. í fámennum hópi leiðangursmanna gengum við Sigrún inn á apaslóðir og fylgdumst með fjölskyldulífi þeirra í skóginum. Órangútan-ap- inn gerh- sér bæli uppi í tré þar sem hann hefur næturdvöl. Þaðan fer hann á stjá árla morguns til þess að leita sér að æti sem eru ávextir af ýmsum gerðum en þó einkum fxkjur. Hann etur samt einnig bramhnappa og mjúkan trjábörk og svo sterkur er apinn að hann á auðvelt með að rífa í sundur kókoshnetu og beitir þá bæði kjafti og klóm. Meðalaldur þessara apa er um 30-40 ár. Verða þeir kynþroska 8-13 ára og er meðgöngutími apynjunnar rúmir átta mánuðir. Unginn fylgir móðurinni og er á spena í um 3 ár. Eignast kerling vart fleiri en fimm unga á æv- inni, ef vel gengur, þannig að viðkoman er ekki mikil. Gamall, hökumikill karl gengur í augu apynjunnar en yngri körlum í hópnum vex ekki þessi stóra undirhaka, ef gamall karl er fyrir, og njóta þeir af þeim sökum lítillar kvenhylli. Ekki þótti okkur ráðlegt að koma of nærri stæðileg- um karldýram því þau era ekki árennileg ef þau skipta skapi. Regnskógurinn Við ósa Kinabatangan-árinnar er víðáttumik- ið flatlendi vaxið þéttum framskógi. Þetta svæði er það votlent að það hefur enn notið írið- unar íýiTr ágangi plantekrabænda. Þarna era dreifðar byggðir vatnafólksins sem lifað hefur í aldaraðir á veiðum og söfnun aldina og róta úr skóginum, vegir þess lágu um fljótið. Og við sigldum upp eftir þessu sama fljóti á flatbotna báti og komum okkur íyrir í Súkau-búðunum en þar var ætlunin að dveljast í nokkra daga við að kanna umhvei-fið. Lífríki fljótsins og ósasvæði þess er einstaklega fjölskrúðugt enda eru yfir- völd og náttúruunnendur nú að reyna að varð- veita umhverfið og viðhalda ásýnd þess. Frum- byggjar nýta það eftir sem áður á sinn hátt en svæðið er opið ferðamönnum sem koma þangað í fámennum hópum. Er þar nú ágæt aðstaða til náttúraskoðunar og hægt að dveljast þar í seli sem stendur í skóganjóðri við ána. Þaðan er haldið í bátsferðir um fljótið eða gengið inn í framskóginn í fylgd kunnugra leiðsögumanna. Vatn, jörð og loft eru iðandi af lífi. Einstök lífsreynsla er að vakna í dögun við furður frumskógarins. Þegar næturþokan guf- ar upp undan heitum sólargeislum morgunsins taka gibbon-aparnir til við að hóa og ropa til að tilkynna yfirráðarétt sinn á viðkomandi svæði. Inn í þann kórsöng blandast holir skellir í horn- nefjanum eða nashyrningsfuglinum (Bueeros rhinoceros), sem hefur sérkennilega skraut- legt, rauðgult horn ofan á nefinu sem syngur í -j- Trjáburknar eru algengir á Kinabalú-fjalli. Af 22 tegundum Cyathea-trjáburkna finnast sex þeirra aðeins þar á fjatlinu. Maður og kona af Vatna-Dajak-þjóðflokki. Þau standa fyrir gafldyrum á langhúsi sínu. líkt og barið sé í tóma tunnu. Þá bætist krákan við í hópinn með sitt hása krank og síðan kemur hver söngfuglinn af öðram með líflegar aríur. Allt verður þetta að mikilli hljómkviðu við sólar- upprás. Myrkviðurinn Ganga í regnskógi getur verið erfið þegar vaða þarf rennblautan leirinn, sem stígvélin festast í, við hvert fótmál. Við þræddum ör- mjóan troðning sem lá inn í þykknið. Með nokki-u millibili höfðu tré verið merkt með rauðum borðum til að varða leiðina. Okkur var sögð saga af ungum, amerískum hjónum sem hefðu nýlega villst af leið og ekki fundist fyrr en að þrem dögum liðnum aðframkomin af þreytu og hungri. Óryggi var okkur í að hafa góðan fylgdarmann. Við komum að slóð eftir villisvín, sem hafði gengið þar um skömmu á undan okk- ur, og síðan varð fílatað á vegi okkar, en þar á Borneó er asíufíllinn villtur og reika fílahjarðir einmitt þama víða um skóginn. Þá var okkur bent á að villiköttur hefði einnig verið á ferð og hvesst klærnar á trjáberkinum. Sennilega hlé- barða-köttur (Felis bengalensis). Lengra frá höfðu nashymingar nokkra fyn- gengið þvert yfir slóðina. Skógarbotninn var fullur af tákn- um eftir vegfarendur, sem leiðsögumaður ’ kunni góð skil á. Þarna skiiðu hundraðfætlur og á greinum héngu blóðsugur, er biðu eftir því að láta sig falla og leggjast á eitthvert fórnar- lambið, sem fór um skóginn. Þarna er sam- keppnin hörð og barist er um vaxtarrými og birtu. Trjábolir standa þétt og á milli þeirra er allt vafið í fléttum og renglum. Hvarvetna sér maður líf og hringrás l£fs og dauða. Sveppir og skófir þekja rotnandi boli og greinar. Og sníkju- plöntur sjúga næringu úr stærri trjám, sem era gestgjafar þeirra. Stórviðartrén stærstu era dipterocarpus, en þau geta verið alsett sníkju- plöntum. Uppi í greinarkverk er gi-ænn burknabrúskur, svo nefndur homaburkni. n Hann er vatnsgeymir og þar er búsvæði fyrir ýmsar lífverur, jafnvel froska. Ofan úr trjá- krónunni hanga klifurplöntur, og kyrkifíkjan vefur sig um stofninn og kæfir oft stórtré að lokum. Hún hefur vöxt sinn uppi í trjákrónunni, en þangað bera fuglar fíkjufræið. Síðan vex ► LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000 1 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.