Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 19
OUOS MORK „Þetta eru vitaskuld eðlileg viðbrögð fræðimanna sem líta það með hryllingi hvernig „utanaðkomandi" ein- staklingar beita í auknum mæli „ólögmætum" grein- ingarleiðum innan fræðasviðs sem þeir hafa ekki hlotið akademíska menntun í," segir Guðni Elísson bókmenntafræðingur um breytt landslag í hugvísind- um. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við hann um kvik- myndafræði, menningarpólitík og fræðapólitík. Guðni Elísson Morgunblaðið/Goili RÁTT fyrir að sækja kvikmynda- hús mest allra þjóða heims þá hafa íslendingar ekki hugsað eða skrifað mikið um þetta listform. Hér er ekki til rituð kvikmynda- saga, hvorki innlend né erlend, og engin kvikmyndafræði og engin kennslubók um kvikmynd- ir. Þetta virðist skjóta skökku við og bendir til þess að íslendingar hafi verið óvirkir viðtakend- ur kvikmynda. Ef til vill er þessi skortur á fræðilegri umfjöllun um kvikmyndir skýringin á því að íslensk kvikmyndahús sýna nánast ekk- ert nema Hollywoodframleiðslu sem er ekki alltaf upp á marga fiska; ef til vill eru íslending- ar ólæsir á þetta listform. Um síðustu jól kom út gríðarmikið rit sem mun bæta nokkuð úr brýnni þörf fyrir fræðilega umræðu um kvikmyndir. Bókin heitii- Heimur kvikmyndanna og samanstendur af níutíu greinum eftir 73 höfunda af ýmsum fræðasvið- um. Þrátt fyrir mikið umfang, en ritið spannar meira en þúsund blaðsíður, segir ritstjóri þess, Guðni Elísson, í inngangi að því sé ætlað að skapa eyður í umræðu Islendinga um kvik- myndir, eyður sem aðrir muni vonandi fylla upp í með sértækari ritum um íslenska og erlenda kvikmyndagerð. Með þessari bók hefur ísinn verið brotinn og gera má ráð fyrfr að með henni myndist hefð í íslenskum kvikmyndafi’æðum. Ástæða er til þess að skoða upp úr hvaða jarðvegi slík hefð sprettur. Vígi hefðbundinna kvikmyndafræða löngu fallin Megineinkennið á Heimi kvikmyndanna er hversu sundurleitur hópur höfunda skrifar í bókina; þarna eru bókmenntafræðingar, sagn- fræðingar, menningarfræðingar, fjölmiðla- fræðingar, heimspekingar, guðfræðingar, fé- lagsfræðingar, myndlistarmenn, blaðamenn, kvikmyndagerðarmenn og kvikmyndafræðing- ar svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur er Guðni klass- ískt menntaður bókmenntafræðingur sem skrifaði doktorsritgerð um Byron. Fyrir tuttugu árum síðan hefði þetta ekki verið kölluð þverfagleg nálgun eins og nú heldur ófagleg nálgun, í lok áttunda áratugarins hefðu menn frekai' fundið þrjá, fjóra kvikmyndafræðinga og hugsanlega einn kvikmyndasagnfræðing til þess að skrifa þessa bók. Eða hvað? Hefur ekki orðið einhver grundvallarbreyting í fræðunum undanfarna áratugi? Fann Guðni einhvern tím- ann fyrir efasemdum um að hann væri að fara réttu leiðina í ritstýringu þessarar bókar? „Ýmsir voru „hundkrítískir á þennan elefant- ismus“ svo ég leyfi mér að vitna í orð eins koll- ega míns,“ segir Guðni. „Eg var aftur á móti alltaf viss um að þetta væri eina leiðin til að festa kvikmyndafræðina í sessi héma heima og kom þar margt til. Mér fannst skipta miklu máli að saga íslenskra kvikmyndafræða hæfist ekki í einhveijum „skóla“ sérvaldra fræðimanna sem hún dragi síðan dám af næstu árin og eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt var að tryggja að sem flestir kæmu að mótun hennar þegar í upphafi. Nú er kannski von til að því starfi sem var hafið með ritun og útgáfu bókarinnar verði haldið áfram af einhverjum af hinum íjölmörgu höf- undum hennar og að íslensk kvikmyndafræði þróist fyrr í ólíkar áttir en hún hefði annars gert. Þannig má halda því fram að hinn sundurleiti hópur höfunda sem leggur sitt að mörkum í Heimi kvikmyndanna leysi um leið upp þau mörk sem mótað hefðu hefðbundnari kvik- myndafræði. Það gerir bókina þó ekki að óeðli- legri kvikmyndafræði vegna þess að vígi hefð- bundinna kvikmyndafræða eru löngu fallin og þar er í sjálfu sér allt leyfilegt núna. Bókin er þannig í raun ekki svo óvenjuleg því að flestar þær nálgunarleiðir sem þar finnast eiga sér ein- hvers konar hliðstæður í erlendum kvikmynda- fræðum. Vígin voru þegar fallin. Síðast en ekki síst má nefna að það voru hreinlega ekki til nógu margir íslenskir kvikmyndafræðingar til að gera svona bók. Þannig er það með flest héma heima að menn eru að vasast í hlutum sem þeir hafa aldrei beinlínis lært eða fengið hefðbundna skólun í. Eg er með kandídatspróf í íslenskum bókmenntum og skrifaði doktorsritgerð um enskt ljóðskáld frá rómantíska skeiðinu. Af þeim tuttugu námskeiðum sem ég hef kennt á háskólastigi heyrðu aðeins þrjú beinlínis undir sérsvið mitt. Kannski má segja að mannfæðin á íslandi setji svipmót sitt á fræðin og fræði- mennina og geri okkur þverfagleg hvað sem líð- ur öllum tískusveiílum í fræðaheiminum.“ Hefurðu einhverja haldbæra skýringu á því hvers vegna íslendingar hafa ekki fjaUað um kvikmyndir á fræðilegan hátt hingað til? Hefur þessu listformi ekki verið tekið alvarlega hér? Hollywoodframleiðslan hefur auðvitað tröllriðið íslenskum kvikmyndahúsum íáratugi og okkur hættir til að h'ta eingöngu á hana sem afþrey- ingu ogléttmeti. Menningarfræðin hefur breytt því viðhorfi að nokkru leyti, hún Utur á Holly- woodmyndir sem verðugt rannsóknarefni. Aug- ljóst er að margir höfundar Heims kvikmynd- anna eru undir miklum áhrifum frá þessari fræðigrein. „Helsta ástæðan fyrir framtaksleysi okkar er eflaust sú að kvikmyndin tilheyrði að mjög tak- mörkuðu leyti íslenskum kúltúr. Hann hefur löngum verið bundinn óþarflega mikið við bók- menntirnar og þá kannski á kostnað annarra menningarforma svo sem tónlistar, myndlistar og kvikmynda. Og þá á ég ekki við að kvikmynd- in hafi beinlínis verið útilokuð, heldur fremur að mönnum hafi hreinlega ekki komið til hugar að fjalla um hana á fræðilegum forsendum sem marktækt listform. Kvikmyndir tilheyrðu ein- faldlega ekki heimi alvarlegrar listar og háleitr- ar hugsunar og það þrátt fyrir að menn hafi hér heima verið að framleiða og horfa á kvikmyndir í hartnær eina öld. Þetta einkennilega misræmi hefur átt sinn þátt í hversu tregir íslenskir fræðimenn voru að takast á við þetta merka menningarform. Og ég er ekki bara að tala um Hollywoodframleiðsl- una. Ekki má gleyma því að hér hefur líka nær ekkert verið fjallað um „listrænni" myndir. Annað hugsanlegt svar við því hversu seint er farið að skrifa fræðilega um kvikmyndir er að kvikmyndagerð er ung listgrein á Islandi og í raun óhugsandi að kvikmyndafræði nái að dafna í þjóðfélagi þar sem ekki hefur skapast listræn hefð. Fræðin ná ekki að skjóta rótum ef list- sköpunina er ekki að finna. Svo er einnig það, eins og þú bendir á, að með breyttum fræðilegum áherslum síðustu tveggja áratuga hafa menn í auknum mæli farið að varpa fram spurningum um mikilvægi afþrey- ingarmenningar og um leið litið til Hollywood- mynda. Þetta tengist gagnrýninni á fagurfræði sem sprottið hefur upp á síðustu árum, aðgrein- ingu listar og afþreyingar, dýptar og yfirborðs- mennsku, o.sirv. Ýmsir eru ósáttir við þessa menningarsýn og telja fræðin hafa sett niður með þessum nýju viðfangsefnum. Þannig er spurt hvernig sé hægt að gera Ingmar Berg- man og Arnold Schwarzenegger jafnhátt undfr höfði. Og þá að sama skapi hvernig sé hægt að taka Sjöunda innsiglið jafnalvarlega og til dæm- is Total Recall eða Eraser. Þannig var gjarnan litið svo á að hlutverk fræðanna væri að greina kjamann frá hisminu og vekja almenning til skilnings um hið fagra og sanna í listinni." Ertu að segja að allt sé orðið að hinu sama í listinni, að það sé ekki gerður neinn greinar- munur á hinu fagra og hinu ijóta, hárri Ust og lágri? Kann fólk ekki að gera þennan greinar- mun lengur eða er hann ekki nauðsynlegur? „Eg sé reyndar ekkert því til fyrirstöðu að menn haldi uppi gamaldags menningarpólitík, en kostirnir við nýju greiningarleiðimar eru að þær hafa víkkað vettvang fræðanna. Þannig er hægt að fjalla alvarlega um „léttvægari“ list- form, til að mynda kvikmyndir Schwarzen- eggers og skoða þær með hliðsjón af stjömu- stöðu leikarans, þróun hasarmynda síðustu áratugi, þeim kynímyndum sem birtast í kvik- myndum Amolds allt frá Conan til Junior eða greina kvikmyndir hans með hliðsjón af frá- sagnarfræði eins og Heiða Jóhannsdóttir gerir í bókinni. Kannski má segja að áherslan í fræðunum hafi færst frá hinu listræna að hinu menningar- lega. í stað þess að varpa einvörðungu fram fag- urfræðilegum spumingum skoða bókmennta- og kvikmyndafræðingar samtímans gjaman þau samfélagslegu öfl sem móta hugmynda- heim kvikmyndanna. Ég er t.d. ekki viss um að Torfi H. Tulinius telji kvikmyndina Jurassic Park listaverk í hefðbundnum skilningi orðsins. En grein hans um myndina sýnir svo að enginn vafi leikur á að myndin er ekki aðeins sú ein- falda og innantóma afþreying sem margir myndu í fljótu bragði halda. Á svipuðum slóðum eru margir aðrir höfundar bókarinnar. Annars er erfitt að draga fram sterkar linur í bókinni því að höfundarnir em mjög ólíkir og áherslum- armargar." „Ólögmætar" greiningarleiðir Fagleg umræða meðal hugvísindamanna þessa dagana virðist að miklu leyti snúast um riðlun ýmissa markalína, til dæmis milU ólíkra fræðigreina og hins háa og lága. Þessi óljósu mörk milli greina virdast augljós þegar maður skoðar Heim kvikmyndanna. „Það er rétt þjá þér að mörkin em óljós og eins og þú bentir á áðan hefði bók eins og Heim- urinn verið óhugsanleg fyrir ekki meira en tveimur, þremur áratugum. Kemur þar margt til en það helst að þá vom þær markalínur sem skilja í sundur hin ýmsu svið hugvísinda skýrari en þær em nú og menn drógu síður í efa skipt- inguna milli ólíkra fræðigreina sem þótti næst- um sjúlfgefin. Menn lærðu til að mynda sagn- fræði eða íslensku í Háskólanum, tileinkuðu sér þá aðferðafræði sem þar var kennd og beittu henni síðan nær eingöngu innan síns fræða- sviðs. Það er þannig hætt við því að það hefði þótt ófagleg nálgun, eins og þú bentir á, að beita brögðum bókmenntarýninnar innan sagnfræð- innar. Menn hefðu að minnsta kosti haft ýmis- legt út á slíkai' fræðilegar nálgunarleiðir að setja. Nú er aftur á móti svo komið að hefðbund- in sagnfræði á í vök að veijast fyrir ásókn fræði- manna úr öðmm fræðasviðum svo sem bók- mennta- og félagsvísindum og segja sumir sagnfræðingar að þetta eigi eftir að gera út af við greinina sem slíka ef ekki verði snúið vörn í sókn. Þetta em vitaskuld eðlileg viðbrögð fræði- ý. manna sem líta það með hryllingi hvemig „ut- anaðkomandi" einstaklingar beita í auknum mæli „ólögmætum" greiningarleiðum innan fræðasviðs sem þeir hafa ekki hlotið akadem- íska menntun í. En það er ákveðinn fræðilegur tilgangur sem býr að baki þeirri tegund „ófag- legrar" nálgunar sem hér um ræðir. Hver fræðigrein innan hugvísindanna hefur sett sér ákveðnar fræðilegar leikreglur sem síðan móta þær greiningarleiðir sem em leyfilegar. Með því að beita aðferðafræði sem er mótuð af allt öðmm forsendum er sá sannleikur sem fræði- greinin leitast við að sýna dreginn í efa. Gagn- rýnin á akademíska sérhæfingu var ein af frum- forsendum menningarfræðinnar á upphafs- dögum hennar og eflaust hefur afbyggingin átt sinn þátt í að móta þær skoðanir. Að þessu leyti má kalla Heim kvikmyndanna menningarfræði- lega bók þótt ég myndi fara varlega í því að not- * ast við þá skilgreiningu." Umræðan um póstmódernismann snýst um völd Nú eru menn ekki á eitt sáttir um þessi þver- faglegu fræði, sem oft eru kennd við póstmód- ernisma, og sumir tala um að fræðigreinar þurfí að öðlast frelsi á ný, verða lausar undan ásókn manna af öðrum sviðum. Að hve miklu leyti snúast þessar deilur hreinlega um völd? Efþau snerust ekki um völd væri þá ekki hægt að sætta þessar fylkingar án mikilla vandkvæða? Og ef ég má enn bæta við: Að hve miklu leyti er <: þessi andstæða hefðar og póstmódemisma raunveruleg? Eru menn að gifra um geitarull- ina? Hvað þykir sjálfum þér vera mikilvægast í þeim umræðum sem farið hafa fram um póst- módernismann ? „Ég held að öll sú umræða sem sprottið hefur um póstmódemismann á íslandi síðustu árin snúist vissulega um völd. En kannski ekki að því leyti að einhverjar klíkur séu að takast á um hver megi stjóma menningarumræðunni í land- inu. Þegar Kristján Kristjánsson heimspeking- ur skrifaði greinaflokk sinn um póstmódem- isma í Lesbókina fyrir tveimur ámm snerist hann að nokkm leyti um fflabeinstum nútíma- menntamanna (póstmódemista geri ég ráð fyr- ir) og mikilvægi þess að bijóta sér leið út í sam- . félagið og gerast upplýsingarmaður upp á gamla móðinn. Af orðum hans mátti ætla að menntamenn hefðu afsalað sér ítökum sínum í þjóðlífinu og lagt þau í hendur „kjaftastéttanna" svokölluðu. Ég hefði sjálfur viljað sjá þá umræðu sem spratt í kjölfar greinanna snúast meira um hvemig ætti að skilgreina þetta hlutverk menntamannsins. Zygmunt Bauman hefur rætt um dvínandi forræði menntamanna í vestræn- um samfélögum og ég held að við getum verið sammála Kristjáni í því að upplýsingartímabilið hafi verið gullöld þeirra. Fyrst glatai' hann löggjafarlegu forræði sínu á nítjándu öld og svo því menningarlega á þessari, því nú þarf hann líka að keppa við markaðinn í formi útgefenda, dagblaða, timarita, listhúsa, hljómplötufyrir- tækja og sjón- og útvarpsstöðva svo nokkur dæmi séu tekin. Menntamaðurinn er nú hvorki ráðandi fulltrúi löggjafarvaldsins né mótandi túlkandi menningarinnar. Bauman segir þetta ' hafa leitt til þess að menntamenn finni leiðir til að gagnrýna það forræði sem nú er komið í ann- arra hendur og reyni jafnframt að sýna fram á að markaðurinn sé óhæfur til að gegna menn- ingarlegu hlutverki sínu. Að þessu leyti eru Kristján Kristjánsson og ýmsir af þeim póst- módernistum sem hann gagnrýnir nokkuð samstiga. Ýmsir af frumkvöðlum menningarfræðinnar hafa viljað færa umræðuna inn í pólitískt sam- hengi á nýjan leik. Raymond Williams telur síð- kapítalískt hagkerfi hafa stigið skrefið til fulls með því að gera „akademíuna" neikvæða í aug- um almennings. Þessi áhersla tryggi forræði markaðskerfisins í mótun samfélagslegra gilda * og í menningarumræðunni allri. Hvað sem öll- um marxískum samsæriskenningum líður held ég að menningarumræðan á íslandi megi gjam- an verða pólitískari en hún hefur nú verið um langa hríð.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.