Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 20
r COLE Porter fæddist árið 1891 í bænum Peru í Indi- ana í Bandaríkjunum. For- eldrar hans voru Kate Cole og Sam Porter svo nafn drengsins var samsett úr nöfnum þeirra beggja. Kate Cole var dóttir milljóna- mæringsins J.D. Cole sem að sögn var ekki al- farið sáttur við mannsefni dóttur sinnar en kostaði engu að síður brúðkaupið og heimilis- hald þeirra upp frá því sem og skólagöngu drengsins. Kate Cole hafði hlotið víðtæka menntun, m.a. í píanóleik og dansi, og sótt dýr- ustu einkaskóla sem völ var á. Hið sama átti við drenginn Cole sem settur var til náms í fíðlu- og píanóleik þegar hann var sex ára. Hug- ur drengsins hneigðist þó fremur til slag- hörpunnar og á unglingsárum lagði hann fiðluna endanlega á hilluna. Óhætt er að segja að hann hafi fæðst með silfurskeið í munni og aldrei vanist öðru en það varð þó ekki til að spilla hæfileikum hans. Fremur hið gagnstæða. Mútaði gagnrýnendum Tónlistarhæfileikar hans voru frá upp- hafi mjög greiniiegir og sparaði móðir hans hvorki tíma, fé né fyrirhöfn til að koma honum sem best á framfæri. Mun hún hafa haldið uppi nemendahljómsveit- um með því skilyrði að einkasonurinn fengi næg tækifæri til einleiks svo og beitti hún áhrifum sínum til að fá gagnrýnendur dag- blaða til að mæta á tónleika og skrifa já- kvæðar umsagnir. Hún mun jafnvel hafa gengið svo langt að falsa skjöl skólans þeg- ar Cole var 14 ára til að svo liti út sem hann væri 12 ára undrabarn. Hún sló þó heldur ekki slöku við í tón- listaræfingum drengsins og æfði með hon- um árum saman í tvær klukkustundir á dag. Segir sagan að þau hafi löngum skemmt sér við að snúa út úr vinsælum dægurlögum þess tíma og semja við þau nýja texta með ýmsum útúrsnúningum. Hefur verið leitt að því líkum að þarna hafi > fyrstu fræjum hins þekkta stíls söngleikja- höfundarins Coles Porters verið sáð. Kate Cole hvatti drenginn eindregið til að leggja tónlist fyrir sig og árið 1905 inn- ritaðist hann í Worcester-menntaskólann í Massachusetts þar sem hann meðfram náminu samdi sönglög og texta fyrir sýn- ingar á vegum skólans. Einn kennara hans þar, dr. Abercrombie, hafði mikil áhrif á tónlistarsköpun Porters með því að leggja áherslu á takt og orðanotkun í ljóðum og söngtextum. Porter brautskráðist frá Worcester 1909 og hóf háskólanám við listadeild Yale-háskólans. Striðshetja heima fyrir A háskólaárum sínum var Porter lífið og sálin í leiklistar- og skemmtanalífinu, samdi ein 300 sönglög og samdi og svið- setti sex söngleiki í fullri lengd. Pessi ár höfðu mótandi áhrif á hann sem tónskáld og einnig kom samkynhneigð hans í ljós sem hann varð síðar þekktur fyrir. Eftir útskrift frá listadeild Yale 1913 féllst Porter á fyrir orð afa síns að hefja nám við lagadeild Yale en hætti því eftir rúmt ár og sneri sér aftur að listanámi en hætti því eftir stuttan tíma og fluttist New York og hóf feril sinn sem tónlistarmaður. Fyrsti söngleikurinn sem Porter tók þátt í sem tónskáld nefndist See America First og náði engum vinsældum. í júlí 1917 flutti Porter til Parísar og laug því að bandarískum fjölmiðlum að markmið hans væri að ganga í frönsku út- lendingaherdeildina. Sannleikurinn var sá að meðan á Parísarárunum stóð hellti Porter sér út í skemmtanalífið og var þekktur fyrir taum- ' lausar veislur þar sem orð fór af kynsvalli og eiturlyfjanotkun. Á meðan var hann hylltur sem stríðshetja heima fyrir. Árið 1919 giftist Porter bandarískri konu að nafni Linda Thomas. Hún var orðlögð fyrir feg- urð sína og auðæfi og hjónaband þeirra var frá upphafi hugsað sem viðskiptasamningur þar sem þau lögðust á eitt við að koma Porter á framfæri sem tónskáldi og halda nafni þeirra á lofti sem fremst í skemmtana- og listalífi New York-borgar. Hjónabandið entist þeim ævi- langt þrátt fyrir að bæði stunduðu ástalíf sitt annars staðar en Linda lést árið 1954. Frægur og vinsæll Fyrsti söngleikurinn sem Porter samdi tón- list við eftir heimkomuna frá París var Hitchy Koo. Sýningin féll en eitt laga Porters Old Fashioned Garden varð mjög vinsælt og seld- ust nóturnar mjög vel. Næstu ár samdi Porter sönglög við ýmsar revíur og söngleiki og þó Tónskáldið og söngleikjahöfundurinn Cole Porter var gengni alla tíð. Hann varð f/rir slysi 47 ára gamall sem breytti lífi hans en það kom þó ekki veg fyrir að hann semdi sinn vinsælasta söngleik, Kysstu mig Kata, eftir það. HÁVAR SIGURJÓNSSON rifjrái upp litríkan feril Coles Porters. hestbaki með þeim afleiðingum að báðir fætur hans mölbrotnuðu. Hann jafnaði sig aldrei af þessu slysi, var hálflamaður eftir og hafði slysið afgerandi áhrif á allt hans líf eftir þetta því Porter hafði alla tíð lagt gríðarlega mikið upp úr líkamlegu atgerfi sínu og útliti. Engu að síður hélt hann áfram að semja söngleiki sem nutu vinsælda og meðal þeirra sem birtust á næstu árum voru Leave it to me, Du Barry was a Lady, Panama Hattie, Let’s Face it og Something for the Boys. Árið 1944 samdi Porter einn af sínum vinsælustu söng- leikjum Mexican Hayrideen fjórum árum síðar var sá allra vinsælasti af söngleikjum hans frumsýndur, Kiss me Kate. Sýningin gekk 1.077 sinnum á Broadway og fór síðan í leikferð um Bandaríkin og Evrópu. Sviðsetningar um allan heim fylgdu í kjölfarið og einnig var gerð eftir henni vinsæl kvikmynd með Kathryn Grayson, Howard Keel, Ánn Mill- er og Bob Fosse í stærstu hlutverkunum. Porter hafði í upphafi ekki meira en svo trú á söguþræðinum sem höfundarnir Sam og Bella Spivak höfðu samið í kringum leikrit Shakespeares Skassið tamið. Að eigin sögn botnaði hann ekki í þræðinum fyrr en eftir þriðja lestur en reynslan hefur þó sýnt að áhorfendur eiga auðvelt með að til- einka sér hina snjöllu sögu sem spunnin er í kringum uppfærslu leikhópsins á hinu sí- gilda leikriti. Gagnýnendur hrósuðu verk- inu í hástert og töldu frumlegasta söngleik sem komið hefði fram á Broadway í langan tíma. Sjálfur taldi Porter að hann hefði komist næst fullkomnun á ferli sínum með Kysstu mig Kata. Með þessu reis frægðar- sól Porters að nýju eftir að hann hafði nán- ast verið afskrifaður um hríð. Mörg lag- anna úr Kiss me Kate slógu í gegn á dægurlagamarkaðinum þ.á m. Wunder- bar, Brush Up Your Shakespeare og So I Love. Eftir þennan hápunkt á ferlinum varð hljóðara um Porter þótt hann semdi söngleikina Can Can 1953 og Silk Stock- ings 1955. Árið 1958 var heilsufar Porters svo bágborið að fjarlægja varð hægri fót hans við mjöðm eftir margendurteknar að- gerðir og sjúkrahúslegur. Eftir það dró hann sig alveg í hlé, snerti ekki hljóðfærið, þjáðist af þunglyndi og lést árið 1964. Áhrif og viðurkenningar Cole Porter hlotnuðust fjölmargar við- urkenningar á ferli sínum, þeirra merk- astar eru vafalaust inntaka hans í Song- writers Hall of Fame árið 1960 en einnig var hann gerður að heiðursdoktor við ýms- ar virtar menntastofnanir s.s. Yale-há- skóla. Áhrif Cole Porters á þróun dægurtón- listar í Bandaríkjunum og víðar sem og þróun söngleikjanna eru margvisleg. Söngleikir hans hafa verið sýndir um allan heim og tónlist hans er ennþá flutt af lista- mönnum um víða veröld, sérstaklega djasstónlistarmönnum sem telja Cole Porter einn af sínum fremstu lagahöfund- um. Lois Armstrong, Ella Fitzgerald og Frank Sinatra hafa sungið lög hans inn á hljómplötur og einnig hafa popptónlistar- menn seinni ára tekið lög hans til hand- argagns og platan Red, Hot and Blue þar sem Sinead O’Connor, U2 og Fine Young Cannibals fluttu eingöngu lög Coles Port- ers naut mikilla vinsælda meðal yngri kynslóðar hlustenda í lok 9. áratugarins. Rímsnilli og útúrsnúningar Tónlist Coles Porters er auðþekkt þar sem stíll hans var persónulegur og frábrugðinn því sem aðrir höfundar söngleikjatónlistar voru þekktastir fyrir. Hann er sagður hafa samið fleiri sönglög í moll en flestir aðrir og hefur tónlistinni verið lýst sem „djasskenndri, slavneskri og seiðandi". Þá er Porter ekki síður einstakur fyrir hversu létt hann átti með að semja fyndna og smellna texta við lög sin, svo texti og tónlist runnu saman í eitt, oft er húmorinn fléttaður inn í hvorutveggja með þeim hætti að engum blöðum er um að fletta hver höfundurinn er. Þetta gerir reyndar söngtexta hans oft á tíðum býsna snúna í þýðingum en þar reynir verulega á hugvitssemi þýðandans. I Kysstu mig Kata leikur Porter á als oddi í ýmsum skondnum rímendingum og rímar hann hiklaust saman „Troilus and Cressida" við „British embessida", „The Merchant of Ven- ice“ við „sweet pound of flesh you would men- ace“, og „when you would flatter her“ við „tell her what Tony told Cleopatter". Ýmiss konar útúrsnúningar nafna, orða og orðasambanda af þessu tagi voru ær og kýr Porters sem Ijá tón- list hans og textum sinn sérstaka og einstaka blæ hárfínnar gamansemi. Velgengni söngleiksins Kysstu mig Kata hóf frægöarsól Porters hærra á loft en nokkru sinni fyrr. ekkert þeirra næði veruleg- um vinsældum var þeim engu að síður ágætlega tekið. Árið 1924 samdi hann tónlist við revíuna The Greenwich Vill- age Follies. Sýningin sló í gegn en tónlistin náði ekki sömu vinsældum. Árið 1928 urðu tímamót á ferli Porters. Þá samdi hann lagið Let’s do it fyrir söngleikinn París. Lagið sló eftirminnilega í gegn og söngleikurinn líka. Eftir þetta samdi Porter hvert lagið af öðru sem sló í gegn. Tvö lög í söngleiknum Fifty Million Frenchmen (1929) You Do Something for Me og Find Me a Prim- itive Man. Árið eftir samdi hann tvo söngleiki sem slógu í gegn Wake Up and Dream og The New Yorkers. Þar birtust lögin What Is This Thing Called Love? og Love For Sale. Söng- leikurinn Gay Divorce sló í gegn 1932 og þar varð lagið Night and Day geysilega vinsælt. Árið 1934 samdi Porter einn af sínum allra vin- sælustu söngleikjum Anything Goes og þar birtust fimm af vinsælustu lögum hans. Ali Through the Night, Anything Goes, Blow, Gabriel, Blow, I Get a Kick Out of You og Gulldrengurinn frá Indi- ana. Cole Porter við upp- haf 3. áratugarins. Cole Porter á fjórða áratugnum. You’re the Top. Næstu árin samdi Porter hvern söngleikinn á fætur öðrum sem slógu í gegn á Broadway þ.á m. Jubilee 1935 og Red, Hot and Blue 1936. Árin 1936 og 1937 samdi Porter tónlist við tvær kvikmyndir sem urðu gríðarvinsælar, Born To Dance og Rosalie. í báðum myndunum voru lög sem slógu í gegn í dægurlagaheiminum. Slasaðist illa á hestbaki Árið 1937 stuttu eftir frumsýningu Rosalie lenti Porter í slæmu slysi þegar hann féll af MEÐ SILFURSKEIÐIMUNNI 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.