Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 16
Kristján Steingrímur Jónsson. Hlaðgerður fris Björnsdóttir, nemandi í málaradeild, við vinnu sína í Listaháskóla íslands. AÐ BÚA TIL, EINSTAKAN SKOLA Myndlistarmaðurinn Kristján Steingrímur Jónsson var á síðasta ári ráðinn fyrsti deildarforseti nýstofn- aðs Listaháskóla íslands. í samtali við ÞÓRODD BJARNASQN segir hann frá framtíðarskipulagi náms í myndlistardeild, þýðingu Listaháskólans fyrir samfélagið og sjálfum sér. yndlistarmaðurinn Kristján Steingrímur Jónsson var á síðasta ári ráðinn fyrsti deild- arforseti nýstofnaðs Listaháskóla íslands, við myndlistardeild, en hún er eina deildin ^sern tekin er til starfa innan Listaháskólans. Hinn 1. ágúst í ár tekur leiklistardeildin til starfa undir stjóm nýráðins deildarforseta hennar, Ragnheiðar Skúladóttur, og tónlistar- deildin tekur síðan til starfa um leið og skólinn er allur kominn undir eitt þak, en það gerist vonandi eigi síðar en árið 2002 að sögn Krist- jáns. Einnig er stefnt að því að eftir 1 til 2 ár verði hönnunarnám, sem nú er innan mynd- listardeildar, gert að sérstakri deild innan skólans. Ennfremur eru hugmyndir uppi um að byggja upp nám í arkitektúr. Talið er að 5-7 ár þurfl til uppbyggingar náms í skólanum áður en ætla má að starfsemin verði komin í það form sem stefnt er að. Myndlistardeildin er reist á grunni Mynd- lista- og handíðaskóla íslands sem hingað til hefur séð um æðri menntun á þessu sviði. Tók Listaháskólinn yfir starfsemi Myndlista- og *■ handíðaskólans á síðasta ári og síðan þá hefur deildarforseti og starfsfólk unnið hörðum höndum að því að endurskipuleggja námið. Framtíðarskipan námsins í myndlistardeild er að hluta til byggt á tillögum sem Kristján Steingrímur og Valgerður Hauksdóttir settu saman en þegar hafa slíkar tillögur verið gerð- ar fyrir öll helstu svið sem stefnt er að að verði innan Listaháskólans. Kristján segir að fram- undan séu spennandi tímar. „Að fá að byggja svona skóla upp er í raun einstakt tækifæri. Þetta er einstakt tækifæri til að búa til ein- stakan skóla. Líkt og í öðrum háskólum er miðlun þekk- ingar eitt aðalhlutverk Listaháskóla íslands og til að ná settum markmiðum þarf að skapa umhverfi sem stenst akademískar kröfur. Til þess þarf þekkingu og aðstöðu til að vinna í og v þar er gott bókasafn t.d. mjög mikilvægt. Það er einnig lykilatriði að Listaháskólinn hafi að- gang að innlendum og erlendum listamönnum, fræðimönnum, gagnrýnendum og öðrum er taka þátt í umræðu um listir. Listaháskólinn er eitt stærsta menningarverkefni sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum og ég er sannfærður um að þegar fram líða stundir muni það hafa mikil áhrif á íslenskt listalíf,“ segir Kristján Steingrímur. Kristján segir að starfsemi Listaháskólans verði mjög fjölbreytt. „Það verða sýningarsalir, leikhús, tónleika- salur, bókasafn og fræðasetur en allt þetta mun hjálpast að við að gera skólann að lifandi ^miðstöð listar og listumræðu í landinu. Við er- um til dæmis að byggja upp sérstaka stofnun innan skólans, Opna listaháskólann, sem er einskonar sí- og endurmenntunarstofnun fyrir listamenn og almenning en í framtíðinni tel ég að listaháskólinn geti veitt listamönnum vax- andi þjónustu. Það að geta á einhvern hátt stutt við og greitt götu íslenskra myndlistar- manna mun skila sér í aukinni þekkingu inn í skólann." Engin deildaskipting innan myndlistarsviðs og kennarar róðnir tímabundið Með tillögunum í skýrslu Kristjáns og Val- gerðar er í raun verið að finna listnámi á fyrsta háskólastigi sinn stað í menntakerfinu. Ein tillagnanna í skýrslunni hljóðar upp á að ekki er gert ráð fyrir deildaskiptingu innan myndlistarsviðs, eins og þeirri er var við Myndlista- og handíðaskólann. I staðinn fyrir að velja ákveðna deild fá nemendur aukið frjálsræði, bæði hvað varðar val á kennurum og eins hvaða leiðir þau velja innan mynd- listarsviðsins á námstímabilinu. Gert er ráð fyrir að hver nemandi fái sína eigin vinnustofu og að prófessorar og kennarar verði þeim til leiðsagnar öll þrjú árin. Nemendur munu hafa greiðan aðgang að verkstæðum þar sem sérf- ræðileg aðstoð verður í boði og bókleg kennsla verður efld mikið. „Við munum auka fræðilegt nám töluvert miðað við það sem var innan Myndlista- og handíðaskólans," segir Krist- ján. „Þrátt fyrir að nemendur verði að hafa að- gang að verkkunnáttu tel ég að hinn fræðilegi þáttur námsins sé nemendum mikilvægari en tækniþekking sem í dag er orðið tiltölulega auðvelt að nálgast. Námið þarf síðan bæði að tengjast aðfaramámi myndlistar sem fer fram innan framhaldsskóla og sérskóla og svo einn- ig meistaranámi í myndlist sem tekur við eftir BA-próf. Ég tel reyndar mjög mikilvægt að fara strax að huga að undirbúningi 60 eininga meistaranáms við myndlistardeildina." Kenn- arar verða ráðnir tímabundið að skólanum, til að byrja með í 1-3 ár í senn. „Þessar tíma- bundnu ráðningar ættu að þýða að umhverfið í skólanum getur endurnýjað sig reglulega og þessi háttur ætti að auðvelda skólanum að vera í nánum tengslum við listheiminn. Þetta auðveldar einnig ráðningu erlendra kennara til skólans sem er mjög mikilvægt atriði. Það er einnig mikilvægt að mínu mati að kennarar sem ráðnir verða til skólans séu ólíkir, til að breidd náist í kennarahópinn." Sú nýbreytni fylgir upphafi háskólanáms í myndlist hér á landi að ráðnir verða kennarar sem gegna stöðu prófessora. Starf þeirra mun skiptast í kennslu, stjórnun og rannsóknir. Með rann- sóknum er bæði átt við rannsóknir í hefð- bundnum skilningi þess orðs og hreina list- sköpun. Kristján segir að í upphafi sé gert ráð fyrir að rannsóknar- og listsköpunarþáttur starfs- ins verði um 25% af starfi prófessora en hann segir að vonandi verði það hlutfall hærra í framtíðinni. Nú þegar er búið að auglýsa eftir umsóknum um fyrstu prófessorsstöðurnar við myndlistardeild. Alls verða um 4 til 5 prófes- sorstöður við deildina en ráðið verður í þær í áföngum á næstu misserum og árum. „Eins og ég gat um áðan tekur nokkur ár að byggja upp deildina og ráðningarfyrirkomulag annarra kennara en prófessora mun skýrast á þessum tíma. Jafnframt tel ég eðlilegt að í framtíðinni verði stöður auglýstar erlendis." Mikill þrýstingur á að stofna hönnunardeild Myndlistardeildin skiptist í tvö svið, mynd- listarsvið og hönnunarsvið. Bæði sviðin eru starfandi við skólann nú þegar en stefnt er að því að næsta haust verði hönnunarsviðinu skipt upp í grafíska hönnun, skjámiðla- og prentmiðlahönnun, og form- og vöruhönnun sem aftur verður skipt upp í textílhönnun og hönnun nytjahluta. „Það er t.d. stefnt að því að bjóða fljótlega upp á nám í húsgagna- og innréttingahönnun. Það er mikill áhugi hjá ungu fólki á hverskonar hönnunarnámi og hann eykst sífellt. Það er mikill þrýstingur á skólann að sinna þessari námsgrein. Sem dæmi þá er mikil eftirspurn í dag eftir fólki með menntun í grafiskri hönnun og við önnum ekki eftirspum enda hefur prent- skjámiðlaiðnaðurinn vaxið mikið á undanförn- um árum. Jafnframt er mikill vöxtur í fram- leiðslu á sérhæfðum fatnaði og tískufatnaði sem kallar á fleiri hönnuði á markaðinn." Upp- bygging hönnunamámsins er hafin en hún tekur lengri tíma en uppbygging á mynd- listarnámi. „Það er stefnt að því að stofna vinnuhóp sem ynni með erlendum ráðgjafa sem fenginn yrði sérstaklega í verkefnið, og vinnuhópurinn fengi það hlutverk að vinna að uppbyggingu námsins. í uppbyggingunni yrði skýrsla með tillögum að uppbyggingu hönnun- arnáms við skólann höfð til hliðsjónar en Guð- rún Margrét Ólafsdóttir innanhússhönnuður og Guðmundur Oddur Magnússon, grafískur hönnuður, unnu hana fyrir stjórn skólans. í þessum tillögum em margar góðar hugmyndir sem munu auðvelda þessa vinnu.“ I Mynd- lista- og handíðaskóla íslands hefur í gegnum árin verið boðið upp á fomám í myndlist. Þetta nám verður flutt í annan skóla frá og með næsta hausti enda tilheyiir það framhalds- skólastigi að sögn Kristjáns. „Sífellt fleiri framhaldsskólar era nú að byggja upp aðfararnám að listmenntun á há- skólastigi sem er mjög þýðingarmikið fyrir Listaháskólann. Það er engin spurning að það þarf að vera öflug listmenntun á framhalds- skólastigi á Islandi. Nám við Listaháskólann á að koma í eðlilegu framhaldi af aðfararnáminu og skólastigin tvö þurfa að mætast. Vert er að hafa í huga að skólaumhverfið er að breytast mikið. Nemendur sem Ijúka aðfar- arnámi í myndlist hafa mun fleiri valmögu- leika en áður og geta sótt sína menntun beint til erlendra háskóla. Þannig er Listaháskóli íslands í samkeppni um nemendur og verður að bjóða upp á nám sem ungu fólki þykir áhugavert. Ekki má gleyma grunnskólunum en mannauður framtíðarinnar felst í einstakl- ingum með skapandi hugsun sem listþjálfun ýtir svo sannarlega undir,“ segir Kristján Steingrímur. í tillögunum að nýju skipulagi náms í myndlistardeild er gert ráð fyrir að all- ir nemendur fari í gegnum sameiginlegt f imnnám á fyrsta ári, sem tekur eitt misseri. þessu fyrsta misseri verður lögð áhersla á hugmyndavinnu og leitast við að efla skapandi hugsun hvers nemanda og sjálfstæð vinnu- brögð. Jafnframt verður nemendum kynnt starfsemi skólans þannig að þeir eigi auðveld- ara með að nota þá möguleika sem skólinn býður. „Þetta fyrsta misseri er hverjum nem- anda mikilvægt. Þar leggur hann grann að áframhaldandi námi, setur sér markmið og velur sér námsleiðir sem auðveldar honum að ná þeim.“ A vormisseri skiptist valið í þrjár áherslur - tvívíð, þrívið og nýja miðla. Með tví- víðum miðlum er átt við teiknun, málun, prent o.fl. þar sem unnið er með þessa miðla á fram- sækinn hátt, að því er kemur fram í tillögun- um. Þrívíðir miðlar standa fyrir ýmiss konar efnismótun og listræna formgerð efnis í tiltek- ið rými. Nýir miðlar er samheiti fyrir þá miðla sem komið hafa fram síðustu áratugi og eiga það sammerkt að tengjast í dag á einn eða annan hátt rafrænu umhverfi með ýmiss kon- ar tölvuvinnu. Hér er átt við miðla eins og gjörninga, Ijósmyndun, myndband og hljóð- gerð sem allir eiga það sammerkt að tengjast rauntíma. Breytingar í takt við erlenda þróun Nám á myndlistarsviði verður annarsvegar fræðilegt og hinsvegar verklegt. Fræðilegt nám er í boði allan námstímann og tengist verklegu námi. Á öðru og þriðja ári verður nemendum boðið upp á vinnustofur eða „workshops" með ýmsum ólíkum listamönnum sem vinna ákveðin verkefni með nemendum. „Ég tel að með því að gefa nemendum kost á að sníða námið að sínum þörfum verði námið markvissara, þeir fái meira út úr þeim tíma 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 25. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.