Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 14
SJÓNAUKIII í LISTASAFNINU Á AKUREYRI BARNÆSKA í ÍSLENSKRIMYNDLIST Jóhannes Kjarval: Barnshöfuð. Jóhann Briem: Rautt barn með bolta. EFTIR GUÐMUND HEIÐAR FRÍMANNSSON, KRISTJÁN Tristjánsson OGCHIA-JUNGTSAI Leikir barna eru ekki, fremur en störf |: >eirra, áberandi myndefni og jafnvel þegar það er valið er sjaldan reynt að túlka sýn barnsins sjálfs á leil kinn sem li fandi veruleik. Með nokkrum undantekningum virðist höf- undum greinarinnar íslensk myndsýn á barnæskuna einkennast um of af tómlæti og holhljómi. Greinin er í tilefni af Sjónauka II, sýningu í Listasafni Akureyrar. MÁLTÆKIÐ segir að enginn vilji sína barn- æskuna muna. I sögu menntahugmynda í aldanna rás er algengt að litið sé á böm sem „litla fullorðna" og vart fyrr en á 18. öld að al- menn viðurkenning „fékkst á því að böm væru verur með sérþarfir, langanir og hagsmuni er réðust af þroska þeirra og þroskakostum sem barna. í vestrænni myndlist hefur einnig gætt til- hneigingar til að afneita bamæskunni, en ekki með því að samsama hana fullorðinsaldrinum heldur þvert á móti með því að hefja barnæsk- una á stall sem táknmynd hins ómennska. Er þá ýmist að böm hafa leikið hlutverk milli- gengla hversdagsheims hinna fullorðnu og al- skærra ljósheima, ellegar dulúðugra myrk- ' heima. Með öðram orðum: Börnin birtast ekki umfram allt sem börn heldur algóðir englar, tákn Paradísarmissis hinna eldri, eða þá per- sónugervingar illra afla og stríðra framhvata. Þau hlutgera þannig aðra hvora af hinum „tveimur náttúram mannsins" er Steinn Elliði lýsti svo fyrir Diljá forðum að önnur stefndi „uppí himininn“ en hin leitaði „niðrávið, niðrí jörðina, þúsund stúngur niðurfyrir alt mótak“. Grómlaust þel og umkomuleysi hins saklausa bamseðlis var löngum ríkjandi túlkunarleið. Nægir að minna á ótal myndverk þar sem bam- ið er andlag alltumlykjandi móðurástar. Madonnumyndir Rafaels koma strax í hugann, svo sem The Small Cowper Madonna (1505), en ófáar myndir lýsa einnig sambandi jarðneskari mæðra og bama við hversdagslegri aðstæður, til dæmis eftirminnileg eldhúsmynd Chardins, » Le Bénédicité (1739). í slíkum myndum era bömin hvítþvegin og sviplaus, eins og ljósver- um sæmir, jafnvel svo að sakleysið stappar nærri rolueinfeldni. Þessi túlkunai'kostur sæk- ir oft styrk í einhvers konar þáhyggju (prímitív- isma) sem gerir ráð fyrir röklegum og söguleg- um forgangi hins góða í mannssálinni og samfélaginu, er síðan hafi kámast (tímabundið) við syndafall. Hugsuðurinn og myndlistarmað- urinn André Breton lýsir þessu svo að „frá æskuminningum [...] stafi sú hugsýn að vera óþvingaður en hafa síðar lent á villigötum sem sé sú fijóasta sem um getur“ fyrir listamenn. Hin túlkunarleiðin, sem orðið hefur æ al- gengari á 20. öld, ekki síst meðal listamanna sem sótt hafa í brunna freudisma, beinir sýn „niðrávið" að moldareðli bamsins. í verki Dalís, Shirley Temple (1939), birtist þannig hin und- urblíða krúsindúlla hvíta tjaldsins skyndilegá með hala, hófa og klær; og í mynd Dorothea Tanning, Eine kleine Nachtmusik (1946), tjá kræklóttir, slöngulaga blómastilkar og þistlar hið dýrslega eðli - óbældar frumhvatir og rumskandi kynferðisylgju - bamanna í kring. Að okkar dómi missir hvor tveggja túlkunin á vissan hátt sjónar á þeim sannleika að böm era hvorki algóð né alvond í eðli sínu heldur verur sem hafa í sér kosti til góðra jafnt sem slæmra verka og era smám saman að móta sjálfsmynd sína: gera möguleika sína að veraleika. Börn eru manneskjur en hvorki englar né púkar. Hví hefur sá sannleikur einatt smogið undan tilliti listamannsins? II Þegar okkur bauðst að hafa umsjón með öðr- um Sjónauka vetrarins í Listasafninu á Akur- eyri flaug okkur strax í hug að láta reyna á þá tilgátu að bamæskan væri ekki eins utangarna í íslenskri myndlist og alþjóðlegri. Oft hefur verið rætt um nánd íslensló'a barna við heim hinna fullorðnu; þau yrðu fyrr en jafnaldrar þeirra erlendis hagvön atvinnulífi og innlíf hugsunarhætti fullorðinsáranna og þetta, ásamt nálægð þeirra (til skamms tíma) við nátt- úru landsins, gæti hafa orðið þess valdandi að börn væru hér ekki sömu boðflennur á strigan- um og raun ber vitni um í alþjóðlegri list. Skemmst er frá því að segja að þessi tilgáta okkar stóðst ekki stundarskoðun. I fyrsta lagi snerist fyrirhugað „val“ okkar á myndum sem lýstu sálarlífi bama, eða bömum í leik og starfi (fremur en andlitsmyndum eða myndskreyt- ingum úr bamabókum), á stóra listasöfnunum tveimur, Kjarvalsstöðum og Listasafni Islands, fljótt upp í leit að þeim fáu verkum sem féllu undir skilgreininguna. Þama var með öðram orðum ekki um auðugan garð að gresja; og þótt ýmis verk af þessu tagi séu ugglaust til utan safnanna tveggja er ekld ástæða til að ætla að safnkosturinn gefi rangt þversnið af því hversu (ó)títt íslenskir myndlistarmenn hafa gert sér um bamæskuna. Stráin sýna hvaðan vindurinn blæs. Sérstaka athygli vakti hvað þemanu „börnum að vinnu" virðast hafa verið gert döp- ur skil, þrátt fyrir ríkulegt framlag þeirra um aldir til bolloks í sveit og við sjó. Það var helst að mynd Þórarins B. Þorlákssonar, Dæturmín- ar í heyvinnu (1909), hefði hér sérstöðu þó að jafnvel þar virðist að mestu listrænt aukaatriði að það eru börn fremur en fullvaxnar vinnukon- ur sem sinna heyskapnum. í öðra lagi er það álit okkar að í þeim verkum þar sem böm leika þó aðalhlutverk séu lista- mönnunum einatt mislagðar hendur um að koma á framfæri hugsun þeirra, þrám og kenndum (sjá III). Hér verður þó að slá stóran vamagla. Við frábiðjum okkur allan dómara- sess um almennt listgildi þeirra verka sem rædd verða. Sumir telja slíkt gildi hreint smekksatriði; og þótt við séum ekki hliðholl þeirri sjálfdæmishyggju að enginn mælikvarði geti verið til á listagildi nema geðþótti og munn- met þá er ljóst að nokkurt sjálfdæmi hlýtur að ríkja um hver af mörgum hugsanlegum mæli- kvörðum valinn er. Einn kosturinn er sá að reyna að meta sambandið milli ætlimar og árangurs listamannsins. Sé slíkt haft að leiðar- ljósi blasir við að sú niðurstaða að verk, þar sem bam kemur við sögu, dragi ekki upp skarpa, raunsanna mynd af harninu sem barni þarf ekki að þýða að listarmein sé að: Ef til vill var ætlun listamannsins með verkinu allt önnur - og þá ber umfram allt að meta það á þeim for- sendum. Að þessum varnagla slegnum getum við ekki neitað því að það varð okkur nokkurt tilefni til undranar og vonbrigða að ímynd barnæskunn- ar í íslenskri myndlist skyldi reynast jafn fáséð og einvíð og í annarri vestrænni list. III Verkin á þessari sýningu draga mörg hver upp nokkuð hefðgróna og yfirborðskennda mynd af börnum. Áður var nefnt að tilhneiging- ar gætti í alþjóðlegri list til að gera börn að sak- lausum ljósveram. Þessa tilhneigingu má greinilega sjá í nokkram þeirra mynda sem hér eru. Þar birtast börn sem tákn sakleysisins, hins umkomulausa og góða. í tveimur myndum Ásgríms Jónssonar, Fýkuryílr hæðir (1902) og Flótti (Halla) (1905), era börnin í myndunum einkennalaus viðfangsefni móðurástarinnar þar sem móðirin fórnar jafnvel lífi sínu til að barnið megi lifa. Þessi skilningur á sambandi móður og barns er svo loftborinn að hann nær ekki að fanga raunveraleg einkenni raunveru- legs fólks og í honum felst engin viðurkenning á því að börn séu verur sem þegar séu byrjuð að vinna sjálfstætt úr möguleikum sínum. Prins- essurnar 7 (1912) eftir Mugg era sama marki brenndar, nosturslega gerð mynd þar sem „barnsleg elskusemin" leiðir höfundinn „inn í lygnu hins sætlega“, eins og Björn Th. Björns- son orðar það á einum stað. Svipað mætti segja um brúður Errós (allar frá 1992) en þær era á mörkum þess að vera yfirleitt táknmyndir barnæskunnar; það er fremur að listamaðurinn sé að leika sér með barnæskuna sem táknmynd einhvers annars. En í þeim myndum sem við athuguðum birt- ast börn ekki einvörðungu sem tákn umkomu- leysisins og hins góða. Það má sjá í sumum þeirra nokkuð holdlegri sýn á börn, þar sem þau verða dæmi um frumstæðar verur, verar sem finna fyrir vaknandi kynhvöt. Mynd Helga Þorgils, Drengir og ávextir (1993), sýnir fimm svífandi drengi allsnakta og með þeim í mynd- íletinum svífa ávextir, sumir forboðnir, á aðra má líta sem reðurtákn. f mynd Jónínu Lára Einarsdóttur, Óþroskaðir ávextir (1979), er til- finning fyrir barni sem einstaklingi með ómót- aða og ófullnaða möguleika. Barnið er eins og hörð pera eða epli sem á eftir að stækka, breyt- ast og mýkjast, taka annan og dýpri lit þegar árin og reynslan, viskan og hamingjan, sár- saukinn og vansælan gera það fullorðið. Barnið er óþroskað, vitund þess um sjálft sig er ekki vöknuð; en um leið er það framstætt, dýrslegt, í eðli sínu. Enn aðrar myndir af bömum sem hér má sjá skortir nokkuð lifandi tilfinningu fyrir börnunum sjálfum og þau verða eins og upp- 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.