Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 10
LIFSREYNSLA AÐ VAKNA VIÐ FURÐUR FRUMSKÓGARINS EFTIR STURLU FRIÐRIKSSON Á Borneó er stórkostleg nóttúra með 4.000 teg- undum hóplantna. Hérer skyggnst i nn í ógnir regn- skógarins , fylgst með fjöl- skyldulífi apa, skjak i- bökuvarpi, krókódílum ó lengsta fljóti lands ins þar sem kyrkislöng ur 1« ^ynastó bökkum, rófu- j ausir smóapar ding lcí trjómen blóar drekaflug- ur sveima yfir. BORNEÓ í Austur-Indíum er þriðja stærsta eyja jarðar, yfir 734.000 ferkílómetrar að flatar- máli og því rúmlega sjö sinnum víðlendari en ísland. Nyrst á Bomeó er ríkið Sabah, sem tU- heyrir Malasíu-samveldinu. Heitir höfuðborg þar í landi Kota Kinabalú, og þýðir nafnið: borgin við Kinabalú-fjallið, en það rís nokkru sunnan við staðinn. Þangað austur höfðum við Sigrún, kona mín, haldið í miðjum nóvembermánuði síðastliðnum, til þess að sitja aðalfund Aiþjóða- náttúruvemdarsjóðsins, WWF. Við höfðum skamma dvöl þar í borg, því forinni var heitið áfram út að skjaldbökueynni Selingan. Lentum við á flugvellinum í þorpinu Sandakan í norða- usturhomi Bomeó, ókum við viðstöðulítið niður að höfninni og sigldum á hraðbáti út á Súlú- sundið, sem aðskilur Bomeó frá Filippseyjum. Þegar á daginn leið vomm við á siglingunni komin svo austarlega í sundið að sá yfir tii Fil- ippseyja. Skjaldbökueyjan Selingan Þama hafa náttúravemdarmenn friðað litla eyju, vegna þess að þar er varpstaður grænu sæskjaldbökunnar chelonia mydas. Er ævin- týralegt að fylgjast með rannsóknum á háttum skjaldbökunnar sem þama er verið að kanna. Þegar skyggja tekur koma verðandi skjald- bökumæður upp í fjörakambinn til þess að verpa. Grafa þær djúpa holu í sandinn ofan við fjöraborð og verpa þar allt að 100 eggjum í einu, en hvert egg er á stærð við golfkúlu. Að loknu varpi ausa þær aftur sandi í holuna og hylja þar með egg sín. Við moksturinn beita þær hreifun- um af mikilli lagni og nota bæði fram- og aftur- hreifa. Síðan halda þær til sjávar og sinna ekki frekar um hreiðrið eða ungana. Leiðina út tii sjávar skynja þær eftir birtu irekar en heym. Talið er að þær hafi nokkuð næmt litaskyn og séu einkum glöggar á rauða liti. Skjaldbiikuk- erlingar geta orpið þrisvar á ári og alltaf koma þær að sömu varpstöðvunum, enda þótt þær þess á milli fari oft mörg hundrað kílómetra leið á fjarlæg hafsvæði til fæðuöflunar. Eru þær vel syndar, því mælst hefur að skjaldbaka hafi synt um 50 km sjóleið á einum sólarhring. Við fylgdumst þarna með varpi nokkurra skjaldbakna og tókum þátt í merkingum og mælingum. Vora kerlingar um metri á lengd en tæpir 90 cm á breidd yfir skjöldinn. Vísinda- menn hafa fylgst með þessu varpi frá árinu 1977. A nýliðnu ári höfðu þeir þegar merkt 5.334 dýr. Þegar skjaldbakan hafði lokið varp- inu og var horfin til sjávar vora eggin grafm upp og þeim komið íyrir í sandkeram í sérstök- um útungunarreitum, þar sem hvert got var merkt með stiku, og leit svæðið út eins og fjöldagrafir hjá vígvelli. Þama var fylgst með Dasun-ættbálkurinn taldi Kinabalú-fjall heim framliðinna. Fjallið er 4.101 m hátt og er hæsta fjall í Malasíu. Uuang Prabang Haiphong • "Haikou laos Halnún ; - \ :,í 'Viwitiaries j TAÍLAND \ > *Da Nang 1 • Laóag i Luzon Bangkok hPA KAMBÓDÍA VlET“A™ ,® Manila 10? Phnom • Penh^/ J @Ho Chi Minh Nha Trang >, J101 i ,'iUOUr- » ! Kínahaj MALASÍA OKualaLumpur FILIPPSEYJAR oSINGAPUR °'Sumatra ’ e Pontianake ManadOr Padang Jaoibi Palembang o Bangka Belitung I Javdfwf QJakarta Bandung Ji Borneo Balikpapln Banjarmasin0 Ujung Pandangt /7d/' Palu /V Sulawesi if Matukl / haf Mólúkka- / eyjar ý/ Halmahera ....— < ! eSorong ava oSurabaya . , “e Loinlmk Flores Malang „ » Sumbawa : Balí Mataram Sumb C.ranb^ Nýj^T \ Buru OA Seram\Gmea 4 • i Ambon \ > ——— — 6 . \ IkllldahcfJ Kepulauan Baubau > Afu \ Wetar Kcpulauan V , Tgnihbar ra Endeh INDÓNESÍA Timor Kupang Timorhaf °Darwin 500 1000 1500 Km 120” ástraMa ____ 130° Ljósmynd/Shjrla Friðriksson Séð út um Gomantong-hellismunna. Þar eru menn klifrandi í reipum að safna lostætum svöluhreiðrum. útungun, en heitur sandurinn sér um að halda eggjunum volgum og klekja þeim út. Er talið að um 80% eggja klekist út, og skríða ungarnir af sjálfsdáðum upp á yfirborð sandsins. Á til- raunareitnum lenda þeir þá inn í vímetsgildra. Eru þeir fluttir þaðan að ströndinni, og tókum við þátt í því að sleppa ungum í fjörana að næt- urlagi, en þeir hlaupa þá viðstöðulaust til sjáv- ar. Sumir villtust að vísu og þurftu þeir aðstoð- ar okkar við til að komast á rétta leið. Margar hættur bíða þessara unga. Á ströndinni sækja að þeim slöngur, rottur og mónitoreðlur eða mávar, en höfrangar og ránfiskar, þegar í sjó er komið. Þá þykja skjaldbökuegg lostæti, og sá- um við þannig egg vera seld á mörkuðum uppi í landi. Sú sala er ólögleg, og aðeins viðhöfð af fólki frá Filippseyjum. Er talið að aðeins 1% unganna lifi það að verða fullorðin skjaldbaka. Tekur það síðan ungann 20-30 ár að ná kyn- þroska. Furðulegt er að eftir tuga ára útivist leita þessar fullvaxta skjaldbökur aftur að fæð- ingarey sinni þegar þær sjálfar taka að verpa eggjum. Er sú ratvísi og ættjarðarást enn hulin ráðgáta. Skjaldbökur era langlífar. Geta þessar sennilega orðið um 130 eða jafnvel 150 ára gamlar. Lifa þær því lengst allra hryggdýra og era þar með mun langlífari en menn. Sjávarhús Á Súlú-sundi stunda sjómenn veiðar á fiski og krabbadýram eða leita að perluskeljum. Sjást víða gildrustöðvar veiðimanna. Era þar trönustæður á grynningum og hanga Ijósker í stæðutoppnum. Þessi ljós hæna fiskinn að gildranum. Veiðimenn þessa svæðis voru flestir ættaðir frá Filippseyjum. Bjuggu þeir í sjávar- húsum, sem reist vora á tijástoðum. Var allt sjávarþorpið byggt úti á leiranni. Við aðfall gjálpaði sjórinn undir húsunum, og var gengt í þau af bryggju eða af bátum. Þorpsbúar þurfa ekki að hafa fyrir því að leggja skólpræsi, og þeir era vel varðir íyrir skriðkvikindum og ásælni framskógarins, en hamfarir sjávar gera þar eflaust oft usla. Þegar við sigldum þarna um sundið var rifjað upp að einmitt á þessum slóðum var eitt sinn illræmt sjóræningjabæli en nú mun vera þar góð löggæsla. Sepilok-apaathvarf Á Borneó finnast nokkrar tegundir apa. Sér- stæðastur er órangútan-apinn en orðin orang utan þýða þar um slóðir á Malaja-máli maður skógarins. Þessi tegund af mannapa er aðeins til á eyjunum Borneó og Súmatra en mannapar era rófulausir með nokkuð stórt heilabú og mikla greind og era skyldari mönnum en aðrir apar. Til þeirra teljast, auk órangútans, górilla 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.