Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 5
Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Á Óttarsstöðum eystri er hús sem byggt var skömmu eftir 1881 úr viöi sem fékkst þegar skip strandaði á Suöurnesjum. Ekkert er hirt um viðhald þessa húss. Óttarsstaðir vestri. Þar var búið til 1966, en bænum hefur verið vel við haldið. Straumi. Annarsvegar er mannhæðarhá tóft úr tilhöggnu og steinlímdu grjóti. Hún heitir Gíslatóft og var í henni útieldhús frá Óttars- stöðum eystri.Vestar er Eyðikot, sem nú er sumarbústaður í burstabæjarstíl og með fag- urlega hlöðnum veggum úr hraungrjóti og veruleg prýði er að grjótgarði framan við hús- in. Þama stóð áður hjáleiga með sama nafni; einnig nefnd Óttarsstaðagerði, sem Stefán Rafn byggingameistari eignaðist og eiga hann og Eiríkur bróðir Thorolfs Smith fréttamanns heiðurinn af bænum eða sumarbústaðnum eins og hann er nú. Óttarsstaðir eystri Umhverfi Óttarsstaðabæjanna er búsældar- legt á móti því sem menn hafa þurft að búa við á öðmm Hraunabæjum. Þarna era grasgefin og ræktarleg tún sem hestamenn virðast nýta til beitar. í Jarðabókinni frá því skömmu eftir 1700 er einungis nefnd ein jörð sem heitir Óttarstaðir, en að auki þrjár hjáleigur; Eyðikotið var eitt af þeim. Jarðardýrleikinn er óviss, segir Jarða- bókin og jafn óvisst er hvort átt sé við báðar Óttarsstaðajarðimar, en kóngurinn á slotið og leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða. Auk þess era kvaðir um mannlán á vertíð, „item tveir hríshestar" sem taka á í Almenn- ingi og „leverast in natura" heim til Bessa- staða. En það er sama sagan og í Lónakoti og áður var nefnt: Ábúandinn kvartar yfir því við Bessastaðavaldið „að ærið bágt sé orðið hrís að útvega og meinar sér léttara vera fyrir þessa tvo hríshesta að betala tíu físka, þá guð gefur fískinn af sjónum". Fimm kýrfóður á túnið að gefa af sér og hef- ur þótt ekki lítil búsæld í Hraunum. Af hlunn- indum nefnir Jarðabókin útigang „þá mestu hörkuvetur ei inn fallahrognkelsatekja er í lónum þegar fjarar, heimræði er árið um kring, lending í meðallagi, en lítil rekavon. Gallar jarðarinnar era hinsvegar að engjar era ekki til, að gripir farast stundum í gjám þegar snjóar yfir liggja og afleitt er það líka að torf- stunga, þ.e. torfrista, er nánast engin. Vatn var sótt í djúpan brann í túninu á að- fallinu, en vatnið í honum var alltaf ferskt. Þar gilti sama lögmál og í lónunum sem áður vora nefnd. Þessi brunnur er með grjóthleðslu að innanverðu, en því miður hálffullur af plasti og öðra sem fokið hefur í hann. Gamalt íbúðarhús er á Óttarsstöðum eystri, en það er ónýtt vegna hirðuleysis. I gegnum brotna glugga og opnar dyr eiga snjór, regn og vindar greiða leið, en á hlaðinu skartar vöra- bflshræ. Annað bflhræ er í fallega hlaðinni tóft lítið eitt sunnar. Óttarsstaðahúsið er samt sögulega merki- legt. Upphaf þess má rekja til skipsstrands sem varð við Þórshöfn, skammt sunnan við Stafnes árið 1881. Þá rak kaupfarið James- town mannlaust að landi og var bjargað úr því góðum feng af dýrindis húsaviði, um 100 þús- und plönkum. Þótti þetta mikil himnasending í timburskortinum og risu af þessum viðum mörg ný hús suður með sjó og þetta eina hús í Hraununum, á Óttarstöðum eystri. Húsið var síðar bárajárnsklætt. Áður hafði bærinn á Óttarsstöðum eystri verið vestar, uppi í brekkunni hjá vesturbæn- um. Fátt er þar til minja um hann annað en hlöðuveggir sem hafa verið fágætlega vel hlaðnir og standa enn. Síðustu ábúendur á jörðinni, hjónin Guðrún Bergsteinsdóttir og Sigurður Kristinn Sig- urðsson hættu búskap þar 1952. Síðasti maður sem hafði fasta búsetu í Hraunum var hinsveg- ar Guðmundur sonur þeirra. Hann var báta- smiður og byggði sér hús niðri við fjöru- kambinn, en það er nú horfið. Guðmundur bátasmiður lézt 1985. Þennan jarðarpart, sem talinn var 5 ha, á fjölskyldan þó ekki lengur. Guðni ívar Odds- son keypti hann 1979 og flutti síðan til Amer- íku. Hann er dáinn en sonur hans, Paul I. Oddsson, erfði jörðina og hefur hann aldrei til Islands komið. Óttarsstaðir vestri Spölkorni vestar og uppi á hæð stendur bær- inn á Óttarsstöðum vestri, fallega varðveittur timburbær, bárujárnsklæddur, og gefur góða hugmynd um útlit bæja snemma á öldinni áður en steinsteypuöld hófst. Þarna er fallegt bæj- arstæði og líklega það elzta í Hraunum, eink- um er víðsýnt út yfir Norðurtúnið, Langa- bakka og flóann til norðurs. Til suðurs sést minna en ætla mætti, því hraunbrúnin þar er há. Vestur af bænum hefur myndast hryggur tignarlegra hraunhóla og eftir honum endi- löngum er frábærlega fallega hlaðinn grjót- garður. Austan við bæinn, þar sem era grasi grónar lautir, er merkilegur hraunhóll í einni lautinni. Hann er svo sprunginn að hann er ekki kallaður hóll, heldur Hrafnagjá, enda hægt að ganga á jafnsléttu í gegnum hann á ýmsa vegu. Munnmæli herma að kirkjugarður hafi verið hjá Óttarsstöðum og hefur verið talið að enn móti fyrir honum. Þar era og leifar af bænahúsi. Síðustu ábúendur á Óttarsstöðum vestri Ragnheiður Hannesdóttir, húsfreyja á Óttars- stöðum vestri, móðír Sigurðar á mynd t.h. Guðmundur Sigurðsson, bátasmiður á Óttars- stöðum, síðasti maður sem átti helma í Hraunum. Síðustu ábúendur á Óttarsstöðum eystri: Hjónln Sigurður Kristinn Sigurðsson og Guð- rún Bergsteinsdóttir ásamt ungum synl. vora hjónin Áslaug Jónsdóttir og Guðmundur Ingvarsson frá Ketilvöllum í Laugardal. Þau hófu búskap þar 1918, keyptu jörðina þá og bjuggu þar til 1966, en dóu þá með þriggja vikna millibili. Þau Óttarsstaðahjón áttu tvær dætur, Jón- ínu og Ragnheiði, sem er 84 ára og lét greinar- höfundi ýmislegt gagnlegt í té. Hún minnist þess úr foðurhúsum að faðir hennar sló allt túnið með orfi og Ijá, enda var það ekki vél- tækt. Bústofninn var um 100 kindur þegar mest var, einn hestur og tvær kýr. Síðustu fimm árin bjuggu þau aðeins með kindur. Ragnheiður minnist þess að fénu var haldið að fjörabeit og þá staðið yfir því, en langmest var þó beitt á hraunið. Faðir hennar og Sigurð- ur bóndi á Óttarsstöðum eystri reru saman til fiskjar þegar gaf á sjó, en þeir fóra aðeins Þórunn Bergsteinsdóttir í Eyðíkoti um aldamótin 1900. skammt út fyrir og aldrei var vél í bátnum. Vestur með sjónum voru fiskbyrgi, sem enn sjást. Þar var fiskurinn þurrkaður. Börn Ragnheiðar og Jónínu era núverandi eigendur jarðarinnar og þau eiga heiðurinn af því að halda bænum í góðu horfi. Vestur frá Óttarsstaðavör er malarkambur- inn næstum þakinn lábörðum steinum, sem einu sinni vora hraunklappir og hafrótið braut upp. Það kom í ljós í Surtsey að brimið við ströndina þurfti ekki ýkja langan tíma til þess að gera lábarinn hnullung úr hrjúfum hraun- steini. En vörin hefur myndazt með því að hraunrani, sem oft flæðir yfir, girðir fyrir að norðanverðu. Þar fyrir utan snardýpkar skyndilega, sögðu mér kafarar sem vora að skoða sig um á botninum. En nú ýtir enginn lengur úr Óttarsstaða-Þ- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.