Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 4
Agnar Klemens Jónsson við skrifboró sitt. Agnar Klemens ásamt börnum sínum á tröppum 17 Buckingham Gate í London.
HRAKTIR FRÁ ÍSLANDI
UT A HIN HÆTTULEGU
GRÆNIANDSMIÐ
TEKIST Á UM LANDANIR ÍSLENSKRA TOGARA í BRETLANDI 1952
Nú er EFTIR AGNAR KLEMENS JÓNSSON ísland ier
þess minnst að utanríkisþjónustan á
óOára , en 10. apríl 1940, daginn eftir hernám Dan-
merkur, tókum við hana í okkar hendur. Af því tilefni
birtir Lesbók kafla úr óbirtum endurminningum Agn-
ars Klemens Jónssonar sendiherra. Hér segir frá við-
ræðum hans við utanríkisráðherra Breta, Anthony
Eden7 haustið 1952 um takmarkanir sem gerðar
höfðu verið á löndunum íslenskra togara í Bretlandi.
Tortryggni ríkti í garð íslendinga og Eden tók þannig
til orða að Islendingar hefðu með stækkun landhelg-
innar hrakið hina bresku togara frá öryggi við
Islandsstrendurtil hinna hættulegu Grænlandsmiða.
/
ARIÐ 1946 höfðu flestir
breskir togarar, sem tekn-
ir voru í flotann á stríðsár-
unum verið leystir úr þjón-
ustu og voru byrjaðir að
stunda fiskveiðar á ný.
Fóru þá breskir togaraeig-
endur fljótlega að amast
við íslenskum fiskiskipum í breskum höfnum
svo sem og hafði tíðkast fyrir stríðið oft og ein-
att. Sama ár var og 10% tollurinn, sem upp-
haflega hafði verið lagður á innfluttan fisk á
Ottawa-ráðstefnunni 1932, en hafði verið felld-
ur niður öll stríðsárin, settur aftur á ísfiskinn.
Fjnrir atbeina breskra útgerðarmanna var svo
smám saman farið að setja meiri og meiri
hindranir á landanir íslensks ísfisks, með það
fyrir augum að bola íslendingum út af mark-
aðnum. í Hull fengu íslendingar ekki rétta
löndunarröð, miðað við komu skipa þeirra í
höfn („first come first served'j heldur var
landað fyrst úr breskum skipum en íslensk
skip látin bíða svo og svo lengi. Næst ákváðu
togaraeigendur svo, að ekki skyldi landað úr
útlendum fiskiskipum, án nokkurs tillits til
þess hvenær þau hefðu komið í höfn, fyrr en
lokið var að afgreiða öll bresk fiskiskip.
I Grimsby fengu breskir togaraeigendur ár-
ið 1946 Grimsby National Dock Labour Cor-
poration til þess að fallast á að landa ekki afla
úr íslenskum skipum í fyrstu 48 klukkustund-
imar eftir komu þeirra til hafnar, ef nokkurt
breskt fiskLskip biði löndunar. En þegar þess-
ar 48 klukkustundir voru liðnar áttu íslensk
fiskiskip forgangsrétt til þess að komast að til
iöndunar. f janúar 1950 ákváðu togaraeigend-
ur í Grimsby, að öll bresk fiskiskip skyldu
ganga fyrir á markaðnum í Grimsby með lönd-
un og sölu aflans. Þetta þýddi að fiskur úr ís-
lenskum skipum var alltaf settur á þann stað á
markaðnum, sem síðustu skipin fengu og því
alltaf boðinn upp síðastur af fiski frá fjarlæg-
um miðum. Ef eftirspumin var lítil leiddi þetta
af sér, að fiskurinn seldist fyrir miklu lægra
verð en el' skipið hefði fengið það pláss sem því
bar eftir komu þess í höfn, og fiskurinn þá ver-
ið boðinn upp fyrr.
í Fleetwood gerðu útgerðarmenn einnig
svipaðar ráðstafanir í sambandi við fisklandan-
ir og gerðar voru í Hull og Grimsby, en þetta
voru þeir þrír hafnarbæir, sem íslensku togar-
arnir sigldu til á þessum ámm. Breskir út-
gerðarmenn gerðu fleiri ráðstafanir en þær
sem hér hafa verið nefndar til þess að reyna að
bola íslenskum fiskiskipum frá fisklöndunum
en ég sleppi því að segja það nánar.
Um þetta Jeyti voru í gildi samningar milli
ríkisstjórna íslands og Bretlands um fiskland-
anir, gerðir til sex mánaða eða þar um bil í
hvert skipti: sumarmánuðina var fiskmagnið
sem landa mátti venjulega takmarkað eitthvað
en vetrarmánuðina var það ótakmarkað. Um
þessar landanir giltu ákveðnar reglur svo sem
t.d. um hvar íslensku skipin ættu að landa
hverju sinni í hinum þremur áðurnefndu bæj-
um, og lögðu bresk yfirvöld mikla áherslu á, að
reglunum væri fylgt. Því miður varð oft mis-
brestur á þessu hjá hinum íslensku togaraeig-
endum og var þá kvartað undan því að íslend-
ingar virtu ekki gerða samninga. Hitt var þó
alvarlegra, að fiskurinn úr hinum íslensku
skipum þótti stundum svo lélegur, að hann var
dæmdur óhæfur til manneldis og gat það jafn-
vel numið þriðjungi af því sem uppskipað var.
Yfir slíku var kvartað. Þá bætti það ekki úr
skák ef íslensku skipin þurftu að bíða losunar.
Það mátti því segja að klögumálin gengju á
víxl, Islendingar kvörtuðu undan ofríki
breskra togaraeigenda og bresk hafnaryfir-
völd kærðu íslensku togarana fyrir að fylgja
ekki umsömdum reglum.
Af hálfu ríkisstjóma beggja landa, íslands og
Bretlands, var margt gert til þess að miðla mál-
um en árangur varð oftast heldur lítill. Bresk
stjórnvöld voru hlynnt því að íslenski fiskurinn
bærist á breska markaðinn því bæði vildu þau
hafa þar nægan fisk handa neytendum og líka
halda verðinu í skefjum og því hindra hina
bresku togaraeigendur í því að skapa sér einok-
unaraðstöðu og ráða þar með fiskverðinu. Á
hinn bóginn töldu stjómvöldin sig ekki hafa
heimild til þess að segja togaraeigendum fyrir
verkum þar sem þessi atvinnuvegur var frjáls
um rekstur sinn. Eins gat hitt skeð að of mikið
bærist af fiski á markaðinn samtímis og þá
lækkaði verðið of mikið til tjóns fyrir útgerðar-
menn. Það var því margt sem kom til greina í
sambandi við fisklandanir í Bretlandi um 1950
og því var það að Bretar boðuðu til alþjóðar-
áðstefnu um þessi mál haustið 1951.
Nokkra áður en ég tók við sendiherraem-
bættinu í London í ársbyrjun 1951 hafði komið
til tals að taka upp samningaumleitanir milli
íslenskra og breskra stjórnvalda til þess að
reyna að koma á betri skipulagi á fisklandanir
íslenskra skipa í því skyni að lagfæra þá mis-
munun (discrimination), sem íslensk fiskiskip
höfðu átt við að stríða undanfarið, en úr þess-
um viðræðum varð þó ekki enda lagaðist
ástandið og var svo lengst af árið 1951 að land-
anir gengu sæmilega og nokkurn veginn vand-
ræðalaust.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRlL 2000