Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 15
Ljósm./Helgi Braga Fingravettlingar prjónaðir af Ólöfu. Minnstu vettlingana átti Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgun- blaðsins. Þá hlaut hann f tannfé frá Ólöfu og eru þeir í eigu Guðrúnar Jónsdóttur. ÓlöfSigurðardóttir. minni framar. Úti um það. Eg er nú opt allvel frísk, og fjörið, lífsgleðin og kjarkurinn ólm- ast nú í mjer hvert um annað, og æskan er þar held eg komin líka, sem aldrei gjörði vart við sig í gamla daga, en nú leikur alt þetta fólk sjer í mjer, og gleðin og ánægjan yfir, og við, fjelagann minn, sem hefir annast mig og látið mjer líða sem allra best, er í og með í leiknum. Aldrei hefir þó blessuð sálin skinið eins heitt og bjart í huga mínum eins og opt þegar eg var sem veikust, því þá varð eg svo að segja öll að ást og þakklæti til fóstra míns. Eg get hreint ekki gjört þjer skiljanlegt hvað eg var þá opt rík og sæl í ástinni minni, ást- inni sem eg sagði þjer frá forðum, en þú vild- ir ekki trúa mjer til að í mjer væri, gæti ver- ið. Eg veit ekkert betra að óska þjer, en að þjer væri hún nú eins kunn og mjer. Eg játa að þú hafðir rjettara en eg fyrir þjer, í ýms- um þrætumálum okkar í gamla daga, og tal- aðir viturlegar, eins og vænta mátti, en á því hafði eg þó rjetta sjón - þó hálfblind væri af draumórum og ástarþrá og ýmsu þaðan af verri heimsku - að í mjer væri til önnur sort ástar en sú, sem samferða er kynfjölgunar- fýsninni. Ekki þekki eg neitt barnlaust hjónaband eins hlítt og okkar, og ekki þekki eg neina vináttu án ástar eins innilega og okkar fóstra, svo ekki vil eg kærleika okkar vináttu kalla, svo þarna vann eg þó dálítinn sigur á þjer, ekki satt? en aptur ertu búinn að vinna aðra stærri í viðskiptum okkar. Eg hef sett mjer mark eins og þú, en nokkuð minna. Eg sækist eptir að deya með meðvitundinni um að hafa verið það sem kallast „góð kona": að hafa greitt götu mannsins sem eg fylgist með, og eg held að eg sje enn á rjettum vegi með það. Það er lítið markið, eg játa það, en það er held eg það eina sem eg kynni að hafa hæfi- legaleika til að ná. Oflítil hefði eg verið til að „sygla sjóin allann sæl með þjer" enda hefðir þú aldrei viljað taka mig innan borðs auð- vitað. Eg hefði náttúrlega orðið sjóveik og hrædd við ólguna, og svo hnúturinn á hriggn- um rekist alstaðar á, og orðið til fyrirstöðu. Svona er nú ágrip af sögu minni. Eg hjelt að þú kynnir að vilja heyra hana, en eg hugs- aði að enginn þinn kunningi kinni hana nema eg, og því er eg nú hingað komin með hana til þín, og með framm af því að mig langaði til að hitta þig bara einu sinni uppá gamlann kunn- ingskap, og ekki trútt um að eg vonist eptir sögulaunum einungis einum dálitlum miða með sögunni af þjer á sjer, en það er nú má- ske að ætlast til of mikils og þá lækka eg seglin undir eins. Ef fóstri minn mætti síðan vita eitthvað smávegis um hag þinn enn eg, af því hann er þjer ókunnur þá verður hann ekki með í því, og þar af hlitist enginn vandi, annars er hann Þorsteinn Erlingsson skáld. með hjá mjer í öllu sem eg á ein. Hann veit eg er að skrifa þjer nú, en eg sagði honum að eg hefði minna gaman af því, ef hann læsi það sem eg skrifa þjer, svo hann ljet það fúslega eptir mjer að vera utanvið í þetta eina skipti, því eg ætla að láta mjer linda að leika mjer hjá þjer í þetta eina sinn, þú ert þaraðauki líka sjálfsagt vaxinn frá mjer. Eg er að kveðja þig, og þakka þjer alt gamalt og gott, öll auðæfin sem þú gafst mjer. Eg geimi enn- þá öll brjefin þín, sum með þinni og sum með minni hendi, og eingin veit eg til að hafí sjeð innaní þau nema þú og eg. Hvorin er það? Má eg halda áframm að eiga þau? og hvorin fer þá ef eg dei skindilega? Þá sjer fóstri þau, og honum er að vísu trúandi fyrir öllu, en þú segist engum hafa sagt sumt sem þar er, enda ekki mörgum ætlandi sumt af því. Eg tími ílla að missa þau. Nú á öll þjóðin þig, og eg er í ekki ólíku skapi eins og móðir í brúðkaupi einkasonar síns. Hún átti hann ein, en nú á önnur það sem henni var kærast og nánast, og hún gleðst samt af gleðinni hans, og eg af þinni hjartanlega, því mjer er engin leind á því við þig, hvað mjög mjer er vel til þín fremur öðr- um mönnum óskildum sem kallast. En ekki svo það sje sök við fóstra minn mjer vitan- lega og þó þú sætir hjer hjá mjer, vildi eg ekki snerta þig. Eg svík ekki fóstra, að öllu sjálfráðu, enda varstu lítið að reina að fá mig í það, en von þú hugsir. Einginn hefir auð- vitað setst í sætið þitt í þessi 7 ár. Matthías bauð mjer að skoða sig sem bróður sinn, en það var mjer ómögulegt. Eg vildi hann ekki. Eg hef dálítið gaman haft af bróður Ólafs Davíðssonar Guðmundi, og ögn af Stefáni á Möðruvöllum. Eg hef gaman af hjartans gleðinni hanns, og góðmennskunni. [...] Mig vantar mynd af þjer eins og þú varst og ert í huga mínum, en eg veit engin ráð til að fá hana, því þú þorðir ekki að láta mig hafa hana forðum og ekki hefir hættunni farið apt- ur bíst eg við. Gaman hefði verið að vera tilheyrandi hjá þjer við ljóðaupplesturinn þinn í sumar, en það er líka gott að sitja í litla hlýja hreiðrinu sínu útí horni afsíðis og hlusta svo á kæra óminn álengdar. Mig langar til að minnast á stóra málefnið þitt, en það er svo stórt og eg svo lítil, að eg þegi. Eg mundi biðja þig mikið vel samt ef þú værir nú hjá mjer, að áreita ekki eða þá fara vægilega með - trúarmál mannanna, því mjer virðist þeim líða betur við - og jafnvel flestum vera nauðsyn - að vona og trúa að vild sinni á annað enn þetta sem menn vita og þekkja. Eg veit að þú hefir meira vit og þekkingu en eg, og hugsar lángt- um meira, og vilt þaraðauki mönnum og öðr- um dýrum líði sem best, en eg gæti þó ekki látið vera með að biðja þig að reina ekki við að gjöra mannkynið að skinsemistrúarmönn- um, því eg er hrædd um þú vinnir þeim skaða, þó þú gjörðir það af kærleika til þeirra og af heitri sannfæringu. Það var líka satt! Eg ætlaði að þeija, og þó hefði eg mikið meir í huganum sem eg gæti sagt í alla nótt við þig, og eg hefði þig. Þú heyrir það! Eg bara bið þig, hjartans hlýlega, og þó veit eg þú munir ekki getað tekið það til greina hvað eg vil. Ef þú innir mönnunum viljandi skaða, með indælu gáfunni þinni: ljóðasnildinni, held eg að eg gæti grátið blóði yftr þjer, en eg veit að eg þarf ekki að láta það í þá skuld. Viljandi vinnur þú ekki ógagn. Óviljandi getur það orðið, því þú hefir afar stórt málefni handa milli eins og þú veitst betur en eg. Eg er ekki fær í þennan sjó, eg ætti að vera í horninu mínu kyr. [...] Eg ætlaði í fyrstunni bara að leika mjer við þig eins og krakki við krakka, og svo fór eg að rugla út í það sem fullornir eru að tala. En vertu nú góður, eg skal vera lítil. Þú ætlar kannske að segja mjer ögn innan úr þjer og vera vingjarnlegur við mig. Eg vildi að eg þekkti konuna þína, svo mjer gæti þókt vænt um hana með þjer. Það lá skrítilega gatan hennar, að fylgja þjer! Vantar þig ekki ís- lendsku orðin á varirnar hennar? eða ertu búinn að koma þeim þangað? Það vildi eg vita þig eiga þægilega hvíld í faðminum hennar, og helst hluttekningu í huganum hennar líka, því það hlítur að vera þarfur hlutur finnst mjer, öllum mönnum. Eg hef orðið að fara varlega, þegar eg hef verið að reina að grafa upp sporin þín, svo mjer hefir gengið það ílla, einkum þegar þú hvarfst - þá var eg löngum hrædd um að þjer liði ílla. Þá bað eg stundum minn Guð, heitt og innilega fyrir þjer. Þjer finnst það nú kannske ekki viturleg aðferð, en hún varð mjer að gagni. Eg var hálft um hálft að hugsa um að senda þjer sýnishorn af nútíðar ljóðum mín- um, til samanburðar við fyrri tíð, en eg læt það vera. Eg vil þá halda áframm að sísla eitthvað um það við þig og það getur ekki orðið svo vel fari, og auk þess ertu vaxinn frá mjer, sem sagt. Þú kannske borgir mjer sögulaun, og svo á öll þjóðin þig, og eg minn örlitla hlut, en fóstri minn á einsamall mig, og með honum hverf eg. Vertu sæll, sem allra sælastur sem hugur okkar getur orðið! Mjer liggur við að kveðja þig með kossi, en þú hefir aldrei kyst Ólöfu og eg aldrei Þorstein. Má eg vita hvort það var Jarðþrúður: „Mjer finnst það nú vina mín hvíla mig helst, að hugsa um þig eða skrifa." „Og vel getur verið í síðasta sinn, eg sofni við faðm þinn í anda." - Fegurðar sansinn er orðinn hjá mjer að ástríðu. Hvað eg horfi hugfangin á fögru stúlkurnar. Eg held að eg elski þær, eins og þið mennirnir. Að hafa það sem ljótt er fyrir augum, það er bðl. Þetta er upphaf á seinni tíðar söng mínum: Hve elska eg þig gleði með geislana þína, - án gleði' er eg aumlega stödd, þá sólbros þitt skín inní sálina mína, þar syngur hver einasta rödd. Þó allur heimurinn hrópi: vei! svo heyri' eg ekki mitt eigið „nei". Jeg get ei annað enn aðhyllst þig, og elskað geislann sem vermir mig. (sýnis- horn!) Við fóstri erum 2 ein í húsi sjer stök. Hann smíðar og kennir krökkum eg sauma og sýð mat, svona vinnum við fyrir okkur; og erum hvorki rík njer fátæk. Nú þykir mjer vænt um flugurnar og orm- ana, og alt smádótið kringum mig sem eg gaf engan gaum hjer fyrri. Eg elska sólina og fuglasönginn, og vil faðma allann heiminn þegar eg er glöð. Gaman hef eg haft af því hve vel þjer tókst að sjá fóstra minn út, að vondu myndinni sem eg sendi þjer af honum. Þú lýsir honum í brjefi nákvæmlega eins og eg álít hann nú. Þar skakkar engu. Þá gladdir þú mig, það man eg. Fóstri er velvyrtur og vandaður maður. Greindur og hygginn og svo trúr og merkur sem best má vera. Dálítið erviður í lund. - Heilsuveill, enn vinnusamur og vel að sjer. Hugsar mikið og heldur sig til baka. Skrifar sögur dálítið, auðvitað ekki ágætar en furðanlegar. Fastheldinn og fornlegur, viðkvæmur og dulur og elskar barnið sitt einsamalt, mikið, mikið! Ólöf er sem sagt, á Hlöðum í Hörgárdal í Eyj afj ar ðarsýslu. PRENTAÐAR HEIMILDIR: Björg Einarsdóttir, Úr ævi og starfi íslenskra kvenna.I (Reykjavík, 1984-1986). Hulda Á. Stefánsdóttir, Minningar Huldu Á. Ste- fánsdóttur. 2. Æska. (Reykjavík, 1985-1987). Steindór Steindórsson, „Frá Ólöfu á Hlöðum. End- urminningar.„Heima er bezt (desember 1987) og (janúar 1988). Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur. Helga Kress valdi efnið, bjó til prentunar og ritaði inngang (Reykjavík, 1997). Óprentaðar heimildir: Lbs.41G5,4to. Höfundurinn er bókmenntafræoingur. KRISTINN G. MAGNÚSSON TENGDÓ Hann átti von á dauða sínum íhálkunni; það varþað versta En næst versta þegar tengdamamma fór að hlæja með innsogið á fullu norðanlands Hún tókpásu- þvísambandið slitnaði Ilmandi blómvöndurinn var splundraður á spítalanum - Samtaliðmín megin varlítiðeitt: Ég missteig mig Pá kom hún fljúgandi með blómvöndinn Höfundurinn er skáld og fyrrverandi prentari í Reykjavik. OLOF STEFANIA EYJÓLFSDÓTTIR NJARÐAR- GLÍMA Við sjávarsíðuna fór um mosagróna hrúðurkarla ogmáfager er holskeflan óð upp að ströndum. Stormhviður stika um ísjóstökkum hvarannes og bátsskel verjast fyssandi faðmtökum Njarðar. Vábrestir buldu þá nótt. íhjáleigu ljóstýra íljóra. Vakan varðlöng og mara grárra dægra gekkígarð. ANDVÖKU NÓTT Ófresk fótatök marra viðfjörukamb á andvökunótt er Ránardætur skila skipsflaki marhálmi setnu úrgötóttu regindjúpi. Alfaðir sendir andvara aðstilla storma. Á ládauðum haffleti fleyta börn steinvölum og öggvur bera í víur við víkursanda Höfundurinn er skáld og húsmóöir í Reykjavík. V- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 8. APRÍL 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.