Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 17
Litahringur Goethes með Ijósinu og myrkrinu inni í sér. Frumfyrirbærið, segullinn, sýnir hvernig Goethe hugsaði sér andstæðurnar, litablöndunina, stígandina og hámarkssameininguna. Menn ættu að kenna hér hvar franski málarinn Auguste Herbin leitaði fanga, enda var hann mjög upptekinn af andstæðuferlinu í litafræði Goethes og hvatti starfsbræður sína til að gefa því gaum. „Allt sem lifir rís af andstæðum tveggja lögmála, Ijóss og myrkurs." náttúrunnar, jafnt skoðunar hennar, krufning- ar sem beinna lifana, um það er lífrænn hug- sær og innblásinn skáldskapur hans til vitnis, Newton byggði hins vegar kenningar sínar á útreikningum og köldum vitsmunalegum stað- reyndum. Goethe varaði við einsleitum hlut- lægum aðferðum, þar sem allt er vegið metið mælt og sett í formúlur, sagði það leiða til hins efniskennda og magngreinanlega. Sagði einn- ig, að veifi maður rauðri dulu að nauti verði það brjálað - og heimspekingarnir færu að froðufella ef einungis væri minnst á liti og málararnir sjálfir vildu ekki vita neitt um þá. Hann hvatti menn til að nota eðlisvísun- ina í leit sinni að skilningi á samhengi hlut- anna - upplifun með samanlögðum skyn- færunum leiddi til gæðamats. Deilur þeirra Newtons koma mörgum nútíma- manninum jafn spánskt fyrir sjónir og til að mynda heiftúðugar deilur mynd- listarmanna um miðbik síðustu aldar þá fígúrunni var úthýst úr núlistum, þótt í kjama sínum væri slíkt hliðstæða þess að gróðurmögn jarðar afneit- uðu sólinni. Þá er sjálf náttúran abstrakt í ljósi þess að allt er fram- rás og breytingum undirorpið, án þessa ekkert líf heldur einungis sam- anþjappað svarthol. Litafræðin var Goethe aðferð eða mynstur til ann- arra vísindalegra aðferða - samtímis áminning sem seinni tímai- gætu tekið til sín, ekki sem annað hvort eða held- ur bæði og. Isaac Newton hafði fimmtíu árum áð- ur en Goethe lagt grunn að hinni nýju stærðfræði eðlisfræði og eðlisfræðilegu stjömufræði, aflfræðinni svonefndu, hlið- stæðan kenningum Gottfried William Leibniz um fmmspekina, að alheimurinn væri ein samræmd heild, gerður úr óbreyt- anlegum grunneiningum, mónödum, sem eru í senn andlegar og efnislegar og spegla alheim- inn hver á sinn hátt - alheimurinn væri besti hugsanlegi heimur því skipan hans væri verk guðs. Leibniz setti saman fyrsta speglasjón- aukann, uppgötvaði að auki þyngdarlögmálið, setti fram kenninguna um hljóðbylgjurnar, kenninguna um ljósbrotin og framar öllu kenn- inguna um samsetningu ljóssins, sem hann í stuttu máli sneið niður í sjöfalt litróf með að- stoð strendings, prisma. Þessi kenning hans hefur frá upphafi fram á okkar tíma talist óskeikul innan viðtekinnar, sígildrar, eðlis- íræði. Sumt af ofannefndu skrifast vel að merkja einnig Newton, en þeir Leibniz voru mjög samsíða í kenningum sínum og menn ekki fullkomlega vissir né sammála hverjum beri heiðurinn. Einungis Goethe snerist með litafræði sinni gegn þessum kenningum, hvað fullyrðinguna um ljósið varðaði. Og þótt vísindi tímanna segðu litafræði hans kynlega sérvisku, ímynd- aði hann sér að hann hefði rétt fyrir sér og að seinni tímar myndu skilja sig. Hann lýsti því yfir að Ijósið, hið bjartasta af öllu, gæti aldrei verið sam- sett úr minna Ijósi, líkt og litir litrófsins, spektrumsins. Það væri bull, hundakúnstir, loddarabrögð og sjónhverfing- ar, að fullyrða slíkt væri í hæsta máta ófor- skammað. Það var honum beinlínis tilveru- spursmál að berjast gegn Newton. Ákafi hans að halda fram litafræði sinni sem útheimti djúpar tímafrekar og kerfisbundnar rannsókn- ir varð er fram liðu stundir að slíku hjartans máli og þráhyggju að gekk út yfir skáldskap- inn. Og eins og hann sagði við Johan Peter Eckermann, einkaritara sinn; væri hann stolt- ur yfir að vera aleinn meðal milljóna með þá sannfæringu að hafa hér rétt fyrir sér. Þar fyrir hafði Goethe aldrei sannreynt nið- urstöður Newtons í kjölinn, að umgangast tæki átti engan veginn við hann. Ennfremur boðaði hann í riti sínu Hámark og endurvarp, að það væri einmitt mesta ógæfa hinnar nýju eðlisfræði, að menn útilokuðu manneskjuna frá tilraunum sínum, einvörðungu í krafti til- búinna tækja hygðust þeir sanna hvað náttúr- an væri fær um. Að mati Goethes væri ekki leyfilegt, að undir- oka náttúrufyrirbæri með tilbúnum tækjum, hann áleit manneskjuna öllu frekar mesta og nákvæmasta tæki eðlisfræðinnar og að hið skynjanlega áhorf væri grunnur þess sem hann sjálfur-gengi út frá. Að baki hinnar fjandsamlegu afstöðu til tækja voru sem að líkum lætur grunnhug- myndir heimspekingsins Spinoza. Algyðistrú Spinoza boðaði náttúru og guð, guð og náttúru sem eina heild. Fyrir guð væri ekkert pláss til hliðar við þessa náttúru. Þessi kenning, sem rithöfundurinn og fagurfræðingurinn Gotthold Ephraim Lessing aðhylltist einnig, samræmd- ist skoðunum Goethes um að guð og náttúran væru eitt, fælu í sér ómælanlegar skynvíddir en maðurinn þekkti aðeins tvær þeirra, hugs- un og rúmtak. Hann leit á náttúruna sem guð- dóm og þar af leiðandi var hann í eðli sínu and- snúinn því að ganga gegn náttúrulögmálunum með dauðum tækjum. Ekki skorti að kenningar Goethes væru út- hrópaðar sem hreint tilfinningalegs eðlis og á nítjándu öld var þeim Iítill gaumur gefinn, ein- stakir töldu þær jafnvel hafa verið til skaða fyrir stærðfræði-og sálfræðileg vísindi í Þýskalandi, en voru þó ekki álitnar gagnlausar þótt enginn ávinningur þættu fyrir sálræna Ijósfræði. Utlistanir hans á skynrænum og sið- rænum áhrifamætti lita þóttu athyglisverðar og voru virtar af litasálfræðingum, einkum frá listrænum og fagurfræðilegum sjónarhóli. Hann opnaði augu manna svið eftirtektar, sem fram til þess tíma hafði verið gefinn lítill gaumur. Aður höfðu menn naumast kannað starfsemi augans með tilliti til Ijóss og lita. Það var þannig Goethe sem fyrstur mótaði lögmál birtingarforms litlausra og litaðra eftirmynda, eins konar - smátt og smátt og sameiginlegar andstæður í litakerfinu. Eftirmyndirnar segja okk- ur, að augað sé gott betur en sjálfvirkt - aðgerðarlaus skrásetjari ytri fyrir- bæra. Með því að framkalla sjálft gagnstæðu eða gagnsýn, andstæðuliti við séða Iiti, sýnir augað virkni til að móta heild. Við verðum að læra af nátt- úrunni sagði Goethe, sem að hans mati er auðskilin og lærdómsrík. Sem dæmi um þennan lærdóm leggur hann áherslu á einstæða hæfileika augans til að búa til andstæðan lit móti hinum séða, eðlislægt dæmi þess hvernig það skapar heild eða samræmi með algjörustu andstæðumögn- um. Goethe nefndi það sjálívirkt frelsi augans. Ekki er hægt að ljúka þessu skrifi án þess að minnast á þátt hins 10 árum yngri skáldbróð- ur, Friedrich Schiller, en hann var ekki síður en Goethe áhugamaður um náttúrurannsókn- ir. Á ellefu ára tímabili, 1794-1805, þróaðist milli þeirra náin samvinna kringum litafræð- ina, bæði í samræðum og bréfskriftum. Schill- er lagði áherslu á mikilvægi skipulagðra að- ferða í rannsóknunum sem Goethe tók fullt tillit til. Á seinni tímum hafa æ fleiri vísindamenn viðurkennt rannsóknir Goethes og meðal nafn- kenndra má nefna engan minni en eðlisfræð- inginn og nóbelsverðlaunahafann 1932, Wern- er Heisenberg, sem skrifaði ritgerð um litafræðikenningar Newtons og Goethes, og jafnaði við áskorun til nútímans. Með ofurfág- uðum vitsmuna- og tæknilegum aðferðum hefðu náttúruvísindin stöðugt verið að fjar- lægjast skilningarvitin og náttúruna; svifu er svo væri komið í tómarúmi sem ógnaði lífs- möguleikum mannsins og tilveru mannkynsins um leið. * - f , f -. “ • -' n 'v .'sB-.v* Guli liturínn er litur sólarinnar. Gult er sá litur er kemur næst Ijósinu, næst á eftir hvítu. Gult er siðasti greinanlegi liturinn fyrir blindu. Því heitari gulur því meiri orka. Dökkur gulur er ekki til, þar sem gult blandað með svörtu tapar útgeislan sinni, frá lýsandi gulu til óhreins iitar. Gult blandað svörtu verður að sjúklegum gallgrænum lit. Gult er andstæða Qólublás. htfjeóte forenína purpur moaóœtmnger poíœre ^ modscetnínger LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.