Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 6
Agnar Klemens og Ólöf kona hans áður en lagt var af stað til krýningar Elísabetar drottningar.
„the intention obviously being that the strong
should bring pressure to bear upon the weak
in order to force him to yield.“ Þá var vikið að
því hversu breski fiskmarkaðurinn væri þýð-
ingarmikill fyrir efnahagslíf Islands, að Island
hefði eingöngu aðhafst það sem væri í sam-
ræmi við alþjóðarétt og það væri því í hæsta
máta óvingjamlegt ef bola ætti íslendingum
frá breska markaðnum með aðferðum sem
enga stoð ættu í lögum og rétti. Loks var
minnst á þá þýðingu sem útflutningur á ís-
lenskum fiskafurðum hefði haft fyrir bresku
þjóðina og gæti framvegis haft fyrir hana og
síðan slegið á strengi vinsamlegra samskipta
milli þjóðanna bæði fyrr og síðar. (Nótan er
birt í áðurnefndri hvítbók.)
Að lestrinum loknum ræddum við efni nót-
unnar nokkuð. Svo hafði viljað til, að kvöldið
áður en samtal okkar fór fram hafði Eden ver-
ið á fundi með útgerðarmönnum í Hull og þeg-
ar við svo vorum að ræða málið kom hann með
ýmsar rangfærslur sem fram höfðu komið í
blöðunum undanfarna mánuði og sem sendi-
ráðið hafði verið að reyna að leiðrétta. Það var
því greinilegt hvaðan blöðin og Eden höfðu
fengið þessar villandi og röngu upplýsingar.
Ein af þessum rangfærslum var t.d. sú að nýja
landhelgin gilti bara fyrir útlendinga en ekki
fyrir Islendinga og jafnvel sagði Eden eða
hálfgaf í skyn að það hefði verið þessum að-
gerðum íslendinga að kenna, að breskur tog-
ari hefði nýlega farist við Grænland þar sem 19
manna áhöfn drukknaði: það þurfti ekki að
fara í grafgötur með það hvaðan Eden hafði
þessar upplýsingar. Eg man að Eden tók
þannig til orða, að við hefðum með stækkun
landhelginnar hrakið hina bresku togara
„from the safe coasts of Iceland to the danger-
ous fishing grounds of Greenland“, út í nátt-
myrkrið og vetrarstormana að ógleymdum
hafisnum. Þetta sámaði mér mjög og ég sagði
að við teldum ekki að hægt væri að tala um
„the safe coasts of Iceland", öðru nær því þær
væru stórhættulegar og því miður yrðu sjós-
lysin æði mörg. Reglumar, sagði ég að giltu
jafnt fyrir íslensk fiskiskip og erlend og ís-
lenska stjórnin væri sannarlega ekki svo
ómannúðleg að hún færi vitandi vits að hrekja
íslensk eða erlend fiskiskip frá hinum hættu-
legu fiskimiðum við Island á ennþá hættulegri
mið við Grænland. Ég held að Eden hafi fund-
ið, að hér hafði hann gengið fulllangt því hann
dró töluvert í land eftir þetta.
Við Hans leiðréttum allt það sem fram kom
hjá Eden eftir því sem okkur þótti nauðsynlegt
og tók hann því með skilningi en mér fannst
hann lítið sem ekkert vita um landhelgina og
það sem hann „vissi“ um málið yfirleitt svo
sem um fisklandanir og þess háttar virtist
byggjast á hinum villandi og röngu skoðunum
bresku togaraeigendanna í Hull.
Að öðm leyti talaði hann um vinaleg sam-
skipti þjóða okkar sem yrði að varðveita en ég
sagði að þau gætu nú kólnað ef landanabann-
inu yrði ekki aflétt. Samtalinu lauk svo með því
að Foreign Office þyrfti að athuga málið betur
og gætum við svo talast við á ný.
Nokkur blaðaskrif urðu næstu daga út af
landhelgis- og landanamálinu og þurfti ég að
svara sumum vegna rangfærslna eða misskiln-
ings og þ.á m. jafntraustum blöðum og The
Times og Economist. Við höfðum ágæta blaða-
úrklippuþjónustu svo að fátt fór fram hjá okk-
ur af því sem á prenti birtist um Island.
Miðvikudaginn 29. október fékk ég skilaboð
frá Anthony Eden um að koma og tala við hann
og hitti ég hann þennan sama eftirmiðdag á
skrifstofu hans í breska þinginu. Eden sagðist
vera búinn að hugsa töluvert um vandamálið
viðvíkjandi fisklöndununum og að hann hefði
miklar áhyggjur út af því og sama sagði hann
að gilti um meðráðherra sína, en hann hefði
lagt málið fyrir stjómarfund daginn áður.
Engin endanleg niðurstaða hefði þó orðið um
það á þessum fundi. Eden kvaðst þó hafa viljað
ræða málið við mig og biðja mig um að flytja ís-
lensku ríkisstjóminni skilaboð frá sér sem
gætu miðað að vinunandi lausn deilunnar.
Eden sagði því næst, að sér væri um það kunn-
ugt, að tilætlunin væri af hálfu íslendinga að
láta skip landa í Grimsby til þess að bijóta á
bak aftur Iandanabann bresku togaraeigend-
anna og staðfesti ég að það hefði verið hafinn
undirbúningur að slíku. Þetta sagðist hann
halda að væri óviturlegt og að hann vildi eind-
regið ráðleggja okkur að gera það ekki að svo
stöddu þvi það mundi bara gera illt verra.
Gremjan af hálfu bresku togaraeigendanna
væri mjög mikil og ef á hana væri aukið með
þvi að senda skip til löndunar mundi slíkt
ábyggilega torvelda lausn deilunnar. Þetta
sagði hann að væri ekki eingöngu sitt álit held-
ur einnig skoðun fiskimálaráðherrans. Eden
minntist á, að í íslensku blöðunum hefði komið
fram það álit að eðlilegast væri að þjarma að
bresku togaraeigendunum (Eden sagðist ekki
muna nöfn blaðanna, en þeir hefðu fengið þýð-
inguna frá ameríska sendiráðinu í Reykjavík),
en hann áleit óviturlegt „to put pressure on the
trawler owners“ eins og hann orðaði það. Þeg-
ar ég spurði hann svo að því hvort breska
stjómin gæti ekki beitt áhrifum sínum gagn-
vart hinum bresku togaraeigendum svaraði
hann, að það væri álit meðráðherra sinna, að
stjómin gæti ekki „brought pressure upon
them“. Ég sagði að það mundi valda íslensku
stjóminni miklum vonbrigðum að frétta þetta,
en Eden svaraði því til að hann væri nú að
koma að tillögu sem hann vonaðist eftir að ís-
lenska stjómin gæti fallist á að athuga nánar,
þótt ekki væri það nema einn liður í viðleitn-
inni til þess að reyna að leysa málið. Raunar
sagði hann í sömu andránni þessi orð: „We are
anxious to bring the dispute to an end, but I
doubt how much progress can be made.“ Það
gætti því ekki of mikillar bjartsýni í orðum
hans. Eden sagði nú, að breska ríkisstjórnin
væri þess fýsandi að breskir togaraeigendur
hittu íslenska togaraeigendur að máli til þess
að ræða vandamálið um fisklandanir við þá og
hann bætti ennfremur við, að það væri skoðun
bresku stjórnarinnar, að slíkt væri mjög æski-
legt, þvi að það gæti mjög vel leitt til viðunandi
samkomulags „to work out a practical modus
vivendi" voru orðin sem hann viðhafði í þessu
sambandi. Hann bað mig alveg sérstaklega að
skila til íslensku stjórnarinnar frá þeirri
bresku, að hún setti sig ekki á móti þessari til-
lögu og sagði síðan: ,At least it can not do any
harm.“ Ég benti ráðherra á það, að fulltrúar
fyrir íslenska og breska útgerðarmenn hefðu
nýlega átt fund með sér í London og að ekkert
samkomulag hefði náðst þar heldur hefði svo
virst sem þeir væru algerlega á öndverðum
meiði og yrði því betur að takast til ef þeir ættu
að ræðast við á ný. Eden virtist ekki hafa hug-
mynd um að þessi fundur hefði verið haldinn
því hann spurði mig nánar um hann, þ.á m. um
hvenær hann hefði átt sér stað og gaf ég hon-
um þær upplýsingar sem hann bað um. Dags-
etning fundarins 2. október skrifaði hann hjá
sér og sagðist ætla að kynna sér þessi fundar-
höld nánar. Engu að síður tók hann fram, að
bæði hann, ríkisstjómin og bresku útgerðar-
mennimir álitu að það gæti verið gagnlegt, að
viðræður milli breskra og íslenskra togaraeig-
enda færu nú fram. Eden skýrði ekki nánar
hvernig hann hugsaði sér þessar viðræður, þ.e.
í hvaða formi. Að lokum sagði Eden, að hann
vildi óska þess að við gætum sannað það fyrir
Bretum að íslenskir togarar fengju ekki að
stunda veiðar í hinni nýju landhelgi. Ég varð
óneitanlega undrandi yfir að heyra þetta og lét
það í ljósi. Ég sagðist furða mig á því að heyra
hann segja þetta, því það mundi naumast hafa
hvarflað að íslendingum að fylgja öðrum
reglum um sín eigin skip. Að því er sannanir
snerti, sagði ég að þau lög og reglur, sem út
hefði verið gefið um málið næðu jafnt yfir ís-
lensk sem erlend skip og sagðist ég ekki sjá að
frekari sannana þyrfti við. Eden flýtti sér þá
að segja, að auðvitað vissi hann eins vel og ég
að íslensku skipin væru sömu reglum háð og
þau erlendu, en hitt væri staðreynd, að bresku
togaramennirnir væru fullir tortryggni í garð
Islendinga út af þessu og að mikið gæti áunnist
ef Islendingar gætu sannað þeim í einhverju
formi (þ.e. útgerðarmönnunum), að íslenskum
skipum yrðu ekki leyfðar botnvörpu- og
dragnótarveiðar innan landhelginnar. Ég
sagði að því miður hefði borið mikið á því, að
bresku blöðin hefðu skrifað þannig ranglega
um málið. Annars benti ég ráðherranum á, að
íslenska stjómin hefði einmitt fengið fyrir-
spurn frá bresku stjóminni um það á sínum
tíma, hvort bannið gegn botnvörpu- og drag-
nótaveiðum Islendinga mundi verða látið gilda
áfram óbreytt, og að því hefði verið svarað
þannig að engar ráðagerðir væra uppi um
breytingar í þeim efnum. Ég gætti þess að
haga orðum mínum þannig að í þeim fælist
ekki annað en að ekkert væri nú fyrirhugað
um slíkt þannig að ekki væri hægt að segja að
þetta ætti ekki við um alla framtíð, en þannig
hefði verið á málunum haldið af ráðuneytisins
hálfu þegar svarið hefði verið gefið. Eden var
nú vist farinn að sjá hversu ankannaleg þessi
krafa var í raun og vera, því hann sagði að lík-
lega væri besta lausnin sú að bresku togara-
eigendurnir sjálfir athuguðu hvernig umhorfs
væri á miðunum og samsinnti ég því. Áður en
við slitum samtalinu vék ég að því við Eden, að
hann hefði, er við töluðumst við hinn 11. októ-
ber, minnst á að hin vinsamlegu samskipti milli
þjóðanna yrði að varðveita. Eg sagðist sjá það
greinilega að töluverð gremja ríkti meðal
breskra togaramanna í garð íslendinga og að
ef ekki drægi til samkomulags í deilunni, væri
ég hræddur um að hið sama mundi fara að
gera vart við sig meðal íslendinga í garð
Breta. Þess vegna vonaðist ég eftir að breska
stjórnin héldi áfram að athuga málið allt
gaumgæfilega og að henni tækist að sveigja
það þannig að samkomulag næðist. Eden stað-
festi, að nauðsynlegt væri að vernda hin
vinsamlegu tengsl en hann mundi nú bíða eftir
undirtektum íslensku stjórnarinnar við þess-
um tillögum sínum og ítrekaði óskir sínar um
að íslenska stjórnin féllist á þær.
Eins og sjá má bar landhelgismálið sjálft
ekki á góma í þessu samtali. Eden minntist
ekki á það og ég taldi heldur ekki ástæðu til
þess að fara að ræða um það að fyrra bragði.
Hann virtist sjálfur eingöngu hafa áhuga á
fisklöndununum og tilgangurinn með samtal-
inu virtist mér vera sá að biðja mig fyrir fram-
angreind skilaboð sem tilraun til lausnar á
málinu í því skyni að reyna að forðast að til
frekari átaka þyrfti að koma. Ég gat ekki ann-
að fundið en að Anthony Eden hefði einlægan
vilja á að ná samkomulagi í deilunni með góðu
móti.
ÓMAR
SIGURÐSSON
ÍSLAND
Gott er að vita
áður en ég
var til,
varst þú til.
ísland með sínum
fossum, jöklum,
hrauni og fannbreiðum.
Minntu okkur á
aðláta þigífriði,
eða að minnsta kosti
bera virðingu fyrh’þér.
ísland rektu upp
öskur ogyfirgnæfðu
skvaldrið frá okkur.
Komdu okkur í skilning um
að það ert þú
sem talar eftir að
við erum öll farin.
ísland, taktu okkur
í faðm þinn
svo að við
megum hjúfra okkur
að brjósti þínu.
Breiddu síðan
fannbreiðuna yfír okkur
ogkveddu með kossi.
Höfundurinn er verzlunarstjóri í Reykjavík.
GUÐJÓN
SVEINSSON
MINNING
I NUTIÐ
Þegar vorsólin vanga þína
roðar
veröldin syngur um líf og ástir
boðar,
' þá göngum við út ígrænan
hvannamóinn
eða glaðbeitt um víkurnar við
sjóinn.
Og þar eigum við yndislegar
stundir
æskuþrótturinn hitar vorar
undir.
Síðan kyssumst við fast með
funahita
en forlög spinna án þess að
neinir vita.
... Langt ersíðan en ljúft það er
að muna
eg löngum glaður við minning-
ar vil una.
Einmitt nún’eru frjálsar ferðir
okkar fegurð himinsins elsk-
endurna lokkar.
Höfundurinn er rithöfundur og býr
á Breiðdalsvík
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 8. APRÍL 2000