Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 10
+ NÍRÆÐIR öldungar era í meðvitund manna sama sem örvasa gamalmenni, sem liggja í kör eða alt að því, og komin eru með ann- an fótinn út úr hinu dag- lega lífi samferðafólksins. En engin regla er án undantekningar. Jóhannes Nordal er ein þeirra. Hvort heldur sem maður sjer hann eða heyrir, þá er það ekkert í fari hans, sem minnir á níutíu ára aldur, nema hvað gigtin er farin að gera honum erfitt um gang. En sálarkraftamir era alla vega óbilaðir, svo yngri menn geta enn í dag öfundað hann af ljettlyndi hans og glaðværð og fjölþætt> um áhuga á málefnum nútíðar, fortíðar og fram- tíðar. Hann á níræðisafmæli á morgun. Fæddur 8. apríl 1850 að Kirkjubæ í Norðurái-dal í Húna- vatnssýslu. Að Kirkjubæ í Norðurárdal - Hvað getur þú sagt mjer markvert um þín æsku- og uppvaxtarár? sagði jeg við Jóhannes um daginn, er jeg heimsótti hann á Baldursgötu 33, en þar á hann heima hjá Sigurði prófessor syni sínum. - Við vorum 9 systkinin á Kirkjubæ, og jeg var sá fimti í röðinni, 7 ára, þegar faðir minn dó, Guð- mundur Ólafsson. Móðir mín bjó á Kirkjubæ með allan bamahópinn í 10 ár eftir það. Jörðin Kirkju- bær er í sjálfu sjer góð, ef hún væri ekki í þessu illviðrabæli, sem hún er. Og furðanlega búnaðist móður minni þar, þrátt fyrir fádæma gestagang. Þetta var eini bærinn, sem var gistandi á í dalnum í þá daga, en umferð mikil úr vestursveitum Skagafjarðar til Hólaness eða Skagastrandar, er þá var kaupstaður þessara sveita. Og eins gistu hjá okkur vermenn, man jeg, þegar þeir voru að fara til róðra eða koma að sunnan. Móðir mín Margrjet Jónsdóttir var ákaflega vel látin kona. Hún var gestrisin með afbrigðum, þó stundum hefði hún ekki mikið handa á milli. Hún kom tii okkar stundum og sagði, er gesti bar að garði: „Nú verðið þið að vera róleg, bömin mín, því jeg þarf að gefa piltunum, sem komnir eru, miðdagsmatinn ykkar.“ Við fengum svo einhvem samtíning á eftir. Hún vai- afbragðs yfirsetukona sveitarinnar, þó ekkert hefði hún lært til þess. Jón Jacobson sagði mjer, að hún muni hafa tek- ið á móti 300 börnum. En ekki veit jeg, hvaðan hann hefir haft það. Hún fleytti búinu áfram og kom bamahópnum sínum á legg, án þess að njóta annarar aðstoðar, en að hún fjekk svonefndan „amtmannsstyrk“ úr sjóði, sem til var til styrktar fátækum ekkjum í Vindhælishreppi. Fjallagrös og mjólk - Aldrei man jeg til þess, að við væram beinlín- is soltin. En eitt sinn var það í mánaðartíma, að við höfðum ekkert annað en mjólkina og fjalla- grös, mörk af mjólk á dag hvert okkar og hnaus þykkan grasagraut, sem ekkert var í nema grös- in. Móðir mín hafði í seli í svokallaðri Hvammshlíð í Norðurárdal. Hún átti um 100 ær, er faðir minn dó, og hjelst sá bústofn. Fyrstu vikurnar eftir fráfærumar var hún sjálf selráðskonan, við mjaltir og önnur störf. Hún fjekk fjórðung af smjöri á dag undan ánum, með- an þær mjólkuðu mest. Þama var afbragðs sauðl- and, fjöldi af uppsprettulækjum móti austri, en á rimunum milli lækjanna alt löðrandi í víði og töðu- gresi. Þama var jeg að skaklast við æmar, þegar jeg fjekk aldur til. Jeg var 17 ára þegar móðir mín brá búi, og við systkinin tvístraðumst. Þá rjeðst jeg í vinnum- ensku til Ólafs verts á Skagaströnd. Hann var þá nýgiftur og hafði vertshús í svonefndri Viðvík. - Hver var það, sem fermdi þig? - Það var sr. Ólafur Guðmundsson á Höskulds- stöðum. Hann var fyrirtaks maður. Hann var gleðimaður, en ekki sjerlega trúaður. Það var vín- ið og hestamir, sem eyðilögðu hann alt of snemma. Honum þótti vænt um hvorttveggja. Jeg man þegar hann vai- að reka stóð á fjall, þá reið hann tryltum eflings hesti og hafði hrossa- brest í hendinni. Hann dó með þeim hætti, að hann datt af baki, reið í hlaðið á bæ þar sem strengt var stag milli bæjar og skemmu og hann sópaðist aftur af hestinum, kom niður á herðamar og slasaðist til dauða. En viltu ekki annars fara að fá kaffi, frændi, jeg fer að verða þur í kverkunum, ef jeg á að tala svona lengi. - Kannske við fáum kaffið en þá helst bara moiakafíi. - Já, ekki held jeg að jeg fari að gera boð eftir þessu bakaríis sætabrauði. Nei, þá vil jeg heldur þorskhausinn, sem jeg borðaði í miðdagsmatinn. Jeg segi eins og Grímur sálugi Thomsen: Lifrað- ur þorskhaus er það besta sem jeg fæ, og borða hann frammi í eldhúsi, því þá get jeg jetið með guðsgöflunum. Útgerð í hafís Þegar jeg kom til Ólafs verts um ísavorið 1867, þá var aðkoman sú, að því nær ekkert var að jeta þar á Skagaströnd. Þá voru hafþök af ís. En Feðgarnir Sigurður Nordal prófessor t.v. og Jóhannes Nordal íshússtjóri ásamt sonum Sigurðar, Jóhannesi og Jóni. IHEIMSÓKN HJÁJÓI- ESI NORDALNIRÆi EFTIR VALTÝ STEFÁNSSON Jóhannes fór til Ameríku árið 1887, tók þar upp ættar- nafnið Nordal, vann við að byggja íshús og frysta fisk og hafði með sér verðmæta þekkingu þegar hann sneri heim að sjö órum liðnum. Hann stofnaði með öðrum ís- félagið og varð íshússtjóri í Nordalsíshúsi sem stóð við Kalkofnsveg. íviðtalinu segir hann fró kynnum við ýmsa þekkta menn og |: >ví sem ó d lagana ( dreif skömmu síðar kom þangað karl nokkur frá Sauðá, kjaftfor og fjöragur. Ekki man jeg hvað hann hjet. Hann gekk upp í Höfðann og sá þaðan að vakir vora í ísinn og stakk upp á því, að menn reyndu að róa. Hann fjekk sjer kænu og reri út í ísinn og kom í vitlausan fisk. Það urðu fagnaðar- fundir, er hann kom með aflann í land. Nú keypti Ólafur sjer hálffúna bátkænu. Ar- amar smíðaði hann sjálfur. Þær brotnuðu þær íyrstu, því hann hafði ekki hirt um hvar kvistirnir vora. Brotin fóru í sjóinn. Það var auma útgerðin. Og seglalaus báturinn. En við fiskuðum í soðið á handfæri og átum fisk í alla mata þangað til sigl- ingin kom. Það var viðkvæðið hjá Ólafi, að við skyldum hafa það gott þegar skipin kæmu. Það var í elleftu eða tólftu viku sumars. Þá fór að lifna yfir vertshúsinu hjá Ólafi. Áðm' höfðu þar ekki verið önnur viðskifti en að menn komu endram og eins og keyptu eitt, tvö staup af brennivíni. Þetta var ekki mikill staður fyrir hótel. Ólafur gat hýst 3-4 menn og það kom sjer vel fyrir hann á meðan kauptíðin stóð yfir. Síld ekki mannamatur Þegar ísinn fór, var allur flóinn fullur af síld, svo langt sem augað eygði og alla leið inn að Þing- eyrarsandi og vestur að Vatnsnesi. Það vora meiri ódæmin. Við voram að skaka þama á kæn- unni. Þá vora engin ráð fundin þar í sveit til að veiða síld. Þetta var ekki talinn mannamatur. Jeg man eftir því, að það var komið fram undir aldamót og jeg kominn heim frá Ameríku, að jeg hitti mann af Suðumesjum, sem fór að segja mjer frá því, hve afskapleg eymd og harðindi væra suður með sjó. Hann sagði að hann hefði heyrt, að hungrið væri farið að sverfa svo að mönnum, að þeir væra famir að leggja sjer síldina til munns. Það þóttu honum hörmuleg tíðindi. Ólafur var altaf með rif- fíl í kænunni með sjer, til að skjóta kópa, ef við kæmumst í færi. Hann reyndi hvað eftir annað að skjóta síldina. Hann skaut í torfumar á fárra faðma færi. Síldin stökk þetta 14 tommu upp úr sjónum. En þegar við komum þangað, sem síldin hafði verið, sáum við aldrei bröndu. Eitt sinn fjekk jeg ákaflega þungan drátt á færið, svo jeg ætlaði ekki að ráða við hann. Ólafur varð glaður og hjelt, að þarna myndi vera gríðar- stór skata, eða eitthvað þessháttar. Hann kom með ífæra til þess að hjálpa mjer til að innbyrða. En þetta var þá ekki annað en golþorskur. Hann vóg 48 pund slægður. Hann hafði fengið öngulinn í bakið og þannig dró jeg hann. En þegar upp í bátinn kom gubbaði hann upp úr sjer þrem síld- um. Við notuðum síldamar í beitu og drekkhlóð- um bátinn á skammri stund. Heyrðu góði, eigum við ekki að fá okkur einn gráan? Jeg á hjema löjten-ákavíti, sem kunningi minn gaf mjer, segir Nordal. Mikið rjett, hann hafði þar nærtæka flöskuna og staup eitt með. En þegar að hann ætlaði að standa á fætur til að sækja annað, sagði jeg við hann, að það skyldi hann ekki gera, því vitanlega drykkjum við úr sama staupinu báðir. - Þú drekkur þá fyrst, og svo kippi jeg þjer upp úr, eins og sagt var í sveitinni, sagði hann. Og svo var það. Gluggarnir á gólfinu Þegar skipin komu um sumarið fjekk Ólafur vert öltunnu eina eða fleiri. Við fórum síðan að tappa ölið á flöskur einn dag. En ölið var ekki al- veg búið, þegar við vorum orðnir uppiskroppa með flöskur. Og þá sagði Ólafur: „Nú skulum við drekka það sem eftir er.“ Og það gerðum við. Jeg man eftfr því. Það var í fyrsta skifti, sem jeg fann á mjer. Og það hefir víst verið að marki. Því þegar jeg kom upp í svefnherbergið mitt um kvöldið, vissi jeg ekki hvemig í því lá, að mjer sýndust gluggamir vera á gólfinu. Morguninn eftir sagði jeg Ólafi, hvað fyrir mig hafði borið. „Svona fullur varð jeg ekki,“ sagði hann. Næsta vor var líka ísavor. Og við á sömu kæn- unni við róðra. Alt af skinnklæðalausir og renn- blautir upp í klof. Mikið andskotans slark var það. ístaka á Reykjavíkurtjörn um 1910. ísinn var höj Tveir menn stóóu á ísbrúninni og drógu jakana upi Nærri druknaður Einu sinni var Ólafur næri'i draknaður. Við voram sem oftar innan um ís. Ólafur segir við mig. „Nú fer jeg upp á þenna jaka og dreg þaðan, en þú verður í bátnum." Hann fór svo á jakann. En hvað heldurðu að jakinn geri? Hann sprakk sundur - og Ólafur í sjóinn. Þegar jeg sje þetta ræ jeg hvað jeg gat sem næst Ólafi og seilist til hans með árinni. Jeg dreg hann að bátnum. En þegar hann ætlar að brölta upp í bátinn, er hann nærri búinn að hvolfa honum. Hann var svo þungur, rennblautur úr sjónum, og þó jeg, þessi ketlingur sem jeg var, færi út í hitt borðið, ætlaði það ekki að duga. En hann komst upp í. Og síðan fórum við að hífa okkur til lands. Ekki man jeg, að við segð- um nokkuð frá þessum atburði, er í land kom. Seinni sumurinn mín á Skagaströnd vorum við famir að veiða síld í beitu. Ólafur bjó til netabút. Jeg man eftir því, að hann var fyrst að reyna að búa til net úr tvinna og hafði það aftan í bátnum. Þá lögðum við línu. Og þá fjekk jeg að hafa „spotta" fyrir mig, og eiga fiskinn sjálfur, sem á hann veiddist. Jeg beitti skelfiski, sem jeg tíndi í íjöranni. Jeg man eftir hvað Ólafur var hissa, þeg- ar hjá mjer var fiskur á hverju járni. „Ekki spyrja að því, altaf ert þú jafn fiskinn," sagði hann. Skagastrandarvera mín byijaði sem sje með því, að þar var sultur svo mikill, að sá á fólki, og jeg bragðaði ekki annað en fiskinn, sem við Ólafur drógum á handfæri. En áður en jeg fór þaðan drakk jeg mig í fyrsta sinni hálffullan í kampavíni. Og það vildi svona til: Veðjuðu kampavínsflösku Þeir Ólafur og Berndsen kaupmaður veðjuðu um það kampavínsflösku, hvor okkai- drægi meiri fisk, jeg eða vinnumaður hjá Berndsen, er Sveinn hjet. Ólafur kom svo til mín og bað mig að fara í einn róður með Sveini, en mintist ekkert á veð- 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.