Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 20
0 Sýningin listamenn 4.
áratugarins, sem opnuð
verður í Listasafni íslands
k í dag, er sýninq á verkum
-------------------------
í eigu safnsins eftir
Snorra Arinbiarnar, Jó-
hann Briem og Jón Engil-
berts. ÓLAFUR KVARAN
fjallar hér um sýninguna.
IÍSLENSKRI listasögu eru Snorri Arin-
bjamar, Jóhann Briem og Jón Engil-
berts, ásamt Gunnlaugi Scheving og
Þorvaldi Skúlasyni fulltrúar þess
expressjónisma sem var ríkjandi í
evrópskri myndlist á milli-
stríðsárunum. Hin expressjóníska
listsýn setur í brennidepil hugtök eins
og tjáningu listamannsins, hlutdeild áhorfand-
ans í endursköpun verksins og yfirleitt tengsl-
in á milli listamannsins, verksins og áhorfand-
ans.
Þegar fjallað er um upphaf expressjónis-
mans - sem á sér rætur um aldamótin í list Van
Goghs, Pauls Gauguins og Edvards Munchs -
er mikilvægt að greina á milli franska og þýska
expressjónismans þar sem það varpar nokkru
^ ljósi á listsögulega stöðu íslensku Iistamann-
anna á fjórða áratugnum. Helsti vettvangur
þýska expressjónismans var listamannahópur-
inn Die Briicke - Kirchner, Karl Schmidt-
Rottluff, Max Pechstein - sem á fyrsta og öðr-
um áratugnum í Dresden þróuðu myndmál,
sem almennt einkenndist af notkun frumlit-
anna, en sneiddu hjá formmótun með ljós og
skugga. Pensilskriftin er greinileg og áþreifan-
leg jafnframt því sem myndefnið er afmarkað
með breiðri útlínuteikningu. Litróf hreinna,
andstæðra litaflata er einnig megineinkenni
franska expressjónismans eins og hann birtist
í verkum Henris Matisses á fyrsta og öðrum
áratug aldarinnar, e'n formgerðin einkennist
samtímis af rökvísi og ber í heild svipmót sam-
ræmdrar, klassískrar myndgerðar. Matisse
leggur t.d. áherslu á þá hugmynd að tjáning
(l’expression) felist í heildarskipulagi forma og
lita á myndfletinum, en ekki í þeirri tilfinningu,
sem er sýnileg í svipbrigðum eða látbragði, og
að listamaðurinn tjái tilfinningar sínar í sam-
ræmingu þeirrar merkingar, sem litur og form
bera.
Ólík viðhorf
Á fjórða áratugnum má greina glögg skil
milli tveggja ólíkra viðhorfa í íslenskri mynd-
list. Annars vegar er það landslagsmálverkið,
sem þá lifír mikið blómaskeið með þá Ásgrím
Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval,
og hins vegar sú kynslóð ungra listamanna,
m.a. Jón Engilberts, Snorri Arinbjamar og Jó-
hann Briem, sem komu fram eftir 1930. í verk-
um þessara ungu listamanna komu fram rót-
tæk viðhorf, jafnt í vali á myndefni og túlkun.
Ný myndefni eins og maðurinn við vinnu sína,
götumyndir og nánasta umhverfi listamanns-
ins verður meginviðfangsefnið. Formgerð í
verkum þessara listamanna er um margt frá-
brugðin innbyrðis og áherslur eru ólíkar. Samt
sem áður er hægt að lýsa skilningi þeirra sem
expressjónískum í almennri merkingu hvað
varðar viðleitni til huglægrar túlkunar sem
felst m.a. í einföldun og samþjöppun myndefn-
isins. Jón Engilberts og Snorri eiga það sam-
eiginlegt að hafa notið kennslu norska mál-
arans Axels Revolds. Hjá honum kynntust þeir
hinum norska expressjónisma sem annars veg-
ar átti rætur að rekja til tilfinningalegs expres-
+ sjónisma Edvards Munchs og hins vegar, hins
formræna og munúðarfulla franska expres-
sjónisma. Sem dæmi um þá fótfestu, er
expressjónisminn náði í Noregi má nefna, að á
alþjóðlegu listasýningunni í Köln 1912, sem
var fyrsta stóra yfirlitssýningin á expressjón-
isma í evrópskri myndlist, voni norskir mynd-
listarmenn einir þátttakenda frá Norðurlönd-
um. Jóhann Briem komst aftur á móti í kynni
við hinn þýska expressjónisma á námsárunum
í Þýskalandi. Það má segja að á fjórða ára-
tugnum hafi íslenskir listamenn farið að líta
sér nær, skoða sitt nánasta umhverfi og gæða
það andlegu inntaki eftir að fjöllin blá í fjarska
höfðu verið áberandi viðfangsefni frumherj-
anna í þrjá áratugi.
Snorri Arinbjarnar
Snorri Arinbjamar (1901-58) stundaði
myndlistamám í Ósló og Kaupmannahöfn í lok
þriðja áratugarins.
Jón Engilberts: Kvöld í sjávarþorpi, 1937.
Snorri Arinbjarnar: Skip á Skagaströnd, 1949.
/
Hlí>l EXPRESSJON-
ISKA LISTSYN
Jóhann Briem: Mislitar kýr, 1966.
Hann stundaði
teikninám í Reykjavík
hjá Stefáni Eiríkssyni
og Guðmundi Thor-
steinssyni. Hann var í
einkaskóla Viggós
Brandts í Kaup-
mannahöfn 1923-24.
Á árunum 1927-29 og
1930-31 stundaði
hann nám við Statens
Kunstakademi í Ósló
og var aðalkennari
hans þar Axel Revold.
Hann tók þátt í fyrstu
Septembersýningunni
árið 1947. Snorri hef-
ur um margt sérstöðu
meðal þessara lista-
manna á fjórða ára-
tugnum. Það em öðm
fremur ýmsar hliðar
þorpsins eða bæjar-
ins, auð gatan, að
húsabaki eða frá
bryggjunni, sem er
viðfangsefni hans.
Snorri verður öðm fremur túlkandi ytra um-
hverfis manneskjunnar og þess þrúgandi and-
rúmslofts sem hvílir yfir öllu mannlífinu í
skugga efnahagskreppu og harðra þjóðfélags-
átaka. Það er í raun þunglyndislegur og oft ein-
manalegur andblær sem er inntakið með
áherslu á athafna- og umkomuleysi þessa ára-
tugar. Snorri túlkar ekki þetta viðfangsefni með
því að bregða upp stéttarlegum átökum, kröfu-
göngum eða örvæntingu einstaklingsins, heldur
með hinu hversdagslega og fábreytta umhverfi
sem hann miðlar með ráðandi blæbrigðum
dökkra og þungra litatóna. Þegar birtir til í
þjóðfélaginu í byijun fimmta áratugarins, þegar
efnahagskreppunni lýkur birtir einnig til á lita-
spjaldi Snorra og markar það upphafið að
gróskumiklu tímabili í list hans. Þessi breyting á
hlutverki og merkingu litarins kom fram á
einkasýningu hans í Reykjavík 1945 og á sýn-
ingum Septemberhópsins 1947 og 1948. Nú
verða litimir bjartir í ríkum andstæðum, skipin
verða sítrónugui og ijöliin fjólublá. Ný myndefni
verða honum jafnframt hugleildn, myndefni
sem eru í senn einkalegri og meira abstrakt.
Viðfangseftii eins og uppstillingar og böm að
leik era honum m.a. hugstæð þar sem harka
birtunnar umlykur myndefnið og sem hann
túlkar með sterkum og eldfimum litum, rautt
eða fjólublátt á móti grænu og gulu. Þótt þessi
breyting verði á litaskilningi Snoma er hann enn
túlkandi hinnar sikviku og rökréttu birtu sem
fellur á myndefnið. Þar skiptast á heitir og kald-
ir litir, ljós og skuggi, en samt er skugginn ávallt
jafn lifandi og Ijósið. Hann þrengir jafnframt
sjónarhomið að myndefninu og litafletimir era
stærri og heilli og vel má sjá þá viðleitni að
sætta myndrýmið og flötinn. Þegar hann snýr
sér síðan aftur að húsaþyrpingum sem viðfangs-
efni um 1950 þá dreifist sterk birtan jafnt og
samfellt yfir allan myndflötinn. Húsagaflamir
era ekki lengur hluti af götumynd með þrúgandi
andblæ heldur era þeir fyrst og fremst litrænir
stuðlar án frekari skírskotunar.
Jón Engilberts
Jón Engilberts (1908-1972) var nemandi í
einkaskóla Guðmundar Thorsteinssonar í
Reykjavik 1921-22 og við Samvinnuskólann
1925-26. Hann stundaði teikninám við Teknisk
Skole í Kaupmannahöfn á árinu 1927 og við
Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928-31, og
vora aðalkennarar hans Ejnar Nielsin og Aks-
el Jörgensen. Á áranum 1931-33 stundaði
hann nám við Listaháskólann í Ósló og var að-
alkennari hans þar Axel Revold. Að loknu
námi í Ósló efndi Jón tii sýningar á verkum sín-
um í Reykjavík 1933 og 1934. Sýningin 1933
bar yfirskriftina „Ur daglega lífinu“, og báru
verkin heiti eins og Verkfallsverðir í Vest-
mannaeyjum, Öreigar og Kröfuganga, en
myndefnin skírskota til þeirra hörðu stétta-
átaka sem áttu sér stað í kjölfar efnhags-
kreppu og atvinnuleysis þessara ára. Næstu
sex ár var Jón búsettur í Kaupmannahöfn og
árið 1936 var honum boðin þátttaka í sýningar-
hópnum Kammerateme sem hann sýndi með
um langt árabil. Um miðjan fjórða áratuginn
einkennist list Jóns af notkun andstæðra lita,
myndefnið er einfaldað; fólk og hlutir era
dregin upp með þykkum og afmarkandi út-
línum, sem skerpa og undirstrika formrænar
merkingar. Expressjónísk litanotkun kemur
skýrt fram eins og í verkinu Madam sem er
byggt upp af litaandstæðunum: bláu, gulu,
rauðu og grænu. Manneskjan, sem er eitt höf-
uðviðfangsefni Jóns á fjórða áratugnum, er
eins og hún birtist í verkum hans, fremur al-
menns eðlis en hún hafi einstaklingsbundin
einkenni, en þessi þróun frá hinu sértæka til
hins almenna hafði þegar hafist með franska
expressjónismanum. í litrænni byggingu verk-
anna hefur mannveran ekki tilfinningalegt eða
sálrænt gildi, heldur fyrst og fremst þann sam-
hijóm, sem verður til í innbyrðis sambandi lit-
anna. Á þessum áratug 1930-40 var Jón af-
kastamikill við gerð grafíkverka, og í íslenskri
listasögu má hiklaust teija hann til brautryðj-
enda á því sviði. Jón fluttist til Islands árið
1940 og um það leyti má greina ákveðnar
breytingar í list hans. í verkinu Fólk í lands-
lagi er það ekki lengur fyrst og fremst áhersla
á heila og afgerandi litafleti, sem einkennir
litameðferðina, heldur beinist nú athyglin
einnig að möguleikum efnisins. Þar sem áður
stóðu andstæðir litafletir, blandar hann nú lit-
inn, hleður á léreftið og bindur myndefnið
saman með litastreymi sem rennur í gegnum
fólkið og landslagið. Hér eru það andlitslausar
manneskjur sem samsamast landslaginu. Lit-
ur landsins er litur fólksins, aðeins útlínur skil-
greina stöðu þess í myndrýminu. I byrjun
sjöunda áratugarins verða þau straumhvörf í
list Jóns að ekki er lengur að finna í verkum
hans ákveðna myndefnislega forsendu og hann
gefur sig eingöngu að óhlutlægri tjáningu. Þau
verk sem Jón gerir um miðjan sjöunda ára-
tuginn má almennt kenna við abstrakt
expressjónisma. Hin óhlutlæga list Jóns bygg-
ist umfram allt á litnum og sambandi hans við
efnið, er hann hleður á léreftið. Verkið Island
no 5 frá 1964 byggist á sterkri burðargrind
sem stöðugt er ögrað af litaflæði og efnisáferð.-
Grindin, svörtu línumar, er þanin til hins ýtr-
asta og virðist gliðna undan spennunni. Pensil-
strokan er merkjanleg, og gefur hún til kynna
hreyfistefnu innan myndarinnar, sem er hring-
hverf. En á sama tíma og myndbyggingin
stefnir að upplausn og ringulreið er litunum
raðað með ákveðið jafnvægi í huga. Það er
svörun milli lita og myndfletinum er skipt í
ákveðin litasvæði sem hefur það í för með sér
að hreyfingunni og spennunni er haldið niðri.
Jóhann Briem
Jóhann Briem (1907-1991) varð stúdent árið
1927 og stundaði hann myndlistarnám jafn-
hliða menntaskólanámi hjá Jóni Jónssyni og
næstu tvö árin hjá Ríkarði Jónssyni og Eyjólfi
Eyfells 1927-29. Eftir það hélt hann utan til
Dresden í Þýskalandi til frekara myndlistar-
náms. Hann stundað nám við einkaskóla Si-
monson-Castelli á árunum 1929-31 síðan í Rík-
islistaskólanum í Dresden 1931-34.
Hann hélt sína fyrstu málverkasýningu í
Reykjavík árið 1934. Verkin á þeirri sýningu
voru öðra fremur undir áhrifum frá Cézanne
hvað varðar litræna uppbyggingu verkanna.
Um miðjan fimmta áratuginn bera verk Jó-
hanns sterkan svip expressjónisma hvað varð-
ar notkun andstæðra lita og hann sækir mynd-
efni sín jafnt í þjóðsögur og ævintýri og sitt
nánasta umhverfi eins og Gulur riddari og blá
jómfrú er dæmi um. Hann lýsti afstöðu sinni til
þjóðsögunnar á þá lund að frásögnin skipti
engu máli en að það sem tali til hans í þessum
frásögnum er að hann hafi frjálsari hendur
með form og liti en annars. Um miðjan sjötta
áratuginn koma fram í verkum Jóhanns nýjar
áherslur varðandi liti, birtu og áferð jafnframt
því sem yrkisefnin úr sveitalífmu í list hans.
Þetta á sér m.a. þá skýringu að hann fékk að-
stöðu til að mála á sumrin 1 Ásaskóla, sem er í
næsta nágrenni við Stóra-Núp, æskuheimili
Jóhanns. Stíll Jóhanns þróaðist á næstu áram
myndfrásögnin er einföld þær fela ekki í sér
lýsingu á ákveðnu landslagi heldur era nýr lit-
rænn veraleiki sprottinn af áhrifum frá náttúr-
unni. Samsetningar hans á myndfletinum er
oft óvæntar og djarfar. Svört fjöll og Liggjandi
kálfur era dæmigerð fyrir slíka spennu mili
flatarins og staðsetningu formanna. Hin ein-
falda frásögn verkanna og hin litræna og for-
mræna framsetning leiðir jafnframt hugann að
samrana manns og náttúru og einingu alls í til-
veranni.
Sýningunni lýkur 14. maí.
Höfundur er forstöðumaður Listasafns (slands.
^20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000