Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 2
ERLING HUÓÐRITAR ERJUR ERLING Blöndal Bengtsson hefur undan- farna daga tekið upp með Kammersveit Reykjavikur seilókonsertinn Erjur eftir Atla Heimi Sveinsson í Víðistaðakirkju. Konsert- inn skrifaði Atli fyrir Erling og var hann frumfluttur á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í janúar á siðasta ári. Stjómandi var Guðmundur Óli Gunnarsson. Kammersveitin heldur tónieika á Listahá- tíð 5. júni, á Euromusicale tónlistarhátíðinni í Miinchen 15. júlí og á EXPO í Hannover 30. ágúst. Á öllum þessum tónleikum leikur Kammersveitin eingöngu islensk verk og mun jafnframt taka flest þeirra upp, en það er iiður i miklu átaki Kammersveitarinnar um upptökur og útgáfu á ijölda diska með ís- lenskum verkum á næstu þremur ámm og verður geisladiskur með þremur verkum Atla Hcimis fyrstur í þeirri röð. Verkin era MorgunblaSiS/Kristinn Eriing Blöndal Bengtsson við upptökur á verki Atla Heimis Sveinssonar, Erjur, ásamt Kammersveit Reykjavíkur í Víðistaðakirkju. sellókonsertinn Eijur, píanókonsertinn Guðmundsdóttur, píanóleikara og kammer- Concerto serpentiada með Onnu Guðnýju verkið Á gleðistundu . Fiðluleikaranum Judith Ingólfsson hrósað í New YorkTimes „Kraftmiklir flugeldar og syngjandi tónar" New York. Morgunblaðið MorgunblaSiS/Sverrir Judith Ingólfsson fiðluleikari á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands i fyrra. JUDITH Ingólfsson hélt í síðasta mánuði tón- leika í Camegie Hall í New York. Farið er mjög lofsamlegum orðum um frammistöðu hennar í gagnrýni í The New York Times. „Ungfrú Ing- ólfsson framkallaði tóna sem í senn voru ákveðnir, glæsilega mótaðir og fylgdu vel eftir blæbrigðum verkanna sem flutt voru,“ segir í dómi tónlistargagnrýnanda NYT, Allan Kozinns. Einleikstónleikamir í Camegie Hall voru hluti viðurkenningar Judithar fyrir sigur í fiðlusamkeppninni í Indianapolis. Auk þess hlaut hún styrk sem nam 30.000 dollurum og not á Stradivarius-fíðlu frá árinu 1683 sem áður var í eigu Josefs Gingolds. Meðleikari á píanó var Ronald Sat. Tónleik- amir hófust á verkinu Hausttónar (Autumn Music) eftir Ned Rorem, sem var eitt keppnis- verkanna frá Indianapolis. Tæknilega krefj- andi verk sem gagnrýnandinn segir reyna á samhæfni eyma og hjarta þess sem flytur. „I þessum snilldarlegu tónskrifum má greina tregablandna togstreitu sem ungfrú Ingólfsson og herra Sat kölluðu fram með áhrifamiklum hætti.“ I Sónötu nr.2 eftir Bloch (Poéme Mystique) lék Judith „sína hlýlegustu tóna“ segir í gagn- rýninni. „Var flutningur hennar sem ferðalag til tilfinningaríks kjama verksins.“ Hrósar hann henni jafnframt fyrir flutning á sónötum eftir Brahms og Bach og fyrir lokaverk tónleik- anna Fantaisie Brilliante eftir Wieniawski, sem hann segir „margbrotinn sýningargrip þar sem flytjandanum er bæði boðið upp á kraftmikla flugelda og syngjandi tóna, hvora tveggja svið þar sem ungfrú Ingólfsson hafði þegar sannað vald sitt á þegar hér var komið sögu.“ Judith leikur einleik á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands í Camegie Hall næsta haust. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur á tónleikum í Langholtskirkju Ástargaldur og konsert eftir Brahms SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands leikur á tónleikum í Langholtskirkju á sunnu- dag og hefjast þeir kl. 17. Lýkur þar með 7. starfsári hlómsveitarinnar en sjaldgæft er að svo fjölmennir tónlistarviðburðir séu fluttir af landsbyggðinni til Reykjavíkur. Efnisskráin er sú sama og flutt var á tónleik- um á Akureyri í apríl. Fyrra verkið sem hljóm- sveitin flytur er svítan E1 Amor bmjo, Ástar- galdur eftir Manuel de Falla en síðara verkið er píanókonsert nr. 2 í B-dúr op. 83 eftir Johannes Brahms. Helga Bryndís Magnúsdóttir er einleikari á tónleikunum. Stjómandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Tónleikarnir er liður í dagskrá menningar- borgarinnar. Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari ieikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Ásmundarsafn: Maður um mann, Til 14. maí. Verk í eigu safnsins. Byggðasafn Árnesinga, Húsinu Eyr- arbakka: Kirkjugripir og kirkjustaðir í Árnesþingi. Til 4. júlí. Byggðasafn Ilafnarfjarðar: Vax- myndir. Til 30. sep. Gallerí Foid: Þorsteinn Helgason. Til 14. maí. Gallerí One o One: Kristinn Már Ingvarsson. Til 22. maí. Gallerí Reykjavík: Helga Jóhannes- dóttir. Til 21. maí. Gailerí Sævars Karls: Guðrún Einars- dóttir. Til 18. maí. Gerðarsafn: Ragnheiður Jóndóttir, Arngunnur Ýr Gylfadóttir, Hafdís Ólafsdóttir. Til 21. maí. Hafnarborg: E. L. Lutzen, E. Stans- field og M. Hooykaas. Til 29. maí. Hailgrimskirkja: Sigurður Örlygsson. Til 1. júní. i8: Gjörningaklúbburinn. Til 28. maí. Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhann- es S. Kjarval. Myndir úr Kjarvals- safni. Dale Chihuly. Til 18. maí. Listasafn ASÍ: Guðjón Ketilsson og Gretar Reynisson. Til 14. maí. Listasafn Einars Jónssonar: Opið lau. og sunnud. kl. 14-17. Höggmynda- garðurinn opinn alla daga. Listasafn ísiands: Birgir Andrésson. Listamenn 4. áratugarins. Til 14. maí. Lífið við sjóinn. Til 25. júní. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listasalurinn Man, Skólavörðustíg: Rúna Gísladóttir. Til 14. maí. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Daní- el Hjörtur. Til 27. maí. Mokkakaffi: Kristinn Pálmason. Til 10. júní. Nor. húsið: Terror 2000. Til 14. maí. Nýiistasafnið: Níu finnskir listamenn. Til 14. maí. Safnahús Borgarfjarðar: Jóhanna Sveinsdóttir. Til 31. maí. Safnahús Reykjavíkur: Ungt fólk í Reykjavík á 20. öld. Til 15. maí. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning opin þriðjudaga-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Áskirkja: Reykjalundark. Kl. 16. Grensáskirkja: Landsvirkjunarkór- inn. Kl. 16. Neskirkja: Hlöðver Sigurðsson tenór, Páll B. Szabó fagott/píanó. Antonía Hevesi orgel/píanó. Kl. 16. Seljakirkja: Kór Átthagafélags Strandamanna. Kl. 17. Ýmir við Skógarhiíð: Karlakór Reykjavíkur. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanó. Kl. 20. Sunnudagur Islenska óperan: Sólrún Bragadóttir og Einar Steen-Nokleberg. Kl. 20.30. Mánudagur Fríkirkjan, Reykjavík: Kór Fríkirkj- unnar. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Olga Björk Ólafsdóttir fiðluleikari og Paulo Stein- berg píanóleikari. Kl. 20:30. Bústaðakirkja: Claudio Rizzi orgel- leikari, Ólína Gyða Ómarr, sópran. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðlcikhúsið: Landkrabbinn, fim. 18., fös. 19. maí. Umf. Efiing: Síldin kemur, lau. 13. maí. Glanni glæpur, sun. 14. maí. Draumur á Jónsmessu- nótt, mið. 17. maí Abel Snorko, þrið. 16. maí. Hægan, Elektra, sun. 14., fös. 19. maí. Borgarleikhúsið: Kysstu mig Kata, l_au. 13., sun. 14., fim. 18., fös. 19. maí. fslenska óperan: Hinn fullkomni jafn- ingi, lau. 13., mið. 17., fim. 18. maí. Iðnó: Sjeikspír, lau. 13., fim. 18., fös. 19. maí. Stjörnur á morgunhimni, sun. 14. maí. Leikir, lau. 13., þrið. 16. maí. Loftkastalinn: Jón Gnarr, fös. 19. maí. Hafnarfjarðarleikhúsið: Júlíus, sun. 14. maí. Möguieikhúsið: New Pcr- spectives Theatre sýnir Sjálfstætt fólk, fim., 18, fös. 19. maí. LA: Tobacco Road, lau. 13., fös. 19. maí. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 13. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.