Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 14
ÞJÓÐ LAGAHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI 18.-23. JÚLÍ 2000 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði sumarið 2000 er f/rsta hátíð sinnar tegundar hér á landi. Á henni gefst ein- stakt tækifæri til þess að kynnast íslenskum tónlistar- arfi á námskeiðum og fyrirlestrum ætluðum almenn- ingi. Auk þess verða tónleikar og opin dagskrá þar sem áhugahópar koma fram. Ása Ketilsdóttir hefur sungið barnagælur og þulur fyrir Stofnun Árna Magnússonar. Fjölbreytileg námskeið Á Stofnun Árna Magnússonar er til mikið af óútgefnum barnagælum og þulum sem Ása Ketilsdóttir frá Laugalandi við ísafjarðardjúp söng inn á band. Rósa Þorsteinsdóttir þjóð- fræðingur og Sigríður Pálmadóttir tón- menntakennari munu kynna þetta efni á sér- stöku námskeiði, sem og húsganga og vögguvísur fyrir börn. Ása Ketilsdóttir verð- ur þeim til halds og trausts. Kolfinna Sigurvinsdóttir verður með nám- skeið í íslenskum þjóðdönsum. Dansað verður við gömul danskvæði og farið í vikivakaleiki. Smári Ólason rekur sögu sálmasöngs á ís- landi í munnlegri geymd. Þar verður því lýst hvernig einstakir sálmar breyttust í meðför- um almennings frá því á 15. öld og fram á okkar daga. Loks mun Hans Jóhannsson fiðlusmíðameistari kenna smíði langspils á fjögurra daga námskeiði. (Námskeið í lang- spilssmíði tekur eitt námskeiða fjóra daga.) Skráning á námskeiðin stendur yfir til 31. maí. Þau eru haldin í samvinnu við Símenn- tunarstofnun KHÍ en eru engu að síður ætluð öllum almenningi. Fyrirlestrar Aila daga þjóðlagahátíðarinnar verður boð- Diddi fiðia leikur á tvístrengja fiölu. Á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði gefst þátttakend- um tækifæri á að efla þekkingu sína á þjóð- legri tónlist með námskeiðum af ýmsum toga. Hægt verður að sækja tvö tveggja daga nám- skeið. David Serkoak frá Norður-Kanada kynnir grundvallaratriði trommudans inúíta, bæði af myndböndum og með virkri þátttöku nemenda, og félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni kenna undirstöðu rímnakveðskapar, en hann var stundaður hér af miklum krafti í sjö hundruð ár. ið upp á fjölbreytta íyrirlestra. Hver dagur helgast af ákveðnu viðfangsefni. Á fyrsta degi verður kastljósinu beint að rímnakveðskap. Þar munu Guðmundur Andri Thorsson, bók- menntafræðingur og rithöfundur, Njáll Sig- urðsson tónfræðingur og Svend Nielsen, þjóðfræðingur frá Danmörku, fjalla um rímur sem bókmenntagrein og kveðskaparlist. Á öðrum degi verður fjallað um hljóðfæraleik fyrr á öldum og hvernig hljóðfæralist íslend- Höfundur myndar: Örlygur Kristfinnsson Myndin sýnir Maödömuhús á Sigiufirði eins og það mun hafa litið út árið 1884. Þaö er elsta hús Siglufjarðar og hið merkilegasta í sögulegu tilliti. Nú er það nefnt Hafliðahús. í þessu húsi vann sr. Bjami Þorsteinsson að þjóðlagasafni sínu fyrstu árin sem hann stundaði þar prestsskap (1888-1898) og bjargaði þannig mörgum þjóðlögum frá glötun. Félag um Þjóölagasetur sr. Bjama Þorsteinssonar hefur í hyggju að festa kaup á Maðdömuhúsinu til þess að koma þar á fót safni ogfræðasetri á sviði þjóðlagatónlistar. EFTIR GUNNSTEIN ÓLAFSSON Siglufjörður á 7. áratugnum. Ljósmynd/Werner Schutzbach www.siglo.is/festival FÉLAG um þjóðlagasetur sr. Bjama Þorsteinssonar á Siglufirði gengst fyrir hátíðinni í samvinnu við Þjóð- lagafélagið í Reykjavík með tilstyrk Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000, Siglufjarðarbæjar og menntamálaráð- uneytisins. Hátíðin skiptist í þrjá hluta. Fyrir hádegi eru fjölbreytilegir íyrirlestrar en síðdegis bjóðast sjö mismunandi námskeið. Á kvöldin verða tvennir stuttir tónleikar með færustu listamönnum auk þess sem opin dagskrá verður helgina 22.-23. júlí með frjálsri þátt- töku hópa víðsvegar að af landinu. Hátíðin rís hæst á lokatónleikum laugardagskvöldið 22. júlí, þar sem margir helstu listamenn hátíðar- innar koma fram. Auk íslenskra listamanna munu erlendir tónlistarmenn heiðra hátíðina með nærveru sinni. Fyrstan skal nefna trommudansarann David Serkoak frá Baffinslandi í Kanada en hann er ekki aðeins kunnur fyrir list sína heldur er hann einnig virkur í réttindabaráttu inúíta í Norður-Kanada. David heldur fyrir- lestur, kemur fram á tónleikum og kennir trommudans á hátíðinni. Frá Norður-Noregi koma samamir Elen Inga Eira Sara og Ole Larsen Gaino. Þau eru í fremstu röð samískra tónlistarmanna, hafa víða komið fram á tónlistarhátíðum og hafa unnið til verðlauna í Noregi fyrir jojk, þjóð- lagasöng sama. Þá mun danski þjóðfræðing- urinn Svend Nielsen halda fyrirlestur á hátíð- inni, en hann hefur stundað rannsóknir á rímnakveðskap um árabil. Þjóðlagahátíð og þjóðlagasefur Hugmyndin að Þjóðlagahátíð á Siglufirði kviknaði fyrir tveimur árum um leið og um- ræður hófust um þjóðlagasetur i bænum sem tengdist nafni séra Bjama Þorsteinssonar, tónskálds og þjóðlagasafnara. Sr. Bjarni sett- ist að á Siglufirði árið 1888 og starfaði þar sem prest- ur í hartnær hálfa öld. Hann var ekki aðeins and- legur leiðtogi bæjarbúa heldur varð hann öflugur forystumaður í sveitar- stjómarmálum og stýrði bænum farsællega fyrstu áratugi 20. aldar á miklum uppgangstímum. Hvergi hefur íslenskum þjóðlögum verið sýnt jafn gott atlæti og á Siglufirði. Þar safnaði sr. Bjarni Þor- steinsson í bók sína og gaf út á ámnum 1906-1909 og Siglufjarðarprentsmiðja gaf safnið út að nýju árið 1974, en þá hafði það verið ófáanlegt um áratugi. Siglufjörður hefur þannig þegar markað sér sér- stöðu hvað varðveislu þjóðlegrar tónlistar snert- ir hér á landi. M/¥)DCMUIiDS 1884 •siDffiHAaŒfthOS 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.