Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 6
ISLENDING- AR ERU MÚS- IKALSKIR Tónlistarlífið ó Laugum í Reykjadal hefur blómstrað ó síðustu órum, einkum eftir að Valmar Vóljaots tók við stjórn tónlistarskólans þarog kennslu ó aðskiljanleg- ustu hljóðfæri. Það mó næstum segja að sveitarfélag- ið söng og mó m.a. sjó órangurinn í leiksýningunni Síldin kemur í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Valmar segir hér SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR fró tónlistarnámi sínu og sérstæðum starfsferli. AU er orðin nokkur sveitarfélög- in sem hafa reynslu af því hvers virði það er að erlendir tónlistar- menn setjist að hjá þeim. Reyndar má segja að erlendir tónlistarmenn hafi fært okkur klassísku tónlistarhefðina frá því snemma á síðustu öld og ís- lenska þjóðin haíl þar af leiðandi tekið mjög stór skref í einu hvað þekkingu á henni varð- ar. Og enn njótum við þess að vel menntaðir og hæfileikaríkir tónlistarmenn kjósa að starfa hér þar sem þeir geta verið öruggir um börn sín á meðan þeir leggja sitt af mörkum til að ala áfram upp tónlistarþjóð í hinum ýmsu héruðum landsins. Valmar Váljaots er einn slíkur. Lágfiðluleikari frá Eistlandi, sem kom fyrst til Islands fyrir sex árum þegar hann réðst sem tónlistarkennari við tónlistar- skólann á Húsavík. Eftir þriggja ára veru þar flutti hann sig um set, að gamla menntasetr- inu á Laugum í Reykjadal, þar sem hann er tónlistarskólastjóri. En Valmar er ekki bara skólastjóri, heldur er hann eldhugi eins og þeir gerast bestir og er því alltaf á ferð og flugi við spilamennsku og tónlistaruppeldi, óþreytandi að vinna að tónleikum, leiksýning- um með sveitungunum, framhaldsskólanum og grunnskólanum. Afraksturinn af því starfi sem hann hefur átt þátt í að byggja upp má sjá í Þjóðleikhús- inu í kvöld þar sem Leikfélag Reykdæla sýnir Síldin kemur, áhugamannasýningun sem boð- ið var að sýna í Þjóðleikhúsinu þetta árið. Þar má sjá nokkuð mikið af því fólki sem er við nám í tónlistarskólanum hjá Valmari, aðallega í söngdeildinni hjá Margot Riis sem einnig er frá Eistlandi. En það er eins og allir í Reyk- dælahreppi séu að læra að syngja. Að minnsta kosti er tónlistarlífið svo öflugt að það er ljóst að fyrir því fer maður sem ekkert gerir með hangandi hendi. Kennir á fiðlu, píanó, selló, harmónikku og margt fleira Fyrir utan að vera skólastjóri tónlistarskól- ans, kennir Valmar fjölda nemenda, m.a. á fiðlu og píanó. Hann er einnig með nemendur á harmónikku og selló og hefur kennt á bassa, gítar og blokkflautu. „Maður þarf að kenna á allt, þótt ég „kunni“ ekki á þessi hljóðfæri," segir Valmar þegar hann er spurður hvernig hægt sé að kunna á öll þessi hljóðfæri og bæt- ir við: „Eg er að vísu betri en nemendur mínir en ekki fagmaður." En hvers vegna Island? „Ég kom til að bjarga fjölskyldunni. Ég var í rokkhljómsveit í Eistlandi og fjarverurnar frá heimilinu voru of miklar. Þegar ég var kominn með fjölskyldu, passaði mjög illa að vera á þessum þvælingi um nætur. Ég var líka í hljómsveit sem sérhæfði sig í írskri tónlist, þannig að ég sást varla heima hjá mér.“ Ætlaði að læra fslensku á einu ári Svo gerðist það einn daginn eftir að ég var alvarlega farinn að velta því fyrir mér að koma mér út úr þessu að ég fékk hringingu og var spurður hvort ég væri til í að koma til ís- lands að kenna við tónlistarskólann á Húsa- vík. Ég ákvað að fara í eitt ár, en bara í ár, vegna þess ég hélt að hingað væri hægt að koma, læra tungumálið á einu ári og vinna svo hvar sem er á Norðurlöndunum með það tungumál. En það kom annað í ljós,“ segir Valmar sem talar mjög góða íslensku. „Eftir þetta eina ár fór ég til baka án þess að vera búinn að læra málið og án þess að taka ákvörðun um framtíðina. Ég fór í inntökupróf í Sinfóníuhljómsveit íslands fyrir sunnan en þó meira til að skoða mig um þar vegna þess að ég var ekki viss um að ég vildi setjast að fyrir sunnan. Um sumarið ákvað ég að koma afturtil Húsavíkur.“ Auk þess að vera í rokkhljómsveit og írskri hljómsveit í Eistlandi lék Valmar í Sinfón- íuhljómsveit Eistlands áður en hann kom til íslands og lék þar á lágfiðlu. En ekki átti starf í sinfóníuhljómsveit hug hans og hjarta. Hafði meiri áhuga á rokki og jass „Ég tók aldrei að mér meira en 50% starf þar vegna þess að ég vildi hafa frelsi til að spila í hinum hljómsveitunum, svo það var ekki erfitt að yfirgefa sinfóníuhljómsveitina,“ segir hann þegar hann er spurður hvort ekki hafi verið erfitt að fleygja frá sér stöðu við svo góða sinfóníuhljómsveit. Á Húsavík var Valmar kennari og organisti í tvö ár og segist hafa notið þess, einkum vegna þess að hann hafi fengið tækifæri til að læra að spila á pípuorgel. „Ég var ekki lærður organisti en þegar auglýst var eftir organista, sótti ég bara um. Ég var búinn að syngja mjög lengi í mjög góðum kór. Afi minn var organisti og það var aldrei neitt hik á mér. Ég var alveg viss um að ég gæti þetta. Maður þarf að læra á orgel til að verða organisti sem heldur tón- leika en ekki til að verða kirkjuorganisti eins og ég var á Húsavík." Tónlistarstefnuna tók Valmar sex ára gamall þegar hann byrjaði að læra á fiðlu. „Maður byrjar ekki að læra á lág- fiðlu,“ segir hann, „en kerfið hjá okkur var þannig að við fengum alltaf sumarprógramm til að vinna að og áttum að hafa það tilbúið um haustið. Ef það var ekki tilbúið sagði kenna- rinn skólastjóranum að nemandinn stæði sig ekki og honum var þá vísað úr skóla. Svo var það eitt haustið að ég ekki tilbúinn með sum- arprógrammið þegar skólinn hófst um haust- ið. Ég var orðinn sautján ára og var reyndar búinn að spila áður á lágfiðlu í strengjakvart- ett til að fylla upp í hópinn svo að ég þekkti þetta hljóðfæri. Til að bjarga mér út úr klíp- unni um haustið ýilkynnti ég að ég vildi skipta yfir á lágfiðlu. Ég hafði reiknað dæmið rétt því stjórnendur skólans urðu mjög ánægðir með það.“ Er hættur við að verða heimsfrægur „Lágfiðlan er yfirleitt ekkert vinsæl meðal fiðlunemenda,“ segir Valmar. „Bæði er að hún er klunnalegri en fiðlan og svo er mjög al- gengt að menn dreymi um að verða heims- írægir fiðluleikarar og æfa þá endalausa tækni. Það er ekki hægt að spila eins hratt á lágfiðlu og hún er síður til þess fallin að byggja upp einleikaraferil. Fólk hugsar um hraða og vill verða vinsælt. Mig langaði auð- vitað til þess að verða heimsfrægur lágfiðlu- leikari á þeim tíma er hættur að hugsa um það núna.“ Valmar Váljaots Morgunblaðið/Kristjón Hvernig var náminu háttað? „Þetta var sérskóli í Eistlandi sem var með heimavist fyrir 7-18 ára krakka sem byrja að læra á hljóðfæri. Aðalhljóðfærið er kallað A-hljóðfæri og við það bætist skyldunám á píanó, sama á hvaða hljóðfæri maður lærir. Síðan er tónfræði og almennt grunnskólanám. Við mættum í skólann kl. 9 á morgnana og fyrst var málfræði, síðan stærðfræði og svo tónlistarsaga - allt í sama húsi. Allt nám fór fram í þessu húsi og almenn kennsla vék fyrir tónlistinni. Kröfur skólans voru mjög harðar sem kannski sést best á því að við byrjuðum 27 í bekknum þegar við vorum sex ára en að- eins átta luku námi. Ef maður var ennþá í skólanum eftir átta ár var framtíðin ráðin: „Þessi maður verður tónlistarmaður og held- ur áfram héðan yfir í háskólann. Og þá tóku oft kennarar í háskólanum nemendurna yfir. Það er að vísu ekki hundrað prósent regla, en meginlína." Var þetta ekki dýrt nám? „Nei, þetta var í sovéska kerfinu. Það voru engin skólagjöld og ef einkunnirnar okkar voru góðar eftir 15 ára aldur fengum við borg- aðan námsstyrk; vorum eiginlega á launum. Það virkaði mjög hvetjandi og hélt okkur við efnið. Eftir 8. bekk langaði mig til dæmis til að fara að læra rokk- og jass á píanó en ég tímdi því ekki. Ég var búinn að vera svo lengi að puða fyrir námsstyrknum að það var alveg eins gott að halda þessu áfram, en í skólanum var eingöngu kennd klassísk tónlist. Það spil- aði líka inn í að í skólanum átti ég mína bestu vini og ef ég hefði farið út í rokk og jass, hefði ég þurft að skipta um skóla. Eftir ellefu ára nám lá leiðin í tónlistarháskólann - sem var í sama húsi.“ Lúðrasveit eða skriðdreki Við þurftum því í rauninni ekkert að breyta til,“ segir Valmar. „Námið í tónlistarháskólan- um er fimm ár en ég var þar reyndar í níu ár.“ Hvers vegna? „Við bjuggum við herskyldu og þegar ég varð átján ára varð ég að standa mína plikt og skila tveimur árum í hernum. En það var allt í lagi, vegna þess að þar lærði ég að spila á bás- únu og var þar í lúðrasveit. Eg mátti velja á milli þess að vera á skriðdreka eða í lúðrasveit í tvö ár. Mér var alveg sama á hvaða hljóðfæri ég spilaði, ég vildi bara vera í lúðrasveit. Ég var til í allt nema að vera á skriðdreka." En þótt Valmar útskrifaðist sem lágfiðlu- leikari, hefur hann aldrei hætt að spila á fiðlu. Hann var fyrstur til þess að leika á fiðlu í rokkbransanum í Eistlandi en segir að núna séu töluvert fleiri farnir að spila á fiðlu í rokktónlistinni þar. Tónlistin lá að einhverju leyti í genunum, því afi Valmars var organisti. „Hann gaf mér fiðlu í jólagjöf þegar ég var sex ára. Hann vildi að ég legði tónlistina fyrir mig. Mér leist ekkert á þetta vegna þess að mér fannst nú ekki gaman að spila á fiðlu. Ekki fyrr en eftir fimm eða sex ára nám þegar ég fann að ég var farinn að kunna eitthvað á þetta hljóðfæri. Ég vildi verða píanóleikari." Hvers vegna lærðirðu þá ekki á píanó? „Það var ákveðið við inntökuprófið 1 skólann, strax í 1. bekk, á hvaða hljóðfæri við skyldum læra. Við réðum því ekki sjálf. Við vorum látin syngja, stjórna hljómsveit eftir spólu, dansa eftir tónlist og reikna saman einfaldar tölur og síðan ákvað dómnefnd hvaða 55 af 150 nemendum kæmust inn í skólann. Hún réð líka á hvaða hljóðfæri við spiluðum." Dómnefnd tók ákvörðun um fiðlunámið „Það var reynt að deila fólki á milli deilda. Ég var látinn á fiðlu og skýringin sem var gef- in var sú að ég hefði haft hreinan tón þegar ég var að syngja. Ég var auðvitað dálítið svekkt- ur en hugsaði ekki út í það þá, að í rauninni sé glæpsamlegt að taka svona ákvörðun fyrir börn. Ég er þeirrar skoðunar að þessi fimm til sex ár sem ég æfði mig hálfgrátandi á fiðlu, hefðu skilað mér töluvert meiri gleði og ára- ngri ef ég hefði lært á píanó. Það var að vísu aukahljóðfæri hjá mér en píanótímarnir voru bara einu sinni í viku, fiðlan tvisvar. En fyrir utan tónlistarnámið og almennt grunnskóla- nám vorum við í danstímum og kór. Það voru sex skóladagar í vikunni.“ Valmar bjó í höfuðborginni, Tallinn, þannig að hann var ekki á heimavist. Móðir hans var tækniteiknari og vann við að teikna „project" fyrir útvörp. Faðirinn var vörubílstjóri. Valmar var einkabarn þeirra, en auk þess var á heimilinu eldri bróðir, sammæðra, sem núna er líka að vinna á íslandi og síðan átti Valmar hálfsyst- ur, samfeðra, sem hann segir ekki mikið sam- band hafa verið við. Hann segist ekki hafa verið undir pressu frá foreldrum sínum hvað tónlistarnámið varðar. „Móðir mín sagði mér með reglulegu millibili að ef mér líkaði þetta ekki, skyldi ég bara hætta. En ég var sjálfur mjög metnaðargjarn og þótt ég væri ekki á heimavist varð skólinn með árunum eins og mitt annað heimili. Við gátum æft í skólanum og þar var gríðarmikið plötusafn sem við gát- um hlustað á að vild, einkum á verk sem við vorum að æfa. Enda lengdust skóladagarnir nokkuð mikið eftir því sem leið á námið. Ég var þar flesta daga frá því snemma á morgn- ana og fram til klukkan níu og tíu á kvöldin." Körfubolti í tónlistarskóla Hvað æfðuð þið ykkur eiginlega í marga klukkutíma á dag? „Uss,“ segir Valmar sposkur. „Við vorum ekki bara að æfa á hljóðfæri. Það fóru að minnsta kosti tveir klukkutímar á dag í körfu- bolta.“ Körfubolta? „Já, körfubolti hefur verið vinsælasta íþróttagreinin í Eistlandi árum saman og íþróttir og tónlist eiga mjög margt sameiginlegt. Maður einbeitir sér á sama hátt fyrir hvoru tveggja og vorum með ágætis körfuboltalið við skólann, höfðum góðan þjálf- ara en spiluðum fyrst og fremst til að njóta þess. Núna sitja krakkar í tvo klukkutíma á dag fyrir framan tölvur. Það verða allir að hafa eitthvað annað en bara það sem þeir eru að læra. Það er ekki hægt að sitja bara og hlusta á tónlist og spila tónlist. Eitt af því sem var mjög gagnlegt við skól- ann var að það voru sér kvöld þar sem við spil- uðum bara æfingar. Þetta voru eins og tón- leikar en voru bara æfingar. Þessir tónleikar voru til að þjálfa okkur að koma fram og spila fyrir áhorfendur. Það voru heldur engin stig í þessum skóla, eins og þau þekkjast á íslandi. Þetta var bara einfaldlega þannig að ef kenn- urunum fannst maður ekki hafa staðið sig nógu vel á prófum, þá var manni vikið úr skól- anum að vori.“ Mætti bæta tónlistarnám á íslandi Hvað finnst þér um það kerfi sem notað er hér á íslandi í sambanburði við það kerfi sem þú ólst upp við? „Það er ekki hægt að bera þetta saman. Ég ólst upp í sovéska kerfinu og við þurftum ekki að borga fyrir námið. Þetta var mjög alvarlegt mál og við gátum ekki fífl- ast við kennarann. Hér er þetta meira eins og leikskóli. Nemandinn getur komið og sagt: „Ég er ekkert búinn að æfa mig,“ og það er bara allt í lagi. Enn einn kosturinn við mitt nám var að 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.