Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 4
Séð yfir Sankti Pétursborg, heimaborggreinarhöfundarins. * . J ■ - vcc ví 1 ■ . ■ ... W& llk «4r f Jy jk. ImmÉkk we m ; jm • ■ . ■hF ÉSÍeIkÍíL, W % Skarphéðinn á Markarfljóti, málverk eftir danska málarann Otto Bahe. Kappar íslendinga- sagnanna eiga sannan aðdáanda í Simonov lækni. EINSKONAR FÖÐURLAND í MÍNUM HUGA UM TENGSL RÚSSLANDS OG ÍSLANDS EFTIR NIKOLAJ N. SIMONOV „Þegar ég var rúmlega þrítugur las ég fyrir tilviljun fjórar íslendingc asögur. Fyrstu viðbrögð mín voru líkust raflosti. Mér lei ð eins og ég hefði hitt stúlkuna sem ég hafði ávallt elskað og leitað allt mitt líf." RITGERÐ þessa ber ekki að skoða sem ræðu opinbers aðila í leit að vinsældum. Ég vil alls ekki líta út fyrir að vera til- gerðarlegur, vera álitinn fræðimaður eða með orða- gjálfur. Hér er einfaldlega á ferðinni djúp ástarjátning venjulegs manns, rússnesks læknis, til þeirr- ar þjóðar sem byggir landið langt í norðri. Ég hef nú árætt að yfirstíga feimnina og koma þessari játningu á framfæri í von um skilning. Ég trúi því að það sé aldrei of seint að sýna hlýhug, sérstaklega ef sú tilfinning er einlæg og óeigingjörn, hefur fylgt manni allt lífíð og verið bæði huggun og örvun á erfið- um stundum. Þetta er líkt og helgur vernd- argripur sem hefur greypt sig í sálina, eða eins og segir í Predikaranum hefur allt „sinn tíma... að þegja hefur sinn tíma og að tala hefur sinn tíma.“ Ég gæti réttlætt mig með því að umorða máltækið sem ég hef svo oft séð í íslendinga- sögunum. „Aðeins þræll hefnir sín strax en aldrei heigull." Gamalt (þroskað) vín er sterkara og meira traustvekjandi en það sem er yngra og þess vegna hef ég ákveðið að láta ppinberlega í ljós djúpa og ævarandi ást til íslands, fyrir því hugrakka fólki sem þar býr og glæstri fortíð. Ég geri mér fulla grein fyrir því að á tím- um hagnýtingar, tölva og vélmenna hljómi orð mín háfleyg og fái suma til að brosa yfír- lætislega og jafnvel kaldhæðnislega. En nú fínnst mér ég hafa tekið ákvörðun og ekki sé aftur snúið. Annað íslenskt máltæki segir að það fari eftir ráðningu draumsins hvort hann verði að veruleika. Mér finnst barnaskapur eftirsóknarverðari lífsafstaða en sú sem er hárnákvæm og þaulhugsuð. Við ættum að gera okkur ljósa hættuna af því að hinar gagnsæju og viðkvæmu uppsprettur lífsins verði undir ágangi tækniframfara nútímans og endalausum framfarametingi. Hinar sið- ferðislegu afleiðingar þessara tilhneiginga eru því miður augljósar og tortímandi. Ég er sannfærður um að í andrúmslofti algjörrar tölvuvæðingar með óendanlegum straumi upplýsinga geti aðeins einlægar og einfaldar tilfinningar hjálpað fólki að lifa af. Aðeins þessar einföldu tilfinningar geta gefíð okkur djúpt innsæi og ósigrandi kraft upplýsingar- innar. Þessi er mín trú. Tími umhverfisslysa, hungursneyða, offjölgunar, voðaverka og öfga í þjóðernis- og trúarefnum mun líða undir lok og spá völvunnar verður að veru- leika. Ég biðst fyrirgefningar á alltof tilfinninga- þrungnum inngangi, en hann er í nánu sam- hengi við sögu mína. Ég fæddist í norðurhéruðum Rússlands í Pétursborg. Þrjú ár æsku minnar (frá 4-7 ára aldurs) dvaldi ég á bóndabæ í afskekkt- um héruðum Karelíu. Á þessu æviskeiði greypast minningar í huga manns og allar götur síðan hef ég haft djúp tengsl við nátt- úru norðursins. Mér hefur alltaf liðið vel um- kringdur landslagi í norðri. Síðar átti ég eftir að líta augum stórfenglegt landslag í suðlæg- um löndum en hin norræna sveit með köldum ám, klöppum, skógum og snjó hefur ávallt verið eini staðurinn þar sem ég hef fundið huggun sálarinnar. Einkalíf mitt leið áfram með sigrum sínum og ósigrum, í gleði og sorg. Ég hóf störf sem skurðlæknir og hafði mikinn áhuga á starfi mínu og hef enn. Þá gerðist nokkuð óvænt, sem átti eftir að marka þáttaskil í lífi mínu og verða óþrjót- andi uppspretta áhuga og veita nýjum lit í líf mitt - áhugi minn á íslandi vaknaði. Þegar ég var rétt rúmlega þrítugur, fyrir 25 árum, las ég fyrir tilviljun fjórar íslendingasögur; Egilssögu, Gunnlaugssögu ormstungu, Laxdælasögu og Njálssögu. Fyrstu viðbrögð mín líktust raflosti. Mér leið eins og ég hefði hitt stúlkuna sem ég hafði ávallt elskað og leitað allt mitt líf. Með öðrum orðum, ég „fann hinn helminginn" svo vitnað sé í kenningu Platons. Ég undraðist hinar sterku og göfugu persónur, lifandi lýs- ingar, fegurð fólksins á þessum framandi tímuin og hinn einfalda og tæra stíl sagn- anna. Þetta eru ósviknar bókmenntir, þrátt fyrir að orðið „bókmenntir“ eigi ekki alveg við í þessu sambandi. Þar að auki tengdist fleira tilfinningum mínum. Sú einkennilega tilfinning greip mig við lestur sagnanna að ég væri að upplifa þetta aftur, einskonar déjá vu-áhrif, líkt og ég hefði fundið mitt sanna en gleymda föðurland. Hljómur nafnanna á persónunum, nöfnin á stöðunum og lýsingin á landinu höfðu töfrandi og ölvandi áhrif á mig. Ég er langt frá því að geta kallast iðju- laus sveimh'ugi. Ég hef alltaf verið með báða fætur á jörðinni eins og starf mitt gefur til kynna. En þær tilfinningar sem vöknuðu innra með mér voru svo sterkar að ég gat ekki hrist þær af mér. Þær hafa orðið hluti af lífi mínu og fylgt mér æ síðan. Ég hóf leit að öllum rússneskum þýðingum Islendinga- sagnanna og bókmenntum þeim tengdum. Þannig tókst mér að hafa upp á Grettissögu, Gísla sögu Súrssonar, Eiríkssögu rauða, Grænlendingasögu, Harðarsögu Hólmverja, Hrafnkelssögu Freysgoða, Eddukvæðum, Heimskringlu og Eddu Snorra Sturlusonar. Ég las þær aftur og aftur. Allir þessir fornu kappar lifðu með mér. Ég gat ekki annað en dáðst að vörn Grettis, heiðri og hugrekki yngri bróður hans, Illuga, í Drangey; Gísla sem hylmdi yfir með Þórkatli bróður sínum og bjargaði heiðri fjölskyldu sinnar með því að fórna eigin lífi; Agli SkalJagrímssyni, hin- um ofbeldisfulla, sem var allt í senn gráðug- ur og hugrakkur, vitur og grimmur; Þormóði Kolbrúnarskáldi sem sigldi til Grænlands til að hefna fóstbróður síns Þorgeirs og dó hetjulegum dauðdaga við Stiklastaði; Hall- dóri Snorrasyni sem gat ekki þolað neina auðmýkingu af hendi Haraldar konungs harðráða en var þó liðsmaður hans. Ég minn- ist alltaf orða Gunnlaugs, sem var sonur 111- uga hins svarta, þegar hann talaði við Eirík jarl Hákonarson: Gunnlaugur „var í gráum kyrtli og í hvítum leistbrókum. Sull hafði hann á fæti niðri á ristinni, freyddi úr upp blóð og vágur. „Hvað er á fæti þínum, íslend- ingur?“ spurði jarl. „Sullur er á, herra,“ sagði hann. „Ok gekk þú þó ekki haltur?“ Gunnlaugur svarar: „Eigi skal haltur ganga, meðan báðir fætur eru jafnlangir.““ Og þeg- ar Kolskeggur sagði við Gunnar á Hlíðar- enda: „„Hefnt hefur þú þess,“ svaraði Gunn- ar: „Hvort ég mun því óvaskari maður en aðrir menn sem mér þykir meira fyrir en öðrum mönnum að vega menn.““ Og orð Gunnars: „Fögur er hlíðin, svo að mér hefur aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar og slegin tún og mun ég ríða heim aftur og fara hvergi.“ Ég virðist hafa gleymt mér við að þylja úr íslendingasögunum. Það er best að hætta hér, þar sem ég gæti haldið því áfram tímun- um saman. Islendingum eru þessar setningar sennilega kunnar frá blautu barnsbeini. En ég get ekki hugsað neina aðra leið til að tjá innstu tilfinningar mínar. Dugmikill hermaður var Skarphéðinn, ósigrandi en óheppinn. Heppinn maður, Kári Sölmundarson! Ékki aðeins hugdjarfir víga- menn voru í heiðri hafðir heldur viturt fólk og lífsreynt sem þekkti til laganna; Njáll, Hjalti Skeggjason, Snorri goði, Síðu-Hallur, Guðmundur ríki. Ékki get ég heldur annað en dáðst að kvenpersónunum eins og Guð- rúnu Ósvífursdóttur, Þorgerði dóttur Egils, Auði konu Gísla, Ásdísi móður Grettis, Berg- þóru konu Njáls, hinni grimmlyndu Freydísi Flosadóttur, hinni slóttugu og fláráðu Hall- gerði, dóttur Höskuldar. Ég lifði mig inn í þeirra fornu og spennandi tilveru. Þessar persónur hvöttu mig áfram og voru mikil örvun á erfiðum og örvæntingarfullum tíma- bilum í lífi mínu. Líklegast brosir þú að mér. Jafnvel í vinnunni þegar ég barðist við að halda lífi í sjúklingum mínum við nánast von- lausar aðstæður, þegar ég var í þann mund að gefast upp, þá sagði ég við sjálfan mig- :„Bíddu við! Þetta fólk hefði aldrei hopað andspænis mótlæti." Og ég reyndi að gera mitt besta. Ég var stoltur af þeim sem væru þeir ættingjar mínir. Ég vildi vera þeirra verður, hafði ákafar tilfinningar gagnvart þeim og ekki alveg laus við öfund. I örfá skipti reyndi ég að deila hugsunum mínum með vinum mínum. Viðbrögð þeirra voru sjaldnast annað en kurteisleg athygli. Þið megið nærri geta hversu glaður ég varð þegar ég af tilviljun komst yfir ritgerð- ina „The Scandinavian Lot“ eftir uppáhalds rithöfund minn, Borges frá Argentínu, þar sem hann lætur í ljós velþóknun sína á nor- rænum bókmenntum. Hann notar tilvitnun í Grettissögu, þar sem segir frá dauða Atla, eldri bróður Grettis, fyrir hendi Þorbjörns öxnamegin, sem eitt besta dæmi heimsbók- menntanna, kafla sem ég hafði lært nánast utanbókar. Borges skrifar í ritgerð sinni: „Einn af göllum hinnar spönsku flakkara- skáldsögu er hinn predikandi tónn hennar og hræsnisfull fastheldni á allt sem viðkemur holdinu (ekki spillingunni, því miður). Frönsk raunsæisstefna sveiflast á milli eró- tískra hvata og, samkvæmt Paul Grussac, hinnar svokölluðu fánýtis-ljósmyndunar. Norður-amerískar skáldsögur spanna allt frá viðkvæmni til miskunnarleysis, en á bakvið raunsæi hinna norrænu sagna kemur fram skoðun óhlutdrægs vitnis. Ekki get ég annað en deilt aðdáun William P. Kerr: „Hinir fornu germanir rísa hæst í sögum sínum sem eru metnar á grundvelli eiginleika þeirra til að umbreyta heiminum, en þær bíða þess enn að vera lesnar og skildar.“ (Eng. lit. Medieval, 1912.) f annarri bók sinni minnist 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.