Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Qupperneq 3
l.rSBOk MOII(.l \III VI)SI\S - MENNEVG LISTIR 25. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Hamraveggir Stekkjargjár á Þingvöllum munu næstu vik- ur þjóna hlutverki sýningarveggja á sýn- ingunni Dyggðirnar sjö að fornu og nýju sem einnig fer fram í Listasafninu á Akur- eyri. Fjórtán listamenn voru fengnir til að túlka höfuðdyggðirnar úr kristni og sjö nútímadyggðir sem ákvarðaðar voru með könnun á vegum Gallup. Vígðalaug á Laugarvatni er í kastljósi dagsins í tilefni kristnitökuafmælisins. Kristinn Kristmun- dsson skólameistari Menntaskólans á Laug- arvatni segir frá lauginni, þar sem Sunn- lcndingar og Norðlendingar voru skírðir eftir kristnitöku, og einnig segir hann frá Líkasteinum við laugina, þar sem lík Jóns Arasonar og sona hans voru þvegin. Bréfspjöld Samúels Samúel Eggertsson, 1864-1949, var drátt- hagur hugsjónamaður og fræðari sem gaf út á fyrstu tveimur tugum 20. aldar ljölda póstkorta, eða „bréfspjalda", þ.á m. var eitt um Hallgrím Pétursson og annað um ís- lenska þjóðarmeiðinn. Dóra Jónsdóttir skrifar um þennan sérstæða teiknara og skrautritara. Kristnitökuhraunið Á 1000 ára afmæli kristni í landinu er rifjuð upp frásögn Kristnisögu um jarðeld í Olfusi og þótti sumum engin undur að goðin reiddust. Menn töldu löngum að Þurár- hraun, nærri Þóroddsstöðum, væri þetta hraun, eða Eldborgarhraunið vestar sem stefnt hefur á Hjalla. Rannsóknir hafa sýnt að hvorug tilgátan er rétt, en ljóst er hvaða hraun rann árið 1000. Gísli Sigurðsson Iítur á Kristnitökuhraunið. FORSÍÐUMYNDIN er af Vígðulaug á Laugarvatni í tilefni umfjöllunar. Laugin og næsta umhverfi hennarnafa lítið breyst í aldanna rás. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson ÚR SÓLARUÓÐUM BROT Sól egsá, sanna dagstjörnu, drjúpa dynheimum í; en Heljar grind heyrðag á annan veg þjóta þunglega. Sól egsá setta dreyrstöfum; mjög var eg þá úr heimi hallur; máttughún leizt á marga vegu, frá því erfyrri var. Sól egsá, svo þótti mér sem eg sæja göfgan guð; henni eglaut liinzta sinni alda heimi í. Sól egsá, svo hún geislaði, að eg þóttumk vættki vita; en gylfar straumar grenjuðu á annan veg, blandnir mjög við blóð. . Sól egsá á sjónum skjálfandi hræðslufullur og hnipinn, því að hjarta mitt var harðla mjög runnið sundurísega. Enginn veit hver höfundur Sólarljóða er, en líklega er hann prestlærður 13. al- dar maður. Við hlið Lilju er Sólarljóð talið tilkomumesta skáldverk kristninnar í íslenskum bókmenntum á miðöldum. í kvæðinu lýsir látinn maðurdauða sínum og greinir frá því sem hann sér handan landamæranna. ÞEIR SEM GUÐIRNIRELSKA... RABB Hvað er það sem allir vilja verða en enginn vill vera? Þannig hljóðar gáta sem ég heyrði í bernsku minni. Svarið er - gamall. Flestir vilja ná háum aldri en fæstir geta hugsað sér að verða gamalmenni. Mér þótti þetta mjög rökrétt á sínum tíma, ekki síst þar sem ég hafði fyrir augunum aldrað, lasburða fólk sem virtist ekki hafa annan tilgang en bíða þess að dauðinn veitti því miskunn sína. Allt er þó breytingum undir- orpið. A síðustu áratugum hafa aðstæður aldraðra í samfélaginu gerbreyst og eftir því sem æviárin fljúga áfram og ellin færist smám saman nær manni sjálfum horfir mál- ið öðruvísi við. En hvenær og hvernig kemur ellin? Mér er nær að halda að hún sé ekki síst hugarástand sem við getum haft tals- verða stjórn á. Kannski er það bara afneitun á staðreyndum, óskhyggja þess sem vill verða en ekki vera. Gjaman er fullyrt að hraklega sé búið að öldruðu fólki í samfélagi okkar. Þeir sem hæst láta virðast einkum hugsa út frá bein- hörðum peningum, ellilífeyri og vistunarmál- um. Að sjálfsögðu kreppir skórinn þar á ýmsan hátt en þessi viðhorf mótast alltof mikið af því að aldraðir séu þurfalingar, eins konar fjárhópur á gjöf, ekki einstaklingar með sérkenni, tilfínningar og andlegar þarf- ir. Þeim er gjarnan skákað til hliðar, þjóðfé- lagið hefur ekki lengur þörf fyrir vinnufram- lag þeirra, fjölskyldurnar hafa lítið tóm til að sinna þeim nema á tyllidögum og þær lausn- ir sem menn einblína á eru íleiri þjónustuí- búðir, hjúkrunarheimili og félagsmiðstöðvar og tryggur lífeyrir. Eg minnist gamallar frænku minnar sem naut góðrar umönnunar á hjúkrunarheimili, skorti ekki fé og fékk greinilega oftar gesti en aðrir á sömu deild. Hún var nánast málstola af öldrunar- sjúkdómi en hafði skýra hugsun og eitt sinn er ég sá tár blika á hvarmi hennar og bað um skýringu stundi hún með erfiðismunum: „Það er sálin.“ Og þá er kannski komið að kjama þessara hugleiðinga. Það er sálin, þetta illskiljanlega fyrirbæri, sem hrjáir stóran hóp þess heiðursfólks sem nú hefur lokið lífsstarfí sínu. Iðulega fínnur það fyrir tilgangsleysi og tómleika sem eru þungbærari en ellikvillar og þverrandi kraft- ar. Lífíð þýtur framhjá með vaxandi umferð- arþunga en fátt drífur á dagana og framtíð- arsýnin er myrk. I mörgum tilvikum veitir litla gleði að rifja upp gengin spor. Þar blasa við mistök sem ekki verða leiðrétt, sár sem aldrei náðu að gróa, sektarkennd og eftirsjá. Slíkar tilfínningar ryðjast fram eftir því sem æðaslátturinn hægist eftir langa starfsævi. Ekki fer hjá því að bóndanum, sem hefur sléttað tún í sveita síns andlits, fínnist hann til lítils hafa erfiðað þegar því hefur verið breytt í golfvöll og konan, sem kom stórum hópi barna til manns í afskekktri byggð, horfír á eftir þeim með hryggð í hjarta til fjarlægra héráða og landa eða yfir móðuna miklu. „Hvað er þá orðið okkar starf,“ kvað Jónas. Ekki má skilja þessi orð svo að ég telji öll gamalmenni kvartsár og þunglynd. Margt aldrað fólk, sem á vegi mínum verður, er glaðsinna og svo bráðskemmtilegt að unun er að samskiptum við það. Að sjálfsögðu hef- ur það margvíslegar skoðanir á nútímanum og öllum þeim breytingum sem hann hefur fært okkur, og stundum fær maður orð í eyra fyrir hraðann, streituna og gi-æðgina. Slíkar ádrepur geta stundum komið fyrir okkur vit- inu en skynsamt fólk gerir sér Ijósa grein fyrir því að það stöðvar ekki framrás tímans þótt sjálft hafí það þurft að draga sig í hlé úr hinu daglega amstri. Hins vegar er það flest- um nauðsynlegt að halda góðum tengslum við ættingja og vini og eiga þar hjartarými. Það gera þeir helst sem miðla hlýlega af reynslu sinni og lífsspeki og eru ungir í anda. Því er oft haldið fram að gamalt fólk eigi að njóta ávaxtanna af lífsstarfi sínu og er mikið rétt. En þá er enn og aftur einblínt á bein- harða peninga. Sá sem hefur önglað saman fé á að njóta þess, sá sem hefur greitt í lífeyr- issjóð á að fá sínar tekjur og samfélaginu ber að launa dygga þjónustu með góðum elli- lífeyri. Hvar kemur þá sálin inn í dæmið, hin andlega velferð? Er hún á ábyrgð ættingja eða samfélags? Verður hún kannski best tryggð með lyfjagjöf? Því verður tæplega trúað. Bestu ávextimir af lífsstarfinu felast í andlegri velferð en hún hvílir að miklu leyti á fólkinu sjálfu og þeirri innstæðu sem það færir með sér inn í ellina og hér er ég ekki að tala um peninga. Oft er því fleygt að sumt gamalt fólk sé eins konar skopmyndir af sjálfu sér. Ákveðin persónueinkenni magnist upp með árunum og nái yfirhöndinni. Þetta má til sanns vegar færa. Sá sem hefur tamið sér dálitla sjálfum- gleði um dagana þreytist ekki á að segja af sér frægðarsögur í ellinni, hlustendum til blendinnar ánægju. Nöldurseggurinn færist allur í aukana þegar hann er hættur að vinna og þann, sem hefur unun af því að skegg- ræða um eigið heilsufar, skortir sjaldan um- ræðuefni þegar árin færast yfir. Þetta á þó ekki einungis við um lesti heldur einnig um kosti. Hafi menn tileinkað sér bjartsýni og lífsgleði um dagana verða þeir eiginleikar ríkjandi á elliárum. Eg minnist aldraðs merkismanns sem var fastagestur á vinnu- stað mínum fyrir hálfum fjórða áratug. Hann hljóp upp stigana, dansaði eftir göng- unum, sveiflaði hattinum sínum og söng milli þess sem hann sagði okkúr hvað ellin væri undursamleg. - Rennur aldrei af honum? spurði forviða sendill eftir að hafa fylgst með honum í nokkurn tíma en sá gamli var stakur bindindismaður. Hann hafði bara alltaf verið glaður og kátur. Kannski yrði Reykjavík svolítið ski-ýtin ef hún hún fylltist allt í einu af syngjandi gama- lmennum og sjálfsagt era ekki margir eins glaðværir að eðlisfari og þessi minnisstæði fulltrúi eldri borgara. Fólk er misjafnlega skapi farið og öllum ber að þjóna lund sinni að miklu leyti. Hins vegar er lundarfarið ekki föst og óumbreytanleg stærð og ekki er síður verðugt verkefni að skafa af því hvim- leiðustu agnúana fyrir elliárin en að safna í komhlöður og tryggja sér fjárhagslegt ör- yggi. Okkar innri maður er líklega sá eini sem við höfum nokkuð óskoraðan um- ráðarétt yfir og ef við leggjum við hann stöð- uga rækt og náum við hann sáttum áður en glíman við ellina hefst er snöggtum síður hætta á að við verðum hornrekur sem horfa með hryggð í hjarta yfir farinn veg. Að sjálfsögðu er auðveldara um að tala en í að komast. Og vissulega geta alvarlegir sjúkdómar, minnisleysi og önnur elliglöp komið í veg fyrir að fólk geti notið uppskera sinnar í ellinni. En eftir því sem læknavísind- unum fleygir fram fjölgar þeim sem horfa fram á langt ævikvöld og birtan á því kvöldi kemur umfram allt frá okkar innri manni, sálinni, eins og hún frænka mín heitin orðaði það. Margir hafa misskilið orðtakið: - Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þai- er átt við þá sem eru ungir í anda, hvort sem þeir era tvitugir eða tíræðir. Slíkir einstaklingar era aldrei gamlir þótt þeir verði það. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. JÚLÍ 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.