Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Qupperneq 4
SX1~C* úc>{<(- tjtefnn' Öláfr futrntumbrunC %&áiu*yS^f -/Ot.tr ■v *trv<Ui)*s. Átiiil þí^ilJl JitHlljorn (|3 rinj2SitT'íraj»j>sío»^ % /*+—. KIU h&imur •i J\*til('bry.^r 4fr*Ujnjf*tf i&umi'. anbnóm^sl S7 H- 930 'n»icUí/íG$ Landnám Islands 874-930. Uppdráttur Samúels sýnir skip allra landnámsmanna, hvaðan þeir sigldu til íslands og sýnt er eins og hægt er hvar þeir komu ad íslandsströndum. KORTAGERÐAR- MAÐURINN SAMÚEL EGGERTSSON EFTIR DÓRU JÓNSDÓTTUR Kort, teiknað 1912, til minningar um landnámsferð Ingólfs Arnarsonar 874. amúel Eggertsson fæddist 25. maí 1864 í Melanesi á Rauða- sandi og voru foreldrar hans Eggert Jochumsson frá Skóg- um í Þorskafirði og fyrri kona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir. Þá var starfandi bændaskól- inn í Ólafsdal og þar var Sam- úel við nám 1887-89. Kennslan var fyrst og fremst hagnýt, en auk búfræðslu voru kennd- ar landmælingar. Búskaparhættir voru á þess- um tíma þess eðlis, að bændur þurftu að kunna til allra verka og geta bjargað sér sjálfir. Áriðl909 fluttist Samúel með fjölskyldu sína til Reykjavíkur.I einu Reykjavíkurblaðanna mátti þá lesa m.a.: „Hingað til bæjarins er nú nýlega fluttur hagleiksmaður, Samúel Egg- ertsson að nafni. Samúel er mesti snillingur að skrifa alls konar skrautletur, býr til smekk- lega málaða ramma (á pappír) utan um graf- skriftir, ávörp o.fl. Hann hefur líka búið tii uppdrætti af ýmsum héruðum á íslandi; hefúr hann farið um fjöll og fimindi og mælt út lands-svæðin sjálfur, því hann er sérfræðingur ágætur. Dr. Þorvaldur Thoroddsen hefir lokið miklu lofsorði á þessa uppdrætti hans. Hann lætur ekki mikið yfir sér og heyrist aldrei státa af hæfileikum sínum; en er þó langtum fremri í mörgu en sumir þeir, sem hærra láta.“ Undir þetta skrifar L.Th. Sex ár- um síðar, 1915, skrifar Bjami Sæmundsson adjunkt, bréf til stuðnings því, að Samúel fái styrk til að gera íslandskort. „Mér er fullljóst að brýn þörf er á svona korti, því að þau kort, sem menn hafa hingað til orðið að notast við sem veggkort, em alls ekki skólakort, með þeim eiginleikum, sem nú em af þeim heimtaðir, em ekki nógu skýr til þess að þau sjáist í fjarska, hafa svo mörg nöfn, að nemandi getur í nálægð lesið á þeim það sem hann á að þekkja nafnlaust, o.s.frv. Ur þessu ætti regiulegt veggkort að bæta. Þessi vöntun á hæfilegu skólakorti neyddi mig til þess að teikna. með aðstoð Samúels Eggertssonar stórt veggkort af íslandi til þess að hafa við kennslu í Menntaskólanum og hefir það orðið mér og nemendum að góðu gagni við kennsluna." Á árunum 1909-1919 vann Samúel á hverju sumri við landmælingar og teikningar korta og uppdrátta. Skal hér fátt eitt nefnt; svo sem Sandgerði, Viðey, Esjuberg, Sandey í Þing- vallavatni, Þingvellir, kirkjulandið í Reykja- vík, Sauðagerði, Þormóðsstaðir, Nauthólsvíkin og fjöldi lóða og landsvæða.. Jafnframt vann Samúel við landmælingar fyrir Brunabótafélag íslands á ámnum 1916- 18. Mældi hann og teiknaði (aðallega í 100 smækkun) 23 kaupstaði og þorp með 300 íbúa eða meir og vann við skipulagningu og skrán- Samúel Eggertsson. Teikning eftir erlendan listamann. ingu leiða í kirkjugarði Reykjavíkur. Á fyrsta aldarfjórðungnum hefur víða verið þörf fyrir kunnáttu Samúels. Það sést meðal annars af því að á ámnum 1920-24 vann hann við teikningar á Veðurstofunni í Reykjavík og á síðari hluta þriðja áratugarins við fornleifa- uppgröft og mælingar að Bergþórshvoli. Jafn- framt gerði hann landslagsuppdrátt íslands, sem ætiaður var til kennslu í mælikvarðanum 1:500000 og_ upphleypt kort ai' íslandi (1:1000000). Á þessum tíma setti hann saman Sögu íslands með annálum, línuritum og kort- um. Þetta var umfangsmikið uppsláttarrit sem mikil þörf var fyrir, enda var þar ótrúlega mik- ill fróðleikur samanþjappaður. Þýskur kaup- sýslumaður hreifst af þessu riti og vildi endi- lega fá það endurútgefið og láta þýða það, bæði á ensku og þýsku. Auk þess vildi hann helst fá einhvem til að gera viðbót eftir 1930. Minna varð úr því; þó er þess að geta að ritið var endurprentað 1974. Samúel Eggertsson vann við kennslu á vetr- um samhliða öðrum störfum. Hann var barna- kennari og rak einkaskóla. Afköst hans voru ótrúleg, sem meðal annars sést af því að á ár- unum 1911-1941 teiknaði hann og gaf út 20 bréfspjöld, mest um sögu Islands og landa- fræði. Bréfspjöldin, eða póstkortin, voru gefin út í meira en 30 útgáfum, samtals ekki minna en 200 þúsund eintök. Þá er þess að gæta að 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR1. JÚU 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.