Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Page 8
 Ljósmynd/Gunnar H. Hjólmarsson Gengið niður með Kverkjökli. NORÐAN VATNAJÖKULS EFTIR GUNNAR H. HJÁLMARSSON Stórbrotin náttúra einkennir þetta stærsta óbyggða víðemi Evrópu. Svæðið hefur miMð aðdráttarafl fyrir þá sem unna útivist og ferðalögum um hálendi íslands og þar er náttúran í efsta stigi með stærsta jökul Evrópu í bakgrunninum. Þar er að fínna Snæ- fell, hæsta fjall landsins utan jökla, Öskju með dýpsta vatn landsins, Dimmugljúfur með dýpstu og hrikalegustu gljúfur landsins, Ódáðahraun sem er stærsta hraunbreiðan og í Kverkfjöllum sennilega mesta háhitasvæði landsins. Herðubreið, drottning norðlenskra fjalla og eitt formfegursta fjall landsins, er á svæðinu, Dettifoss, hrikalegasti og aflmesti foss landsins er í norðurjaðri svæðisins og svona mætti áfram telja. Virkar eldstöðvar, beljandi jökulár, sprungnir skriðjöklar og úfin hraun setja svip á landið en á milli leynast gróðurvinjar í hróp- andi andstöðu við umhverfið. Ein af þessum vinjum er Eyjabakkar, ein dýrmætasta há- lendisperlan. Einnig eru á þessu svæði margar aðrar hálendisgróðurvinjar, s.s. Herðubreiðar- lindir og Hvannalindir, og í Brúardölum, Am- ardal, Alftadal, Fagradal og Grágæsadal á Brúaröræfum er mikill gróður. Einnig er Laugarvalladalur sem er vestan Jökulsár á Brú vel gróinn. A svæðinu upp með Jöklu frá Kárahnjúkum inn í Kringilsárrana og allt inn að Vatnajökli er nær samfelldur gróður. Eyja- bakkar og svæðið austan Snæfells niður á Fljótsdal og austur á Lónsöræfí er frábært úti- vistarsvæði. Sagan í gegnum aldimar hefur þetta svæði verið einangrað og Krepputungan þó sérstaklega. Þar er þó að finna mannvistarleifar sem fund- ust árið 1880 og talið að sé bær Fjalla-Eyvind- ar og Höllu, haganlega fyrir komið í hraun- jaðrinum við Lindaá í Hvannalindum. Einnig er talið að Fjalla-Eyvindur hafi hafst við einn vetur í hraungjótu í Herðubreiðarlindum. Ferðir Fjalla-Bensa um Mývatnsöræfi á fyrri hluta aldarinnar em frægar og enginn vafi á því að útivistarbakterían knúði hann til þessara ferða. Hann lá úti margar nætur á jólaföstu í misjöfn- um veðram og oft lá við að hann endaði þar líf sitt. Hreindýr lifa í þúsunda tali á svæðinu og fuglalíf er mikið. Heið- argæsin á sér griðastað og beiti- lönd á Eyjabökkum, aðallega yfir fellitímann en bústaðir hennar era einnig víða á svæðinu. Gönguleiðir Góðar dagsgöngur era að sjálfsögðu víða. Ef nefna á einhverjar og byrja á þeim léttari má nefna leiðir í og við Herðubreiðarlindir, í Öskju, við Hvannalindir, Eyjabakka, Dimmu- gljúfur og Hafrahvamma. Einnig í Brúardöl- um og víðar. Á vesturjaðri svæðisins, Tungna- fellsjökulssvæðinu, era góðar gönguleiðir í Nýjadal og Vonarskarði og á norðurjaðri svæðisins era gönguleiðir frá Dettifossi niður með Jökulsá á Fjöllum eða um Jökuldalsheið- ina upp af Jökuldal. Ef menn vilja sækja meira á brattann er upplagt að ganga á Herðubreið, Snæfell eða upp á Kverkfjöll. í Kverkfjöllum er eitthvert stórbrotnasta sjónarspil á milli elds og íss sem hægt er að hugsa sér og vel áreynslunnar virði að eyða einum degi í að skoða það. Að standa í hlíðum Snæfells og horfa yfir Eyjabakka með samspil lita í græn- um litbrigðum háfjallagróðursins og votlendis- ins, inn á risavaxið jökulhvel Vatnajökuls er sjón sem aldrei gleymist. Fyrir þá sem vilja fara í nokkurra daga gönguferðir með bakpoka era Herðubreiðar- lindir - Svartárkot (Öskjuvegurinn) og Snæfell - Lónsöræfi vinsælustu leiðimar. Þetta eru ekki mjög erfiðar leiðir en krefjast þess þó að fólk sé í góðri þjálfun. Akstursleiðir Inn á svæðið era nokkrar akstursleiðir. Vestan frá er leið af Sprengisandsleið austur með Tungnafellsjökli yfir brú á Skjálfanda- fljóti og austur yfir Ódáðahraun. Austan Skjálfandafljóts skiptast leiðir. Gæsavatnaleið liggur um Dyngjuháls á milli Vatnajökuls og Trölladyngju en Dyngjuleið liggur um Ódáða- hraun norðan Trölladyngju og Þríhymings. mwisT til ijalla 12S Við Dettifoss. í hlíðum Snæfells. Sunnan Dyngjufjalla koma þessar leiðir aftur saman og liggja að Öskju og Herðubreiðarlind- um. Þessar leiðir eru nokkuð erfiðar og varla færar nema sérútbúnum fjallabílum. Sandur- inn í Ódáðahrauni getur reynst skeinuhættur og lítið má út af bera til að festa bfl í honum. Þessar leiðir era ekki fjölfarnar og varasamar einbíla. Betri leið er af þjóðvegi eitt upp með Jökulsá á Fjöllum upp í Herðubreiðarlindir. Ur Herðubreiðarlindum er síðan nokkuð greiðfær jeppaleið austur yfir Jökulsá á Fjöll- um sem er brúuð, austur í Krepputungu og upp í Kverkfjöll. Ur Krepputungu liggur slóð- inn austur yfir Kreppu, austur hjá Arnardal og áfram um Þríhyrningsfjallgarð og niður á Jök- uldal. Af þessari leið liggur slóði upp Álftadal, Fagradal og Grágæsadal. Til að komast inn á svæðið austan Jökulsár á Dal þarf að fara upp úr Hrafnkelsdal þaðan sem liggur leið inn að Snæfelli eða fara upp úr Fljótsdal en þaðan liggur allgóður vegur upp að Snæfelli. í sumar býður Útivist upp á nokkrar ferðir um þetta einstaka svæði. I byijun ágúst verður átta daga rútuferð með léttum gönguferðum um svæðið norðan Vatnajökuls. Á sama tíma og rútuferðin stendur yfir býð- ur jeppadeild Útivistar upp á ferð um svæðið norðan Vatnajökuls. Sú ferð hentar þeim sem vilja heldur ferðast á eigin jeppa en samt að njóta þess kosts að vera í góðum félagskap úti- vistarfélaga. Mestum tíma verður varið í að skoða svæðið í kringum Snæfell og Kára- hnjúka. í byrjun ágúst verður gönguferð um Öskjuveginn og um miðjan ágúst er vikuferð þar sem gengið verður frá Snæfelli austur í Lónsöræfi. Nánari upplýsingar um þessar ferðir er hægt að fá í ferðaáætlun Útivistar, á skrifstofu Útivistar og á www.utivist.is. Höfundurinn er varaformaður Utivistar og fararstjóri. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.