Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Blaðsíða 11
væmt mælingum getur eitt allra hrauna í grendinni hafa runnið árið 1000. Það er afar illt yfirferðar á
köflum. Eldstöðina ber við himin á miðri myndinni.
^ININGAR
RAUNIÐ
sem tekur oft á sig gulan lit þegar hann vökn-
ar.
Til suðurs rann hraunið sáralítið nema kvísl
sem rann fyrir hornið á Lambafelli, út í
Þrengslin, yfir eldra hraun úr Hellisheiðar-
eldstöðinni ofan Hveradala, og hefur þá lokað
alfaraleið yfir heiðina um Þrengslin. En mest
dreifðist hraunrennslið árið 1000 yfir Leitar-
hraunið til norðausturs, þó ekki nema 2-3 km
austur og norðaustur af veginum í Svína-
hrauni.
Danski fræðimaðurinn Kristian Kálund
ferðaðist um ísland á árunum 1872-74 og gaf
síðan út bók um íslenzka sögustaði, sem Har-
aldur Matthíasson hefur þýtt. Kálund nefnir
frásögn Kristnisögu um jarðeld sem ógnaði
Hjalla í Ölfusi. Hann segir þar að hraunið sem
stefndi á bæ Þórodds goða hafi verið Þurár-
hraun, sem runnið hafi út úr þröngu gili og
fram af brúninni talsvert austan við Hjalla.
Þar hafi það dreift talsvert úr sér á flatlend-
inu.
Þarna fór Kálund villur vegar, enda hafði
hann engar rannsóknir til að byggja á. Þurár-
hraun er úr eldstöðinni ofan við Hveradala-
brekkur og rann í mjóum farvegi fram með
Skálafelli að austanverðu og niður af hlíðinni
eins og áður er lýst. Að sögn Jóns Jónssonar
jarðfræðings hefur gosið fjórum sinnum í
Hellisheiðareldstöðinni á nútíma, það er síð-
ustu 10 þúsund árin. Hraunið sem þekur hlíð-
ina í Kömbum er þaðan ættað; annað rann suð-
vestur með Stóra-Meitli og niður
Hveradalabrekkuna, en Þurárhraun er yngst;
þó miklu eldra en Kristnitökuhraun eða Svína-
hraunsbruni. Eins og víðar hafa veruleg spjöll
verið unnin á Hellisheiðareldstöðinni vegna
efnistöku. Gígarnir, eða það sem eftir sést af
þeim, eru austan undir háum rauðamalar- og
gjallkollum; hrauntraðir út frá þeim til aust-
urs. Hár gjallkollur, sá þeirra sem næstur er
þjóðveginum á Hellisheiði, er þó lítt skemmd-
ur og þyrfti að friða hann.
Þorvaldur Thoroddsen fór um þessar slóðir
1882 og minnist í ferðabók sinni á munnmæli
um að Þurárhraun sé það hraun sem Kristni-
saga getur um. Þorvaldur efast um að það
standist og nefnir, að hafi Þóroddur goði búið
að Hjalla sé líklegra að sagan eigi við annað
nýlegra hraun, komið úr Meitli. Hér á Þor-
valdur við hraunið sem runnið hefur fram af
hlíðinni vestan við Hjalla og liggur Þrengsla-
vegurinn á þessu hrauni í brekkunni upp á
heiðina.
Ekki er alveg ljóst hvort sá mæti maður,
Þóroddur goði, bjó á Hjalla eða á Þóroddsstöð-
um, lítið eitt vestar, og hvort sá bær sé þá
nefndur eftir honum. Hafi hann búið þar og
þetta hraun steypst fram af hlíðinni sumarið
1000 hefur það verið mjög áhrifamikil bending
um reiði guðanna.
En sú guða reiði hafði reyndar orðið löngu
áður, og hverju reiddust guðin þá? Þetta
hraun sem nefnt er Eldborgarhraun eftir eld-
stöðinni er miklu eldra en kristni á íslandi;
það er að vísu nútímahraun, en nokkur þúsund
ára gamalt. Upptökin eru í Eldborg undir
Meitlum, mikilfenglegum gíg sem hlaðið hefur
upp háan gígbarm að vestanverðu. Hinsvegar
er gígurinn opinn mót suðaustri og liggur
hrauntröð frá honum fram eftir hrauninu.
Sæmileg jeppaslóð liggur frá Þrengslaveg-
inum sunnan undir hlíð Litla-Meitils og allar
götur að eldstöðinni. Hafa menn riðlast á tor-
færubílum alveg upp á gígbrún, en hlíðarnar
eru að utanverðu vaxnar þykkum grámosa
sem þolir ekki einu sinni umgang, hvað þá
ruddaskap af þessu tagi. Ofan af gígbarmi
Eldborgar undir Meitlum sést vel yfir þetta
hraun og allt til Þorlákshafnar, en til norðaust-
urs yfir eystra sprungusvæðið þar sem áður
nefnd eldstöð ofan Hveradala er í beinni línu.
Öskulag, sem kennt er við landnám, úr gosi
Skarðið skammt austan við Þóroddsstaði í Ölfusi þar sem
Þurárhraun rann í þröngum farvegi fram af hlíðinni.
Hellisheiðareldstöðin uppi á Hveradalabrekkunni er skammt frá Suðurlandsveginum og nær lang-
leiðina norður að Vatnsmýrarfjalli. Að hluta hefur eldstöðinni verið stórspillt með efnistöku og veg-
um eins og hér sést. Héðan rann Þurárhraun niður í Ölfus og þótti koma vel heim og saman við frá-
sögn Kristnisögu.
Hellisheiöi
hl
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR1. JÚLÍ 2000 1 1