Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Page 12
Þóroddstaðir í Ölfusi. Bærinn stendur skammt vestan við skarðið þar sem Þurárhraun rann fram af
hlíðinni. Menn hafa tengt nafnið á bænum við Þórodd goða og Þurárhraun við frásögn Kristnisögu.
Þurárhraun dreifði úr sér á sléttlendinu í Olfusinu og þótti geta komið heim og saman
við frásögnina um jarðeldinn í Kristnisögu. En sú tilgáta reyndist röng.
Eldborg undir Meitlum er mikilfenglegur gígur á slóðum sem fáir þekkja. Hægra megin hefur hlaðizt upp hár gígbarmur en til vinstri sést
hrauntröðin og hraunið fram á brún heiðarinnar. Lengst til hægri má greina Þorlákshöfn.
« 11
'fsm
.
^•■■■> •>* •- ■ ’ -
V- ' ■
„Eldflóðið steypist ofan hlíð“ segir Jón Helgason í Áföngum og yrkir þar um Skaftáreldahraun. Einnig hér hefur eldflóð steypst ofan hlíð þegar Eld-
borgarhraun rann niður brekkunar þar sem Þrengslavegurinn liggur upp á heiðina. Kvísl úr hrauninu náði austur undir Hjalla og verið gat að Þórodd-
ur goði hefði búið þar og hraunið ógnað bæ hans. En rannsóknir sýna að þetta hraun er miklu eldra.
sem átti sér stað liðlega einni öld fyrir
kristnitöku, er bæði ofaná Purárhrauni og
Eldborgarhrauni. Þessvegna vita menn að
hvorugt þeirra er Kristnitökuhraunið.
Þorvaldur Thoroddsen fer villur vegar í
lýsingu sinni; segir bæði hraunin „tiltölulega
ný og hafa efalaust runnið síðan land byggð-
ist, en sögur segja mjög sjaldan frá náttúru-
viðburðum, síst á þessum útkjálka.“ I gos-
annál eldfjallasögu sinnar gerir Þorvaldur
ekki upp á milli þessara hrauna, en er þó
fyrstur til að draga í efa munnmælin um að
Þurárhraun sé Kristnitökuhraunið.
I lýsingu sinni á jarðfræði Arnessýslu 1943
greinir Guðmundur Kjartansson jarðfræð-
ingur frá eldstöðvum á Hellisheiði og telur
hann þar að bæði Þurárhraun og Eldborgar-
hraun geti átt við lýsingu Kristnisögu. Fram
yfir 1960 héldu menn í þessa skoðun.
Víðtækar rannsóknir fóru fram árin 1947-
49 á jarðhitasvæðum í Hengli og Hveragerði
og þá kannaði Trausti Einarsson jarðfræð:
ingur meðal annars hraunin á Hellisheiði. I
skýrslu sinni frá 1951 segir hann: „Viðvíkj-
andi aldri Þurárhrauns, má geta þess, að
Eldborgarhraun sunnan við Hjalla, sem er
mjög gamalt, hefur verið þakið þykkum jarð-
vegi, er síðar fauk nær algerlega af því. Þur-
árhraun er hinsvegar mjög unglegt og yngst
Hellisheiðarhraunanna, og eina hraunið, sem
komið getur heim við frásögn Kristnisögu
um eldgos árið 1000.“
Þessi kenning fær enn stuðning frá Þor-
leifi Einarssyni jarðfræðingi 1960. A sjötta
tugnum hafði hann kannað jarðfræði Hellis-
heiðar og fjallaði hann um niðurstöðurnar í
ritgerð sinni til fyrrihlutaprófs í jarðfræði við
Kölnarháskóla og síðar einnig í Náttúrufræð-
ingnum. Niðurstaða Þorleifs var svofelld:
„Eldstöðvar þær sem best eiga við frásögn
Kristnisögu, er eystri gossprungan á Hellis-
heiði. Hún er um 7 km á lengd frá rótum
Stóra-Skarðsmýrarfjalls gegnum Lakahnúka
allt suður til Eldborgar undir Meitlum, en
Eldborg er reyndar stærsti gígur sprung-
unnar.“
Raunar segir Þorleifur einnig að Svína-
hraunsbruni hafi runnið út yfir hraunkvísl-
ina, sem rann vestur af Hellisheiði framan
við Hveradali, og sé því runnin eftir árið
1000.
Það virðist vera fyrst um og eftir 1977 að
jarðfræðingar átta sig á því að hvorugt
hraunanna sem flæddu fram af heiðarbrún-
inni niður í Ölfus séu Kristnitökuhraunið frá
árinu 1000. Jón Jónsson jarðfræðingur birti
grein í Náttúrufræðingnum 1977 og þar kem-
ur fram að greining á aldri yngsta hraunsins
á Hellisheiði reyndist vera um 1850 geisla-
kolsár. Með öðrum orðum; hraunin, sem
runnu niður í Ölfus og talin voru þau sem
ógnuðu bæ goðans, voru búin að vera hluti af
landslaginu þar í mörg hundruð ár áður en
land byggðist.
í sömu grein kveðst Jón hafa fundið ösku-
lagið sem kennt er við landnám í jarðvegi of-
an á gosmölinni frá Eldborg undir Meitlum.
Því sé ljóst að gosið sem Kristnisaga getur
um, sé hvorki komið ofan af Hellisheiði né frá
Eldborg undir Meitlum.
Þar með er ljóst að böndin hafa borizt að
Svínahraunsbruna á svæðinu vestan Hellis-
heiðar.
Jón Jónsson skrifaði aðra grein í Náttúru-
fræðinginn 1979 og er fyrirsögn hennar
„Kristnitökuhraunið". Þar segir Jón frá því
að landnáms-öskulagið hafi fundizt í jarðvegi
undir Svínahraunsbruna. Þar með sé ekkert
því til fyrirstöðu, að fundið sé það hraun sem
getið er um í Kristnisögu og hin fyrsta gos-
heimild í sögu þjóðarinnar sé því í meginat-
riðum rétt.
Kenning Jóns fékk mikilvægan stuðning í
grein um Krýsuvíkurelda eftir Sigmund Ein-
arsson jarðfræðing árið 1991. 1 þeirri grein,
sem birtist í tímaritinu Jökli, eru færð rök
fyrir því að Eldborgir í Svínahraunsbruna
séu hluti af eldstöðvakerfí Brennisteinsfjalla
og að þar hafi staðið yfir goshrina á síðari
hluta 10. aldar.
Heimildir:
Eyjar i eldhafi. Safn greina um náttúrufrœði, 1995.
Sigmundur Einarsson: Hellishciði op Kristnitökuhraun.
Jón Jónsson: Jarðsaga svæðisins inilli Selvogsgötu og
Þrengsla. Árbók Ferðafélags íslands, 1985.
1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. JÚLÍ 2000