Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Side 16
H ATIÐART ON LEIKAR OG HATIÐARMESSA A ÞINGVOLLUM A SUNNUDAG
1 \ Jp , V ' - : , I
. ,a la Lít LÍ
Morgunblaðið/Kristinn
Hátíðarkór Kristnihátíðar, einsöngvarar og Sinfóníuhljómsveit íslands hafa að undanförnu æft saman í herbúðum KR við Frostaskjól.
KOMINN MEÐ TOLUVERÐA
STRENGI í HANDLEGGINA
Óhætt er að segja að það
verði í mörg horn að líta
hjá Herði Áskelssyni á
Kristnihátíð á Þingvöllum
um helgina. Auk þess að
vera tónlistarstjóri hátíð-
arinnar stjórnar hann
Sinfóníuhljómsveit Islands
og gríðarstórum kór á
hátíðartónleikum og blás-
arasveit og enn stærri kór
við hátíðarmessu á morg-
un. MARGRÉT SVEIN-
BJÖRNSDÓTTIR heim-
sótti Hörð í vikunni og
heyrði í honum hljóðið.
LÚÐRAÞYTUR frá börmum Al-
mannagjár kl. 13 á morgun,
sunnudag, markar upphaf hátíðar-
messu kristnihátíðar sem fram fer
á útisviðinu á Völlunum. Það er
inngöngustef Tryggva M. Baldv-
inssonar, „Intrada", sem þar verð-
I ur frumflutt en verkið var skrifað
sérstaklega fyrir þetta tækifæri að beiðni
kristnihátíðamefndar. Yfirumsjón með tón-
listarflutningi við messuna hefur Hörður Ask-
elsson, tónlistarstjóri hátíðarinnar, en þar
syngja hátíðarkórar barna og fullorðinna, alls
um 400 söngvarar, og málmblásarasveit og
hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leika.
Hátíðarkór fullorðinna er samsettur úr
Dómkómum, Kór Langholtskirkju, Mótettu-
kór Hallgrímskirkju, Schola cantorum og
blönduðum kór úr byggðum landsins. Hátíð-
arkór bama er skipaður bömum úr Graduale-
kór Langholtskirkju, Skólakór Kársness og
blönduðum barnakór úr byggðum landsins.
Hörður segir messuna bæði hátíðlega og
áhrifamikla og umgjörð hennar óvenjulega.
„Þegar gengið er til messu í kirkju sest
organistinn við orgelið og tekur fram þær
bækur sem þarf til að spila undir en þarna er
náttúrulega ekki orgel. Við urðum að fá blás-
ara úr Sinfóníuhljómsveit Islands til þess að
„leika á orgel“ - og ég stjóma þeim, svo eigin-
lega spila ég á orgelið eftir sem áður,“ segir
hann.
BOLUR
Morgunblaðið/Kristinn
Mikið mæðir á Herði Áskelssyni, tónlistarstjóra Kristnihátíðar, um helgina.
„Til þess að útsetja sálmana fyrir blásara-
sveit var fenginn mjög reyndur og þekktur
maður á þessu sviði, Þorkell Sigurbjömsson.
Sálmarnir eru reyndar flestir vel þekktir
enda ætlast til þess að fólk geti sungið með.
Allir textar eru prentaðir í hátíðardagskránni
sem hefur verið send á öll heimili í landinu og
vonandi verða allir hátíðargestir með bókina
með sér. I messunni verður rifjuð upp saga
kristninnar og þar með kirkjulegrar tónlistar
og þess vegna em þama líka eldgamlir söngv-
ar sungnir á latínu. Ekki má gleyma nýsköp-
uninni svo það var efnt til samkeppni um lag
við sálminn „A mótum tugalda“ sem herra
Sigurbjöm Einarsson orti. Fyrstu verðlaun
hlaut Veigar Margeirsson sem síðan útsetti
lagið á afskaplega glæsilegan hátt og verður
það fmmflutt við hátíðarmessuna,“ segir
Hörður. Ennfremur verður framflutt verkið
„Sanctus" eða „Heilagur, heilagur" sem
Þorkell Sigurbjömsson samdi sérstaklega
fyrir þetta tækifæri. „Hann bjó til mjög snúið,
kröfuhart og smellið stykki fyrir sex radda
kór og málmblásara," segir Hörður, ánægður
með útkomuna.
Hraðar hendur tækni- og sviðsmanna
Þegar messunni lýkur um klukkan þrjú
verður að hafa hraðar hendur því þá þurfa
tækni- og sviðsmenn að breyta sviðinu í tón-
leikasvið. „Þar sem altarið var koma stólar og
púlt fyrir strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar-
innar sem ekki er með í messunni. Klukkan
fjögur hefjast svo hátíðartónleikarnir," segir
Hörður sem er síður en svo laus allra mála að
messunni lokinni því hann stjórnar einnig 160
manna hátíðarkór, einsöngvumm og
Sinfóníuhljómsveitinni á tónleikunum. Hátíð-
arkórinn skipa Dómkórinn, Kór Langholts-
kirkju, Mótettukór Hallgrímskirkju og
Schola cantomm.
Fyrst á efnisskránni er lag Sigvalda Kalda-
lóns „ísland ögram skorið“ og er ætlast til að
viðstaddir taki undir. Þá verður sunginn upp-
hafskór „Alþingishátíðarkantötu“ Páls ísólfs-
sonar sem fmmflutt var á Þingvöllum 1930.
Næst verða fluttir hlutar úr óratóríunni
„Messíasi“ eftir Hándel. Gunnar Guðbjöms-
son tenór syngur tvær aríur, „Comfort ye“ og
„Every valley", Sigrún Hjálmtýsdóttir sópr-
an syngur aríuna „I know that my Redeemer
liveth“ og hátíðarkórinn flytur tvo kóra; „And
the glory of the world“ og „Hallelújakórinn".
Þá verður fluttur 1. og. 4. kafli úr „Þjóðhvöt"
Jóns Leifs og eftir Jón Nordal verður fram-
flutt í nýjum búningi „Sólhjartarljóð" úr
„Óttusöngvum á vori“. Einsöngvarar í því era
þau Sigrún Hjálmtýsdóttir og Sverrir Guð-
jónsson kontratenór. Gunnar Guðbjörnsson
syngur „Agnus Dei“ eftir Bizet, kórinn flytur
„Sanctus" úr H-moll-messu Bachs og tónleik-
unum lýkur með almennum söng þjóðsöngs-
ins eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Bæði tónleikarnir og messan verða send út
í hátöluram yfir svæðið auk þess sem þeim
verður bæði útvarpað og sjónvarpað.
Góður andi og vaxandi
samkennd í hópnum
Undanfarna daga hefur allur hópurinn æft
í íþróttahúsi KR við Frostasly'ól á sérsmíðuð-
um kórpöllum sem nú hafa verið fluttir á
Þingvelli. Lokaæfingin var svo á útisviðinu á
Völlunum í gær. Hörður segir andann í hópn-
um mjög góðan og samkenndina vaxandi.
„Þegar kórar koma saman er eðlilegt að fólk
sé með ákveðinn fyrirvara og sumum finnst
þeir vera í samkeppni um hvaða kór sé bestur
og hver nái flestum áheyrendum á tónleika.
Kollegar mínir sem koma með sína kóra inn í
þetta samstarf, þeir Jón Stefánsson í Lang-
holtskirkju og Marteinn H. Friðriksson,
stjórnandi Dómkórsins, eru alveg feikilega
góðir samstarfsmenn og ég finn ekki fyrir
neinu sem gæti heitið rígur milli kóranna.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hörður
stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni en það hefur
hann gert nokkrum sinnum í tengslum við
Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju. Hann við-
urkennir þó að þetta sé ekki hversdagslegt
verkefni. Auk þess sé hann kominn með tölu-
verða strengi í handleggina af að stjórna
hópnum sökum þess hve hópurinn sé stór og
fjarlægðirnar því miklar. En að öðru leyti ber
tónlistarstjórinn sig vel og hlakkar til helgar-
innar. Og vonar að veðrið verði gott.
1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. JÚLÍ 2000