Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Qupperneq 17
Leikhópur úr Þjóðleikhúsinu með dagskrá af tvennu tagi á Kristnihátíð á Þingvöllum
pll|tef8tÉStl
.
msm
Morgunblaðið/ Arnaldur
Þau taka þátt í dagskránni á Þingvöllum: Jóhann Siguróarson, Valdimar Örn Flygenring, Edda Heiðrún Backman, Edda Arnljótsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Stefán Jónsson og Rúnar Freyr Gíslason.
FELDSKOÐUN OG KENNIMENN
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ gengst fyrir
dagskrá af tvennum toga á
Kristnihátíð á Þingvöllum. I dag
kl. 16.15 verður sýnt leikritið
Höfuð undir feldi og á morgun kl.
11.30 og 15 mun leikhópur húss-
ins bregða sér í gervi valin-
kunnra persóna frá ýmsum tím-
um sem tengjast kristnisögu þjóðarinnar með
einum eða öðrum hætti. Umsjón hefur Þórhall-
ur Sigurðsson leikstjóri.
Höfuð undir feldi er leiksýning sem Jón Öm
Marínósson samdi sérstaklega fyrir Kristnihá-
tíð. Verður hún sýnd á aðalsviði hátíðarinnar.
Eins og nafnið gefur til kynna veltir höfundur
þar fyrir sér því sem gerðist meðan Þorgeir
Ljósvetningagoði var undir feldinum. „Hann
dembir yfir Þorgeir röksemdum úr báðum átt-
um og fer í gegnum ákveðið ferli áður en dómur
er upp kveðinn. Þetta er ekki bara helgisögnin
heldur eru þama dregin saman helstu sjón-
armið í málinu," segir Þórhallur Sigurðsson en
meðal gesta goðans undir feldinum em
persónur sem hafa sitthvað til málanna að
leggja. Má þar nefna Ólaf Noregskonung, Síðu-
Hall, Gissur hvíta og Hjalta Skeggjason.
Þórhallur segir höfund nálgast efnið með nú-
tímalegum hætti. „Þetta var auðvitað pólitísk
ákvörðun hjá Þorgeiri enda þurfti hann að
höggva á hnútinn áður en allt fór í bál og brand.
Hann varð að beita stjórnkænsku sem við köll-
um í dag pólitík."
Kristnir kennimenn
Á morgun, sunnudag, býður Þjóðleikhúsið
upp á dagskrá í tvennu lagi. Kl. 11.30-13 mun
leikhópurinn sýna myndbrot úr kristnisögu
þjóðarinnar. Birtast þar persónur á borð við
Guðmund góða, Brynjólf Sveinsson biskup og
JónVídalín.
„Hópurinn verður á ferð í Almannagjá og
mun flytja prédikanir eða ræður eftir góða
kennimenn fyrri tíma. Þama tekur hver við af
öðmm og að sjálfsögðu verða leikaramir í gerv-
um viðkomandi persóna. Þama er á ferð frábær
texti og skora ég á fólk að hlusta á þá á göngu
sinni gegnum gjána.“
Kl. 15-16 verður leikhópurinn aftur á ferð á
Þórhallur Sigurðsson leikstjóri aðstoðar Rúnar Frey Gíslason við að komast i „karakter".
sama stað en þá verða trú og efasemdir í bók-
menntum á tuttugustu öld í brennidepli. Leikar-
amir fara með texta úr umræddum bókmennt-
um og skjóta ýmsar kunnar persónur upp
kollinum.
„Þarna koma líka heitir kennimenn við sögu
og þrama yfir liðinu - margir hverjir býsna
skrautlegir," segir Þórhallur.
Hann segir skemmtilegt að taka þátt í verk-
efni af þessu tagi þótt leikið verði við aðrar að-
stæður en þekkist í Þjóðleikhúsinu. „Við eram
öllu vön, til dæmis margreynd í dagskrá í tilefni
af þjóðhátíð. Auðvitað er þetta mjög sérstök há-
tíð og stærri í sniðum. Eins og alltaf með úti-
hátíðir leikur veðrið líka stórt hlutverk. Ef rign-
ir eram við ágætlega sett á stóra sviðinu sem er
yfirbyggt og það verður þá bara að halda regn-
hlíf yfir liðinu í gjánni svo það rigni ekki niður.
Annars hugsum við ekkert um það. Spáin er
ágæt og það verður gott veður. Ég veit það.“
Leikai'amfr sem taka þátt í verkefnunum
tveimur era Baldur Ti-austi Hreinsson, Edda
Amljótsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Ingvar
E. Sigurðsson, Jóhann Sigurðarson, Ólafur
Darri Ólafsson, Pálmi Gestsson, Rúnar Freyr
Gíslason, Stefán Jónsson og Valdimar Öm
Flygenring.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. JÚLÍ 2000 1 7