Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Síða 19
TILÞESSAÐÞAÐSÉLÍF
VERÐUR AÐ VERA UÓS
Á Kristnihátíð á aðal-
sviðinu í dag klukkan 14
verður fluttur helgileikur
eftir þá Hjálmar H. Ragn-
arsson og Kristján Val
Ingólfsson sem nefnist
Sálmar um lífið og Ijósið.
Flytjendur eru barnakór-
ar víðsvegar að á land-
inu, karlakór og Skóla-
hljómsveit Kópavogs auk
dansara úr Listdansskóla
(slands. ÞORVARÐUR
HJÁLMARSSON spjall-
aði við Kristjón Vó 1 um
verkið, tilurð þess og
fi utning.
ÞAÐ verður án nokkurs vafa til-
komumikil sjón sem blasir við
fólki á aðalsviði Kristnihátíðar
klukkan 14 í dag. Þá stíga
þrjúhundruð skartklædd ung-
menni víðs vegar að á landinu
á stokk og flytja helgileikinn
„Sálmar Um lífið og ljósið“.
Börnin munu syngja, leika og dansa af hjart-
ans lyst ef að líkum lætur og setja glaðvær-
an svip á hátíðarhöldin. Tónlistina við leikinn
samdi Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld við
texta úr Biblíunni og sálma eftir Kristján
Val Ingólfsson. Leikurinn var frumfluttur á
hátíð í Hallgrímskirkju sumarið 1995 en nú
verður flutningur hans heldur stærri í snið-
um en þá var. Lúðrasveit og upprennandi
listdansarar koma við sögu og karlakór hef-
ur upp raust sína. Það liggur því nánast í
hlutarins eðli að forvitnast eilítið um upphaf
alls þessa.
„Upphafið má eiginlega rekja til Harðar
Askelssonar,“ segir Kristján Valur Ingólfs-
son, höfundur texta helgileiksins. „Segja
má að verkið verði til að frumkvæði hans.
Hann var búinn að stefna að þessu nokkuð
lengi og það var síðan í febrúar 1995 sem
hann kom að máli við okkur Hjálmar og
bað okkur um að taka að okkur þetta verk-
efni, sem við og gerðum. Verkið Sálmar um
lífið og ljósið er hugsað sem ein samofin
heild. Hver sálmur er þó sjálfstæður og því
er hægt að flytja verkið ýmist sem heild
eða syngja sálmana sér. Verkið er byggt
upp með þeim hætti að ritningarstaðirnir
mynda einhverskonar undirstöðu eða grind
en sálmarnir á milli hugleiða efni ritningar-
staðanna eða eru einskonar framhald af
þeim. Sálmarnir eru þó einkum ætlaðir
börnum. Meginhugsun verksins er einföld
og skýr; Guð gefur líf og ljós. Verkið á að
höfða til barna, það víkur að sköpuninni og
birtir hugleiðingar um náttúruna og skapa-
rann sjálfan. Okkur var líka hugstætt að
kynna sveitina fyrir krökkum nútímans
sem hafa kannski ekki haft tækifæri til að
kynnast lífinu í sveitinni; lífinu og náttúr-
unni sem við þekktum hér áður fyrr. Við
vildum kynna börnunum forsenduna sem er
þessi: til þess að það sé líf þarf að vera Ijós.
Fyrsta hugsunin í verkinu er sú að Guð
MorgunblaSið/Jim Smart
„Verkið er byggt upp með þeim hætti að ritningarstaðirnir mynda einhverskonar undirstöðu eða grind, en sálmarnir á milli hugleiða efni ritningar-
staðanna eða eru einskonar framhald af þeim,“ segir Kristján Valur Ingólfsson.
skapar ljós til þess að það geti verið líf. “
„Ritningarstaðirnir eru sungnir af karla-
röddum og þeir byggja nokkuð á fornum
gregorískum stefjum og síðan eru sálmarnir
á milli eins og úrvinnsla á þessum textum
sem við byggjum á. Utfærslan sjálf er miklu
meiri því það eru búningar og hreyfingar og
höfðað til miklu fleiri skynfæra en bara
heyrnarinnar. Listdansinum stjórnar Auður
Bjarnadóttir og Messíana Tómasdóttir er
hönnuður búninga og þær setja þetta upp í
sameiningu. Þetta var auðvitað í upphafi
ætlað til flutnings í Hallgrímskirkju og inni
en þarna förum við út í náttúruna og þess
vegna varð að útsetja tónlistina upp á nýtt
fyrir lúðrasveit. Það má segja um efnið að á
sínum tíma þegar við vorum að semja þetta
vildum við vera með texta sem væru í
ákveðnum tengslum við lífið. Margir af þess-
um sálmum sem við syngjum nú eru eldri og
þeir ganga út frá miklu einfaldari heims-
mynd en okkar, skulum við segja. Þess
vegna er allt í himnalagi í þessum eldri
sálmum en við viljum koma því inn þarna að
það er ekki alltaf allt í lagi. Einn sálmurinn
tekur á þeim vanda sem fólk býr við vegna
þunglyndis eða erfiðleika og hann heitir
„Það skín ekkert ljós“. Þar er fjallað um það
þegar maður er bjargarlaus og kemst ekki
að með það sem maður myndi vilja gera fyr-
ir sína nánustu."
- Má ef til vill líta á helgileikinn sem til-
raun til að færa sálmasöng nær tímunum
sem við lifum á og nær nútímafólki?
„Já, það má segja það. Orðalag sálmatext-
anna hjá okkur er þannig að við notum mik-
ið „vér“ og „oss“ og það er einfaldlega vegna
þess að það er svo gott að ríma á móti vér
og oss. Þannig er sálmamálið. A nokkrum
stöðum gerði ég tilraun til að breyta þessu
og notaði „okkur“ í staðinn fyi'ir „oss“, til
dæmis í sálminum „Kristur er ljós heims-
ins“. Mér finnst það þó reyndar hljóma eins
og færeyska að segja „okkur“, þannig að ég
verð sjálfur að venja mig við þessa ný-
breytni. Verkið er í rauninni hugsað sem
ákveðið ferli sem minnir á ferlið í messunni.
Það byrjar á lofgjörð og endar á blessun.
Lokakaflinn er bæn um blessun og innri frið
og heitir „Guð sem skapar líf og ljós“:
Guð sem skapar líf og ljós,
lætur vakna hverja rós.
Hann er Guð sem gefur þér
góðan dag og einnig mér.
Myrkrið hrekur hann á braut,
hjálpar vel í sorg og þraut.
Hvert sem leiðin liggur þín
lýsir hann þér heim til sín.
Láttu Drottinn lýsa enn
ljósið þitt, svo allir menn
hér á jörðu, hvar sem er,
heiðri þig og fylgi þér.
Ég vil hafa þetta öðruvísi
„Það skemmtilegasta við að vinna með
Hjálmari var að ég er ekki vanur því þegar
ég er að yrkja að hafa við hlið mér einhvern
sem segir: „Heyrðu, ég vil hafa þetta öðru-
vísi. Nú vantar mig viðlag og fleiri vers.“
Þetta var ákaflega ánægjulegt og gefandi
samstarf. Við unnum verkið í mikilli skorpu,
mest í kringum páskana 1995. Verkið var
síðan frumflutt á Kirkjulistahátíð í Hall-
grímskirkju í júní þá um sumarið. Þótt verk-
ið sé hugsað fyrir krakka og sumt hugsað
meira fyrir krakka en annað kemur í ljós að
þetta er auðvitað samt sem áður fyrir full-
orðna líka. Þarna eru tilvísanir í ákveðna at-
burði á kirkjuárinu. Sálmurinn „Lífið gefur
Guð“ er í sjálfu sér jólasálmur og Hjálmar
hugsar hann í rauninni þannig.“
- En íjalla sálmarnir beint um borgina og
borgarlífið og þá skuggahliðar þess sem því
miður eru veruleiki alltof margra barna sem
alast upp í dag?
„Af því að við höfum verið svo mikið í
sveitinni eru til ákaflega fáir sálmar sem
gerast í borginni. Borgarveruleikinn sem að
sumu leyti er mjög firrtur er samt sem áður
í dag hinn eðlilegi veruleiki. Auðvitað reynd-
um við að koma eilítið nær þessum veruleika
sem við erum að fást við dagsdaglega. Þó
ekki nema væri út frá því eðli kristindóms-
ins að koma að aðstæðum hverju sinni og
byrja á því að viðurkenna þær. Það sem
breytist gerir það þá út frá þeim boðskap
sem kemur inn í þessar nýju aðstæður, ef
fólkið tileinkar sér hann. Ekki það að við
ætlum fyrirfram að breyta aðstæðunum út á
við og segja: „Þetta á ekki að vera svona!“
Hjálmar H. Ragnarsson
Krafturinn til að breyta aðstæðunum verður y*
að koma innan frá. Þá verðum við líka að
hafa séð við hvað er að glíma. Um þetta efni
fjalla ég í sálminum „Hvers leitið þér menn“:
í iðandi straum
um stræti og torg
sér auga vort enn
þitt andlit í sorg.
Hins vonlausa vein,
hið vesæla skar
það hrópar á hjálp.
Ó, heyr, þú ert þar.
Vér höldum þú sért
með honum sem flýr.
Hann frelsið ei fann j
á fjöllum því býr.
Svo líður vort líf
í leit og í neyð
uns illskunnar ok
má enda sitt skeið.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. JÚLÍ 2000 19"