Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Blaðsíða 5
Portret eftir Marie-Louise af Elias Canetti. leika fyrir hana á hörpu og plokkar strengina. Seinniparturinn leið fljótt. Eg vildi ekki ónáða lengur og ætlaði að fara að kveðja þegar hún sagði: „Og nú skulum við h'ta inn til mammá.“ Mig furðaði á þessu, en þá var mér sagt að mam- má væri enn á lífi, orðin hálftíræð, en rám- liggjandi. Þegar ég reyndi kurteislega að forðast frekari átroðning stóð ekki á svari: „Vitaskuld verðið þér að hitta mammá, hún tæki ekki annað í mál, allra síst fyrst þér eruð vinur Göggu!“ Við fórum niður á aðra hæðina eftir dauflýst- um gangi að stigabaki. Hróp og köll kváðu við þegar við komum að háum eikardyrum sem fylgdarkona mín opnaði snöggt. Tvær þjónustu- stúlkur voru í miðju kafi að skipta á ráminu og megn hlandþefur var í herberginu. Mitt á breiðri dýnu fyrir framan mig lá ógreinileg, föl- bleik hrága. Loks varð mér ljóst að þetta var af- skræmdur, nakinn mannslíkami sem fyrir elli sakir hafði að mestu glatað mannsmynd sinni og líktist nú mest af öllu klump af frymi. Langmest áberandi var stórt höfuð, nauðasköllótt, með djúplæg augu og gróf hár á hökunni. Frá þess- ari veru barst æst og hrjúf bassarödd sem gelti skipanir til þýsku þjónustustúlknanna tveggja sem reyndu í flýti að hylja skjólstæðing sinn. „Mammá...mammá,“ grevp dóttirin fram í, „ég er komin héma með vin hennar elsku Giöggu okkar... frá íslandi.“ Höfuðið, hálf-sjáandi, sner- ist i átt til mín og mælti eftir nokkra þögn ströngum og krefjandi rómi sem fremur var þó htaður af umhyggju: „Gagga, Gagga...hvemig hður Göggu!“ ,Agætlega,“ svaraði ég undir eins, „og hún biður mnilega að heilsa yður.“ Eftir stutt orðaskipti um erindi mitt héldu þær áfram að tala saman á þýsku. Mér létti mikið þegar at- hygli þeirra beindist að öðra og ég fór að grand- skoða úrvalsverkin sem héngu í röðum á svefn- herbergisveggjunum. Flest þein-a vom 16. aldar landslagsmálverk, máluð í anda Dónár- skólans svonefnda. Tvær vandaðai- blómamynd- ir með skordýram sem máluð voru af dæmig- erðri nákvæmni sá ég að voru verk eftir flæmska 17. aldar málarann Jan van Kessel. Ég gat ekki annað en undrast hvemig þessi við- kvæmu listaverk, svo að ekki sé nú minnst á aðra dýrgripi heimihsins, höfðu fyrir eitthvert kraftaverk bjargast óskemmd úr stríðinu og eins hvemig konurnar í herberginu höfðu á lík- an hátt getað haldið saman í þeirri innilokun sem þær bjuggu við. Brátt renndi ég gran í að svarið fælist í ólseigum og ódrepandi leifunum af manneskju sem lágu í rúminu. Þessi ættmóðir, sem öðlast hafði óbugandi andlegt þrek, hafði lifað af ógnir og umrót tveggja heimsstyijalda og misst einkason sinn í Auschwitz. Nú þegar fátt var eftir af henni nema höfuðið og óbuguð röddin sem endurómaði í endilöngum göngun- um réði hún enn lögum og lofum í hinni ensku varðstöð sinni, síðasta víginu. Mæðgumar höfðu farið frá Vínarborg til Ha- ag 1939 áður en herir Hitlers komu í kjölfarið. Húsið í Hampstead varð síðasta hæli þeirra og þar eyddu þær ævinni í híði sínu og röðuðu í kringum sig málverkum dótturinnar og þeim erfðagripum fjölskyldunnar sem eftir vora - menjum um horfna tíð. Móðirin andaðist ári eft- ir heimsókn mína, 96 ára gömul, og dóttir henn- ar 89 ára að aldri 1996. Um leið og þær kvöddu leið ættleggur þeirra undir lok. Þær höfðu dáið út á mjög svipaðan hátt og lokatónamir í gyð- ingaþjóðlögunum sem, vinkona þeirra, Gagga, söng í banni af þijósku sinni á sviðinu í Con- ventgarden í Hamborg 1938 fyrir fúllu húsi þar sem meirihluti áheyrenda var nasistar - og gerði það á lýtalausri jiddísku. Þennan dag gaf Marie-Louise von Motesiczky mér skrá yfir verk sín sem gefin var út 1967 vegna sýningar í Múnchen. Hún ritaði í hana nafn sitt og til minningar um stuttan fund okkar bætti hún við af lítíllæti sínu: „Einu sinni er ekki nóg!“ I fyllstu auðmýkt og einlægni, þá nægði það mér. Höfundurinn er listfræðingur og rithöfundur. ÚR MYNDAALBÚMI mynda sem þá voru teknar og leynast ef til vill í skókössum uppi á háloftum. Þetta sumar var far- ið að iíða á seinni hluta kreppuáranna, en það hafði eólilega verió kyrrstaða í Reykjavík. í Hljóm- skálagarðinum, þar sem myndin er tek- in, voru grasflatirog við göngustíga hafði verið komið fyrir fá- einum bekkjum. En naumast er hægt að segja að trjágróður sjáist. Við Sóleyjar- götuna fyrir ofan standa reisuleg hús sem enn eru staðar- prýði, þar á meðal húsið lengst til vinstri þar sem skrifstofa forseta íslands er nú. Þarna hafa tvær prúðbúnar konur tyllt sér á þetta nýja þægindi: Jóhanna Sigurjónsdóttir Ijósmynd- ari í ASIS er yngri konan með hattinn, en hin konan er móðir Jóhönnu, Sigríður Björnsdóttir. Hún er einnig með einhvers konar hatt, enda tíðkaðist þá að virðulegar og vel búnar konur settu upp hatt þegar þær fóru út. Án hans voru þær ekki að fullu klæddar. Að iíkindum hefur þetta verið á sunnudegi og Ijósmyndastofa Jóhönnu lokuð. Hún hefur farið í „spássitúr" á góðviðrisdegi með móður sinni, en þær eru einar í þessum nýja garöi fyrir utan þann sem myndina tók. Annarsstaðar á myndinni sjást hvorki bílar né nokkur maður á ferð. Myndin ertekin sumarið 1938, en Ijósmyndarinn er ókunnur. Þetta er ein margra svart- hvítra kassavéla- Það er eitthvað óendanlega dapurlegt við þessa Reykjavíkurmynd frá sumrinu 1938. Hún virðist vera tekin úr mýrinni þar sem Reykjavíkur- flugvöllur var lagður tveimur árum síðar. Útsýnið er upp í hæðina austan við Þingholtin; þarna eru hús við Laufásveginn, gamli Kennaraskólinn og lengst til hægri er Landspítalinn. Það er myrkur yfir bænum þó að myndin sé tekin á miðju sumri og sortinn minnir á éljagang í skammdeginu. En þessi sorti er allur af manna völdum. Reykjavík var koiakynt árið 1938 og úr hverjum reykháf stóð svartur strókur. Einstakir strókar sjást vel upp úr húsunum næst Landspítalanum, en vestar mynda þeír allir koldimmt reykský sem grúfir yfir bænum. Fyrsta hitaveita á fslandi hafði þó verið lögð frá þvottalaugunum í Reykjavík árið 1930, en tveimur árum eftir að myndin var tekin var bærinn allur sundurgrafinn af skurðum vegna hita- veitunnar, sem frelsaði Reykvíkinga undan oki kolareyksins. Leiðrétting í grein eftir Elsu E. Guðjónsson í Lesbók 3. júní sl., „Stanley og stiftamtmaður skiptast á göngustöfum" urðu þau mis- tök að vatnslitamynd enska mynd- listarmannsins Edwards Hayes af þess- um atburði, svo og bænum á Innra-Hólmi, snerist við, eða speglaðist í vinnslu, og sýnir alla staðhætti öfuga. Hayes vann þessa mynd fyrir Stanley eft- ir frumdrögum á árunum 1790-91. Grein Elsu er um það sem á myndinni sést, að Stanley og Ólafur Sephensen stiftamt- maður skiptast á göngustöfum og að öll- um líkindum hefur þetta verið kveðju- stund þeirra. En vegna þess að myndin snerist við urðu allar tilvísanir rangar í texta Elsu um hægri og vinstri. Ólafur stiftamtmaður er sjöundi í röðinni frá vinstri eins og myndin snýr núna og Stanley er níundi maður frá vinstri. Leið- réttist þetta hér með og eru höfundur greinarinnar og lesendur beðnir velvirð- ingar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. JÚLÍ 2000 5 É

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.