Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Blaðsíða 4
Marie-Louise von Motesiczky: Sjálfsmynd með rauðan hatt.
EFTIRMINNILEGAR MÆÐGUR
EFTIR FRANK PONZI
Mæðgurnar höfóu farið frá Vínarborg til Haag 1939
áður en herir Hitlers komu í kjölfarið. Húsið í Harr ip-
stead varð síðasta hæli | þeirra; þar bjuggu þær í f ííði
sínu og röðuðu kringum sig málverkum dótturinnar
og erfðagripum fjölskylc dunnar.
Marie-Louise Montesiczky: Gamalt Ijóð.
✓
Arið 1977 byrjaði ég að vinna
að heimildarmynd um ís-
lensk-dönsku söngkonuna
Bngel Lund, sem var meðal
fyrstu söngvara til að kynna
íslensk þjóðlög víða um
heim. Milli 1930 og 1960
, hafði hún verið þekkt um
alla Evrópu og Bandaríkin fyrir óvenjulega
túlkun þjóðlaga frá mörgum löndum. Frægð
sína öðlaðist hún fyrir einstæða konserta sína
þar sem hún kynnti lögin og söng lýtalaust á um
það bil 20 tungumálum. Til þess að ég gæti rakið
kafla úr ævi hennar gaf Gagga, eins og hún var
oftast kölluð, mér lista með nöfnum vina sinna í
London, þar sem hún hafði dvalist seinni stríðs-
árin. Einn þeirra var listmálari að nafni Marie-
Louise von Motesiczky.
„Vildi Gagga að við hittumst?" var stuttaraleg
spuming hennar þegar ég hringdi: “,,a-á, hún...“
„Jæja....gjörið þá svo vel að koma klukkan tvö -
Finchley Road Station, 6 Chesterford Gardens."
Það var eftir hádegi sólbjartan júnídag sem ég
stóð á tilsettum tíma fyrir framan stórt og virðu-
legt þriggja hæða hús úr rauðum múrsteini, í
viktoríönskum stíl, í Hampstead. Mér reyndist
þrautin þyngri að íinna aðalinnganginn og gekk
þess vegna meðfram múrvegg sem lá framhjá
nokkrum trjám og runnum inn í lítinn garð að
húsabaki. Við dyr sem ætlaðar voru þjónustu-
fólkinu var gamaldags bjalla sem ýta átti á. Ég
studdi á messinghnappinn og beið. Brátt opnaði
vinnukona, fremur alvarleg á svip, mældi mig
snöggvast með augunum, og gat varla heitið að
vottaði fyrir brosi, og bauð mér inn. Þegar ég
var laus við frakkann var mér fylgt upp í stóra
setustofu og sagt að madame Motesiczky kæmi
undir eins niður.
Stofan vissi út að breiðri flöt með litskærum
blómum sem umgirt var háum garðvegg úr
rauðum múrsteini. Garðurinn bar þess merki að
vera einkagarður, en var þó, að mér fannst,
nokkuð lokaður og vel varirm. Það sem innan-
stokks var í setustofunni sýndist líka eins og
fjötur, jafn þrúgandi og það var, með dökkum,
þungum húsgögnum og tjöldum, sem allt virtist
vera gamall og ósvikinn germanskur arfur nema
nokkur málverk, sem minntu á Max Beckmann,
en voru ekki eins harðneskjuleg og merkt „Mot-
esiczky". Þar sem ég varð að bíða, og það býsna
lengi, gafst mér gott færi á að skoða þetta
gamla, fágæta innbú úr veröld sem var og það
jók mjög á forvitni mína um eiganda þess.
Stendur þá ekki allt í einu fyrir framan mig,
hljóðlega og átakalaust, eins og hún hefði líka-
mnast úr húsbúnaði þessa tíma, glæsilega
klædd, virðuleg, hvíthærð hefðardama með að-
alsbrag í fasi. Hún virtist vera á sextugsaldri, en
var þá, eins og ég komst að seinna, sjötíu og
eins. Minnugur þess að hafa heyrt hve hún var
rómuð fyrir fegurð sá ég smám saman færast
bros yfír lítinn munn sem ekki var laus við vipr-
ur, en þrýstnar varimar hafði hún málað dauft
með appelsínugulum lit. Mjúkri og þýðri röddu
spurði hún hvemig sameiginleg vinkona okkar
væri til heilsunnar og vísaði mér til sætis í
bólstruðum stól frá 19. öld. Við inngreypt borð,
hlaðið tei, Vínarsúkkulaði og smákökum, fómm
við svo að tala um tengsl hennar við söngkonuna
og málaraferil hennar sjálfrar.
Þegar hún var ung og var að læra að mála í
Frankfurt á þriðja tug aldarinnar hafði hún
þekkt Beckmann bæði sem námsmann og náinn
vin og seinna, á stríðsámnum, þekkti hún Ko-
koschka líka. En núorðið, sagði hún, var hún
ekki lengur í tengslum við neina listamanna-
hópa, kærði sig kollótta um strauma samtímans
og vann eins og henni sýndist og með þeim
hraða sem henni hentaði Núna sýndi hún sjald-
an, hafði hvorki neinn áhuga á írægð og frama
né þörf fyrir að selja. Þar sem ekki var langt á
milli hennar og kynslóðar Hans Richters, sem
hafði dáið árið áður, spurði ég hvort hún kann-
aðist við Zúrich-dadaistana frá 1916 og verk
þeirra. Hún hlustaði af kurteisi, kannaðist við
nafnið, en sagði listastefnur í tímans rás skipta
litlu máli fyrir sig og sín léttvægu verk - verk,
vildi ég bæta við, sem síðar áttu eftir að hanga í
Tate Gallery og mörgum söfnum í Þýskalandi.
Þegar hún heyrði að ég hefði unnið að viðgerð-
um í Flórens vegna flóðanna 66^67, kom hún
með málverkið Meyjan og bamið, eftir 15. aldar
málarann Carlo Crivelli frá Feneyjum, augljós-
lega einn erfðagripinn enn sem ekki var vanþörf
á að hreinsa. Vegna deilnanna sem þá geisuðu
um meinta ofhreinsun málverka í National Gall-
ery taldi ég best að hún leitaði uppi sérmenntað-
an viðgerðamann sem gott orð færi af og ynni
sjálfstætt.
Eftir að henni hafði á svo auðveldan hátt tek-
ist að skapa traust okkar í milli bauð hún mér
upp í vinnustofu sína á efstu hæðinni. Þótt þar
væri vel bjart var hrollkalt í óupphitaðri stof;
unni þegar hún fór að sýna mér nýrri verk sín. í
þeim hafði hún gefið sér lausari tauminn en í
þeim sem niðri voru og í eðli sínu voru þau
greinilega persónulegri. Ásamt sjálfsmyndum
og táknrænum myndum, sumum af henni sjálfri
í hálf-goðfræðilegu gervi, voru þar líka myndir
af nánum vinum hennar. Tvær þeirra voru af rit-
höfundinum Elias Canetti, sem varð Nóbels-
verðlaunaskáld 1981 og ég frétti seinna að hún
hefði verið ástfangin af í löngu sambandi þeirra,
en það ekki verið gagnkvæmt. En af öllum þeim
verkum sem hún dró fram voru flest af móður
hennar, Henriette, gerð á ýmsum tímum og
sýndu hispurslaust hvemig hún hafði elst. Hún
hafði misst fóður sinn þegar hún var þriggja ára
og móðir hennar hafði fyrir vikið verið sú mann-
eskja sem stóð henni næst. Hún hafði aldrei
gifst, en að því er virtist eytt drýgstum hluta
tíma síns í að mála þetta yfirþyrmandi foreldri
sitt. Á ýmsum málverkum var móðir hennar
sýnd á veiðum, með byssu, annaðhvort á eftir
bráðinni eða á slóð einhvers dulins, torkennilegs
óvinar, eða eins og drottning með hárkollu þar
sem hún sat í tágahásæti sínu og var að reykja
pípu, en seinna, þegar hún var orðin veikburða
og átti erfitt með hreyfingar, gat að lita hana á
sumardegi í rafknúna hjólastólnum sínum, með
lítinn kjölturakka á eftir sér, akandi um ramm-
girta garðflötina. Hvert málverkið af öðru bai’
það með sér vegna þess sem það sýndi að heim-
ur málarans var næsta einangraður og að þang-
að var ekki hleypt nema fáeinum nánum vinum
og ætíð undir eftirliti móður sem alltaf var til
staðar. Aldrei minntist málarinn á eftirlætisfyr-
irsætu sína nema með ástúðlegum orðum og
bamslegri lotningu. Á einu málverkinu er kar-
læg móðirin sýnd þar sem dóttir hennar er að
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. JÚLÍ 2000