Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Blaðsíða 15
Ljónynjurnar sjá oftast um að veiða og draga björg í bú. Hin dýrin úr fjölskyldunni bíða oft álengdar. Sjaldgæfara er að Ijón veiði með samvinnu, en í Namibíu hafa þau þó þróað sérstakt samvinnukerfi til að ná fijótustu hjartardýrunum. ------------------:----------- íLet' J mt .. - -------------------------------------------------! p j I' mzZ ^ Eftir að kvenljón hefur fellt bráð nær það í ungana og stundum deila nokkrar mæður með unga sína máltíðinni. Karldýrln tengjast ekki afkvæmum sínum tilfinningaböndum og nái stakt karl- dýr að komast til valda í Ijónafjölskyldu, tryggir það sig með því að drepa þá unga sem fyrir eru. um því auðveld bráð. Um leið og hvolparnir komast á ról flytur móðirin aftur með þá til hjarðarinnar. Eigi fleiri Ijónynjur í hjörðinni hvolpa mynda þær eins konar gæslumiðstöð og vinna náið saman næsta eina og hálfa árið, eða þar til að næsta goti kemur. Mæðumar kenna hvolpunum að veiða í grenndinni og mjólka þeim þegar þær koma heim úr lengri veiðferð- um. Þær snúa heim dauðuppgefnar og leyfa hvolpunum að sjúga sig á meðan þær fá sér blund. Rannsóknir sýna að mæðumar hafa hvaða unga sem er á spena. Þetta er einn meg- inþátturinn í hinni dularfullu samvinnu ljóna. En um þessa samvinnu ljóna gildir það sama og um aðra samvinnu. Tilgangurinn er ekki jafngöfugur og hann sýnist. Ljónynjurnar éta af sömu bráðinni og snúa saman heim til hvolpa sinna. Sumar em systur, aðrar mæðgur og enn aðrar bara frænkur. Sumar eiga einn hvolp, aðrar fjóra. Við mjólkuðum tæpa tylft ljónynja og okkur til mikillar furðu uppgötvuðum við að mjólkurmagn hverrar og einnar var háð því sem hún át, en ekki fjölda þeirra unga sem hún hafði gotið. Þar sem sumar ljónynjur í hjörðinni hafa fáa munna að metta, en framleiða samt sama magn mjólkur, geta þær sem fáa hvolpa eiga leyft sér að vera örlátar. Enda er raunin sú að mæður sem eiga bara einn hvolp gefa megnið af mjólk sinni afkvæmum annarra. Ljónynjurnar eru þó örlátastar við afkvæmi nánustu ættingja sinna. Mjólkurgjafirnar grundvallast því á offram- leiðslu og ættartengslum. Þessa þætti er líka að finna hjá kvendýrum annnarra tegunda. Al- gengast er að spendýr sem eignast mismun- andi fjölda afkvæma í goti og lifa í fámennum ættingjahópum, eins og t.d. nagdýr, svín og rándýr, sameinist um að hafa unga á spena. Þótt ljónynjur leyfi hvolpum annnarra ljón- ynja að sjúga sig reyna þær að veita eigin hvolpum forgang og verjast ágangi annarra hungraðra hvolpa. En þær þurfa líka að sofa og þar sem þær liggja tímunum saman í móki eru þær hvolpunum mikil freisting. Hvolpur sem hyggst reyna að fá sér sopa hjá ljónynju sem er ekki móðir hans bíður venjulega með það þang- að til hún er sofnuð. Kvenljónin verða því að velja á milli þess að verjast þessum litlu plágum og hvíldarinnar. Örlæti Ijónynja byggist því einkum á skeyt- ingarleysi. Ljónynjur sem hafa minnstu að tapa sofa best. Annaðhvort eiga þær þá fáa hvolpa sjálfar eða lifa í félagi við nána ættingja. Blettahýenur hafa leyst þetta vandamál með því að ala ungana upp í öruggu greni. Mæðurn- ar snúa heim til þeirra til að gefa þeim að éta, en sofa svo annars staðar. Með því að fylgjast með hýenum í greni komumst við að raun um að ungar reyndu ekki síður að komast á spena hjá öðrum mæðrum en sínum eigin en hjá ljón- ynjunum. En hýenur eru árvökulli og þess vegna tókst þeim það síður. Afkoman í Serengeti Ljónynjur eru félagslyndastar þegar þær bera ábyrgð á hvolpum og hjörðin sameinast um að koma þeim á legg. Ljónynjur, sem ekki eiga afkvæmi, heimsækja stundum félaga sína sem eiga hvolpa, en halda sig venjulega út af fyrir sig, næra sig vel og forðast að blanda sér í þau vandamál sem fylgja sameiginlegri gæslu hvolpanna. Mæður sameinast heldur ekki um gæslu hvolpanna til að tryggja þeim betra við- urværi. Raunar getur farið svo að félagslyndar mæður njóti minna af fæðunni en þær sem fara einforum. Ljónynjur bindast ekki samtökum um hvolpagæslu til að tryggja þeim fæðu, held- ur eingöngu þeim og sjálfum sér til varnar. Það tekur ljónynju tvö ár að koma hvolpum á legg. Deyi þeir áður en að því kemur finnur hún sér maka innan fárra daga. Hvolpamissir getur þannig stytt tímann á milli gota um allt að ári. Karlljón sýna afkvæmum sínum sjaldan ástúð. En varsla þeirra á svæðinu gagnast þeim vel til varnar. Komist annað bandalag karlljóna til valda á svæðinu og boli feðrunum í burtu bíða þeir sem við taka ekki boðanna með að geta af sér ný afkvæmi. Þar eru þeir hvolpar sem fyrir eru þrándur í götu og því verður að útrýma þeim. Rúmur fjórðungur allra hvolpa er drep- inn af slíku innrásarliði karldýra. Mæðurnar eru þó helstu fórnardýr þessara endalausu át- aka. Þær veija hvolpa sína eftir bestu getu fyr- ir innrásarliðinu. Én þar sem karldýrin eru næstum helmingi stærri hlýtur Ijónynja að tapa þegar barist er í návígi. Samstaða eykur þó á sigurvonirnar og í mörgum tilvikum tekst þeim þannig að vernda hvolpa sína. Karlljón eru þó ekki eina vandamálið. Ljón- ynjur verja líka veiðisvæði sín og vatnsból fyrir öðrum ljónynjum. Fjölmennari hjarðir drottna yfir þeim fámennari og ljónynjur ráðast á og drepa granna sína. Þorri karldýra hefur aðeins fáein ár til að auka kyn sitt, ljónynjurnar njóta aftur á móti þeirra forréttinda að geta fjölgað sér mun lengur, eða í allt að 11 ár. Deilur hjarða um svæði eru því mun viðameira vanda- mál en árekstrar á milli bandalaga karldýra og ljónynja. Þær fara því varlegar í sakirnar þeg- ar þær hitta ókunnug ljón. Þegar ljónynjui- heyrðu til ljónynja á hljóðsnældu gerðu þær enga tilraun til að hrekja hópinn á braut nema þær væru a.m.k. tveimur fleiri. Ljónynjur kunna að telja og kjósa frernur öryggið en áhættuna. Fjöldinn skiptir sköpum og séu ljón- ynjurnar aðeins tvær sem halda hópinn er til- vera þeirra næsta gagnslaus. Hún felst þá að- eins í að forðast aðrar hjarðir og þær eignast aldrei afkvæmi. Hjörðin er einstaklingunum skjól. Þar vinna þeir saman að þeim sameiginlegu hagsmunum sínum að búa sig undir næsta leik óvinanna, sem eru önnur ljón af báðum kynjum. Um fullnaðarsigur er aldrei að ræða. A umliðnum árum höfum við séð hundruð karldýi’a koma og fara. Hvert og eitt bandalag fylgir í grófum dráttum sama mynstri. Þau gera innrás, drepa og geta af sér afkvæmi. Síðan tekur óhjá- kvæmilega við hnignun og hrun. Fjölmörgum hjörðum hefur tekist að eigna sér blett og kom- ast þar til yfirráða í Serengeti. En fyrir hverja slíka hjörð hverfur önnur í staðinn. Samvinna ljóna virðist kannski aðdáunarverð þegar um sameiginlega hagsmuni er að ræða eins og að berjast um landsvæði við granna sína og stugga burt óæskilegum karldýrum sem að hjörðinni sækja. En konungur dýranna er fyrst og íremst dæmi um félagslega samvinnu sem er ofin inn í þróunarmynstrið. Jóhanna Þráinsdóttir þýddi úr Scientifíc American. — BJÖRN INGÓLFSSON MORGUNN Árdagssólin sendir milljón spræka morgungeisla ínjósnaferð yfir Eiríksjökul. Þeirhlaupa niður með fljótinu hvíta spegla sig íflaumnum drekka morgundögg af stráum heilsa skóginum kumpánlega. Milljón glaðir morgungeislar fara heitum höndum um steinana á melnum hendast yfir mýrar og víða velli staðnæmast í hálfhlaðinni smiðjutóft við nýjan hæ. Tröllvaxinn maður með grásprengt skegg og úfínn hárkraga kippir glóandi járni úrkolaglóð leggur við lábarinn stein og greiðir þung högg meðan milljón stríðnir morgungeislar lita skalla hans rauðan. Vegna Borgfirðingahótiðar í ár var efnt til Ijóðasamkeppni og bárust 12 Ijóð eftirýmsa höfunda víðsvegar að af landinu, svo og úr Borgarfirði. í dómnefnd áttu sæti Kristín Thorlacius, Snorri Þorsteinsson og Jón Þ. Björnsson. Þau völdu verðlaunaljóðið sem hér er birt og reyndist höfundur þess vera Björn Ingólfsson ó Grenivík. Las hann það upp á hátíðinni með fyrirlestri Böðvars Guð- mundssonar 18. júní í Borgarnesi. [ Ijóðinu er vikið að náttúru og sögu Borgarfjarðar, m.a. með tilvísun í Eiríksjökul og Skallagrím, landnámsmann (Borgarfirði. INGÓLFUR STEINSSON ÁJÓNS- MESSU Öldin eraðlíða, enn skelfurjörð, hátið stendur hátt, rökkrið sígur í kaldan svörð; við dönsum í dögginni nakin. Örlaganna máttur yfir hvílir hljótt, svefnvana þjóð ogsenn erkomin Jónsmessu- nótt; við dönsum í dögginni nakin. Þjóðsögurnar lifa, þý og huldumenn, tröllin varpa fjöreggjum úr fjöllunum enn; við dönsum ídögginni nakin. Siðurínn erki’istinn, sundruð þjóðin enn, skyldi hún fá friðinn ísálina senn? við dönsum í dögginni nakin. Betra’ erað treysta böndin, batnandi lifir þjóð, við eigum saman landið oghinn andlega sjóð; dönsum í dögginni nakin. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. JÚLÍ 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.