Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Blaðsíða 13
Víðlmýrarkirkja í Skagafirði.
Ljósmynd/Páll Stefánsson
AHRIF KRISTNIAISLENSKT MAL
ÁHRIF BIBLÍUNN-
AR Á ÍSLENSKT
LAGAMÁL
BIBLÍAN, einkum Gamlá testamentið,
var um langan aldur og víða notuð öðr-
um þræði sem lögbók og sjálft Móse-
lögmál, Auga fyrir auga, tönn fyrir
tönn (2M 21, 23), á sér t.d. hliðstæðu í lögum
Hammúrabís. Þess vegna þarf það ekki að
koma á óvart að ýmis föst orðasambönd, orða-
tiltæki og málshættir sem rekja má tO lögbóka
eigi rætur sínar í Biblíunni þegar betur er að
gáð.
A þjóðveldisöld var Grágás lögbók íslend-
inga en hana leystu af hólmi fyrst Járnsíða
(1271) og síðan Jónsbók (1281) en hún er kennd
við Jón lögmann Einarsson (1277-1291). í
hartnær 300 ár var Jónsbók einungis til í fjöl-
mörgum handritum en árið 1578 var hún prent-
uð, fyrsta bókin veraldlegs efnis. Áhrif Bi-
blíunnar á Jónsbók eru umtalsverð, einkum á
17. kafla hennar (dómakafla). Það mun vera
séríslenskt fyrirbæri að skeyta inn í lögbók
ýmsum viðbótum, oft siðferðilegs efnis. Slíkar
viðbætur í Jónsbók fjalla m.a. um Mildi í dóm-
um og Skyldur dómara og hafa þær verið kall-
aðar einu nafni dómarareglur. Ahrif Biblíunn-
ar á dómarareglur eru augljós en þeirra gætir
einnig annars staðar og áhrifin eru engan veg-
inn einskorðuð við Gamla testamentið.
í réttarfari nútímans má telja það grundvall-
aratriði að allir njóti sannmælis og séu jafn-
réttháir fyrir dómi, þessi afstaða er ævaforn og
hennar gætir víða í Biblíunni. Þar er t.d. brýnt
fyrir mönnum að halla ekki rétti fátæks manns
(2M 23,6) né heldur útlends manns (5M 27,19),
ekki er við hæfi að taka mútur til að beygja
réttinn (1S 8,3) og Guð hallar ekki réttinum
(Job 34,12). Þessa afstöðu er víða að finna í
Biblíunni og hún endurspeglast einnig í ýmsum
orðatiltækjum, t.d.: fara ekki í manngreinar-
álit, gera sér ekki mannamun og halla (ekki)
réttu máli. — Rétt er að taka það fram að nú-
tímamynd orðatiltækja er jafnan talsvert yngri
en elsta fyrirmynd. Sem dæmi má taka að
orðatiltækið gera sér ekki mannamun er al-
gengt í fornu máli í almennri merkingu en færa
má rök að því að upphafleg vísun sé kristileg. í
þessu tilviki og mörgum öðrum eru tengslin við
upprunann því horfin. Sama má segja um orða-
tiltækið halla (ekki) réttu máli. Nútímamyndin
er kunn er frá 17. öld en upprunann má telja
augljósan ef skoðuð eru eldri afbrigði þess, t.d.:
halla réttum dómi, halla dómum frá réttu og
halla málinu, sem öll eru kunn í fomu máli.
Framantalin dæmi hafa öll fjarlægst upp-
runa sinn að því leyti að þau bera það ekki með
sér að eiga rætur sínar í Biblíunni né heldur að
þau sæki líkingu sína til réttarfars. Svipuðu
máli gegnir um orðasambandið sitja yfir e-u í
merldngunni ‘íhuga e-ð’ en við nánari athugun
kemur í Ijós að að baki liggur orðasambandið
sitja yfir málum manna (Sálm. 9,5) og þannig
er það fullum fetum í íslensku hómilíubókinni
sem talin er vera frá 12. öld. Af orðatiltækinu
setjast í dómarasæti eru kunn ýmis afbrigði í
Biblíunni (Sálm. 9,5; Post. 12,21 o.v.) með vísun
til þess er dómari sest á dómstól en í nútíma-
máli merkir það ‘að taka sér úrskurðarvald’. Að
breyttu breytanda samsvarar það hinu forna
orðatiltæki ganga á rökstóla, sbr. einnig af-
brigðin setjast á rökstóla og sitja á rökstólum.
Hér eru tengslin merkingarleg en ekki hug-
myndafræðileg.
Orðatiltækið eiga ekki sjö dagana sæla og
orðasambandið ár og dagur vísa til refsinga og
þau má einnig rekja til kristinnar hugmynda-
fræði. Samkvæmt 4. Mósebók (4M 12,14) voru
sjö dagar sérstakur refsingartími og í ljósi þess
er vísunin auðskilin. Orðasambandið ár og
dagur vísar einnig til refsingar. í Magna Carta
(frá 1215) vísar það til þess refsitíma sem mað-
ur sekur um landráð skal vera burtu af jörðu
sinni. Þótt ofangreind orðasambönd eigi rætur
sínar í Biblíunni er ekki þar með sagt að þau
séu þaðan komin inn í íslensku, trúlegra eru
þau þvert á móti komin í íslensku úr erlendum
málum og þá sem almennt tökugóss fremur en
biblíuorðatiltæki.
Fjölmörg önnur föst orðasambönd £ íslensku
má rekja beint eða óbeint til Biblíunnar. Sem
dæmi má nefna málsháttinn Einn sem enginn,
tveir sem tíu. Samsvaranir hans er m.a. að
finna í Mattheusarguðspjalli (Matt 18,16) með
vísun til fimmtu Mósebókar (5M 19,15). Hann
er algengur í eldra máli og er að finna fullmót-
aðan í Jónsbók: Svo er ef einn ber vitni með
manni sem engi beri en tveir sem tíu og þarfn-
ast merkingin ekki skýringar. Þegar tengslin
við upprunann og lagamálið blikna koma fram
önnur afbrigði þar sem vísunin er allt önnur,
t.d.: Eitt barn er sem ekki neitt, tvö sem tíu
(nítjánda öld) og Eitt vitni gjörirnokkra styrk-
ing (nítjánda öld).
Að lokum skal minnst á tvö orðatiltæki enn
sem ekki bera það með sér að vera af kristileg-
um toga, annars vegar ganga ekki gruflandi
að e-u og hins vegar ganga á hlut e-s. Fyrra
orðatiltækið, ganga ekki gruflandi að e-u, vís-
ar til þess er menn þurfa ekki að velkjast í vafa
um e-ð (þurfa ekki að þreifa fyrir sér, geta
gengið að e-u vísu) og vísar það til 5. Mósebók-
ar (5M 28, 28-29). Sögnin grufla kemur fyrst
fyrir í orðatiltækinu á 17. öld og mun þar vera
um að ræða tökumerkingu úr dönsku gruble,
“velta fyrir sér’, en í eldra máli eru notaðar
sagnirnar þrifla (skyld þrífa) og gripla (skyld
grípa), sbr. dæmi úr Jónsbók: Nú að menn
þurfí ei griplandi höndum eða leitandi eftir að
fara, hver konungur á réttlega að vera. Dæmið
sýnir svo að ekki verður um villst að líkingin
vísar til manns sem þreifar fyrir sér í myrkri
eða fálmar í myrkri i viðleitni til að komast
áíram eða finna e-ð. Síðara dæmið, ganga á
hlut e-s, er m.a. kunnugt úr Víga-Glúms sögu
en þar er sagt: Þá sá hann að færður var garð-
urinn oggengið á hans hlut. Orðatiltækið á sér
beina samsvörun í Jónsbók en þar segir: Nú
tekur maður marksteina upp úrjörðu, ogsetur
niður í öðrum stað og færir á hlut þess er móti
honum á. Dæmin sýna að hlutur vísar hér til
landareignar rétt eins og víða í Biblíunni, t.d.
(5M 19,14; 27,17). Orðatiltækið vísar þvi upp-
runalega til þess að menn skuli virða eignarrétt
náunga síns en í nútímamáli er merkingin
miklu víðari. Því er loks við þetta að bæta að
orðatiltækið ganga á hlut e-s ‘ganga á/skerða
rétt e-s’ hefur þegar í fornu máli alið af sér
annað orðatiltæki: gera á hlut e-s ‘gera e-m e-ð
til miska’.
JÓNG.FRIÐJÓNSSON
RÓSAB. BLÖNDALS
TIL HEIÐURS ÞÓRÓLFI
Minnisstæður mér ert þú
maður ellefu ára þá,
er við höfðum börn og bú
blessuðum gamla Staðnum á.
Þú varst glaður Þórólfur,
þú varst maður hugþekkur,
í orða vali öruggur,
eins og tali spekingur.
Hægt þú gekkst um hverjar dyr,
hugfastur oglyndis kyr.
Síðar tókstu flugið fast,
fórst þótt væri ærið hvasst.
Tal ég heyrði ykkar á,
annar flugmaður þér hjá.
Ottaðisthann umykkarlíf. -
„Yfír“, sagðir þú, „égsvíf'.
Fast hjá Gjögri fjöllin há
fyrir bylnum enginn sá,
en þú settist utan töf,
óttaðist hinn um hvíta gröf.
Upp þú tókst þar átta manns
og í loftið fórst án stans.
Ferðin gekk og flugið vel,
frost þó væri og storma él.
Eykyndill kom upp úr sjó
ekki nafnið fékk hún þó.
Eldsúlunum upp hún spjó,
eins og viti geislum sló.
Sigurður Örn því upp á fann,
eyna skoða vildi hann.
Einn hann vissi annan mann
öruggan og fíugdjarfan.
Tveir þeir fóru á fjörur þar
fjaran meðan óþekkt var.
Feikilegir fullh ugar,
forvitnin þá lengra bar.
Upp aðgígnum alla leið,
undirhraunið nýja skreið,
hættuleg var heljarleið,
í hverju spori dauðinn beið.
Stikluðu þeir á þunnri skel
þar var undir dauði oghel.
Höfundur býr ó Selfossi. Ljóðið er tileinkað Þórólfi Magnússyni flugstjóra sem nýlega lét af störfum
eftir farsaelan feril eins og sagt var fró í fréttum.
IVAR BJÖRNSSON FRÁ STEÐJA
ENDURFUNDUR ALDINNA VINA
Það kemur víst oftast nær að því að vinur vor kveður
andlega þreyttur ogleiður ádvölinni með oss.
Það er svo fjölmargt sem freistar og ef til vill gleður
ogfallvalt erlífíð oggæfan sem það hefurléð oss.
Og þegar við sjáum hann léttstígan frá okkur fara,
ífyrstu við spyrjum oss, hverju það dæmist til saka,
og síðan þess annars, sem ómögulegt er að svara:
erþess að vænta, aðhann komi nokkuð til baka?
Sú erþó von okkar, haldreipið hinsta og eina
aðhann muni sjá viðþeim tálbeitum öllum sem ginna
og minnist þá okkar og ákveði loksins að reyna
hvort ekki sé fengur að vitja hérgamalla kynna.
En þótt honum auðnist það afrek um síðir að vinna,
aftur að komast á fund okkar lúinn ogþreyttur,
þá tekst okkur hvorugum fornvininn góða að fínna,
því fólkið og líf þess og heimurinn allur er breyttur.
Höfundurinn er fyrrverandi kennari.
Skelin brast ogsvo upp sauð
sáustgos um hraunin rauð.
Upp að gígnum gengu þá
gríðar stólpa elds að sjá.
Jarðelds eru hljóðin hrá,
hraun er streymir gígnum frá.
Heiturfoss með dimmum dyn
datt í hafróts opið gin.
Brimið sauð við heljar hörð
höfuðskepnu átök gjörð.
Hátt var margra metra fall
mikill foss í hafíð skall.
Hraunelfan sem geisla glóð
gígnum frá til hafsins óð.
Þúsund gráður glóðu þar
í gullnum fossi elfunnar.
Ferlegt var þann foss að sjá
fast við brimið takast á.
Hátt það margra metra fall
mitt á hafrótinu skall.
Öskraði brim ogsjórinn sauð,
Surti ermætti elfan rauð.
Vélin lausan sökk í sand
svo að þeim var búið grand.
Fullhugarnir fundu strand,
fíugið tóku heim - á land.
Óhræddir þeir ungu menn,
öttu þar við dauðan stríð.
Fífldjarfir þið fínnist enn,
faldir Drottni alla tíð.
Mörg til bjargar fórstu flug
frækni djarfíi Þórólfur.
Margra vannstu heilan hug,
hjarta og þakkir fyrir dug.
Heill frá Drottni hefír þú,
hjálp sem vannst af ást og trú.
Er þú lagðir lífíð á
lækni; að mættu sjúkir fá.
Þó að úti það sé skeið,
þín við fímm og sextíu ár.
Alla þína ævileið,
alltaf blessi Drottinn hár.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. JÚLÍ 2000 1 3