Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Blaðsíða 10
+ Alvöru garðhúsabær: Kartöflukofamir í Kringlumýri um 1950. Horft er yfir kartöf luræktarlönd Reykvíkinga, en neðst til hægri er vatnsgeymirinn. Ralph Erskine, Bandaríkjunum. Robert Graves, Bandaríkjunum. EFTIR PÉTUR H. ÁRMANNSSON OG ÁGÚSTU KRISTÓFERSDÓTTUR Á Kjarvalsstöðum stendur fram til 23. júlí sýningin Garðhúsabærinn, sem snýst um skemmtilega hug- mynd: Lítið hús sem hefur þann tilgang að þar er hægt að vera í friði með sjálfum sér - eða öðrum. Heimsfrægir arkitektar hafg lagt hugmyndinni lið.~ Heikinen-Komonen, Finnlandi. Garðhúsabærinn (Ko- lonihaven) er yfirskrift sýningar á líkönum og teikningum eftir nokkra kunnustu arkitekta heims sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum fram til 23. júlí nk. Sýningin er sameiginlegt framlag Arkitektafélags Islands og Listasafns Reykjavíkur til dagskrár Reykja- víkur menningarborgar Evrópu árið 2000 og má óhikað telja hana einn merkasta sýningar- viðburð á sviði byggingarlistar sem haldinn hef- ur verið hérlendis. Sögulegur bakgrunnur sýningarinnar er sú hefð sem skapast hefur í Danmörku og víðar að fólk reisi lítil og ódýr smáhýsi á ræktunarreit- um utan við borgir. Hugmyndin um garðlendur (Kolonihave) kom fyrst fram í lok 19. aldar sem liður í umbótum á aðbúnaði iðnverkafólks. Lífs- skilyrði almennings í mörgum borgum voru óbærileg sökum þrengsla og verkafólk krafðist bættrar aðstöðu, jafnt á vinnustað sem heima fyrir. Til að gefa almenningi kost á afdrepi frá skarkala borganna hófu yfirvöld að úthluta garðsvæðum til leigu utan við þéttbýlismörkin. Landsvæðið var girt af og því deilt upp í 100- 200 fm. lóðir, svo til varð lítill bær eða samfélag. í garðlandabæjunum gafst verkamönnum færi á að eiga stund með fjölskyldu sinni að aflokn- um vinnudegi, anda að sér hreinu lofti, stunda ræktun og gleyma amstri hversdagsins um stund. Fyótlega fóru garðeigendur að reisa frumstæð skýli til að geyma verkfæri sín og leita skjóls í. Smám saman urðu húsin vandaðri og skrautlegri eftir því sem nostrað var meira við þau. Við bættust turnar og spírur, þaksvalir og súlnagöng, verandir, glu^gaútskot og garð- veggir í öllum stílbrigðum. Imyndunaraflið eitt fékk að ráða ferðinni og smám saman runnu garður og hús saman í eina, litríka heild. Þó svo garðhúsabæir eigi sér sterkastar ræt- ur í Danmörku má finna hliðstæðu þeirra í flestum löndum. Sú er og raunin hér á landi, enda þótt vöxtur þéttbýlis í kjölfar iðnvæðingar hafi komið síðar til. Um og eftir 1933 var út- hlutað ræktunarlöndum (erfðafestulöndum) í Kringlumýri og nærliggjandi svæðum í bæjar- landi ReykjavQcur. Hugmyndin með ræktunar- löndunum var m.a. sú að veita atvinnulausu Arata Isosaki, Japan. Ljósmyndir: Jens Lindhe. fólki tækifæri til að drýgja tekjur sínar. Með aukinni atvinnu eftir stríðið fækkaði þeim sem stunduðu ræktun í atvinnuskyni. Voru reitirnir þá minnkaðir með tilliti til þess að þeir dygðu til heimilisnota. Áhugi fólks á matjurtarækt var miMll eftir stríð og um 1950 voru um tvö þúsund fjölskyldur í Reykjavík með eigin rækt- unarreit. Stærsta ræktunarsvæðið var í Kringlumýri (þar sem nú eru mót Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar), en auk þess voru garðlönd á Melunum, í Fossvogi, við Borgartún og í Laugardal. í garðlöndum Reykvíkinga risu sumarskýli og jafnvel heilsársbústaðir sem nú eru flestir löngu horfnir undir malbik og steinsteypu. Húsin í garðlöndunum voru tvenns konar, annars vegar lítil skýli fyrir garðyrkjuáhöld og útsæði og hins vegar stærri hús, ætluð til dvalar yfir sumarið. Þau voru flest minni og ódýrari en venjulegir sumarbústaðir enda oftast reist af efhaminna fólki. Enn í dag eiga margir höfuð- borgarbúar ræktunarlönd og leita þangað í tómstundum sínum. Vísi að íslenskum „garð- húsabæ" má finna í garðlöndum Reykjavíkur í Skammadal í Mosfellsbæ. Árið 1994 fengu dönsku arkitektarnir Christian Lund og Kirsten Kiser þá hugmynd að efna til sýningar þar sem þrettán af kunn- ustua þvíta; borgii menn teikni í nágr endui fyrste byggi arkitc ari sj verið í fran arinn; arkite fráÞj voruj Þát UStU£ vindu með\ frjáls: ekkis Þæ ingun hönm landa áratu lengs irS0i innsj Gréti Roge heldu heimi hans. ír mynd demíí eru h gstim fyrir KARTOFLUKOFy6 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 8. JÚLÍ 2000 ¦+

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.