Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Orri Póll Inga Jónsdóttir formaóur framkvæmdanefndar jöklasýningarinnar og Guðrún Ingimundardóttir Jökull I tekur á móti gestum fyrir framan Sindrabæ. Hann er Bombardier, árgerö 1972, sem starfsmaður upplýsingamiðstöðvarinnar á Höfn og jöklasýningarinnar við þrjú af textaspjöldun- Jöklarannsóknafélag íslands gaf til varðveislu á fyrirhuguðu jöklasafni. um átján sem getur að líta á sýningunni. YFJR VINDKALQAR HRIMÞURSA SLOÐIR Vatnajökull - náttúra, saga, menning eryfirskrift i' öklasýningar sem stendur yfir á Höfn í Hornafirði í sumar. Renna þar saman náttúruvísindi, þjóðlegur fróðleikur og i myndlist. ORRI PÁLL ORMARSSON fi aug austur og skoðaði sýninguna sem heimamenn vona að verði vísirað jöklasafni í sveitarfélaginu. Hann er víðforull nóg, því raeð Vetti hann fló yfir vindkaldar hrímþursa slóðir; og um láðið gjðrvalt, bæði logheitt og svalt hefir leiðimar kannað vor bróðir. etta kvæði flutti séra Jón Jónsson á Stafafelli í brúðkaupi Páls Pálssonar og Önnu Ingibjargar Sigbjömsdóttur frá Kálfafellsstað í Suðursveit haustið 1876. Páll þessi, oft kenndur við jökul, var kunnur jöklafari og ævintýramaður sem gengið hafði ásamt Englendingnum William Lord Watts norður yfir Vatnajökul sumarið áður og hlotið frægð fyrir. Eftir honum er nefnt Pálsfjall í vestanverðum jöklinum. Minningunni um Pál og fleiri slíkar kempur er haldið hátt á lofti á jöklasýningunni Vatna- jökull - náttúra, saga, menning sem haldin er í Sindrabúð á Höfn í Homafirði í sumar. Aðal- hetjan er þó jökullinn sjálfur enda verður bú- seta í Austur-Skaftafellssýslu ekki skoðuð nema í samhengi við þennan volduga nágranna sem gnæfir yfir byggð og borgara. Óvíða á ís- landi er maðurinn smærri andspænis afrekum almættisins. VATNAJÖKULL er stærsta jökul- hvel utan heimskautasvæða, 8100 km2 að flatarmáli. Hann er að með- altali rúmlega 400 m þykkur, en mest um 950 m. Meginhluti Vatnajökuls hvílir á hásléttu í 600 m til 800 m hæð, en aðeins um tíundi hluti af botninum rís yfir 1100 m hæð, - sem er meðalhæð hjam- marka á sunnanverðum jöklinum. Hyrfi jök- ullinn yrði hann því ekki til á ný við núver- andi loftslag. Hins vegar eru 70% af yfirborði jökulíssins ofan við 1100 m hæð. Jökullinn helst því við vegna eigin hæðar. Hjarnbreiður Vatnajökuls eru að vestan bornar uppi af megineldstöðvunum Bárðar- bungu, Grímsvötnum og Kverkfjöllum en að austan af Breiðubungu. Frá suðvestri til norðausturs mjakast flatar og breiðar jök- ultungur, svipaðar jökulbreiðum sem lágu Inga Jónsdóttir, formaður framkvæmda- nefndar jöklasýningarinnar og formaður menningarmálanefndar Homafjarðar, segir hugmyndina að jöklasafni á Höfn hafa komið fram þegar Ásmundur Gíslason lagði fram til- lögu á aðalfundi Ferðamálafélags Austur- Skaftafellssýslu, fyrir um það bil þremur árum, að þar yrði stofnað jöklasafn. I framhaldi af því var óskað eftir því að bæjarstjómin ynni að því að svo gæti orðið. En meðal jöklafræðinga er umræðan líklega eldri. „Það var svo í byrjun síðasta árs að við hitt- umst að beiðni bæjarráðs, formenn nokkurra nefnda á svæðinu, til að huga að verkefnum fyr- ir árið 2000. Við urðum fljótt sammála um að jöklasafn væri verðugt verkefni og jöklasýning gæti þá verið góður undanfari. Framkvæmda- nefnd var sett á laggirnar og stefnt að því að leggja mikla vinnu og metnað í sýninguna.“ Óviða meiri þekking - En hvers vegna hefur safni af þessu tagi ekki löngu verið komið á fót? „Það er góð spuming. Ekki síst í Ijósi þess að þekking á jöklum var óvíða meiri á 18. og 19. öld en hér á landi. Það stafar fyrst og fremst af yfir norðvestanverðri Evrópu á síðasta jök- ulskeiði. Stærstar em Síðujökull og Tungnaárjökull að suðvestan, en Dyngjujök- ull og Brúarjökull að norðan. Suðaustur frá Breiðubungu, upp af Lóni, og frá Öræfajökli streyma brattir, spmngn- ir og torfærir daljöklar, líkir aípajöklum. Breiðamerkurjökull safnar saman ís úr mörgum daljöklum, líkt og víða má sjá í Al- aska og á Svalbarða. Mestur skriðjökla Vatnajökuls er Skeiðarárjökull og er straumur hans svo öflugur að hann breiðir úr sér þegar kemur niður á láglendi. Báðir hafa Breiðamerkurjökull og Skeiðarárjökull grafið botn sinn niður fyrir sjávarmál. Framan við stærstu skriðjöklana em sand- ar, sem hafa verið ótæmandi rannsókna- verkefni ísaldarjarðfræðinga frá ýmsum löndum. nábýlinu við fyrirbær- ið, ekki síst héma í Austur-Skaftafells- sýslu. En þetta er eins og V annað, spurn- ing um pen- inga. Það er fjárfrekt að setja svona safn á laggimar og ekki fyrr en á allra síðustu misser- um að menn eru famir að huga að sér- tækum söfnum á Islandi. Nefni ég þar Síldarminjasafnið, Stríðsminjasafnið og Vesturfarasetrið. Vonandi bætist jöklasafnið senn í hópinn.“ - Hver eru rökin fyrir því að staðsetja jökla- safnáHöfn? „Vatnajökull, fyrst og síðast. Hann hefur alla tíð verið mikilvægt kennileiti fyrir byggðina. Jöklasafnið er annars vegar hugsað sem mið- stöð jöklarannsókna á landinu, í tengslum við Austurlandssetur Háskóla íslands, og því mik- ilvægt að stutt sé í viðfangsefnið. Hins vegar á safnið að vera lifandi kynning á þeirri miklu þekkingu sem til er - og stöðugt er að bætast við - um jökla á íslandi. Við Hornfirðingar njótum því staðsetningar okkar." - Hver voru helstu markmið við undirbúning sýningarinnar? „Að hafa hana fjölbreytta. Sveitarfélagið er stórt og brýnt að allir njóti góðs af. Við ákváð- um til dæmis að færa sýninguna út fyrir veggi Sindrabæjar með því að benda á ákveðna án- ingarstaði við þjóðveginn víðsvegar um sveitar- félagið, þar sem vert er að skoða ummerki jök- uls (sjá meðfylgjandi kort).“ - Hverniggekk að safna efni? „Vel. Það liggur mikil vinna að baki þessari sýningu. Við lögðum mikið upp úr því að fá fagaðila til liðs við okkur. Þar vom Helgi Bjömsson jöklafræðingur, Sverrir Scheving Thorsteinsson jarðfræðingur og Sýslusafn Frá Vatnajökli falla flest mestu vatnsföll landsins og teygir hann greinar sínar um hálft ísland, frá Þjórsárósum að Skjálfanda. Á hverju ári nemur úrkoma á hann um 20 km3 af vatni (nálægt 0,6% af heildarrúm- máli hans). Er það um fimmfalt meira en bráðnaði við eldgosið haustið 1996. í hlýjum ámm fellur enn meira vatn frá jöklinum því að gengið er á ísforðann, en á kuldatímabil- um heldur jökullinn eftir hluta af úrkom- unni og vex. í meðalári er safnsvæði Vatnajökuls um 60% af heildarflatarmáli hans, en stærð þess hefur sveiflast frá 30 til 80% eftir ár- ferði næstliðnum áratug. Undir vestanverðum Vatnajökli hefur gosið meir en 80 sinnum sl. 800 ár. (Texti: Helgi Björnsson) Austur-Skaftafellssýslu í lykilhlutverkum. Við fengum síðan Ama Tryggvason og Ebbu Dið- riksdóttur hjá Auglýsingastofunni A plús ehf. til að hanna sýninguna og innrétta. Verslunin Everest lánaði, jöklafarann árið 2000“ og fyrir- tækið Eðalís flutti stóran ísklump sem komið var fyrir utan við Sindrabæ. Hann bráðnaði á tveimur vikum. Þá tekur á móti gestum Jökull I, Bombardier árgerð 1972, sem Jöklarann- sóknafélag Islands gaf til varðveislu á fyrirhug- uðu jöklasafni. Allt hefur þetta verið afar vel heppnað." Merkir munir - Hér er líka ýmsa merka muni að íinna ? „Það er rétt. Þegar við fórum að grennslast fyrir um muni kom ýmislegt upp úr krafsinu. Eiga Sverrir Scheving Thorsteinsson og Kví- skerjabræður ekki síst heiðurinn af því. Jökull- inn, eðli hans og saga, er auðvitað í öndvegi en munimir gera sýninguna persónulegri. Mig grunar að fjölmargir munir sem tengjast jökla- ferðum séu í eigu einstaklinga hér á landi og þegar jöklasafnið verður tekið til starfa eiga menn örugglega eftir að hafa mikinn áhuga á því að færa því gjafir." - Svo er það myndlistin ? „Við urðum strax spennt fyrir því að flétta myndlist inn í sýninguna. Þar gæti skapast for- vitnilegt sjónarhorn. Við Tryggvi Þórhallsson, fyrrverandi aðstoðarmaður bæjarstjóra, völd- um listamennina með hliðsjón af viðfangsefn- inu, Vatnajökli. Þremenningarnir, Anna Lín- dal, Finnbogi Pétursson og Eggert Pétursson, nálgast viðfangsefnið hvert með sínum hætti og verkin em afar ólík - en mynda skemmtilega heild. Þetta var kærkomið tækifæri fyrir myndlistarmennina að taka þátt í svona sýn- ingu á eigin forsendum og nefna má að Finn- boga þótti ekki koma til greina að hafna boðinu, þótt hann væri störfum hlaðinn. Mér finnst þessi verk ómissandi á sýningunni og sýna og sanna að myndlistin getur fyrir utan hið sjón- og listræna gildi verið hafsjór af fróðleik." - Má ekki segja að sýningin sé prófsteinn á það hvort raunhæft sé að reisa jöklasafn á Höfn? „Vissulega. Síðastliðið haust fengum við styrk frá Rannís og höfum notað helminginn af honum til að safna saman á einn stað öllum heimildum sem til em um Vatnajökul. Það var merkilegt framtak. Hinn helminginn ætlum við síðan að nota til að leggja mat á sýninguna og árangurinn sem hún hefur skilað. Við skrifum hjá okkur allar athugasemdir sem kunna að vera gerðar í því skyni að styrkja gmnninn sem safnið verður svo vonandi reist á.“ Góð aðsókn - Hvemig hefur aðsóknin verið? „Hún hefur verið góð. Við opnuðum sýning- una um miðjan maí og mikill fjöldi hefur þegar lagt leið sína hingað, Islendingar og útlending- ar. Við búumst við enn fleira fólki í júlí og ágúst sem er aðal ferðamannatíminn hér sem annars staðar. Allur texti er bæði á íslensku og ensku og ef framhald verður á sýningarhaldi næsta sumar vonumst við til að geta haft hann líka á þýsku og jafnvel frönsku." - Talandi um framhaldið. Eru menn farnir að sjáfyrirsérhvarjöklasafn eigi að vera til húsa? „Nei, ekki ennþá en draumurinn er að það rísi á lóð þar sem jökullinn blasir við. Það gæfi safninu aukið vægi.“ - Hverju gæti sýningin og þá síðar meir safn skilað fyrir byggðarlagið? „Fyrst og fremst jákvæðri ímynd og þegar frammí sækir auknum tekjum. Straumur ferðamanna ætti að aukast sé rétt haldið á spöðum. Sýning af þessu tagi er ákveðin ný- sköpun í ferðaþjónustu. Það er að mínu viti mjög mikilvægt að bjóða upp á menningarlega STÆRSTIJÖKULL EVRÓPU 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 8. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.