Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Page 5
Myndlýsing /Gísli Sigurðsson Sturla Sighvatsson. Honum er lýst sem glæsimenni og hann stóð traustum fótum í ættarveldi Sturlunga. Teiknarinn sér hann fyrir sér sem sjálfs- öruggan höfðingja, sem jafnframt er tilbúinn til þess að ganga á alla gerða samninga, ef það hentar honum. fengi Ai-ons en atgervi Sturlu. Arons saga er talin nokkur yngri en Is- lendinga saga, en margt er á huldu um tengsl þeirra. Sturla Þórðarson er jafnan miklu gagnorðari í íslendinga sögu í frásögnum af samskiptum Sturlu Sighvatssonar og Arons en Arons saga. Hvort Sturla hafi þekkt ein- hver gögn um samskipti þeirra sem voru undanfari Arons sögu skal ósagt látið. Eftir að Sturla Sighvatson hafði tekið við mannaforráðum í Dölum gerðist hann yfir- gangssamur við aðra höfðingja. Saga hans er flétta hagsmunasamninga, vinslita og undir- mála eftir því hvernig vindurinn blés hverju sinni. Löngum var grunnt á því góða milli Sturlu Sighvatssonar og föðurbræðra hans Snorra og Þórðar, stundum svo mjög að hann gerði aðför að þeim og reyndi að sölsa þingmenn þeirra undir sig. Frásagnir af þeim atburðum eru jafnan stuttorðar, en Sturla Þórðarson varast að kveða upp nei- kvæða dóma um nafna sinn þó að hans nán- ustu yrðu þolendur yfirgangs hans. Að því leyti var viðhorf hans til Sturlu Sighvatsson- ar með allt öðrum hætti en til Snorra föður- bróður hans. Sturlungar komust ótrúlega fljótt til valda og metorða. Um Snorra Sturluson hefir verið sagt að hann hafi dreymt stóra drauma og hættulega um veraldargengi, völd og auð. Það kynni að hafa verið aettarfylgja og sótt hvað mest á þá sem fundu til yfirburða sinna hvort heldur vegna yfirburða á andlegu sviði eða sakir glæsimennsku og líkamlegs atgerv- is. Þeir frændur Kolbeinn ungi og Sturla voru flestum betur íþróttum búnir og höfðu mikið keppnisskap. Vorið 1229 var Sturla gestur Kolbeins á Víðimýri í Skagafirði. Þar var kastali sem Snorri Sturluson hafði látið gera. „Þeir Kolbeinn og Sturla höfðu það að skemmtan að renna skeið að kastalaveggin- um og vita, hver lengst gæti runnið í vegginn. En er Sturla rann í vegginn, gengu í sundur sinarnar aftan á fætinum, og mátti hann nær ekki stíga í fótinn. Hann lá fyrst eftir, en fór norður til föður síns, þegar hann þóttist reið- fær.“ Sá var munur á Sturlu og andstæðing- um hans, Kolbeini og Gissuri Þorvaldssyni, að hann skorti þegar síst skyldi þá harðfylgni og miskunnarleysi sem til þurfti til að ná settu marki. Ekki verður samt fram hjá því gengið að hann vílaði ekki fyrir sér að vinna óhæfuverk þegar svo bar undir, öfugt við Snorra föðurbróður sinn. Vinslit Sturlu Sighvatssonar og Vatns- firðinga, Þorvalds Snorrasonar og sona hans, eru gott dæmi um veðra- brigði sem enduðu með því að Vatnsfirðingar lutu í gras fyrir tilverknað Sturlu. Vinátta þeirra stafaði af því að Þor- valdur vildi tryggja sér liðveislu Sturlu gegn Snorra Sturlusyni sem hafði lýst „hernaðar- sök“ á hendur honum, en hét Sturlu í staðinn að veita honum „við hvern sem hann ætti málum að skipta á íslandi og skiljast aldrei við hann“. Umskiptin urðu þegar Sighvatur á Grund kom á sáttum með Snorra og Þorvaldi sem voru innsiglaðar með því að Þorvaldur gekk að eiga Þórdísi dóttur Snorra. Eftir það þvaiT vinátta Sturlu og Sighvats við Þorvald Vatnsfirðing. Þorvaldur hafði látið taka Hrafn Svein- bjarnarson á Eyri af lífi og hrakið syni hans frá Vestfjörðum. Þeir hugðu á hefndir og leit- uðu liðs Sturlu Sighvatssonar. Hrafnssonum tókst að brenna Þorvald inni á Gillastöðum, en Þórdísi var bjargað úr eldinum. Sturla Sighvatsson var þar ekki með í för, en hann var grunaður um að hafa verið í vitorði með þeim. Vatnsfirðingar voru engir veifiskatar. Þótt ungir væru að árum létu þeir ekki undir höf- uð leggjast að leita föðurhefnda. Sturla Sig- hvatsson hefði boðið þeim sætt fyrir Hrafns- syni, en Þórður Þorvaldsson bar fjörráð um föður sinn á þá feðga Sighvat og Sturlu. Snorri Sturluson stóð í sambandi við stjúp- syni dóttur sinnar í Vatnsfirði og veturinn 1228-29 voru „dylgjur miklar með Reykhylt- ingum og Sauðfellingum". Skömmu eftir ára- mótin fóru Vatnsfirðngar hina illræmdu Sauðafellsför í þeim tilgangi að ráða Sturlu Sighvatsson af dögum. Hann var ekki heima þegar þeii’ komu til Sauðafells. Þar frömdu Vatnsfirðingar hin verstu níðingsverk, drápu menn og særðu og rændu síðan búið. Solveig lá á sæng svo að þeir gátu ekki tekið hana með sér, en konurán var hin vammifirða íþrótt Vatnsfirðinga. Sturla var á Reykjum í Hrútafirði þegar honum voru borin tíðindin. Hann spurði, „hvort þeir gerðu ekki Sol- veigu. Þeir sögðu hana heila. Síðan spurði hann einskis". Sturlunga er fáorð um einkalíf manna, ekki síst hve mikils menn mátu eigin- konur sínar á þessari litríku frilluöld. Ekki þarf að efast um að Sturla Þórðarson tíundar orð og viðbrögð nafna síns til að varpa ljóma á hann. Þeir feðgar Sighvatur og Sturla virð- ast báðir hafa lifað í farsælu hjónabandi og ekki verið við aðrar konur kenndir eftir að þeir kvæntust, en því var mjög á annan veg farið hjá helstu höfðingjum aldarinnar svo að stundum nálgaðist búfjárlíf. Þar voru Vatns- firðingar fremstir í flokki. Ekki er fullvíst að Snorri Sturluson hafi verið í ráðum með Vatnsfirðingum um Sauða- fellsför, en fáleikar Sturlu og Snorra færðust í aukana um skeið, en eftir að sáttum var komið á milli Þorvaldssona og Sturlu, „tók að batna með með þeim Snorra og Sturlu, og var Sturla löngum þá í Reykjaholti og lagði mik- inn hug á að láta rita sögubækur eftir bókum þeim, er Snorri setti saman.“ Þessi frásögn Islendinga sögu þjónaði að vísu ekki þeim til- gangi að greina frá bókmenntaáhuga Sturlu, heldur að saman dró með þeim frændum. Engu að síður eru þessi fáu orð merkileg að því leyti að þau sýna sameiginlegan andlegan snertiflöt þeirra frænda og að Sturla Sig- hvatsson gekkst upp í fleiru en að efla völd sín og ríki. n þetta var aðeins lognið á undan storminum. Þrátt fyrir að sættir hefðu komist á milli Sturlu og Þor- valdssona lifði glóð hatursins undir felhellunni. Því var það að Snorri Sturluson leitaði eftir því við Sturlu í veislu í Reykholti að hann héti Vatnsfirðingum griðum þegar þeir kæmu suður í Reykholt á áliðnum vetri 1232. „Sé eg nú,“ segir Sturla, „að þér þykkja þeir eigi allt haldið hafa. Mun eg þig nú láta sjá fyrir um grið og láta hönd mína fram, sem þú vill.“ Síðan tók Snorri í hönd Sturlu og mælti fyrir griðum. Þórður mælti til Snorra, bróður síns: Eigi þótti mér Sturla, frændi okkar, vera með þeim svip, sem eg vilda, meðan þú settir grið- in.“ „Eigi mun það,“ segir Snorri, „allvel mun Sturla grið halda.“ í þessum fáu orðum eru miklar mannlýsingar fólgnar. Svipbrigði Sturlu komu upp um hvað honum bjó í brjósti. Að því leyti var hann ólíkur föður sín- um og bræðrum hans. Þórður las hugsanir hans, en óskhyggja Snorra blindaði veru- leikaskyn hans. Vatnsfirðingar létu einnig svo sem þeir treystu því að Sturla gengi ekki á gefin heit. Hér fór eins og Þórð grunaði. A leið sinni til Reykholts fóru Vatnsfirðingar fyrir neðan garð á Sauðafelli. „Sturla varð óvær við, er þeir riðu fyrir neðan bæinn“, en ísfirðingar töluðu um, „að þar væri allt kyrr- ligt og fámennt væri heima“. Liðsafnaður var þá hafinn og Vatnsfirðingum síðan veitt eftir- för og lauk þeim vopnaskiptum svo að þeir Þorvaldssynir, Þórður og Snorri, voru af lífi teknir eftir árangurslausar sáttatilraunir. Sturla Sighvatsson tók ekki þátt í bardagan- um, en frýði mönnum sínum óspart þegar honum þótti þeir linir í sóknum. Ef til vill hef- ir honum þótt nóg að gert að fremja griðrof og viljað láta öðrum eftir vopnaviðskiptin. egar Sturla kom heim, spurðu menn tíðinda. „En er sögð voru, kvað Sol- veig Vatnsfirðinga þá vita mundu, hverja grimmd þeir höfðu sýnt þar í heimsókninni". Ætla má að frá henni hafi sú alda runnið sem varð Vatnsfirðingum að al- durtila. Fyi'ir Sturlu urðu vig Vatnsfirðinga einnig örlagarík. Hann hafði gerst griðníð- ingur og eftir þetta hikaði hann ekki við að ganga á orð sín og eiða ef það hentaði, en svo var raunar um flesta eða alla höfðingja þess- arar óhappaaldar. Sturla Þórðarson kom aftur og aftur að glæsimennsku nafna síns. Þegar hann greinir frá komu höfðingja á Þingvöll sumarið 1229 lýsir hann komu Sturlu Sighvatssonar með þessum orðum: „ ... riðu þeir Sturla og Ormur úr hrauninu. Reið Sturla á lötum hesti, er Alftarleggur var kallaður, allra hesta mestur og fríðastur. Hann var í rauðri úlpu, og hygg eg, að fáir muni séð hafa röskligra mann. Böðvar heilsaði honum. Hann tók því. Solveig tók til orða: „Hygg að nú, hve langt frændum þínum ganga neðan (þ.e. frá hjartanu) kveðj- urnar við þig.“ Með þessum orðum beinir Sol- veig athygli Sturlu að því hvaða hug frændur hans kunni að bera til hans, en Sturla og Böðvar Þórðarson voru náfrændur. Sigurður erkibiskup stefndi utan þeim feðgum, Sighvati og Sturlu, fyrir Grímseyjarför og annan mótgang við Guðmund biskup góða. Sturla fór ut- an sumarið 1233 og kom á fund Hákonar kon- ungs hins gamla. Hann „frétti einskis fyrr en hvort Aron væri innan bæjar“ þegar hann hafði fast land undir fótum hjá konungi. „En honum var sagt, að svo var“ segir í Arons sögu. Frændi Arons sem var á skipi með Sturlu varaði Aron við, en hann sagðist „meir vanbúinn verið hafa við fundi Sturlu en svo nokkuð." þegar fundum þeirra bar saman var mjög óhægt að koma vopnaviðskiptum við. „Sturla nam staðar í fyrstu, er hann sá Aron, og horfði lengi á hann hvasst. Aron mælti: „Hversu líst [þér] nú á skógarmann þinn, Sturla, er þú horfir á hann svo lengi, eða hversu þykir þér eg skipast hafa, síðan við skildum næst?“ En Sturla svaraði engu og gekk í brott til manna sinna.“ Sturla Þórðar- son getur þessa fundar að engu í íslendinga sögu. Höfundurinn er fyrrverandi þjóðskjalavörður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. ÁGÚST 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.