Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Side 8
var upphaf hinnar ofbeldislausu byltingar sem leiddi til hruns múrsins. Af þessum sök- um er Leipzig stundum nefnd hetjuborgin. Fyrir nokkrum árum sýndi Ríkissjónvarpið þýska sjónvarpsþáttaröð um þessa atburði. Þættirnir báru nafn kirkjunnar. Meðan við gátum setið morgunmessuna í Nikulásarkirkjunni heyrðum við fyrri hluta kantötu eftir nemanda Bachs, Johann Gott- lieb Goldberg, þann sem tilbrigðin voru sam- in fyrir. Strákurinn hafði greinilega lært þó nokkur af brögðum meistarans og ég vona að maður fái tækifæri til að heyra kantötuna í heild einhvern tíma. Fáeinum klukkutímum síðar var komið að næstu tónlistarguðsþjón- ustu. Það var hin vikulega laugardagsathöfn í Tómasarkirkjunni, þar sem kantötur og mótettur Bachs og annarra tónskálda eru fluttar. Venjulega standa Tómasardrengirn- ir uppi á orgelloftinu og syngja fyrir kirkju- gesti, en nú hafði annar þýskur drengjakór komið sér þar fyrir. Það er spurning hvort Windsbacher Knabenchor er ekki besti drengjakór heims um þessar mundir. Sú hugsun skaust upp í kollinn á mér eftir að hafa heyrt hann flytja nokkrar mótettur eft- ir Mendelssohn (sem eru að vísu mjög mis- jafnar að gæðum) og kantötu Bachs nr. 93. Við urðum of sein á næstu tónleika. Þeir fóru fram í stóra salnum í hinu glæsilega tónleikahúsi borgarinnar, Gewandhaus. Það var ekki hlaupið að því að komast inn eftir að Michael Schönheit, organisti hússins, var byrjaður að spila. Sú staðreynd að miðarnir höfðu orðið eftir á hótelinu auðveldaði okkur heldur ekki inngöngu. Starfsfólk hússins var þó tiltölulega þolinmótt og við vorum svo heppin að hitta á frú Krebs í ágætu skapi. Hún sagðist myndu láta okkur í té starfs- mannasætin sín tvö, en við yrðum að bíða þar til fólkið færi að klappa. Ský dró fyrir sólu þegar annar maður í sömu sporum og við sagðist ætla að reyna að fínna konuna sína í salnum. Þá fannst frú Krebs of langt gengið: „Ekki það að ég sé neitt pirruð, en ég var að enda við að lofa þessum tveimur starfsmannasætunum mínum og svo ætlar þú að fara að klifra hérna upp í rjáfur!“ Mað- urinn lét þó segjast og allt féll í ljúfa löð. Okkur var hleypt inn milli verka og við heyrðum meirihluta efnisskrárinnar. Eg er enn að velta því fyrir mér hvort frú Krebs sé tengd Johanni Ludwig Krebs, uppáhalds- nemanda Bachs. Næstu tónleikar voru einnig haldnir í Gewandhaus. Þar var Masaaki Suzuki í aðal- hlutverki, þar sem hann fór fyrir Bach Coll- egium Japan í yndislegum flutningi á tveim- ur af veraldlegu kantötum Bachs. Ekki létum við þó þar við sitja, heldur af- réðum að sitja eina tónleika enn, kl. 11 um kvöldið. Þeir fóru fram í Tómasarkirkjunni og báru yfirskriftina Tribute to Bach. Tón- listarmenn af ýmsu tagi sameinuðust í heill- andi spunagjörningi til heiðurs Bach. Margt var vel gert, en í ljósi þess, sem á undan var gengið þessa tvo fyrstu daga hátíðarinnar, var tveggja tíma seta yfir sundurlausum hugmyndum dálítið löng. Islendingarnir tveir í Leipzig voru jafnvel enn þreyttari við komuna á hótelið en þeir höfðu verið nóttina áður. Þess vegna var sú erflða ákvörðun tek- in að sleppa morgunmessu og tónleikum með fíðluleikaranum Thomas Zehetmair daginn eftir og hefja dagskrána kl. 1 eftir hádegið á sögugöngu um miðborg Leipzig. Frá Skálholti tíl Leipzig Félagar í háskólakór borgarinnar leiddu gönguna með söng og dansi og í tilefni dags- ins voru þeir klæddir í átjándu aldar bún- inga. Hápunktur göngunnar var athöfn á þeim stað þar sem gamla háskólakirkjan, Paulinerkirche, stóð. Þegar kommúnistarnir leituðu að heppilegri staðsetningu fyrir nýja Karl-Marx-háskólann á sjöunda áratugnum varð þessi staður við Augustusplatz fyrir valinu. Fyrirmyndarríkið hafði enga þörf fyrir kirkjur og því var þessi sögufræga bygging einfaldlega sprengd í loft upp árið 1968. Altaristöflunni var þó bjargað og er hún nú í Tómasarkirkjunni. Sárin sem þessi atburður olli í sálum ótalinna borgarbúa eru enn ógróin, eins og heyra mátti í tilfinninga- þrunginni ræðu sem eldri herramaður hélt. Þótt Bach hafi ekki komið reglulega við sögu þessarar kirkju, er t.d. vitað að hinn frægi sorgaróður hans, BWV 198, við texta eftir Gottsched, var frumfluttur þar. Göngunni lauk á aðaljárnbrautarstöðinni þar sem tvær veraldlegar kantötur eftir Bach voru fluttar. Við Ragnheiður sögðum þó skilið við háskólakórinn áður en að því var komið og ákváðum að fylgjast með seinni flutningnum á kantötunum daginn eftir. Á leiðinni heim á hótel rákumst við fyrir tilvilj- un á enska gömbuleikarann Mark Levy. Við höfðum heyrt hann flytja Tónafórnina ásamt félögum sínum í Skálholti fáeinum dögum fyrr og ákváðum að inna hann eftir erindi hans í borginni. í ljós kom að hann var að fara að spila á kammertónleikum hálftima síðar í gömlu kauphöllinni með hópnum The Cambridge Musick. Okkur tókst að komast á tónleikana og var það vel, því þeir voru glimrandi góðir. Síðustu tónleikar þessa þriðja dags hátíð- arinnar voru spennandi. Tómasarkórinn söng tónlist Bachs í fyrsta sinn við undirleik upprunalegra hljóðfæra í Tómasarkirkjunni. Hin frábæra Berlínarsveit Akademie fiir Alte Musik studdi strákana með ráðum og dáð og Biller stjórnaði á sannfærandi hátt, eins og á opnunartónleikunum. Það er von- andi að honum verði að ósk sinni og að tón- listarflutningur í Tómasarkirkjunni verði framvegis í barokkstillingu. Fyrri helgi Bachhátíðarinnar miklu í Leipzig á 250. ártíð meistarans lauk þannig eins og hún hófst; á söng Tómasarkórsins í Tómasarkirkjunni. 850 milljónum króna hef- ur verið varið í endurbyggingu kirkjunnar og í henni er að finna glænýtt svokallað Bachorgel, sem kostaði 75 milljónir. Ólíklegt er að þessar framkvæmdir hefðu reynst mögulegar ef ekki hefði verið fyrir Bach og áhuga manna á honum víðsvegar um heim- inn árið 2000. Meðal þeirra sem gáfu fé til viðgerðanna voru Bill Gates, Kurt Masur og Anne-Sophie Mutter og meira að segja Hel- mut Kohl átti einhvern þátt í því að endar virðast ætla að ná saman. 30 tónleikar á 10 dögum Það hefur sennilega ekki mikið upp á sig að þræða alla daga hátíðarinnar jafn ná- kvæmlega og hér hefur verið gert. Hver ein- asti dagur var yfirfullur af athyglisverðum tónleikum, tónlistarguðsþjónustum, leiksýn- ingum, umræðum og tónleikaferðum til staða í nágrenni borgarinnar. Ég læt mér nægja að nefna nokkra hápunkta í viðbót: Kantötur með Ton Koopman og fólkinu hans frá Amsterdam í Nikulásarkirkjunni. Fáheyrður kraftur og útgeislun. Sama kvöld: Goldbergtilbrigðin með hinum ágæta semballeikara Christine Schornsheim. Matteusarpassían í Tómasarkirkjunni, þar sem hún hljómaði fyrst. Philippe Herre- weghe, meistari fínleikans og hófstilltrar en djúprar innlifunar. Collegium Vocale og frá- bærir einsöngvarar. Christoph Prégardien sem guðspjallamaðurinn! Andrúmsloftið var mettað undir lokin. Jóhannesarpassían daginn eftir í Nikulás- arkirkjunni, þar sem hún var frumflutt! Allt annar flutningsmáti, eldri, þyngri: Gewand- haushljómsveitin og Utvarpskór Berlínar undir stjórn Svíans Herberts Blomstedts. Landi hans Peter Mattei frábær í hlutverki Pílatusar og stórkostlegur í bassaaríunum. H-moll messan daginn þar á eftir í Tómas- arkirkjunni með Tómasarkórnum á dánar- degi meistarans. Á meðan Kyriekaflinn hljómaði voru liðin nákvæmlega 250 ár frá andlátinu. Fyrr um daginn höfðum við heyrt bæði Tónafórnina og Fúgulistina og á eftir messunni var komið að fjölbreyttum útitón- leikum með snillingum á borð við Jacques Loussier og Bobby McFerrin. Dánardagurinn var að sjálfsögðu tilfinn- ingaleg þungamiðja hátíðarinnar og þegar honum var lokið var farið að síga á seinni hluta hátíðarinnar. Það var þó nóg eftir af spennandi tónleikum og á laugardeginum heyrði ég t.d. átta af mótettum Bachs og þrjár af hljómsveitarsvítunum. Hinsvegar skal það viðurkennt hér og nú að þegar loka- tónleikunum með Helmuth Rilling og Gachinger Kantorei í Gewandhaus var lokið á sunnudeginum, fannst manni nóg komið af tónlist í bili. Við höfðum sótt rúmlega þrjátíu tónleika og guðsþjónustur á tíu dögum, sem var þó ekki nema tæpur þriðjungur af því sem í boði var á hátíðinni. Handrit meistarans og málverkið af honum Upphafleg áætlun okkar gerði ráð fyrir nokkrum dögum í Berlín áður en við snerum heim á leið, en þegar upp var staðið áttum við of mikið ógert í Leipzig. Þar voru nefni- lega ellefu Bachsýningar, stórar sem smáar, í söfnum, bönkum og kirkjum, óskoðaðar. Okkur hafði hreinlega ekki unnist tími til að fara í þennan áhugaverða leiðangur á meðan á hátíðinni stóð. Það er að sjálfsögðu ólýsan- leg tilfinning fyrir Bachaðdáanda að sjá nokkur af handritum meistarans í fyrsta skipti. Eða að standa augliti til auglitis við eina málverkið sem vitað er að málað var með Bach sem lifandi fyrirmynd, í salnum í Gamla ráðhúsinu þar sem hann skrifaði und- ir starfssamning sinn. Það er best að láta staðar numið hér, því annars er hætt við að ég missi mig útí óþarfa tilfinningasemi! Þeim sem vilja upplifa Leipzig í Bachhá- tíðarskapi skal bent á næstu hátíð, sem verð- ur haldin 23.-27. maí á næsta ári. Mér býður í grun að íslandi muni eiga að minnsta kosti tvo fulltrúa meðal hátíðar- gesta einnig það árið. Höfundur er útvarpsmaður. FYRSTU ALD SAMKVÆMT frásögn Strabos „áttu ættflokkar, litlir og stórir, heimkynni sín umhverfis borgina, og bjuggu sumir þeirra í þorpum, engum háðum og utan samtaka þjóðflokka". Eldri borginni voru sagðir hjarðlífshelgisiðir, Palilia og Lupercalia, sem við lýði héld- ust fram á háskeið rómverska lýðveldisins. í Róm, á Palatin-hæð, hafa fornleifafræðingar grafið upp grunna híbýla, kofa, frá 8. öld f. Kr., en eldri minjar búsetu á Álbanhæðum og víðar í grennd við borgina. Af uppgreftri í Forum Rom- anum verður ráðið, að á því svæði hafi ekki verið byggð fyrr en um 670 f. Kr. og það hafi ekki verið fram ræst fýrr en öld síðar. Kemur það heim við Sjöhæðahátíðina, Septimontium, sem Forum Romanum var utan við og rakin er til foms byggðabandalags. Og uppgröftur fomminja styð- ur ekki arfsagnir um vöxt og viðgang á fyrstu tveimur öldum hennar. Róm var þyrping kofa- hýsa á sjöundu öld f. Kr. Upp úr þyrpingu kofahýsa tók borg að rísa kringum 575 f. Kr. Bygging húsa úr leirsteini hófst, eftir að Etrúrar hófust til forræðis í Róm. EFTIR HARALD J Búsetu á hæðum Rómar F höfóu áar þeirra komið í aðflutnings eða innrásar Ir árþúsundi f. Kr. Samkvæ kvikfjárhaldarar og veiðii átti eftir að verðí Mastama eða Semus Tullius, annar etrúrsku konunganna þriggja, mun hafa til hásætis hafist með hervaldi að veggmyndir í Francois-gröfinni í Vulci benda til. Á 7. öld f. Kr. voru útfarir í Róm oftar að greftmn, etrúrskum sið, heldur en að lík- brennslu, helsta, þótt ekki eina, grafsið latverskra Rómverja. Og í hundrað og sjötíu ár, sem til þess árabils tóku, gerðu Rómverjar engar styttur af Málverk franska málarans Nicolas Poussln (1594 -1665); Sabínakonum rænt í Róm. Samkvæmt sögnu 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. ÁGÚST 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.