Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Qupperneq 9
til viðgerðar á skipi sínu eða til þjónustu við
guðina, og innan fimm daga skal hann á brott
halda.
(b) Menn, sem land taka til verslunar í Líbýu
eða Sardiníu skulu enga kaupsamninga gera
nema í viðurvist boðbera eða bæjarritara. Verð
hvers þess, sem í viðurvist þeirra er selt, skal
ríkið ábyrgjast seljanda.
(c) Er Rómverji kemur til umdæmis Karþagó á
Sikiley skal hann njóta hverra þeirra réttinda,
sem aðrir njóta.
(a’) Karþagómenn skulu á engan hátt ganga á
hlut íbúa í Ardea, Antium, Laurentum, Circeii,
Terracina né annarra í Latíum, sem undir Róm
heyra.
(b’) Þeir skulu ekki leita á bæi í Latíum, sem
heyra ekki undir Róm; og ef þeir hertaka ein-
hvem þeirra skulu þeir án misgerða fela hann
Rómverjum í hendur.
(c’) Þeir skulu ekki virki reisa í Latíum; og ef
inn í það halda undir vopnum skulu þeir ekki
næturlangt þar dveljast.
Undirtökum Karþagó, ekki aðeins um verslun,
ber samningur þessi vitni, en um leið siglingum
Rómveija og verslun við landsvæði við Miðjarðar-
haf á 6. öld f. Kr. Ákvæðið, sem meinaði róm-
verskum skipum siglingu út (vestur) fyrir Fagra-
höfða, var að þeirri stefnu Karþagó að halda
skipum annarra frá Miðjarðarhafi suðvestan-
verðu, að halda því lokuðu, mare clausum. Ein-
ungis aldarþriðjungi frá gerð samningsins, í
kringum 475 f. Kr., voru yfirráð Etrúra á Tyrr-
enahafi á enda. Um langt árabil lögðust að miklu
leyti af siglingar Rómveija og verslun þeirra við
bæi á ströndum Miðjarðarhafs. Frá eftirfarandi
hundrað og fimmtíu árum hafa fundist færri minj-
ar um þá verslun þeirra en frá 6. öld og jafnvel
öndverðri 7. öld f. Kr.
Að arfsögn komust í Róm snemma á fót átta
iðngildi, flautublásara, gullsmiða, klæðalitunar-
manna, koparsmiða, leirkerasmiða, skógerðar-
manna, sútara og trésmiða. Jámsmiða gat arf-
sögnin ekki, og þykir það benda til, að síðla hafi
járn verið unnið í Latíum. Og um það er önnur
ábending. Fram á háskeið lýðveldisins vom við-
hafðir gripir við helgihald einvörðungu úr kopar,
svo sem helgur plógur og skurðhnífur presta.
Einnig er þess að minnast, að fram á tíð lýðveldis-
ins var uppi haldið þeim helgisið, að brúin yfir Tíb-
er væri úr timbri einvörðungu, án jáms. í huga
þarf þó að hafa, að „um engan þátt (daglegs) lífs
manna í Róm er minna vitað en um iðju þeirra“.
m voru Rómverjar kvenmannslausir fyrst eftir stofnun borgarinnar og bættu úr því með því að bjóða Sabínum til hátíðar, rjúfa grið á þeim og ræna kvenfólkinu.
IR RÓMABORGAR
ÓH ANNSSON
iófu Latverjar, en til Ítalíu
fyrstu eða annarri bylgju
idó-Evrópu-manna Ó ( öðru
imt arfsögninni stofnuðu
nenn borgina sem síðan
3 nafl i heimsins.
guðum sínum. Og um margt líktist þá Róm etr-
úrskum borgum, jafnframt því sem hún hófst til
forræðis yfir latneskum grannbæjum. Til etr-
úrskra áhrifa er rakið, að „í rómverskum lögum
getur ekki ábendingar um þá elstu skipan mála,
sem hellenskar og germanskai’ stofnanir vitna
um, að samtök ættbálka og héraða hafi sett vald-
höfum skorður... I öllu tilliti var ríkið eitt grund-
völlur laga“. Síðasta konungi Rómar var úr stóli
steypt í lok 6. aldar f. Kr., 509 f. Kr, að tímatali
Varro.
II
I Latium voru opnir markaðir ævafornir. Við
hið árlega þinghald við volsenska musterið í Volt-
umna var upp settur opinn markaður, sem Lat-
verjar sóttu. Einnig sóttu þeir mai’kað við Soracte
við sabinsku landamörkin. Frá fomu fari voru
nautgripir og sauðfé haft til greiðslna á þeim, en
síðai’ líka veginn kopar.
Um 700 f. Kr. höfðu Etrúrar tekið upp verslun
við Fönikíumenn, sem á 8. öld f. Ki\ hófu siglingar
til Sardíníu, Sikileyjar og Ítalíu sunnanverðrar.
Og á 6. öld f. Kr. gengu Etrúrar til bandalags við
Karþagó, þá fönísku borg, til að hefta uppgang
grískra nýlendna á Ítalíu. Og með flota sínum
varnaði Karþagó öðmm skipum en sínum sigling-
ar til strandar Afríku við Miðjarðarhaf suð-vest-
anvert. „Þótt aðeins óbeinlínis væri, var það að til-
hlutan Fönikíumanna, að mið- og norðurhlutar
Italíu urðu ekki (grískar) nýlendur."
Verslunarborg varð Róm á 6. öld f. Kr., eftir að
Rómveijar hófu siglingar og verslun við bæi við
Miðjarðarhaf. Við ættbálka lengra uppi í landi
skiptu Latverjar á korni við ull og húðum, sem
þeir létu í skiptum fyrir aðfluttan vaming. Á 6. öld
f. Ki’. var mynt þó ekki slegin í Róm, og við höndl-
un í borginni var útlend mynt h'tt við höfð. Verslun
mun hafa verið á vegum efnamanna, en þá „var
ekki venja að greina á milli efnamanna að land-
eign og efnamanna að lausafjáreign". Um það eru
ábendingar, svo sem að mutuum, formi lána gagn-
vart útlendingum, að Rómverjar hafi snemma
gengið til samninga við vinveittar þjóðir um versl-
un og skaðabætur. Og munu slíkir samningar hafa
myndað „grundvöll að alþjóðlegum lögum um
einkamál (ius gentium), sem smám saman efldust
í Róm samhliða landlögum". Varðveist hefur
verslunarsamningur Római’ við Karþagó frá 508
f. Kr. Hljóðaði hann svo:
Vinátta skal vera með Rómverjum og banda-
mönnum þeirra og Karþagómönnum að þess-
um skilmálum:
(a) Hvorki Rómverjar né bandamenn þeirra
skulu sigla út (vestur) fyrir Fagrahöfða nema
undan vindum eða óvinum. Ef skip einhvers
þeirra rekur upp í fjöru skal hann þar ekkert
kaupa né til sín taka nema það, sem á hefur þörf
III
í Latíum á 6. öld f. Kr. var jarðyrkja stunduð af
slíkri alúð, að þess munu fá dæmi. Frá því skeiði
eru varðveittar minjar um framræslu-skurði,
neðanjarðarræsi og stíflur. „Vel getur verið, að
framræslu-mannvirki hafi verið gerð að fordæmi
Etrúra, sem þekkt höfðu til framræslu í fomum
heimkynnum sínum í Litlu-Asíu.“ „En engar sam-
tíðai’heimildir eru um samfélagslega skipan róm-
versks landbúnaðar í árdaga." Og um hana voru
uppi öndverðar skoðanir síðla á lýðveldisskeiðinu.
Dionysíus fi’á Halicamassus sagði svo frá:
„(Romulus) skipti landinu upp í þijátíu jafna hluta
og sérhverri curria lagði hann til einn þeirra." En
Cicero reit: „(Romulus) skipti líka plebejum upp á
milli heldri manna, sem vera áttu forsjármenn
þeh-ra... Á þeim tímum fólst auður í búpeningi og
jörðum (loci), og af tvenns konar eignum eru
dregin orðin fjáður (pecuniosus) og vel stæður
(locuples).“ Um þessi efni hafa sagnfræðingar
ekki tekið af skarið. Sýndist T. Mommsen svo:
Það eitt er víst, að elsta form stjómskipunar
hvíldi ekki á eignarhaldi á jörðum heldur í stað
þess á eignartilkalli ættbálka. Hins vegar hefur
stjómskipan Servíusar upp skiptar jarðir að
forsendu... Miklu erfiðara er að sjá hver staða
stórra landeigna var. Úr því að equites hófust
til vegs þegar í árdaga verður ekki í efa dregið,
að slíkar stórar jarðeignir vora til staðar og
ekki í litlum mæli.
M. Rostovtzeff ályktaði:
Hvemig sem efnahagslíf hófst í Latíum í ár-
daga leikur ekki vafi á, að framgangur þess
réðst af forræði Etrúra. Ásamt nokkram fjöl-
skyldum rómverskra höfðingja mynduðu Etr-
úrar yfirstétt eigenda stóijarða og kaupsýslu-
manna í Róm. Þegar rómverskir höfðingjar
kollvörpuðu etrúsku konungsættinni varð ekki
breyting á efnahagslífi. Hvernig og hvenær það
varð, að þeir sem að líkindum höfðu áður verið
ánauðugir leiguliðar höfðingja urðu fijálsir
bændur og eigendur lítilla jarða og meðlimir
stéttar plebeja, er ekki vitað.
Mikið var um þrælahald. Dionysíus frá Hal-
icarnassus sagði svo frá, „að Rómverjar hafi ýmst
keypt þræla á uppboðum stjórnvalda á hluta af
herfangi eða herforingjar hafi leyft hermönnum
að halda föngum, sem þeir höfðu tekið, ásamt með
öðra heríángi". Aftur á móti var rómverskum
þrælum oft veitt frelsi. Og sagði Dionysíus enn
svo frá, „að við upptöku stjórnskipunar hans hafi
Servius Tullius skipað (leysingjum) að tilgreina
verðmæti eigna sinna á sama tíma og fijálsir
menn og að hann hafi skipt þeim upp á milli hinna
fjögurra ættbálka borgarinnar... og að hann hafi
leyft þeim að njóta allra fríðinda, sem öðram
plebejum buðust...“
Höfundurinn býr í Vínarborg og fæst við ritstörf.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. ÁGÚST 2000 9 -