Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/RAX í úfnum hraunjaórinum ofan við Sand stendur krossinn, minnismerkið um listamanninn. Einfald- ur og sterklegur, tekinn að láta á sjá og minnir í einmanaleikanum og þögnlnnl á sína hálf- gleymdu sorgarsögu. Morgunbla8i3/Jim Smart Fjallkonan og landvættirnar prýða bókarspjald viðhafnargestabókar Þjóðminjasafnsins. Annað megin listaverk Jóhannesar Helgasonar og sveinsstykki hans. Þjms. Listiðnaðarsafn nr. 2. Sandhólm á Hellissandi. Þessa systur sína vildi Jóhannes gleðja og bætti á sig í smíðun- um. Um það segir faðir minn: „Síðustu nóttina vakti hann við að klára smíði á saumaskríni og smáhlutum, gersemi hinu mesta og listasmíð að sögn. Gjafir sem hann hugðist færa systur sinni. Að morgni varð að leggja upp til að ná að Sandi fyrir kvöld. Jóhannes var því svefnvana um morguninn en glaður og hress og ákveðinn í að leggja í ferðina." Feigur maður á ferð „Jóhannes hélt af stað fótgangandi snemma morguns ásamt Friðjóni, hinum 15 ára gamla bróður unnustu sinnar. Færð var hin versta. Er leið á gönguna styttu þeir sér leið og fóru ofan vegar.“ (Að öllum líkindum efsta veginn í Beruvík - sjá kort.) „Mun það hafa tafið för þeirra frekar en hitt.“ Um síðari hluta ferðarinnar segir faðir minn: ,Áður en leiðin var hálfnuð borðuðu þeir nesti sitt. Mun Jóhannes litlu síðar farið að finna fyrir þreytu, ekki síst af vöku og vinnu síðustu daga. Sagði við piltinn er þeir stóðu upp: „Við höldum áfram í Drottins nafni. Og höldum stystu leið í áfangastað." Þegar þeir komu til móts við bæinn Saxhól, vestan Beruvíkur, var farið að dimma og syrta í lofti. (Þá segir Kidda að hafi verið brostið á slíkt aftakaveður í Einarslóni, að bændur urðu að fara á streng til gripahúsa.) Var þá eftir um tveggja tíma gangur að Sandi. Sáu þeir félagar ljósið í Saxhólsbænum, sem nú var nokkuð úr leið, sökum þess hve hátt þeir fóru. Hafði Jó- hannes á orði að gott væri nú að koma að Saxhóli, eða gista þar. Lagði Friðjón fast að Jóhannesi að koma þar við, var orðinn hrædd- ur við myrkrið og útlitið. Hann taldi það of mikinn krók og svo yrði þeim ekki sleppt út aftur af Þórarni bónda og Jensínu húsfreyju, sem voru rómuð fyrir gestrisni. Áfram héldu þeir og nokkru síðar brast á með hvassviðri og snjókomu. Var þó meira undan veðri að sækja og frost vægt. Afram drógust þeir við þessar erfiðu aðstæður og töldu sig komna langleiðina er Jóhannes þraut að lokum kraft og villtir að auki í blindhríð og myrkri en kennileiti engin. Munu þá hafa verið í Prestahrauni. Þama grófu þeir sig í fönn, Jó- hannes mókti og greip nú drenginn slik ofsa- hræðsla að hann dreif ferðafélaga sinn upp, sem hafði nú hvílst að mun. Enn lögðu þeir af stað og nú varð Friðjón að ráða ferðinni, rammvilltur og ókunnugur.“ Jóhannes bar bakpoka með kistlinum góða og annan smíðisgrip, forláta spilakassa sem hann hafði skorið og skreytt að beiðni frú Sig- ríðar Bergmann, merktan Daníel, manni henn- ar. Enn heldur faðir minn áfram: „Er rofaði til sáu þeir félagar Ijósin á Sandi“ (að öllum lík- indum í Þorskadölum - sjá kort), “og hafði þá borið talsvert af leið. Nú var Jóhannes að þrjóta örendið, hann lagðist til hvíldar, stakk niður staf sínum miklum og útskomum en bað Friðjón að hraða sér til byggða eftir hjálp. Drengurinn tók þá við pokanum og lagði á sprett, en spölurinn lengri en hann sýndist. Um sama leyti herti hríðina að nýju og ljósin hurfu. Pilturinn sleppti sér af hræðslu, sídett- andi í hrauninu og vissi hvorki hvert hann fór né hve lengi hann hljóp í ofboðinu. Henti frá sér pokanum einhvers staðar á þessu heljar- hlaupi. Náði í vökulok til byggða, að Stóru- Hellu (samkv. frásögn Kiddu; Karvel Ög- mundsson segir Hraunskarð, í bók sinni Sjó- mannsævi - Öm og Örlygur 82), bæ sem stendur ofan við Sand. Hálftrylltur af hræðslu háttaður ofaní rúm eftir að honum var hjúkrað og færður matur. Úti fyrir geisaði iðulaus stór- hríðin. Um tvöleytið um nóttina slotaði loks óveðr- inu. Var Friðjón þá ræstur og gat tekið þátt í leitinni, ásamt tiltækum Söndurum. Hann gat sagt greinilega frá en þegar á reyndi kom í ljós að hann vissi raunar lítið meira en aðrir leitar- menn, hafði verið rammvilltur. Veðrið versnaði brátt aftur og snera menn við án árangurs." Er birti af degi kom svo að segja hvert mannsbarn til leitar, (um 100 manns segir í frétt í Mbl. þ. 24. jan. 20). Þarna eru hraun og hrjóstur, því vandleitað. Aftur var lagt af stað, hraunið og næsta umhverfi gengið skipulega. Jóhannes fannst klukkan tvö eftir hádegi, sam- kvæmt frásögn föður míns - sem telja má víst að hann hafi eftir Friðjóni. Karvel segir „síðari hluta dagsins", þannig að þeim ber saman. Ail- fjarri vegi og þeim stað sem pilturinn hélt. „Hafði verið leitað langt yfir skammt," segir faðir minn, „Jóhannes gengið drjúgan spöl eft- ir að Friðjón skildi við hann. Aftur hafði hann stungið niður stafnum góða svo hann fyndist fyrr. Var það stafurinn sem vísaði á hann að Iokum, var í Sandahrauni, skammt ofan við Hraunskarðsbæinn. Hafði Jóhannes haldið beint undan veðri og vindi, þvi ekki tekið beina stefnu, stystu leið. Þar á sléttri grund hafði Jó- hannes Helgason lagst til hinstu hvíldar og var örendur er að var komið.“ Var þá 32ja ára, nánast á sama aldri og Kristján bróðir hans, er hann féll frá, 11 árum áður. Langlífið átti heldur ekki að verða hlutskipti Friðjóns. Hann fórst í miklu mannskaðaveðri sem kallað er „Halaveðrið". Þá voru aðeins fimm ár liðin frá þessum hörmungaratburði, og Friðjón, sem var orðlagður sjómaðui’, að- eins tvítugur. Kristín systir hans giftist síðar Guðmundi Sæmundssyni, vænsta manni og skipstjóra frá Gufuskálum. Þau áttu m.a. dótt- urina Jóhönnu. Að lokum segir faðir minn. „Hin harm- þrungna systir lét leita að skríninu en fékk ekki þá huggun. Berjafólk fann það 15 áram síðar í hraungjótu, ónýtt með öllu. Ég hef sem betur fer aldrei séð uppá aðra eins sorg og hjá þessu manndómsfólki við fráfali Jóhannesar sáluga. Var og aðdragandi allur eins sár og verið getur fyrir ástvini hans. Er það allt heilagur minningarreitur í huga þessa fólks. Jóhannes var jarðsunginn í Hellnakirkju 29. janúar og hvílir við hlið systkina og foreldra í Hellnakirkjugarði. Séra Guðmundur Einars- son flutti líkræðuna og komst m.a. svo að orði: „ Síðast þegar ég talaði á þessum stað vígði ég Drottni stærsta og fegursta verk þessa látna bróður vors. Umgjörðina um altaristöflu kirkjunnar sem því verður fegursti minnis- varði eptir hann og starf hans á jörð...“ Kistillinn kom í leitirnar Sem barn heyrði ég söguna, eins og faðir minn sagði hana; að skrínið hefði fundizt löngu síðar og þá orðið ónýtt. Þetta var sannleikur- inn hinum megin jökuls. En staðreyndirnar eru allt aðrar. Eg hafði setið hjá Kiddu á Dal- brautinni heilan eftirmiðdag og hlustað. Kom- inn tími til að kveðja er hún segir „Nú þarf ég að sýna þér dálítið.“ Opnar skáp og hvað ætli hún dragi fram úr pússi sínu annað en kistilinn góða Kristínarnaut. Hann hafði þá fundist nánast óskemmdur, eftir allt saman. Aðeins örlítið annar blær á lokinu eftir vetrardvölina í hrauninu. Það var sumarið eftir að smalast- úlka frá Stóra-Hellu gekk framá pokann, sem þá hafði verið gerð að óhemju mikil leit. Mun- unum var komið í hendur eigendanna, Kristín- ar Sandhólm og Sigríðar Bergmann. Faðir minn hafði ekki ofsögum sagt af fegurð kistils- ins. Hagleikinn og listfengið skín úr hverju hnífsbragði. Líkt og aðrir munir Jóhannesar Helgasonar Fanndal, lofar verkið meistara sinn. Að leiðarlokum í bókinni Sjómannsævi, sem áður er getið, rakst ég fyrst á krossinn, minnismerkið sem sett hafði verið upp í minningu Jóhannesar, á þeim stað sem hann lagðist til hinstu hvíldar í hrauninu ofan við Sand. Eftjrgrennslanir bára lítinn árangur, uns ég talaði við Cýras Danel- íusson, sem vissi allt um minnismerkið. Hann vísaði mér á Sæmund Kristjánsson í Rifi, sem þekkir manna best héraðið undir Jökli. Sæ- mundur hafði komið að krossinum aðeins nokkrum árum áður og kom því til leiðar að annar gjörkunnugur útivistarmaður, Smári Lúðvíksson á Rifi, fylgdi okkur Ragnari Axels- syni ijósmyndara á staðinn. Þarna stendur hann enn, einfaldur, sterklegur, látlaus. Sér- valinn, kvistalaus kjörviðurinn orðin ljós og veðraður. Sæmundur segir að þá hann kom fyrst á staðinn á sjöunda áratugnum, hafi vott- að fyrir leifum af hvítri málningu á krossinum. Sem minnir í einmanaleikanum og þögninni á sína hálfgleymdu sorgarsögu. Ekki hefur verið á annarra færi en þaulkunnugra að ganga að krossinum þar sem hann rís, ekki mikið meira en metrahár, uppúr vörðubroti á hraunbreið- unni. Nú hafa þeir Sæmundur og Smári mælt út staðinn með GPS-staðsetningartæki, hnitið er: N: 64-53-38, W: 23-52-54. Þar með er vitað, svo ekki skakkar metra, hvar Jóhannes endaði göngu sína. Frá hraun- bollanum er nálægt hálftíma gangur við bestu aðstæður að næsta byggða bóli, Stóru-Hellu. Staðurinn einum 400 metrum frá almennum gönguleiðum, samkvæmt leiðarlýsingu Sæ- mundar. í æsku hafði Smári gengið fram á kross\pn af algjörri tilviljun, og vitjað hans regluiega. Síðast fyrir örfáum árum, þá þarfn- Jóhann Hjálmarsson Ljós heimsins Á ferðum okkar um hraunið rákumst við stundum á einmanalegan kross nálægt djúpri laut Við fengum fá svör: Maður frá Hellnum hafði orðið úti á leið inn á Sand. í Hellnakirkju errammi sem hann hefur smíðað utanum frelsarann, altaristöflu af heilagri kvöldmáltíð. Nú kemur fólk til að skoða þennan eina ramma ífátæklegri útnesjakirkju. í björgunum fyrirneðan garðinn, þar sem bein hans Uggja, erfuglinn hávær eins ogforðum þegar hann lagði af stað áður en élið skall á með ungar hendur sem voru þess umkomnar að smíða ljósi heimsins verðugan ramma. Síðan hefurlengi mætt um grjót ogmosa. í hrauninu sést ekki framar neinn kross. Úr Ijóðabók Jóhanns Hjálmarssonar, At- hvarf í himingeimnum - útgefandi Al- menna bókafélagið 1973. Skáldið á ættir að rekja að Saxhóli í Beruvík. aðist hann lagfæringar og festi m.a. þvertréð sem hafði dottið niður, saumurinn orðinn ónýt- ur. Arnar Sigurðsson (afabróðir hans var Jó- hannes Sandhólm, eiginmaður Kristínar Sand- hólm), segir að þeir Jóhannes og Sumarliði Andrésson (sonur Guðrúnar Helgadóttir (1869-1926), elstu systur Jóhannesar Helga- sonar), jafnan kenndur við heimili sitt, Viðvík á Sandi, hafi sett upp krossinn sumarið 1920, frekar en 21. Gjöf frá Kristínu og fjölskyldu, til minningar um bróður hennar. A honum er sporöskjulagaður koparskjöldur með upphafs- stöfum listamannsins; JHF. Hálftími er ekki langur tími á vogarskálum eilífðarinnar en yfrið nógur fyrir örþreyttan og sjúkan mann við verstu aðstæður og öll klæði og búnaður heldur ófullkominn miðað við það sem þekkist í dag. Þegar komið er á staðinn og menn virða fyrir sér kringumstæðurnar er vandi Friðjóns heitins augljós. Þarna eru lítil auðkenni að fara eftir fyrir ókunnugan, skelfd- an og óharðnaðan ungling í náttmyrkri og hríð - í miðri framvindu sem hefði reynst hverjum fullorðnum tvísýn þrekraun. Þegar atburðarásin er skoðuð, telst líklegt að Jóhannes heitinn hafi, ofaná svefnleysi og þreytu eftir stranga vinnutörn og verstu að- stæður hvað snertir færð, árstíð og veðurfar, ekki gengið heill til skógar. Hafði fengið lungnabólgu á námsáranum, einsog áður er getið, sá sjúkdómur víkur aldrei langt frá þeim sem hafa einu sinni fengið hann. Hér bjóða all- ar aðstæður; vökur, þreyta, vosbúð og kuldi honum eða hverjum öðrum veikindum heim. Jóhannes var á besta aldri, samsvaraði sér vel en nær ekki á áfangastað þrátt fyrir að hann sé svo hryggilega skammt undan sem raun ber vitni. Heimildir: Handrit um hinstu for Jóhannesar Helgasonar eftir Valdimar Kristófersson frá Skjaldartröð „Jóhannes Helgason frá Hellnum”, ritgerð eftir Hildi Margrétardótt- ir. Pálsætt undir Jökli, Sjómannsævi e. Karvel Ögmunds- son, Morgunblaðið, jan. 1920. Athvarf í himingeiminum, ljóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson skáld. ViðtökVið Krist- inu Jónsdóttur, mars-júlí. Hildi Margi-étardóttr, mars- júlí. Helgu Reinharðsdóttur, mars-júlí. Sæmund Krist- jánsson, apríl-júlí. Ingunni Hoffmann, júlí. Cýrus Danel- íusson, apríl. Smára Lúðvíksson, maí. Amar Sigurðsson, maí. Lilju Ámadóttur, júlf. Sigrúnu Ástu Jónsdóttur, apríl -maí. Öll tekin á árinu 2000. Greinarhöfundur ó ættir að rekja að Hellnum. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.