Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 13
tíma met ég það líf sem hrærist undir þekki- legum þökum borgarinnar, mér til skemmt- unar. Það er af og frá að ég beri niður- stöðurnar lengur á torg með tilstyrk prent- svertu. Síðasti móhíkaninn, hafið þér lesið þá bók? Nei auðvitað ekki. Hvernig læt ég? Æska yðar. En eðli máls ræður raunar gerð tals. Þessi bleikja, sjáið þér, sem komin er í birt- una, hún veit á uppstyttu. Nú birtir ögn og þér getið brátt haldið á slóðir fuglanna. Steinhjartað mitt. Hégómagimdin er ekki til húsa þar, hún þarf meira svigrúm. Tauga- kerfið allt. Vélráð þurfa minnst rými þótt ótrúlegt sé; brot af framheilanum dugir. ið fyrra tai? Gleymið því. Það sem okkur stendur næst að taka til með- ferðar er fyrirsjáanleg brottför Paganinis, hann er sjáið þér til, að færa sig með svertuna og allt sitt hafurtask á önnur hvel. Leiðir okkar skilja því von bráð- ar. Tökum því upp annað tal. Um yður til dæmis. Þér eruð barnung. Nítján ára - ekki alveg lífsreynslulaus samt. Ég vona að reynslan hafi verið hæfi- lega bitur, það er illskárra að fá hana með fyrra fallinu í smáskömmtum sem bólusetja heldur en síðar í stórskammti sem deyðir. Alveg rétt, við getum einnig orðað það á þá lund, en til eru þau stjörnukort sem sýna að leiðin til Paradísar liggi þvert um túngarð Vítis. Er það virkilega svo? Það gleður mig að þér kjósið að ég tali frjálslega - eins og á barnum í Káetunni. En nú er alveg stytt upp og ég held áfram gyðingsgöngu minni og regnið hamlar ekki lengur för yðar á fund piltsins yðar. Eigið engan? En einhversstaðar er hann. Haldið þér það ekki? Merkilegt. Þér eruð ekki vissar um það. Yður leiðast ungir menn. Skarplega athugað. Þeim er heldur í engu treystandi nema því að vilja bergja á nýjum nautnum alstaðar og alltaf. Hærri aldursflokkar eru með hugann við viðfangsefni líðandi stundar og kappkosta að dvelja sem lengst við nautn sem gefst. En nú brýst sólin fram eins og ég lofaði yður, látið mig ekki tefja. Hér kemur vagninn eins og kallaður. Hafið hraðan á. Ég er yður þakklátur, þér hafið gefið gráum degi minnis- stæðan lit. Heilsið útlandinu frá mér og njót- ið andblæs Parísar og trjánna. Hikið ekki - vagninn! Eg hélt... Gott og vel. Göngum þá. Það er stytt upp. Mín erindisleysa er í austurátt, niður að torg- inu. Og yðar erindi? Einnig í austur.? Þar hittist vel á... Alls ekki. Gerið svo vel - en sá er hængur á að ég hef heldur slæmt orð á mér á smá- borgarastiku mælt - sem er ein herjans vold- ug stika, þannig að það er hæpinn ávinningur að sjást í samfylgd minni, ef þér hyggið á hervirki á almennum hjónabandsmarkaði. Öðru máli gegnir um tímabundin afdrep. Af- drep í veðravíti, votviðri einkum og sér í lagi, sættir á augabragði rummungsþjóf og gerð- arlegasta lögreglumann. Manneskjan er býsna hagsýn þegar að henni kreppir. g yður stendur alveg á sama. Auð- vitað. Margsigld manneskjan. Hvernig læt ég? Og úr því að mannorðið er sama forgengileika háð og járnið, innstæða sem óhjákvæmilega hlýtur að rýrna að sama skapi sem frjálsu lífi er lifað, göngum þá fröken Éix. En gætið yð- ar, bæði er skuggsýnt og bláu skórnir sem eru rauðleitir að sjá undir rosanum eru við- kvæmir; gullspeglarnir við fætur okkar eru pollar. Yfirborðið er skínandi eins og þekki- leg þök borgarinnar - en undir er vilpan og cloaca maxima. Ekki svo að skilja að nauð- synlegt sé að einblína á þann sannleik - en skynsamlegt er að kunna á því nokkur skil að fæst er sem sýnist. Veld ég yður ekki annars óþægindum með hægagangi mínum? Ekki til baga? Gott. Hnéð - skiljið þér. Bagallinn, stafurinn vildi ég sagt hafa, er raunar til fleiri hluta gagnlegur en að taka þunga af liðamótum. Orðum til áréttingar til dæmis - sem kemur sér vel þegar sannfær- ingunni er ábótavant, auk þess sem hann ljær mönnum virðuleik sem þá að jafnaði sárvanhagar um. Franski málarinn Toulouse- Lautrec lét hola staf sinn og fyllti konjaki - sem hann sötraði á næturrölti sínu milli vinnustofunnar og dansmeyjanna á Rauðu myllunni sem hann gerði ódauðlegar, en fékk þó ekki að sænga hjá, ekki einu sinni þótt peningar væru í boði og átti hann þó nóg af þeim. Ótrúlegt en satt. En hann gekk líka við stafinn alla ævi - mín fagra. En bíðum við, þei þei... Jú, ekki ber á öðru. Þeir knýja sírenurnar. Brunaliðsmenn á þeysireið undir brakljósum, sjáið, meðfram þriðju húsasamstæðu og floti bílrakka sveigir fréttagírugur í slóðina. Látið fyrirganginn samt ekki ræna yður nema þessu eina augnabliki. Ef um verslunarhús er að ræða gerist ekki miklu meira en það að rafheili ungar út nokkrum tölum á þar til gerðan rúðupappír - sem aftur veltir ögn breyttum tölum á annan reit sem ákvarðar iðgjöldin næsta ár. Auralítilla húsmæðra bíð- ur hátíð að tíu dögum liðnum. Manntjón? Gæti hugsast - og kynni þó að afstýra stærri voða fjær í þessum vefnaði sem heitir tími. Þér leiðið þessa athugasemd hjá yður. Það ber hugarfari yðar fagurt vitni - en breytir þó engu um ýmis torræð ferli í þessu gangverki sem kallast mannheimur. Nú er vælið dáið út og nú handfjatla þeir slöngurnar æfðum höndum undir látúns- smelltum hjálmum og andrúmið er lygnara. Sveigið nú höfuðið tíu gráður í vestur. Hér koma gegnum húmið tvær myndastyttur á virðulegu skriði til síns heima, ástsamlega samankræktar um olnbogana. Spíssað höku- skeggið og vel skorinn frakkinn fara vand- lega völdum hattinum einkar vel - og konur hér um slóðir sjást ekki tignari í klæðaburði en frúin. Gott kvöld herra minn og frú mín. ú, við heyrðum í sírenunum. Ég kynni: Glúmur arkitekt, nafnfrægur lífslista- maður sem komið hefur sér upp ótölu- legum fjölda minnismerkja í austur- borginni - og frú Gígja, fædd Vermeer - af tignum uppruna í landi túlípananna. Ungfrú Wright, hún á annars heima í háloftunum - en er jarðbundin um þessar mundir vegna slæms ferðaveðurs efra. Nei, okkur er ekki kunnugt um það frú Vermeer; vonandi sögutækur bruni samt og án manntjóns. Bílarnir eru fljótari í förum nú en fyrrmeir og slöngurnar aflmeiri, að ógleymdu asbestinu sem eldur bítur ekki. Maður vonar það af alhug. Sælar. Sælir. Það er rétt til getið. Hlæið bara. Fágað allt og formlegt utanhúss. Gamall stíll og drjúgt tæki til mannvirðinga í eina tíð og dugir tals- vert enn. Herranum er þó fleira til lista lagt en skapandi gáfur og prýðileg eiginmennska. Hann er einnig fyrirmyndarelskhugi það ég best veit - og er vel af sér vikið, maður kom- inn á þennan aldur. Það er hjá kornungri stúlku í Austurgötu sem hann treystir þann orðstír þriðja hvern morgun rýmilega fyrir skrifstofutíma - eða klukkan sjö stundvís- lega. Ekki með á nótunum? Nú. Þér kímið samt. Nóturnar hljóta þá að vera fyrir utan grip yðar. Hafið ekki áhyggjur. Það mun stækka með tímanum. En þér skiljið. Arkitektinn er morgunmaður sem er dyggð af því tagi að það vefst jafnvel fyrir illkvittnum mönnum að koma henni heim og saman við afbrigðilegan erindrekstur. Broddborgari er skyldugur að gæta virðingar sinnar - viðskiptanna vegna. Dæmið er auðreiknað. Stúlkutetrið í Austur- götu er trúlega óþreytt á morgnana eins og annað fólk - og þó gætt hagnýtri höfgi. Svo tíminn virðist bærilega við hæfi morgun- manns. Yngsta dóttir arkitektsins og frúar- innar með rætur í Amsterdam og Jamaica nemur arkitektúr í París og starfar hjá Iceair á sumrum. Arkitektinn og ég elduðum grátt silfur saman fyrir margt löngu, enda margt líkt með okkur. Hlæið eins og yður lystir. En sjáið til. Hér eru kjörin gatnamót til að hnika stefnunni. Kirkjugarðurinn er steinsnar héðan og þaðan liggur sund til Káetunnar. Við stefnum þá niður á láglendið. Fyrirgefið. Ég heyrði ekki. á, pilsið. Telpan. Ég er yður sammála. Það var raunar með alstysta móti á þessum táningi. En nokkur huggun er það að þegar ekki verður komist lengra í þessa átt munu pilsin aftur ná viðunandi sídd, svipaðri yðar - og þá er ekki ónýtt að hafa nokkra vitneskju um hvernig kvenlegg- ur þjóðarinnar er vel fyrir ofan hné. Annars var markaðsgildi kynfæranna nokkuð ljóst - fyrir minipils. Dyggðin átti raunar áður fyrr rót í hreinni hagsýni - sem spratt af tækni- legum vanefnum. Nú er plastið og pillan komið til sögunnar, guði sé lof. Kynhungur er raunar ekki jafn átakanleg plága og það hungur sem að maganum veit - en ytri merki þess fyrrnefnda eru hávaðasamari en nokkur önnur hörgulsgei’vi. Faldur pilsanna er flug- mælskur: Sjáðu maður hvað ég hef, hafirðu gleymt því. Glæpamenn í öngstrætum að næturlagi hafa svarað kallinu formálalaust - í nærliggjandi portum undir gluggum lög- reglustöðvarinnar. En kvenfólk fullyrðir að það sé mun frárra á fæti stuttpilsað og vegi það nokkuð á móti áhættunni. Reisið höfuð yðar álfkona. Höllin blasir nú við. Þeir voru að tendra flóðlýsinguna. Þér hafið lög að mæla. Verslunarhöllin á engan sinn líka. Kaspar er annálaður snill- ingur. Það tók snillibragðið ekki nema tuttugu og fimm ár að ná þessu umfangi - tíu hæðum, sýnist mér. Upphafið var þó heldur hversdagslegt og tæpast frásagnarefni. Sagan hefst á pöntunarfélagi fátækra manna í kreppunni. Félagið veslaðist upp á skömm- um tíma með hætti sem ekki skýrðist til fulls fyrr en Kaspar hafði gróðursett vísinn að því fyrirtæki sem þér sjáið hér geislandi eins og guðdómstákn úr marmara, gleri og ryðfríu stáli. Gætið yðar. Þér drápuð tánni í vilpuna. Hér er klútur, gerið svo vel. Alls ekki. Hann er úr silki. Eigið hann til minja. Þér áttið yður ekki alveg. Yður verður þó tæpast skotaskuld úr að stoppa í gatið. Kúnststoppið samt ekki. Myndin af Kaspar er ekki þess virði. Ég er yður sammála. Hér í kirkjugarðinum er grafin mikil saga. Ekki vildi ég samt hlusta á krossana tala sannleikstungum í kór - og raunar ekki heldur steinana sem grillir í þarna í kirkjugarðsveggnum vestanverðum. Þeir anga bókstaflega af sögu síðan í seinna heimsstríði. Nú er nýhætt að jarða hér og hliðin læst nema um helgar. Þau eru því ólæst núna. En við getum stytt okkur leið gegnum garoinn. Leyfið þér að ég dreypi á messuvíni sem ég hef í tinfleyg innanklæða - í samfagnaðar- skyni við þá sem liggja dauðir undir sverðin- um. Það er enginn í augsýn þessa stundina og einu gildir hvað þeir hugsa sem kynnu að liggja á gægjum. Ég verð mjög fljótur - án flausturs þó - þannig að hverfandi hluti virðuleikans fer forgörðum. Horfið á sólar- lagið í vestri. Kærar þakkir. Skiljanlega. Þér voruð ekki fæddar í þann tíma. Það eru einkum þessir steinar, þessir sem dottið hafa úr hleðslunni - sem trúandi væri til að verða hraðmælskir. Sjáið grasið, það sýnist rauðgrænt vegna kvöldroðans - og lauf trjánna þó fremur - enda ber þau hærra. Við ættum kannski fremur að láta hugann dvelja við laufþökin en hrundu legsteinana. ott og vel. Eins og þér viljið. Þessi steinahrúga þarna? Þeir steinar hafa hrunið úr hleðslunni fyrir ágang meyjarfóta og háttvíst gras- ið keppist nú við að fela. Minni kynslóð var í þá daga - sem þér voruð ófæddar og þessir steinar voru troðnir - að áskotnast einn hyrningarsteinninn í heimsmynd sína. Hvar var ég? Ég er að tapa þræðinum. Alveg rétt. Steinarnir, þessir tilteknu merkissteinar. Hermennirnir, flestir á gírug- asta kynþroskaskeiði, voru einkar slungnir í Sjafnarmálum, fannst okkur, einkum í fyrstu - meðan þeir þurftu á því að halda. Ég man eftir rauðkrossuðum sjúkrabíl sem löngum var staðsettur næturlangt gegnt skarðinu í hleðslunni, sem þá var raunar heil og hafði verið í aldir. En nú hafði heimsmenningin haldið innreið sína. Bifreiðin var kjörið verk- færi, bráðsnoturt svefnherbergi á hjólum og tjöld fyrir gluggum. Hún stóð þarna aðeins eftir að skyggja tók og svalir vindar blésu. I annan tíma, fröken Fix - skuggsýnan og ekki kaldari en svo að vandalaust var að halda á sér hita með hæfilegri hreyfingu - þjónuðu leiðin undir lífið og blóðblöndunina sem gert hefur nútímaæskuna að fríðustu æsku frá upphafi byggðar. Kvenþjóðin gekk lauguð skini fegurstu ræktarsemi inn í garðinn að austanverðu að lesa á krossa og huga að kristilegum blómum — þangað til komið var í skjól af trjánum, að stúlkurnar tóku á sprett að hleðslunni í vestri - og þaðan var hreint enginn spotti, tæpar tvær álnir, það var allt og sumt - í notaleg lökin bak við rauðkross- aða hurðina. Heraginn sagði vel til sín; her- mennirnir voru stundvísir upp á mínútu. Á heila tímanum rýmdu þeir bílinn og nýir sett- ust inn samtímis því að hliðið að austanverðu var opnað hæversklega á ný. Þegar frá leið og samskiptin gerðust almennai’i færðust hlutirnir í frjálsara horf og sjúkrabílarnir sá- ust lítið upp frá því. Burðarmiklir flutninga- kaggar leystu þá af hólmi, þeir söfnuðust í lest og fylltu sig sunnan við íþróttavöll æsk- unnar. Þvílík runa. Hún nær alveg fram á þennan dag. Ég geymi i minni kílómetralang- ar gluggaraðir bláu kagganna og í rúðugler- inu eftirvæntingarfull andlit skólasystranna, enn með fermingarpermamentið þrykkt í hárið á leið á böllin í kömpunum fyrir utan borgina. Þjóðin var ekki jafnfríð þá og nú. Þó brá fyrir skínandi fögru sakleysi og yndis- fríðum barmi í rúðuglerjunum. Þau andlit eru enn furðuskýr. Síðar, þegar við drengirn- ir komumst í Kærlighedens Billedbog - hafði hún ekki annað en upprifjunargildi fyrir okk- ur. Flosaport var þrautnýtt til stefnumóta - enda tæpast kjörið til annars betra utan smíðanna vegna hefilspónanna sem voru ferskir og angandi á hverju kvöldi. Nú er það port úr sögunni - nema í æskuminni aldraðra húsmæðra. æsti þáttur? Bíðum nú við. Jú. At- hyglisverðar staðreyndir komu síðar á daginn og urðu frægar. Nauðganir af völdum hermanna heyrðu til hreinna einsdæma hér, það er síð- an heimssögulegt fyrirbæri og margmært í stríðsheimildum Bandamanna. Þjóðin fær ekki fullþakkað það. Mikilsháttar borgarblað fjallaði ítarlega um málið nýverið, að vonum stolt af þessum ólygna vitnisburði um virðinguna sem aðfluttur her auðsýndi henni, því að stríð er nú einu sinni stríð. Leyfið þér, kaleikurinn innanklæða, áður en við komum í fjölmenni. Kvöldroðinn er enn í vestri handa yður að lauga augu yðar í. Jú, ég kem auga á unga manninn, hann sif ur eða réttara sagt klúkir við níunda kross héðan reiknað. Yður er brugðið; kímið held- ur. Maður getur ekki vænst tilbreytni af yfir- náttúrulegum toga fyrr en um óttuskeið. Því miður. Það held ég ekki. Fremur að hann hafi ver- ið að reyna að skemmta sér. Bráðungur mað- ur og á sýnilega bágt. Gott kvöld herra minn. Misvirðið ekki óvígðum manni afskiptasem£ ina. En gætum við orðið að liði. Okkur er ekki kunnugt um að það sé á neins manns færi að svara þeirri spurningu af viti - en ef ég má - Hinir dauðu? Ja, ef þeir væru nú örugg- lega dauðir. Þeir eru til sem fullyrða að eng- inn fari þótt svo hann fari að því er virðist, hvorki lengrí veg né skernmri. Það er almenn trú að brottför héðan sé ekki annað en til- flutningur í aðra og þá væntanlega skaplegri vídd, kannski á þessum hinum sömu slóðum, jafnskjótt og við höfum gert annað tveggja: innt af höndum tilskilda þjónustu héma meg- in þilsins ellegar sýnt fram á getuleysi okkar í þá veru. Afsakið, ég heyrði ekki, vinstra eyrað er daufara. Það er okkur þvi miður ekki heldur kunn- ugt um að svo stöddu. Við erum enn sömu megin þilsins og þér. En fyrir handan kann þó að finnast einhver skráð mynt - og þá væntanlega nokkuð stöðug. Það er svo. Úr þeirri beyglu yðar kann að réttast. Við óskum yður velfarnaðar. Sælir. Einmitt það já. Það er ekki von, þér eruð óvön mæli manna við skál. Hann var talsvert rykaður - en eftir því sem ég komst næst er verslunarfélaginn sofnaður í svörðinn með vitneskjuna um hvar aleiga hins er niður- komin og hægari vandi að gleyma en fyrir- gefa - sem er lífseigur sannleikur og hefur vafist fyrir mörgum, jafnvel ódrukknum. Við lokuin nú þessu ginnheilaga vesturhliði á efW ir okkur. Ég vona að þér séuð ekki vegna þessa atviks orðin afhuga því að við lítum inn í Káetuna. Afbragð. Hinkrum ögn, rauða ljósið. Bifreið kann að skjótast fyrir horn- ið, þetta er eitt af alskörpustu hornum borgarinnar. Bifreið og maður er ójafnari leikur en menn gera sér ljóst að óreyndu - sem virðist - herra minn trúr - vera að sannast hér rétt einu sinni! Hemlaískrið smýgur merg og bein. Það mun- aði ekki nema hársbreidd, þetta gengur kraftaverki næst. Strætisvagn af þessari stærð vegur einn og sér full sjö tonn, hamT* hemlaði á þremur metrum. Nei, nei, verið rólegar. Alls ekki. Yður hef- ur missýnst. Það leið yfir hann áður. Vagninn snerti hann ekki. Nú ber ég kennsl á menn- ina. Þetta er ritstjóri síðdegisblaðs og kunn- ur erlendur Ijóðaþýðandi á vegum gæludýra ríkislaunuðu rithöfundanna. Ritstjóranum og aðalbókrýninum var jafn annt um líf hans í fyrstu og voru á leið með hann uppá arminn yfir götuna með stefnu á Káetuna þegar vagninn snaraðist úr brekkunni fyrir hornið. Það sáuð þér. Ég er því miður, liggur mér við að segja, gæddur full skarpri athyglisgáfu. Ritstjórinn brást rétt við, enda gamall göt- ustrákur, vanur bflum, hann togaði í hand- legginn á þýðandanum til að kippa honum með sér yfir á gangstéttina framundan. Rýn- irinn sem er vitaskuld moðhaus vildi snúa vi^, og togaði í hinn handlegginn í öndverða átt uns vagninn var kominn ískyggilega nærri og þeir sjálfir í hættu. Þá gáfu þeir auðvitað dauðann og djöfulinn í gestinn. En þá var lið- ið yfir hann, sem var mjög skynsamlegt við- bragð andspænis sjö tonnum. Ég sá mjög skýrt hvernig munnur hans opnaðist á því augnabliki sem þeir strengdu hann fyrir vagninn. En sjáum til! Hann er óvænt kom- inn til meðvitundar og er að brölta á fætur og ekki sjón að sjá hann og bílstjórinn horfir orðlaus á. Gesturinn þarf áreiðanlega einn fjórfaldan til að róa taugarnar þegar þeir hafa dröslað honum í Káetuna. Það mátti sem sé ekki muna nema hársbreidd að tengil- iður þeirra félaga við hinn stóra heim yrði drepinn fyrir augunum á þeim áður en þeim hafði auðnast að gernýta hann. Nú streymhfc umferðin guði sé lof liðlega á ný. Ójú, það er rétt til getið. Bílamir hafa fríkkað, en því er nú verr að þeir eru misfríð- ir. Draumabifreiðin er oftar en ekki bifreiðin sem ekur á næstu akrein. Það er eins og með húsin sem fólk býr í og býr þó ekki í af því að húsið á móti er fallegra. Hananú. Það sér á að við erum komin í þröngbýla menninguna. Þeir eru að því er virðist að handtaka hann. Ég þekki þennan unga mann. Vísast er hann drukkinn á leið úr Káetunni. En liðmannlegir laganna verðir eru skilningsríkari stétt en handtökin gefa til kynna. Þeir keyra hann trúi ég sem leið liggur heim til konunnar, ef hún þá er þar enn, sú ríka frú. ^ Ég er yður ósammmála. Segjum heldur að meginerfiðleikar manna felist í tveim smá- orðum: of - van. Ymist rísa menn ekki undir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. SEPTEMBER 2000 1 3 H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.