Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 8
Glaumbær í Skagafirði. Elstu hlutar hússins eru frá um 1750. Morgunblaðið/ómar VINLAND - SKAGA- FJÖRÐUR - SKÁLHOLT Hin fyrsta hvíta móðir í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson. er traustari heimild, er einnig að finna framtíðarspá Guðríði til handa, sem bendir til sömu áttar og völvu- spáin. Það er eiginmaður hennar þá- verandi, Þorsteinn Eiríksson, sem hana flytur í andarslitrunum. Hann segir m.a.: „Þú munt gift verða ís- lenskum manni, og munu langar vera samfarir ykkar, og margt manna mun frá ykkur koma, þroskasamt, bjart og ágætt og ilmað vel. Munið þið gera bú á íslandi." Spádómsorð hins deyjandi manns voru fleiri, þótt eigi verði þau nánar rakin hér. En spádómamir rættust, eins og þegar hefir að nokkru leyti verið lýst. Leið þeirra Vínlandsfaranna, Guð- ríðar og Þorfinns karlsefnis, lá til Grænlands um Noreg til íslands. Settust þau að á æskuslóðum Þor- finns í Skagafirði. Segir í Grænlend- inga sögu að eftir fyrsta vetur þeirra hjóna í Skagafirði hafi karlsefni keypt Glaumbæjarland, reist þar bú og stýrt því meðan lifði og þótti hinn göfugasti maður. Þorfinnur karlsefni varð ekki gam- all. Ekki er þó fullkunnugt um hve- nær hann dó. Eftir andlát hans bjó Guðríður áfram í Glaumbæ með syni sínum, þeim sem hún ól og sat yfir í vöggu vestur á ströndum Vínlands. Hann kvæntist skagfirskri stúlku, Yngvildi Úlfhéðinsdóttur, Þorbjarn- arsonar frá Guðdölum (þ.e. Goðdöl- um). Þar kom að hann tók við búinu af móður sinni. Mun hún þá hafa ver- ið komin eitthvað yfir miðjan aldur. Réðst hún þá í suðurgöngu (þ.e. píla- grímsferð til Rómar). Er það ein- stætt afrek, ekki síst af aldraðri konu og ekki vitað um aðra konu íslenska, sem þá hetjudáð hefir leikið eftir henni á fyrri öldum. Um þetta afrek eru heimildir ekki fjölorðar. Græn- lendinga saga segir þetta eitt: „Og er Snorri var kvongaður þá fór Guðríð- ur utan og gekk suður og kom út aft- ur til bús Snorra, sonar síns, og hafði hann þá látið gera kirkju í Glaumbæ. Síðan varð Guðríður nunna og ein- setukona og var þar meðan hún lifði.“ Þar varð einn þáttur fornrar spár að veruleika. EFTIR BJÖRN JÓNSSON SUMARIÐ sem nú er að líða verður áreiðanlega lengi í minnum haft fyrir margra hluta sakir. Stórra atburða hefir ver- ið minnst, þar á meðal 1000 ára afmælis kristnitöku á Þingvöll- um sem margir telja merkasta atburð íslandssögunnar, þegar lögtekið var að ráði heiðins manns, sem falið hafði verið að skera úr hinum heitu og við- kvæmu tniarágreiningi landsmanna, „að hver maður á Islandi, meiri og minni, skyldu krist- inn vera og skím taka.“ Það skyldi verða upp- haf sameiginlegra laga, „því að“ - mælti hinn vitri og framsýni maður: „það mun satt vera, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn." Þannig varð íslenska þjóðin kristin á ein- stæðan hátt, án frekari átaka eða blóðsúthell- inga. Einstæður atburður, sem á sér enga hlið- stæðu í kristinsögu veraldarinnar. Þó svo að í upphafi væri vafalaust aðeins um nafnkristni að ræða til að byrja með, þá fjölgaði þeim fljót- lega, sem fóru að taka trú sína alvarlega. A yfirstandandi ári er þess einnig minnst á margvíslegan hátt að árið 1000 fann Leifur heppni Vínland hið góða. Fleiri sögulegar ferð- ir voru famar á næstu árum í kjölfar Leifs og félaga hans. Hinar vestrænu furðustrandir freistuðu margra norrænna víkinga, svo sem frá er greint í Grænlendinga sögu, Eiríks sögu rauða og fleiri fomum sögum. Einn þeirra sem beindi fleyi sínu vestur á bóginn var Þorfinnur Karlsefni frá Þórðar- höfða í Skagafirði, víðförull farmaður af göfug- um ættum. Hann kom til Grænlands litlu eftir árið 1000, dvaldi vetrarlangt í Brattahlíð, kynntist þar ungri ekkju og glæsilegri, þá til- tölulega nýkominni frá íslandi, Guðríði Þor- bjamardóttur að nafni. Þau felldu hugi saman, heitbundust og gengu í hjónaband þá um vet- urinn. Vorið eftir verður það að ráði, að Þor- finnur heldur skipi sínu tii Vínlands og voru tvö önnur skip þar með í fór. í þeirri ferð voru sex- tíu karlar og fimm konur, þeirra á meðal Guð- riður. A meðan dvalið var í vesturvegi ól Guð- ríður son, sem nefndur var Snorri. Er þessi frumburður Guðríðar og Þorfinns karlsefnis yfirleitt talinn íyrsti hvíti maðurinn, sem fædd- ist í Ameríku. Áður en lengra er haldið skal frá því greint, að nokkru áður en leiðir þeirra Guðríðar og Þorfínns lágu saman flutti grænlensk kona, sem nefnd er Þorbjörg lítil völva, Guðríði fagra og einstæða framtíðarspá, sem skýrt er frá í Eiríks sögu rauða. Hún sagði m.a.: „Þú munt gjaforð fá hér á Grænlandi, það er sæmilegast er, þó að þér verði það ekki til langæðar, því að vegir þínir munu liggja út til íslands, og mun þar koma frá þér bæði mikil ætt og góð og yfir þínum kynkvíslum skína bjartari geislar en ég hafi megin til að geta vandlega séð.“ Þess er hér skylt að geta, að sumir fræði- menn hafa talið þessa spádómssögu klerklegan skáldskap þess sem skráði Eiríks sögu. En minna má á, að í Grænlendinga sögu, sem talin Geislarnir björtu En hvað með geislana björtu, sem spáð var að skína myndu yfir kynkvíslum þessarar ein- stæðu hetju og heiðurskonu, sem vart á sér hliðstæðu í fornum sögum? Afkomendur henn- ar eru a.m.k. þrír biskupar og ein abbadís. Auk frumburðarins Snorra áttu þau son er Björn Morgunblaðið/RAX Skálholtskirkja hét. Dóttir hans var Þórunn, móðir Björns Gils- sonar, sem var þriðji Hólabiskupinn, 1147- 1162. Undir aldamótin 1300 stóð til að koma honum í dýi-lingatölu og voru bein hans upp tekin um leið og bein fyrsta Hólabiskupsins, Jóns Ögmundssonar. En þar varð Jón hlut- skarpari, enda Bjöm enginn afreksmaður í biskupsdómi, þótt góður væri hann og hreinlíf- ur, enda er hans í fáu getið. Næsti Hólabiskup var Brandur Sæmunds- son, 1163-1201. Hann var náskyldur Birni Gils- syni. Björn afi hans og áðurnefndur Snorri karlsefnisson langafi Brands voru bræður. Það er því síst að undra þó að Brandur hefði hug á því að koma Birni biskupi frænda sínum í helgra manna tölu. Annars var Brandur í röð hinna merkari Hólabiskupa í kaþólskri tíð. Snemma fór orð af honum sem gáfuðum fræði- manni. Hann var vígður biskupsvígslu 1163 í Noregi, fyrstur íslenski'a biskupa sem þar hlaut vígslu. Hann sat alls 39 ár á stóli og hafa einir tveir biskupar setið lengur, Jörundur Þorsteinsson í 46 ár og Guðbrandur Þorláksson í 56 ár. Öll framkoma Brands biskups í biskupsdómi ber þess vott, að hann hafi verið alvörugeftnn trúmaður, áhugasamur um hag kirkju og kristni, siðavandur, friðsamur og ráðhollur. I minnum er höfð þátttaka hans í svokölluðu Deildartungumáli, er hann studdi svila sinn, Pál prest Sölvason, gegn ofríki Hvamms- Sturlu frænda síns. Svarið, sem Brandur gaf Hvamms-Sturlu á alþingi, þegar rætt var mál þeirra Páls prests, gleymist ekki: „Enginn frýr þérvits, en meir ertu grunaður um græsku.“ Þegar því var að skipta kom hann jafnan fram sem hreinskilinn, ábyrgur og traustur mannasættir, sem síst var vanþörf á á róstu- tímum Sturlungaaldar. Þá má minnast þess, að Hallbera Þorsteins- dóttir, sem vann að stofnun nunnuklausturs á Reynistað í Skagafirði ásamt með Jörundi Þor- steinssyni Hólabiskupi (1267-1313) og varð önnur abbadísin þar, vígð 1299, var einnig af- komandi þeirra Glaumbæjarhjóna. Hún and- aðist 1329 eða 1330 „og þótti verið hafa hin göf- ugasta og ágætasta kona“. Eftirmaður Gissurar Snorri og Yngvildur í Glaumbæ áttu dóttur, er Hallfríður hét. Hennar maður var Runólfur Þoriáksson af ætt Haukdæla. Sonur þeirra var Þorlákur Runólfsson. Hann ólst upp með for- eldrum sínum, en var ungur settur til náms í Haukadal. Hann var snemma námfús og skiln- ingsgóður og hugþekkur öllum, sem kynntust honum. Um hann segir svo í Hungurvöku (sögu fimm fyrstu Skálholtsbiskupa): „Hann var snemmindis skynsamur og siðlátur, og hug- þekkur hvörjum góðum manni. Bænahalds- maður mikill var hann þegar á unga aldri, og skjótur í skilningnum og lagður til kenni- mannsskapar. Linur var hann og lítillátur og óafskiptasamur, heilráðui' og heilhugaður við alla þá er hjá honum voru, mjúklátur og misk- innsamur við þá er þess þurftu við, frændræk- inn og forsjáll í flestum hlutum, bæði fyrir sína hönd og annarra.“ Það var engan veginn auðvelt að setjast í biskupsstól í Skálholti að Gissuri gengnum, slíkur sem hann hafði reynst í öllum störfum sínum. Kunn er sagan af honum, er hann, áður en hann var til biskups kjörinn, var staddur við hirð Haralds konungs Sigurðssonar í Noregi. Leist hinum vitra konungi svo á hinn unga Is- lending, að hann kvað sér sýnast að hann „mundi best til fallinn að bera hvert tignarnafn, sem hann hlyti, hann væri jafn vel fallinn til að vera konungur, hershöfðingi og biskup", enda er honum svo lýst, að hann hafi verið „mikill maður vexti og tígulegur, alger að sér um alla hluti, þá er karlmaður átti að sér að hafa, og allra manna góðgjarnastur og forvitur". Þegar hann kom út hingað að fenginni vígslu tóku menn honum feginsamlega, og varð hann brátt mjög vinsæll af öllum landslýð. Um það kemst Hungurvaka svo að orði: „Hann tók tign og virðing svo mikla snemmendis biskupsdóms síns, að hver maður vildi sitja og standa svo sem hann bauð, og var rétt að segja, að hann væri bæði biskup og konungur yfir landinu, meðan hann lifði.“ Kominn mjög á efri ár lét Gissur í ljós þá ósk 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.