Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 20
Frumsamið dansverk Láru Stefánsdóttur og tónverk Guðna Franzsonar verður flutt á Vindhátíð 2000. Hér sést einn dansaranna í verkinu. MorgunblaðiS/Ásdís Vindharpa eftir færeyska listamanninn Trönd Patursson. Þetta er fimm metra hár skúlptúr og hljóðfæri í senn. Það ómar þegar vindurinn blæs. Alls kyns flugdrekar munu svífa um loftin blá á sérstökum fiugdrekadegi hátíðarinnar. Einnig verður haldinn fyrirlestur um japanska flugdrekahefð. SATT Ml LLI VINDS OG MANNS Vindurinn le ikur stórt hlutverk á hátíðinni sem hefst 3. september í Reykjavík og |: >ví þótti nærtækt að kenna hátíðina vi( 3 þetta náttúrufyrirbrigði sem við (slend- ingar þekl kjum svo vel. EYRÚN BALDURSDÓTTIR komst að því að hugmyn dina að Vindhátíð 2000 eiga þrír arkitektar sem annars vinna að því að hanna hús með tilliti til veðurfars. Dagskrá hátíðar- innar fer fram á þaki Faxaskála og í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. VÐ ætlum að virkja vindinn með jákvæðum hætti,“ segir Signrður Harðarson arkitekt og einn af forsvarsmönnum Vindhátíðar 2000 sem hefst á morgun, sunnudag 3. sept- ember, og stendur í fímm daga. Á hátíðinni freista hstamenn og fræðingar þess að „kortleggja snertifleti milli vinds og þjóðar" og er nálgun þeirra með ýmsum hætti. Flestir dagskrárliðir fara fram undir berum himni og hyggjast þátt- takendur taka veðrinu á þaki Faxaskála eins og almættið býður þeim. Þar verður m.a. frumflutt dansverk Láru Stefánsdóttur og tónverk Guðna Franzsonar 12 vindstíg og einnig verða þar fluttir gjömingar af Hannesi Lárussyni og Walkabout Stalk sem er hópur listamanna frá Brussel. Á þaki Faxaskála verður tískusýning á vindfatnaði og vindskúlptúrar eftir ýmsa inn- lenda og erlenda listamenn. I Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, verða fyrirlestrar um vindinn svo sem í tengslum við landafundina, myndlist, flug, bókmenntir, ömefni og vind- hörpur. f Hugmyndafræðin sótt í snjóskúlptúr- hótíðina ó Grænlandi En hver skyldi forsagan vera að þessari sér- stæðu hátíð sem kennd er við vindinn? „Það er nú löng saga,“ svarar Sigurður bros- andi, en hann hefur ásamt arkitektunum Sig- urði Einarssyni og Jóni Ólafí Ólafssyni staðið að undirbúningi síðastliðið ár. „Við félagamir á arkitektastofunni Batteríinu höfum á undan- fömum árum hannað hús með hliðsjón af veður- fari og höfum sérstakalega kannað hvemig hægt sé að taka tillit til vindsins á fyrstu stigum skipulags. Þegar menningarborgin auglýsti eft- ir hugmyndum að starfsemi á menningarárinu fannst okkur rakin hugmynd að nota þetta nátt- úrufyrirbæri, vindinn, sem þema á listahátíð." Sigurður segir að þeir hafi einnig haft í huga kollega sína á Grænlandi sem hafa gengist fyrir ' snjóskúlptúrhátíð á hveiju ári. „Við á Islandi getum ekki stólað á snjóinn fyr- ir hátíðahöld af þessu tagi, en við höfum hins- vegar nóg af vindi og hann viijum við virkja með jákvæðum hætti til listrænnar sköpunar," segir hann og heldur áfram. „Við köllum þessa hátíð stundum sátt milli vinds og manns, og stígum okkar sáttarskref með því að efna til viðburða, sýninga og fyrirlestra sem hafa vindinn í for- grunni. Við viljum sýna fram á að vindurinn er ekki bara neikvætt afl, heldur mikilhæfur hluti af okkar náttúru og á mikinn þátt í hvemig hún lítur út. Sérstaklega getum við íslendingar þakkað honum tilvist okkar, því tæpast hefðu . landnámsmenn siglt yfir Atlantshafið frá Nor- egi ef hans hefði ekki notið við.“ Þegar Sigurður er spurður að því hvort skipulag af þessu tagi sé óvanalegt innan verksviðs arkitekta, telur hann svo ekki vera. , Jfrkitektúr er vitaskuld listtengt fag og í okkar starfi eigum við gjarnan í samvinnu við aðra listamenn á ýmsum sviðum.“ Þríþætt dagskró Hátíðin byggist á þremur meginþáttum sem eru fastasýning, viðburðir og fyrirlestrar. „Fastasýning eru hlutirnir sem standa upp á Faxaskálaþaki og geta ekki annað,“ segir Sig- urður kíminn og útskýrir að það séu til dæmis vindskúlptúrar eftir Árdísi Sigmundsdóttur, Einar Már Guðvarðarson og Gunnar Ottósson. Einnig verður þar til sýnis vindharpa eftir Trönd Patursson frá Færeyjum, en það er hljóðfæri sem ómar þegar vindurinn blæs um það. „Þetta er fímm metra hár nokkurskonar skúlptúr með strengjum.“ Sem hluti af fyrrnefndri fastasýningu mun „graffitíhópur" sem skipaður er fjórtán lista- mönnum gera veggmyndir í kringum hátíðar- svæðið. „Þessir strákar munu mála innvegi Faxaskálaþaks með mismunandi orðum yfir vindinn á okkar tungumáli, til dæmis vindur, kári, gjóla og svo framvegis." Annar hlutinn eru viðburðir sem fluttir verða oftar en einu sinni á hátíðinni. Þar er til dæmis dans- og tónverk eftir Guðna Franzon og Láru Stefánsdóttur sem ber heitið 12 vindstig. Það ílytja fjórir atvinnudansarar, níu nemendur úr Listdansskóla Islands og um fjörutíu blásarar og slagverksleikarar. Á vegum 66° norður verður haldin vindfata- sýningin faldafeykir sem er ný fatalína fyrir borgarlífið. „Þetta eru vind- og regnheld föt sem hægt verður að nota í borginni, hvort sem farið er í gönguferð meðfram sjónum eða í leik- húsið,“ útskýrir Sigurður „Fatalínan var hönn- uð sérstaklega í tilefni af hátíðinni og ef vel tekst tii mun 66° norður þróa hana í nothæfa sölulínu." Japanskir flugdrekar í íslenskum vindi Hannes Lárusson myndlistarmaður flytur gjörning alla daga hátíðarinnar. í verkinu er vindurinn settur í samhengi við tímann. Einnig mun hópur listamanna frá Brussel sem kallaður er Walkabout Stalk flytja gjörninga á hátíðinni. Hópurinn samanstendur af listamönnum úr arkitektúr, tónlist og dansi. „Þau flytja sínar innsetningar með Ijósurn, tónlist og dansi,“ seg- ir Sigurður og bætir við að tónlistin sem þau flytja sé samansett af hljóðum úr borgarlífinu. Hópurinn hefur einnig komið fram í menningar- borgunum Helsinki, Bergen og Brussel og þess má geta að íslenski dansarinn Ema Ómars- dóttir er einn af meðlimum Walkabout Stalk. Á meðan á vindhátíðinni stendur geta vegfar- endur um miðbæinn átt von á að sjá fjölda flugdreka svífa um loftin blá í krafti vindsins. „Hingað koma þrír Japanir sem halda fyrir- lestra um japanska flugdrekahefð, sem er mjög gömul. Þeir koma með sjötíu flugdreka sem verða til sýnis á Listasafni Reykjavíkur. Svo verður haldin sérstakur flugdrekadagur á Arn- arhóli, þar sem fyrirtækið Flexifoil á íslandi sýnir tveggja línu flugdreka og nemendur sum- arnámskeiða Myndlistarskóla íslands setja á loft flugdreka sem þau sjálf hafa búið til.“ Sig- ui'ður bendir á að öllum sé heimilt að koma og taka þátt í flugdrekadeginum með sína dreka og aðspurður segist hann ekki halda að allir drek- arnir flækist saman. „Það er nóg pláss,“ svarar hann hlæjandi. Kortlagning á snertífleti vindsins við þjóðlifið Á meðan hátíðinni stendur verða fyrirlestrar um ýmsa snertifleti vindsins við þjóðlífið. Þeir fara fram á kvöldin í Listasafni Reykjavíkur og munu þar ýmsir fróðleiks menn miðla af þekk- ingu sinni um vindinn. Þar verður vindurinn af- hjúpaður sem fyrirbæri og sem umfjöllunarefni í bókmenntum, ljóðlist, hljómlist og myndlist. „Einnig verður þar rætt um vindinn í fjöllunum og hvernig hann tengist flugi, sjólagi, landeyð- ingu og ýmsu öðru sem áhugavert er að hlýða á,“ segir Sigurður og bætir við að Jórunn Sig- m'ðardóttir verði með vikulega þætti í Ríkisút- varpinu um vindinn. í Listasafni Reykjavíkur verða ennfremur til sýnis myndir eftir nemend- ur í Myndlistaskólanum í Reykjavík hafa gert undh' þemu hátíðarinnar. Setning Vindhátíðar 2000 verður á þaki Faxaskála klukkan 13.30 sunnudaginn 3. sept- ember. „Veðrinu tökum við eins og það kemur,“ segir Sigurður ákveðinn. „Við getum átt von á því að það verði hauststillur, en einnig getum við átt von á hauststormum. Við höldum okkur vissulega við að allt sé gert utanhúss og í því veðri sem okkur verður úthlutað af æðri mátt- arvöldum.“ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.