Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 7
Morgunblaðið/ Arnaldur Þorgerður Sigurðardóttir og Guðrún Kristjánsdóttir opna sýningar í Hafnarborg í dag. KROSSAR OG LANDS- LAG RANNSAKAÐ Guðrún Kristjánsdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir opna báðar myndlistarsýningu í Hafnarborg í dag. Á sýningunum er fengist við ólík viðfangsefni, annars vegar íslenskt landslag og hinsvegar krossinn. INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR ræddi við listamennina. ORGERÐUR Sigurðardóttir sýnir tréristur í Sverrissal og Apóteki Hafnarborgar og Guð- rún Kristjánsdóttir sýnir olíu- málverk, tréskúlptúra og vegg- verk úr grjóti í Aðalsalnum. Sýningarnar eru opnar alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18 og standa til 25. september. Rannsókn ó landslagi Sýning Guðrúnar Kristjánsdóttur ber yfir- skriftina Af fjöllum. Á sýningunni eru olíu- málverk, ásamt tréskúlptúrum og veggverk- um úr grjóti. Eins og á sýningum hennar undanfarin ár eru fjöll viðfangsefnið, fjöllin í íslenskri náttúru eins og þau birtast á mis- munandi árstímum og í hinum ýmsu veðrum. I sumar hefur staðið yfir sýning á verkum Guðrúnar í Munaðarnesi og er hún einnig þátttakandi í „List í orkustöðvum“ sem nú stendur yfir. I Laxárvirkjun hefur hún unnið verk sitt, Ofankoma, beint á bergvegginn. „Ég lít á þessa vinnu mína í tengslum við landslagið sem eins konar rannsóknarvinnu,“ segir Guðrún. „Fjöll hafa verið eitt af mínum meginviðfar.gsefnum í þó nokkur ár. Auk olíumálverkannna er ég með tréskúlptúra úr rekaviði, sem ég fékk utan af Langanesi. Petta eru stórir og mikilir bolir, sem hafa verið í þurrkun í tvö ár núna. Árhringirnir í þeim eru svo táknrænir fyrir tímann sem líð- ur og líður og líður.“ Veggmyndir úr grjóti eru einnig hluti af sýningunni. „Þetta eru ekki lágmyndir úr steinum. Ég festi steina á vegg. Þetta er beint framhald af málverkum mínum þar sem ég hugsa mikið um leysingarnar, hvernig dökku formin koma út í gegnum snjóinn eða hvernig snjórinn situr eftir í dökkum hlíðum. í þessu veggverki þjónar veggurinn hlut- verki snjósins. Eins og ég segi, finnst mér maður nánast eins og vísindamaður, að rannsaka hvað maður kemst langt með þetta landslag." Freskumólun ó Ítalíu Guðrún hefur verið valin fulltrúi íslands á 18th Festival of Dozza fresco paintings-há- tíðinni. Hátíðin er hluti af dagskrá menning- arborgarinnar Bologna árið 2000 og verða listamenn við vinnu dagana 10.-17. septem- ber, en hinn 17. er sýningin formlega opnuð. Hátíðin er haldin í þorpinu Dozza, sem er miðaldabær utan við Bologna. Verkin eru unnin utandyra á veggi húsanna í þorpinu. „Þorpið er því orðið þekkt sem einskonar listasafn undir berum himni,“ segir Guðrún. „í ár er valinn einn listamaður frá hverri menningarborg Evrópu. Þetta gengur þann- ig fyrir sig, að hver listamaður fær einn vegg til að vinna á. Við hefjum vinnuna 10. septem- ber og höfum viku til að ljúka verkinu, en þá verður sýningin opnuð formlega." Að sögn Guðrúnar koma myndlistarmenn- irnir með undirbúnar hugmyndir um útlit verksins og vinna það samkvæmt þeim. Hún segist ekki viss um að hún muni notast við hefðbundna fresku-tækni, heldur sé lista- mönnum ráðlagt að notast við akrýlliti. „Ég byrjaði að rifja upp freskumálun sem ég lærði fyrir 25 árum í Frakklandi, þegar ákveðið var að ég tæki þátt í hátíðinni. Sú að- ferð er hins vegar heldur seinleg og því er okkur sem tökum þátt ráðlagt að nota akrýl- liti. Ég hef ekki unnið mikið með akrýl, en reyni það núna. Veggurinn sem ég hef til um- ráða er 2x2 metrar og ein vika er ansi naum- ur tími til að vinna slíka stærð með gömlu freskutækninni. Ég verð því að notast við fljótlegri aðferð, það er að segja akrýlliti.“ Krossinn grunnhugmynd Tréristur Þorgerðar Sigurðardóttur hafa krossformið sem grunnhugmynd. .J’essar myndir eru unnar í tilefni 2000 ára kristni í heiminum," segir Þorgerður. „Ég vinn með gríska krossinn, eða svokallaðan vígslukross, og með latneskan texta eftir Gregoríus I páfa sem var uppi um 600. Textinn er vel þekktur og fjallar um það að ekki skuli dýrka helgi- myndirnar sjálfar, heldur það sem liggur þeim að baki. Þessi áletrun er meðal annars á vegkrossinum í Njarðvíkurskriðum, sem eru á leiðinni til Borgarfjarðar eystri. Talið er að hann hafi upphaflega verið gerður á 14. öld.“ Þorgerður segist sjá ákveðin tengsl milli vinnunnar í tréð og áhrif trúarinnar á líf og hegðun fólks. „Þegar ég vinn með tréð kemur alltaf eitthvað óvænt upp í myndverkinu, eins og tréð vilji taka völdin. Ég hef verið að setja þetta svolítið í samband við það að framkoma mannana og verk þeirra eru oft grunduð á trú, sem tekur á svipaðan hátt af manni völd- in. Það er þessi togstreita, ég er að gera mynd og svo tekur tréð af mér völdin, og það er eins í lífinu, að trúarbrögð, þá á ég ekki endilega við kristna trú, móta líf þeirra sem trúa. Þó svo að við viljum lifa ákveðnu lífi, þá. hefur trú okkar áhrif á það hvernig við fram- kvæmum hlutina og tekur í raun eins af okk- ur völdin, eins og tréð stjórnar mér.“ Sýnir í Washington og Macau í tengslum við sýninguna kemur út rit eftir Ólaf H. Torfason sem nefnist Nokkrir ís- landskrossar, en Ólafur er maður Þorgerðar. „í bókinni veltir hann ýmsu fyrir sér sem tengist vegkrossum. Til dæmis fjallar hann um hvort krossar, eins og sá í Njarðvíkur- skriðum, hafi verið hér á Islandi í kaþólskri tíð, auk þess að velta ýmsu fyrir sér sem tengist almennt vegkrossum og krossum á víðavangi hér á landi, krossörnefnum, kross- hefðum og fleiru. Við gefum bókina sjálf út.“ Framundan hjá Þorgerði er sýning þrettán íslenskra listamanna í Washington DC. „Það eru svipaðar myndir sem ég sendi þangað og eru á sýningunni hér. Sýningin er haldin á vegum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ég eini grafíkerinn sem á verk á sýningunni þar, en tæknin sem listamennirnir þrettán vinna með er mjög mismunandi. Guðrún Krist- jánsdóttir á líka verk á þeirri sýningu. Svo er á döfinni hjá mér alþjóðleg grafíksýning í Macau í Kína í desember. Við erum fjórir Is- lendingar sem sendum þangað verk af hálfu íslenskrar grafíkur. Verkin sem þangað fara eru sams konar og þau sem eru hér í Hafnar- borg. Langholtskirkja hefur einnig orðað það við mig að fá hluta þessara verka til sýningar þegar sýningunni hér lýkur.“ KRISTJÁN ÁRNASON HAUST Á bleiku laufí daggar dropar glitra, er draumsins óður snýst í vöku- lag. Fölir geislar feimnislega titra, erfíkra sig um ungan, nakinn dag. Og dagur rís af beði blíðrar nætur, breiðir sér á herðar ljósan feld. Hlakkar til að starfa, fara á fætur ogfalla í dökka arma næsta kveld. Höfundur kennir sig við Skáló. ANNA KARIN JÚLÍUSSEN TIL RAGNARS Elsku litli unglingur við stöndum andspænis/ Þú horfír á mig heitum augum ogsegirmér - að ég sé versta mamman í heimi - að þú ætlir að fíytja að heim- an um leið og þú sért orðinn sextán. Madonnu-krossinn dinglarí eyranu og hárið er í tveimur litum ogþú segirmér aðþér og vinum þínum fínnist að égmeðhöndli þig einsog tveggjára að ég nöldri of mikið VÁ MA’R - HVER HELD- URÐUAÐ FARIAÐ LEITA ÞÓ MA’R SÉ EKKIKOMINN HEIM KL UKKAN HÁLF- FJÖGUR MÓRALLINN MA’R/J/ Næsta dag kemurðu innúr dyrunum með rjóðar kinnar hendir stóra frakkanum og rauða treflinum á næsta stól. Kyssir mömmu borðar einsog úlfur ert í kjaftastuði spilar uppáhaldsplötuna ogferðað sofa. Á morgun er á morgun. Við tökum einn dagí einu á þessu ferðalagi upp fullorðinsbrattann. Höfundur er félagsráðgjafi í Garðabæ. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. SEPTEMBER 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.