Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 10
+ ***- V **=W—g ^< & Mé1 «^%. <^ Seltjamarnes. Uppdráttur frá 1715. Þetta mun vera elztl uppdráttur af þessu svæðl og jafn- framt sá elnl sem sýnir Reykjavfkurbæ og kirkju áður en hús Innréttinganna risu og vfsir að þorpi myndaóist í Vik. EFTIRÖGMUND HELGASON Skýring var til g þeim frostbrestum sem stundum heyrðust frá Tjörninni á vetrum. Þeir urðu vegna þess ao nykur hélt sig í Tjöminni annað árið en hitt í Hafravatni í Mosfellssveit og átti hann að fara efrirundirgangimillivatnanna. EF NUTIMAFOLK - það er fólk nú á tækniöld - væri spurt, hversu ábyggilegar því þættu um eða yfir tveggja alda gaml- ar munnmælasagnir, yrði svar- ið sjálfsagt að þær hlytu að vera í meira lagi hæpnar. Ef á hinn bóginn er hugað að rann- sóknum sem gerðar hafa verið á samfélögum er ekki eiga sér þróaða ritmenningu, virðist vera ljóst að í kjarnafrásögnum megi gjarnan sitthvað til sanns vegar færa, jafnvel um æva- gamla viðburði, einkum ef þjóðfélagsleg um- gjörð hefur lítteða ekki tekið breytingum á milli kynslóða. I tilvikum af umræddum toga er því á engan hátt réttmætt að draga dæmi af hugmyndum eða reynslu okkar síðari tíma tæknialdarmanna. Við höfum búið við gróna rithefð um aldir til halds og trausts minni okk- ar svo að við höfum fyrir löngu lagt af þær minniskröfur sem þeir urðu að þroska og þjálfa með sér og fella í kerfi eða formúlur er ekkert tæki höfðu sér til hjálpar í þessum efn- um. því er minnt á þetta að hér er ætlunin að huga að þeirri mynd sem fæst af Reykjavík fyrri tíma í spegli þjóðsagna og munnmæla. Þá er átt við það svæði sem náði yfir Reykja- víkurjörð á síðari öldum þar sem fyrst mynd- aðist sá þéttbýliskjarni er varð að þorpi og síð- ar kaupstað og loks höfuðborg eins og kunnugt er. Af meira en nógu er að taka, svo ekki verður allt talið heldur leitast við að gefa sem fjölbreytilegasta mynd af þeim sagnaarfi er um ræðir og er að finna innan þessa sögu- sviðs, að segja má frá landnámi og fram um miðja okkar öld. Loks er þess að geta að hið sögulega efni er að mestum hluta endursagt til styttingar, enda hefði það annars orðið allt of langt og ekki rúmast innan ramma þessarar greinar. í Islendingabók og Landnámabók er að finna frásagnir af upphafi íslandsbyggðar rúmlega tveimur öldum eftir að umræddir at- burðir eiga að hafa átt sér stað. í báðum þess- um ritum er greint frá svokölluðum fyrsta landnámsmanninum, Ingólfi Arnarsyni, sem nam land á milli Ölfusár og Hvalfjarðar og byggði bæ sinn þar sem öndvegissúlur hans hafði borið að ströndinni eða með öðrum orð- um þar sem húsgoð hans vísuðu honum til bú- setu - nefnilega í Reykjavík. Reyndar er sögn- in um öndvegissúlurnar hin eina af Ingólfi sem beinlínis er tengd Reykjavík en þar eru þessar súlur enn sagðar í eldhúsi þegar þau orð voru skráð sem hér hefur verið til vitnað.(1) í Landnámu er einnig að finna þau munn- mæli að sonarsonur Ingólfs, Þorkell máni Þor- steinsson, sem fyrstur setti þing í goðorði sínu á Kjalarnesi og síðar varð lögsögumaður á al- þingi, hafi verið best siðaður allra manna á heiðnum tíma hérlendis og loks látið bera sig í sólargeisla á banabeði sínu og falið sig í hend- ur þeim guði er skapaði sólina.(2) Það hefur þá væntanlega gerst á bæjarhlaðinu í Reykjavík sem sá mikilhæfi goðorðsmaður leitaði anda sínum hvíldar hjá hinum ókunna himnasmið án þess að þekkja þann boðskap er síðar var leiddur í lög sem hin rétta trú þjóðarinnar. II Um aldabil voru þjóðsögur eða slíkt sagna- efni lítt fært í letur svo tilviljun ræður hvort varðveist hefur þess konar efni fyrr en seint og um síðir héðan eða þaðan af landinu. Hvað við kemur Reykjavík er þögnin rofm um 1670. Frá þeim tíma er til kvæði á latínu þar sem dregin er upp eins konar heimsmynd fyrir áhrif frá hugmyndum erlendis. Þar eru meðal annars nefnd dæmi um tilvist undirheimabúa eða þær verur sem kallast á okkar máli álfar eða huldufólk og vill svo til að ein þessara sögusagna á að hafa gerst innan við túnga- rðinn í Reykjavík. - Sagan hefst á því að vinnukonur breiddu þvott til þerris á kletta sem þar voru ekki langt frá húsum. Um kvöld- ið tók húsfreyja plöggin saman og bar heim. Settist hún síðan í bæjardyr við einhverja iðju. Þá kom þangað til hennar ókunnug kona og spurði hvatskeytlega hvort hún hefði ekki séð brækur af barni sínu er hefðu hangið á klett- unum. Húsfreyja hrökk við og kom engu orði upp svo aðkomukonan fór að róta í þvottinum og fann það sem að var leitað. Síðan gekk hún út að klettinum og hvarf þar. (3» - Er ekki fleira nefnt um samskipti þessara kvenna. III Langt var um liðíð frá því sleppti frásögn af skapadægri Þorkels mána þar til álfabrókin slæddist í þvott ábúenda í Reykjavík sem á hinn bóginn virðist hafa verið einn gleggsti Frederick Kloss: Reykjavík 1835, litað Franski spítalinn við Frakkastíg. vitnisburður er var tiltækur skrásetjara um álfheima á 17. öld. Og aftur færist þögn yfír þjóðtrúarsviðið enda enn ekki við opinbert hæfi að geta viðburða af þessum toga fyrr en 1845 þegar Magnús Grímsson og Jón Árnason hófu að safna ýmsum sagnafróðleik fyrir áhrif frá rómantísku stefnunni og hvöttu alla sem mögulega gætu veitt þeim lið að senda sér þess konar efni.(4) Arið 1845 var Reykjavík enn fámennt þorp með innan við eitt þúsund fbúa en var þó stærst innlendra þéttbýlisstaða og varð helsta mennta- og menningarsetur landsins um það leyti sem hér er komið sögu. Nú eru það tæpast ýkjur þótt fullyrt sé að þeir félagar, Magnús og Jón, hafi opnað flóð- gáttir þjóðarandans svo skráðar voru á skömmum tíma ótal sögur eða sagnir og kvæði hvarvetna um byggðir landsins. Alls staðar var að finna þjóðfræðaefni sem ekki hafði ver- Austurstræti í upphafi aldarinnar. ísafoldarhúsið stóð sem myndin er tekin, þar sem nú REYKJAVIKI FYRRITIMA ÞJOÐ 1 O LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. SEPTEMBER 2000 -L

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.