Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 4
ISLENSKUR- HANDA- OG FÓTABÚNAÐUR EFTIRDÓRU JÓNSDÓTTUR Skófatnaður og vettlingar voru með ýmsu móti á fyrri tíð sem nú. Vegalengdir voru mældar í roðskóaleiðum og íslenzku sjóvettlingarnirvoru eftirsóttir af erlendum sjómönnum, m.a. Frökkum sem borguðu með kexi. LLT frá landnámstíð gerði fólk á íslandi skóna sína sjálft í hartnær þúsund ár. Til skógerðar voru notuð skinn af ýmsum dýrum, þó aðallega af kindum. Skinn- ið af þessum dýrum kallast sauðskinn og þess vegna tölum við vanalega um sauðskinnsskó. En skinnið var flokkað eftir aldri og kyni og þótti misgott. Skinn af sauðum þótti sterkast og best, en aftur á móti þótti skinn af hrútum ekki jafn endingargott. Þeger sláturtíðin hófst á haustin var mikið að gera á hverju heimili, því sauðk- indin var gjörnýtt. Auk þess að búa til allan matinn fýrir veturinn þurfti að verka skinnin og undirbúa þau fyrir skógerðina. Það voru piltarnir á heimilunum sem áttu að sjá um það. Til þess höfðu þeir sérstaka hnífa, sem voru kallaðir gæruhnífar. Þetta þótti vandasamt verk og til þess þurfti að hafa góða hnífa og þeir þurftu að bíta vel. Blautt skinn var bundið yfir vinstra hnéð, gæran var lögð þar yfir og ullin rökuð af. Síð- an þurfti að elta skinnið og spýta. Þegar búið var að verka skinnið var það litað. Algeng- ast var að blásteinslita, einn- ig var notaður hellulitur, sortulitur og eir. Þetta var allt gert á heimilunum og sáu húsmæðurnar um það verk. Blásteinn (indigo) og Vöttur fundinn á hellulitur fengust í verslun- Fljótsdalshéraði um. Hellulitur er svartur og er hann unninn úr dökkrauðu tré, sem vex í Mið-Ameríku, en sortulitur var heimagerður. Síðan voru skinnin þurrkuð og geymd til þess tíma að hentugt þótti að gera skó. Það voru stúlkurnar á heimilunum, sem höfðu það hlut- verk að sauma skóna. Bændurnir þurftu að sjá til þess að það væri til nægilegt skinn til vetrarins. Þegar fólk réð sig í vist var tekið fram að það hefði frítt skæða- skinn. Sortulyngslitað skinn var svart og það var notað í spariskó, sem jafnan voru með hvítum eltiskinnsbryddingum. Blásteinslitaðir skór voru notaðir sem vinnuskór. Selskinn var notað þar sem til náðist, sem var að sjálfsögðu bara við sjávarsíðuna. Selskinnið var ekki rakað, það þótti endingarbetra að hafa hárin, en þau slitnuðu fljótt af. Selskinn harnaði ekki eins fljótt og leðrið vegna fitunnar. Stórgripahúðir voru líka notaðar og þótti nautsleður endingarbest, það var því notað í gangnaskó og handa karlmönnum sem þurftu að ganga mikið. Þegar menn fóru í göngur lðgðu þeir upp með nesti og nýja skó og er það orðtæki, sem við notum enn í dag. Kýrhúðir komu næst að endingu, en hross- hárin þótti ekki nærri eins góð. Folaldaskinn og kálfskinn þóttu léleg til skæða, hörnuðu illilega og voru endingarlítil. Fyrir þá karlmenn sem mikið þurftu að vera úti að vetri til voru gerðir skinnsokkar. Þeir voru sniðnir úr lipru sauðskinni (lambskinni) og náðu upp undir hné. Efst var dreginn þvengur í sokkinn til að draga hann saman og bundið neð- an við hnéð, svo voru menn í leðurskóm utan yf- ir skinnsokkunum. I frostum og þurrviðrum voru menn í utanyf- irsokkum sem svo voru kallaðir. Það voru sokk- ar úr togbandi, sem voru prjónaðir með snúinni lykkju. Þeir náðu upp fyrir hné og voru bundnir neðan við hnéð með bandi sem fest var við sokk- ana, svo voru notaðir leðurskór utan yfir. Þessir sokkar voru kallaðir reiðsokkar eða snjósokkar. Þeir blotnuðu síður af því að togið hrinti frá sér. Hákarlaskrápur var stundum notaður í skófatnað sjómanna, hann þótti endingargóður, en gat stundum verið háll. Sjómenn klæddust skinn- klæðum, sem voru bæði sterk og skjólgóð, enda reru þeir mest á opnum bátum. Skinnbrækurnar, sem gerðar voru úr ærskinni, náðu alveg niður og á fótun- um höfðu þeir skinnskó, sem bæði þurftu að vera stórir og sterkir. Þá þekktist einnig að skór voru gerðir úr fiskroði, mun það mest hafa verið á Vest- fjörðum. Var þá notað stein- bítsroð og stundum hlýraroð. Roðskór voru ekki endingar- góðir. Þegar skinn voru sniðin var það regla að skera hrygglengjuna úr skinninu, úr henni fengust bestu skæðin. Ef átti að nota lengjuna í karlmanns- skó var hún höfð breið- ari en ef átti að sníða kvenskó. Svo var haldið áfram að rista húðina í lengjur þar til ekkert var eftir nema útnárar og skæklar eða hemingar, en svo nefndist fótleggja skinnið - þá voru skæðin sniðin og lengjan lögð tvöföld, þ.e.a.s. í skæðis- lengd. Lítið var um málbönd o.þ.h. á bæjum, fólk notaði þá það sem hendi var næst og það var spönnin - stuttspönn og langspönn. Stuttspönn var kölluð þegar þumalfingur og vísifingur voru teygðir hvor á móti öðrum, en langspönn milli þumalfing- urs og löngutangar. Fæturnir voru mjög misjafnir að stærð þá eins Arnheiðarstöðum Talinn frá 10. öld. íslcnsk sjóklæði. Ljósmynd frá öndverðri 20. öld. Úr gersemar og þarfaþing/Þjóðminjasafn Islands Fremst eru skór úr grásleppuhvelju, en aftan við þá frá vinstri skór úr sauðskinni, steinbítsroði og hákarlsskráp. nú. Varð því að hafa ná- "j? kvæmt mál og var þá mæld 1/3 - Vz fingurhæð eða heil fingurhæð í viðbót við spönnina. Mjög algeng stærð á kvenskóm var ein spönn og 1/3 - Vi fingurhæð. Fingurhæð var miðuð við löngutöng, 1/3 fingurhæð var frá góm og upp að fremsta hnúa, Vz fingurhæð að öðrum hnúa óg ein fmgurhæð að efsta lið. Breiddin á skæðunum var oft mæld þannig, að skinnið var lagt tvöfalt eftir lengdinni og því brugðið milli vísifingurs og löngutangar, voru karlmanns- skæðin venjulega ein fingurhæð miðað við vísifingur, en kven- skæðin voru mæld fram að fremsta lið á vísifingri. Skinn- in voru bleytt ögn áður en sniðið var, en ekki máttu þau blotna um of. Skæðin voru stundum brotin sam- an og vafin deigum klút og sett undir farg og sléttað þannig úr þeim. Sauðskinnsskór voru lang algengastir sem spari- og inniskór, leðurskór notaðir meira við útiverk. Mjög var það misjafnt hvernig konum tókst að gera skóna; fór það eftir handlagni og smekkvísi eins og öll önnur handavinna. Saum- ar voru gerðir á skóna með hörtvinnna og þrí- strendri nál; tásaumur var saumaður líkt og aft- urstingur, gegnspor út og inn. Hælsaumurinn var kastaður og klipptur biti úr hælnum svo tot- an stæði ekki út. Varð að vanda vel til saumanna svo skórnir yrðu ekki nasbitnir. Þegar búið var að gera saumana voru skórnir verptir. I varpið var notaður togþráður eða seymi. Var þráður- inn hafður margfaldur í nálinni eftir því hvað skinnið var þykkt og hver átti að nota skóna. Skónálarnar voru mjög mismunandi að stærð og þóttu það góðir gripir, ef þær voru vel gerð- ar. Skónálasmiðir (skónálagoggar) voru í hverri sveit, svo sjaldan var hörgull á góðum nálum. Stúlkurnar höfðu það hlutverk að gera skó fyrir vinnumennina og vildu þeir þá gjarnan gera vel yið stúlkuna og bjuggu þá til nálhús fyrir hana svo hún gæti geymt nálarnar sínar á góðum stað. Byrjað var að verpa skóinn rétt við hælsaum- inn, skórinn hafður úthverfur og stungið frá réttu á röngu, varpið látið hafast örlítið við svo flái kæmist ekki í skóinn. Tásaumur lagður á miðjan skóinn og þar sem vik myndaðist var byrjað að draga saman yfir tána. Þá voru sporin 4 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.