Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 2
¦
LEXUS OG SINFONIAN
GERA STYRKTARSAMNING
LEXUS og Sinfóníuhljómsveit íslands hafa
gert samning um að Lexus verði aðalstyrkt-
araðili hljómsveitarinnar. Samningurinn er til
þriggja ára og er metinn á um 11 milljónir
króna.
„Kostun einkafyrirtækja á einstaka rekstr-
arþáttum menningarstofnana verður sífellt al-
gengari. Það er jákvæð þróun því með því fá
menningarstofnanir utanaðkomandi hvatn-
ingu og ögn rýmri fjárhag til að gera betur. Við
fögnum nýjum samningi við Lexus sem nú
yerður aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar
íslands. Við horfum með eftirvæntingu til sam-
starfsins og væntum góðs af því fyrir báða að-
ila," segir i yfirlýsingu frá Þresti Ólafssyni,
framkvæmdastjóra SI, um samninginn milli
Sinfóníuhljómsveitar íslands og Lexuss.
I fréttatilkynningu segir að hljómsveitin og
Lexus muni
hafa með sér nána samvinnu á komandi
misserum um kynningarstarf og útgáfu geisla-
disks, svo eitthvað sé nefnt. Gestir Sinfóníunn-
ar munu verða varir við nýjungar í kynningar-
starfi með tilkomu samningsins og beint fram-
lag frá Lexus, sem nú er orðið aðalstyrktaraðili
Sinfóníunnar, mun skipta hljómsveitina miklu
máli, sérstaklega við endurnýjun á hljóðfæra-
kosti, en markmið Sinfóníunnar hefur ætíð
verið að tengja alla styrki við Hljóðfærasjóð
hlj ómsveitarinnar.
Rico Saccani, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, ásamt Þresti Ólafssyni, fram-
kvæmdastjóra hljómsveitarinnar og Boga Pálssyni forstjóra P. Samúelssonar hf. umboðsaoila
Lexus á íslandi.
Morgunblaðið/Kristinn
Hluti af verki Douwe Jan Bakker um íslenzka byggingarllst.
VERK DOUWE
JAN BAKKER í i- 8
SÝNING á verkum hollenska listamannsins
Douwe Jan Bakker hefur verið opnuð í i8, Gall-
erí Ingólfsstræti 8.
Douwe Jan Bakker fæddist í Heemstede í
Hollandi árið 1943. Hann nam við listaskólana í
Eindhoven og Den Bosch á árunum 1961-1964.
í list sinni helgaði hann sig aðallega langtíma
viðfangsefnum og tengdust verk hans oftast á
einhvern hátt tungu og merkíngu. Douwe var
tíður gestur hér á íslandi og vann mörg verk
tengd íslenskri menningu, tungu og náttúru.
Hann komst í kynni yið félagana í Súm þegar
þeir sýndu í Amsterdam í kringum 1970.
Stuttu seinna kom hann hingað og sýndi í Gall-
erí Súm. Varð hann strax heillaður af yfir-
þyrmandi landslagi, byggingarlist og tungu-
málinu. Afrakstur dvala hans hér er m.a.
verkið Um hið sérstaka framlag íslands og ís-
lensks samfélags til sögu og byggingarlistar-
innar sem birtist í arkitektúr-tímaritinu For-
um 1975, verk sem samanstendur af ljós-
myndaröð af íslenskum sveitabæjum og lands-
lagi. Einnig A Vocabulary Sculpture in the
Icelandic Landscape sem er samansafn 72 ljós-
mynda af atriðum í íslensku landslagi og til-
heyrandi heitum og er hvert ljósmyndabrot í
formi þessi heitis sem var ljósmyndað.
Árið 1997 kom Douwe hingað til lands til að
undirbúa verk ,sem hann hugðist sýna í i8.
Hann tók ljósmyndir í náttúrunni, aðallega af
rennandi vatnij,sem hann ætlaði að nota sem
skissur fyrir teikningar. Honum entist ekki
aldur til að ljúka því verki, en hann lést þetta
sama ár.
Sýningin nú í i8 samanstendur af þessum
ljósmyndum sem eru í formi litskyggna og
eldri verkum sem fengin hafa verið að láni frá
íslenskum vinum hans, Nýlistasafninu og
Listasafni fslands. Auk þess gefur að líta ýmis
minningarbrot úr ævi hans, bréf og ljósmynd-
ir.
í tilefni af sýningunni gefur i8 út sýningar-
skrá með myndum og textum, m.a. eftir
nokkra íslenska listamenn sem þekktu Douwe.
ISLEND-
INGAR í
AÐAL-
HLUTVERK-
UNUM
Berlín. Morgunblaðið.
íslenskir listamenn eru fyrirferðar-
miklir í Berlín um þessar mundir. Á
sunnudaginn hefst ný kammertónleika-
röð í Deutsche Oper sem ber yfir-
skriftina Norðurlöndin. Tónleikaröð
þessi varð til í samvinnu við norrænu
sendiráðin í Berlín. Dagskráin hefst
með tónleikumim ísland - hið ófundna
land. Flutt verða tónverk eftir Svein-
björn Sveinbjörnsson, Jón Leifs, Þor-
kel Sigurbjörnsson, Atla Ingólfsson,
Atla Heimi Sveinsson og Pál Pamp-
ichler Pálsson. Atli Heimir mun sjá um
kynningu en verndari tónleikanna er
sendiherra íslands, Ingimundur Sig-
fússon. Nokkrum tímum síðar verður
uppákoma í listahúsinu Schloss Wiep-
ersdorf í tilefni af Reykjavík - menn-
ingarborg 2000. Opnuð yerður sýning á
verkum listakonunnar Önnu Líndal en
sýningin ber yfirskriftina taumlaus
stjórnun. Að lokinni opnuninni munu
Guðbergur Bergsson, Vigdís Gríms-
dóttir og Einar Kárason lesa úr verk-
um sínum. Kynnir verður Andreas
Vollmer en hann er lektor í íslenskum
fræðum við Humboldt-háskóla. Þýðing
Andreasar á Stúlkunni í skóginum eftir
Vigdísi kom út í Þýskalandi í síðasta
mánuði. Einnig er stutt ,síðan að Sú
kvalda ást. sem hugarfylgsnin geyma
kom út í þýskri þýðingu.. Áður höfðu
birst tvær. þýðingar á verkum Guð-
bergs: Svanurinn og Hjartað býr enn í
helli sínum.
Tenór og bassi
í Brottnáminu
Þann 29. september verður síðan
frumsýning á nýrri uppfærslu á óper-
unni Brottnámið úr kvennabúrinu eftir
Mozart í Staatsoper í Austur-Berlín.
Tvær aðalsöngvaranna eru íslenskir,
þeir Gunnar Guðbjörnsson tenór og
Bjarni Thor Kristinsson bassi.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
Árbæjarsafh: Saga Reykjavíkur.
Arnastofnun, Arnagarði: Handritasýn-
ingopin l.sept. til lð.maí.
Asmundarsafh: Verk í eigu safnsins. Til
l.nóv.
Gallerí Fold, Rauðarársti'g: Kristín Guð-
jónsdóttir. Til 1. okt.
Gallerí Reykjavík: Ólöf Birna Blöndal.
Til7.okt.
Gerðarsafn: Þórður Hall. Sigrún Einars-
dóttir og Sören Larsen. Karólína Lárus-
dottir.Til8.okt.
Gerðuberg: Verk Bjarna Þórs Þorvalds-
sonar„Thor".Til30.sep.
Hafnarborg: Guðrún Kristjánsdóttir og
Þorgerður Sigurðardóttir. Til 25. sep.
Hallgrímskirkja: Erla Þórarinsdóttir. Til
27. nóv.
i8, Ingólfsstræti 8: Douwe Jan Bakker.
Til22.okt.
Kjarvalsstaðir: Austursalur: Myndir úr
Kjarvalssafni. íslensk og alþjóðleg mynd-
list.Til8.okt.
Listasafn Akureyrar: Tvær margmiðlun-
arsýningar og Steina Vasulka. Til 22. okt.
Listasafn ASI: Vigdísa Kristjánsdóttir.
Bryndís Jónsdóttir. Guðrún Marinósdótt-
ir. Til 1. okt.
Listasafn Islands: Ljósmyndasýning. Til
8. okt. Kínversk myndlist á 20. öld. Til 1.
okt.
Listasafn Reykjavfkur, Hafnarhúsinu:
Jörgen Nash og Drakabygget. Gangur-
inn.Til22.okt.
cafe9.net. Til 31. okt.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Verk
Huldu Vilhjálmsdóttur. Til 23. sep.
Norræna húsið: I nágrenni-Min hem-
bygd. Til 18. okt.
Nýlistasafnið: Asa Heiður Rúnarsdóttir,
Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir,
Jóhannes Hinriksson, Magnús Sigurðar-
son og Sara Björnsdóttir. Til 1. okt.
Laugardagur
Langholtskirkja: Inga Björg Stefáns-
dóttir. Kl. 16.
Salurinn, Kópavogi: Margrét Stefáns-
dóttir og Dewitt Tipton. Kl. 17.
Stykkishólmskirkja: Daníel Þorsteins-
son og Sigurður Halldórsson. Kl. 17.
Sunnudagur
Félagsheimilið Kirkjuhvoll, Kirkjubæj-
arklaustri: Sigurður Bragason baríton og
Ólafur Eh'asson píanóleikari. Kl. 16.
Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur ásamt
Einari Jóhannessyni klarinettuleikara.
Kl.20.
Hallgrímskirkja: Arni Arinbjarnarson
organisti. Kl. 17.
Hásalir, Hafnarfirði: Kór Flensborgar-
skólans. Kl. 17.
Salurinn, Kópavogi: Hulda Björk Garð-
arsdóttir og Sigríður Aðalsteinsdóttir og
Jónas Ingimundarson. Kl. 20.
Þriðjudagur
Hallgrímskirkja: Inga Rós Ingólfsdóttír
og Hörður Áskelsson. Kl. 12.
Salurinn, Kópavogi: Finnski píanóleikar-
inn Folke Graspeck. Kl. 20.
Ýmir við Skógarhlíð: Blásarakvintett
Reykjavíkur. Kl. 20.30.
Miðvikudagur
Fríkirkjan í Reykjavík: Söng-kammer-
verk.Kl. 20:30.
Salurinn, Kópavogi: Aukatónleikar til
heiðurs Sigfúsi Halldórssyni. Kl. 20.
Nýlistasafnið: Shopping & Fucking, laug.
23. sep., sun. 24. sep.
Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, fös. 29.
sep.
Þjóðleikhúsið: Sjálfstættfólk-Bjartur, kl.
15. sep. Asta Sóllilja, kl. 20 laug. 23. sep.
Glanni glæpur í Latabæ, sun. 24. sep.
Litla sviðið: Horfðu reiður um öxl, fös.
29.sep.
Smíðaverkstæðið: edda.ris, sun. 24. sep.,
fós. 29. sep.
Borgarleikhúsið: Sex í sveit, laug. 23.
sep. Einhver í dyrunum, sun. 24. sep.
Kysstu mig Kata, fös. 29. sep.
Loftkastalinn: Sjeikspír eins og hann
leggur sig, sun. 24. sep., fös. 29. sep..
Kaffileikhúsið: Bíbí og Blakan, fim. 28.
sep., fós. 29. sep.
Stormur og Ormur, laug. 23. sep., sun. 24.
sep.
fslenska óperan: Hellisbúinn, laug. 23.
sep.
Möguleikhúsið: Langafi prakkari, sun.
24.-sep., Lóma, sun. 24. sep., Völuspá,
laug. 23. sep.
Tjarnarbíó: Með fullri reisn, laug. 23. sep.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. SEPTEMBER 2000