Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 11
ið steinþrykk. Landsbókasafn íslands. Reykjavíkurapótek á hornl Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis, þar sem nú er Landssimahúsið. ið fest á blað en lifað - enginn veit hversu lengi - á vörum fólks líkt og áðurnefndar landnáms- frásagnir. íbúar Reykjavíkur voru þar engin undantekning eins og mála er sannast. Skýringarsagnir af ýmsum toga eru einna algengastar þjóðsagnanna. Ein slík er um Reykjavíkurtjörn. - Sagt er að Tjörnin hafi til forna verið full af laxi og silungi sem urðu landeigendum að góðu gagni. Eftir að Víkur- landi var skipt vegna vaxandi þéttbýlis deildu tveir bræður, sem bjuggu í Hlíðarhúsum og Skálholtskoti, um veiði í Tjörninni og þóttust báðir eiga þar allan rétt. Á þá svo illa að hafa farið af heitingum þeirra í milli að þessi fiskur hvarf en allt fyllst af pöddum og hornsílum. Síðan hafi þar aldrei neitt þrifist ætilegt nema álar. œ Einnig er til skýring á þeim frostbrestum sem stundum heyrast frá Tjörninni á veturna. - Greint er að þar haldi sig nykur annað árið Liverpool neðst við Vesturgötu og Glasgow-verzlun á bak við, sem brann 1903. óð hægra megin eða að sunnanverðu, skammt þaðan nú er verið að reisa nýtt stórhýsi. en í Hafravatni í Mosfellssveit hitt árið og fari hann eftir undirgangi á milli vatnanna. Þegar nykurinn er í Tjörninni og hana leggur á vet- urna geri hann stundum hark undir ísnum og sprengi upp harða frostskelina með ógurleg- um skruðningum svo fylgi brestir og óhljóð. En þau ár sem allt er kyrrt og ekkert ísabrot hafi nykurinn fært sig í Hafravatn.<6) Loks má ekki gleyma því að hægt er að nota Tjörnina til veðurspádóma á vorin, því sé hún íslaus um sumarmál megi eiga von á hríðar- hreti eftir þann tíma.(7) Nokkrar sögusagnir um útilegumenn eru tengdar Reykjavík sem verslunarstað. í kaupstaðarferðum þykjast bændur koma þar auga á einhverja fjallabúa sem þeir hafa fyrr- um átt illt við uppi í óbyggðum. En þessir frið- lausu menn úr yfirskyggðum öræfadölum hverfa langoftast sjónum áður en til þeirra næst og koma því sjaldnast við eiginlega at- burði þar á mölinni. Drauga- eða reimleikasögur hafa orðið langfyrirferðamestar allra sagna síðast á því tímaskeiði sem hér er um rætt. Engir mórar eða skottur eiga sér uppruna í sjálfri Reykja- vík en einn var þó sá móri, kenndur við írafell í Kjós, sem þar sást oft á ferli þegar tók að skyggja á kvöldin um eða eftir miðja 19. öld. þótt Irafellsmóri gerði fólki ýmsar glettingar voru þær þó flestar svo meinlitlar að ekki þótti ástæða tíl að bókfæra það efni. Er sagt að hann héldi sig mest í námunda við Vigfúsarkot eða á bak við Glasgowverslunina í norðan- verðu Grjótaþorpi.18' Það var ef til vill í anda nýrra tíma með vax- andi þéttbýlismenningu að mórar og skottur torfbæjasamfélagsins létu lítt á sér kræla inn- an um timburhúsabyggð verðandi höfuðborg- ar. Nú birtist hins vegar hin borgaralega vofa sem kunn var af frásögnum erlendis. Var það dönsk hefðarfrú, kona Kriigers apótekara í gamla apótekinu í Thorvaldsensstræti. Hún hafði ráðið sér bana á eitri eftir rifrildi við mann sinn og sást síðan reika friðlaus í nátt- kjól með slegið hár um hinar íburðarmiklu stofur í húsi þeirra hjóna.(9) í fleiri gömlum húsum þótti einhver slæð- ingur svo sem í Latínu- eða Menntaskólanum þar sem svipir framliðinna voru á reiki líkt og þeir tregðuðust við að skilja við þennan heim. þetta átti reyndar ekki síður við um ísafoldar- prentsmiðju í Austurstræti. Þaðan heyrðust á hverri nýársnótt hlunkar miklir og háreysti eins ogverið væri að spila og greinilegt glam- ur í peningum. Stundum bættust einnig við ruddalegir hlátrar spilamannanna.(10) Um aldamótin gekk draugasaga sem gat orðið þeim til viðvörunar er haldnir voru um of mikilli skemmtanafíkn. - Tveir bræður, sem mjög þótti gaman að dansa, höfðu flust ofan úr sveit til Reykjavíkur. Er haft fyrir satt að jafnvel á jólanóttina 1899 hafi þeir komið sér inn einhvers staðar þar sem fólk iðkaði dans. Að danslokum komu þeir heim, læstu dyrum að húsinu og héldu til sængur uppi á lofti. Þeir voru ekki fyrr háttaðir en heyrðist mikill skarkali á neðri hæðinni. Annar þeirra fór þá tíl að athuga hvað væri að gerast en hann sá ekkert nema einhverja mannsmynd úti í horni. Þá varð hann hræddur og hljóp til bróður síns sem taldi að honum hlyti að hafa missýnst. Þeir fóru þá báðir á stjá og þegar kom niður í stofuna sýndist þeim sem hún væri full af dansandi fólki. Eftir það hröðuðu þeir sér upp á loft og lokuðu að sér. Er sagt að eftir þetta hafi þeir ekM verið eins sólgnir í dans og verið hafði fyrir þennan atburð.(11) Önnur óvenju mögnuð saga á að hafa gerst snemma á 20. öld. - Sjómaður nokkur, sem átti ekkert skyldfólk og engan þekkti í Reykjavík, steig á land síðla kvölds og hugðist finna sér næturstað. Hann axlaði því sjópoka sinn og hóf gönguna. Þegar hann hafði reikað . um stund um einhverjar götur kom hann auga á dökkklædda stúlku skammt framundan sem virtist vera að horfa í búðarglugga. Hann vildi ná tali af henni en hún gekk þá af stað og hversu mjög sem hann hraðaði sér var hún alltaf nokkuð á undan. Hann fylgdi henni eftir langa stund og vissi vitaskuld ekkert hvert leiðin lá. Loks staðnæmdist hún við dimmt hus og hvarf þar inn og hann elti. Þarna var allt í niðamyrkri og steinhljótt. Hann þreifaði fyrir sér og fann þá bekk sem hann lagðist á til að sofa enda dauðþreyttur eftir ferðina. En hann hafði ekki fyrr fest blund en honum fannst stúlkan koma og var hún mjög illileg. Greip hún fyrir kverkar honum eins og hún hygðist kyrkja hann og varð hann að neyta ýtrustu krafta til að verjast þessari ásókn. Einhvern veginn tókst honum þó að brjótast á fætur og vaknaði hann í því bili. HJjóp hann síðan í skelfingu út á götu. Þar voru verkamenn á leið til vinnu í morgunsárið sem sáu hve hann var miður sín en skildu lítið í ruglingslegri frásögn hans. Fóru þeir með hann á lögreglustöðina þar sem hann kom meira samhengi á frásögn sína er var eins og blanda af draumi og veru- leika. Þótt lögreglan tryði honum ekki var samt ákveðið að láta hann rekja sig fyrri leið og freista þess að fá botn í málið. Þegar loks var staðnæmst leist lögreglumönnunum ekki á blikuna því það var fyrir framan líkhús franska spítalans við Frakkastíg. Húsið var allt harðlæst en lögreglumennirnir fengu lykil • og fóru þeir inn. Þar lá poki sjómannsins á gólfinu og hjá honum konulík. Þekkti hann strax sömu stúlku og hann hafði elt um nótt- ina.(12) Þegar leið á þessa öld ruddi véltæknibylt- ingin smám saman nýjar leiðir í mannlífinu og margur efahyggjumaður hélt víst að nú væru liðnir dagar þeirra dularafla sem fólk taldi sig hafa orðið vart við á gamalli tíð. En svo fór þó ekki enda mála sannast að framliðnir minni enn á sig, jafnvel nú síðast af útvarpsefni á ýmsum stöðvum allt að því vikulega. Hér mun þó ekki nefnt yngra dæmi en frá því um eða fyrir miðja ðldina þegar þess varð fyrst vart að látnir menn skildu að minnsta kosti ekki allir við bíla sína þótt kvaddir væru úr þessum heimi. - Ungur maður, sem staddur var í Reykjavík, fór á dansleik í Iðnó ásamt tveimur vinstúlkum sínum sem bjuggu í Þingholtun- um. Þegar skemmtuninni lauk var úrhellis- rigning svo hann brá sér frá þeim andartak til að ná í leigubíl. Fannst honum þær koma á eft- ir sér inn í bílinn sem skilaði þeim síðan til síns heima. Daginn eftir þegar þau hittust ásökuðu þær hann fyrir að hafa hlaupið frá þeim í mannþrönginni kvöldið áður en þær loks náð heim hraktar og blautar. Hann sagði nú sögu sína og lýsti öllu eins og hann upplifði heim- ferðina enda hefðu föt hans verið þurr og ? • • >SOGUM OG MUNNMÆLUM LESBÓKMORGUNBLAÐSINS - MENNING/LiSTIR 23. SEPTEMBER 2000 1 1 -f-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.