Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 16
'- Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í dag. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR hitti listamennina að máli og ræddi við þá um verkin og tilurð þeirra. neðri hæðinni verður opn- uð sýning á nýjum gler- verkum þeirra Sigrúnar Einarsdóttur og Sörens S. Larsens, en þetta er fyrsta sýning þeirra hérlendis í sextán ár. Á sýningunni, i sem heitir „Umbreyting" eru mestmegnis skúlptúrar og segir Sigrún að þótt líklega megi nota þá með góðum vilja sé notagildið ekki í fyrirrúmi. Sum verkin vinna þau Sigrún og Sören sam- eiginlega á verkstæði sínu, Bergvík á Kjalar- nesi og segja að ástæðan sé sú að glerblástur- inn krefjist samvinnu, þótt hönnunin sé tSnstaklingsverk. I kynningu listasafnsins segir að á sýning- l unni megi bæði sjá verk sem eru bein þróun af verkum fyrri ára og einnig nýjar þreifingar varðandi möguleika og eðli glersins. Þegar Sigrún og Sören eru spurð hverjar þessar nýju þreifingar séu segja þau þær fyrst og fremst liggja í verkum sem þau steypa úr gleri í keramikofni. „Þetta eru stóru gólfverkin og í þeim vinn- um við svolítið með bæði gegnsæið og flæðið í glerinu," segir Sigrún og bætir við: „Ég vinn líka með þetta gegnsæi og flæði í vasaformun- um, eða sveppunum, sem ég geri. En hvað varðar flekana sem við vinnum saman, þá vinn- um við út frá þeirri hugsun að glerið er skil- greint sem fljótandi efni. Það er svo seigfljót- andi að það tekur það milljón ár að fljóta. Vegna þessara eiginleika er oft sagt að gler ætti að hafa sína eigin skilgreiningu, allt eftir því hvort það er loft, fljótandi efni eða fast efni. Glerið, eins og við sjáum það, er ekkert af HIN OVÆNTA • • GJOF SEM FELST í GLERINU þessu en samt bæði fljótandi og fast. Það er kannski þessi hugsun sem við höfum haft á bak við eyrað þegar við erum að vinna þessa fleka. Við bræðum þá í ofni úr glerkurli og setjum ýmist göt í gegn eða glæra klossa til þess að hleypa birtunni í gegn." Að leyfa glerinu ao ráoa „Annað sem er nýtt eru gluggaverk og ný blástursform sem eru gerð með svokallaðri fastblásturstækni, sem er þannig að ég blæs þau út í blautan leir," segir Sigrún. „Ég er með fastar blokkir úr steinum sem ég raða upp í áttkant og fóðra þær að innan með blautum leir. Á meðan leirinn er heitur blásum við heit- an glermassann út í þetta mót. Síðan leyfi ég því að blása upp fyrir brúnirnar og þá myndast það sem ég kalla sveppaform." Hvar í ferlinu litarðu glerið? „Það er gert í byrjun. Litaður glerbiti er klipptur allra fyrst á pípuna. Við erum búin að blása gler í átján ár og það er tvennt sem ég hef verið að hugsa um. í fyrsta lagi: Þegar við erum að finna gamla gripi sem við gerðum í upphafi og afskrifuðum eða gáfum einhverjum vinum fer ég að velta því fyrir mér hvers vegna ég afskrifaði þá. En væntingarnar sem við höfðum þá voru allt aðr- ar en þær væntingar sem við höfum núna. Við gerðum okkur einhverjar væntingar og þegar okkur fannst gripurinn ekki passa inn í þær ákváðum við að verkið væri misheppnað. Núna hins vegar finnst mér mikilvægt að leyfa gler- inu að ráða og bíða með væntingarnar - horfa síðan á gripinn eftir á og spyrja þá hvort hann hafi upp á eitthvað að bjóða, í stað þess að að stjórna ferlinu stíft frá byrjun - og vinna síðan með sandblásturinn og annað slíkt eftir á. í öðru lagi var það svo að í byrjun vildum við ekki gera skakkt gler. En það er svo erfitt að stjórna heitum glermassanum að það er meira en að segja það að gera glerið beint. Núna, þegar við getum stjórnað glermassanum vegna þess að við erum farin að gjörþekkja efnið, viljum við hins vegar slaka dálítið á vegna þess að það opnar fleiri möguleika - sem eru hin óvænta gjöf sem felst í glerinu. í byrj- un réðum við svo illa við glerið að við hrópuð- um húrra þegar okkur tókst að búa til glas. En þessir gripir hafa svo mikla sál vegna þess að það var lagt svo mikið í þá af hreinni örvænt- ingu. En við gerum það ekki í dag. Það er ekki hægt að spóla til baka og gera sömu hlutina aftur. Maður verður að mæta sjálfum sér þar sem maður er í þróuninni í dag. Þess vegna slakar maður á og leyfir glerinu að ráða, en við fáum sama karakterinn í verkin." Gallerírekstur og sýningahald Hvers vegna kallið þið sýninguna Umbreyt- ingu? „I fyrsta lagi er það þessi hæga umbreyting sem verður á glerinu á milljónum ára. í öðru lagi er það umbreytingin í vinnuferlinu hjá okkur frá hráefni yfir í glerverk. Síðan er mikil umbreyting hjá okkur sjálfum. Við erum að gera nýja hluti, ráðast í sýningarhald eftir mörg ár. Við höfum ekki haldið einkasýningu á íslandi frá 1984, þótt við höfum tekið þátt í samsýningum. En við höfum haldið einkasýn- ingar í Evrópu í lok 9. áratugarins - svo það er kominn tími á okkur að halda sýningu, jafnvel þótt við höfum rekið galleríið okkar, Bergvík á Kjalarnesi, í átján ár og séum svo heppin að eiga stóran hóp viðskiptavina þar." •*.-. ÞAR SEM HIMINN, HAF OGJÖRDSAMEINAST EIN af þeim sýningum sem eru opnaðar í Listasafni Kópavogs í dag hefur að geyma nítján olíumálverk eft- ir Þórð Hall, skáldað- ar landslagsmyndir, eins og hann sjálfur segir. Og víst er að þegar gengið er inn í salinn þar sem myndir hans hafa verið hengdar upp langar mann ekkert sérstaklega út aftur. Kyrrðin er svo stór og góð að það er eins og gengið sé inn í annan heim. En það býr margt í þeim. « „Það má segja að myndirnar séu draumkenndar, segir Þórður, „þótt flestir hafi líklega upplifað þann ís- lenska landslagsveruleika sem í þeim birtist - sérstaklega kyrrðina." En hvar er þetta landslag.? „Þetta eru engir sérstakir staðir," segir Þórður, „þótt það megi finna samsvörun við ýmsa staði í íslensku landslagi. Það sem ég er að reyna að ná fram er kyrrðin og viss dulúð, sú mikla þögn sem þú getur upplifað þegar þú situr í einhverjum firði vestur á Ströndum þar sem himinn, jörð og haf sameinast." Flestar myndirnar á sýningunni voru unnar París en Þórður dvaldi þar í Kjar- valsstofu í tvo mánuði í vor. „Samt eru mynd- irnar ekki smitaðar af stórborgarlitunum, Tieldur eru þeir nánast eins íslenskir og nokkrir litirgetaorðið." Ógnvek jand i og fínleg náttúra „Það eru þessir möttu litir sem eru grunnlit- irnir í íslenskri náttúru og ég fer ekkert mikið út fyrir þann skala," segir Þórður. „Þetta eru ekki sólskinsmyndir, þótt birtan spili stórt hlutverk. Það er fremur eins og það sé alveg að fara að rigna, vegna þess að þá er mesta kyrrð- in, fuglarnir syngja ekki einu sinni. Þetta er kannski lognið á undan storminum." Samt eru þær ekki drungalegar. „Nei, íslensk náttúra getur verið ógnvekj- •Stndi þótt ekkert sé að gerast. En þótt hún sé ógnvekjandi býr hún yfir fínleika. I náttúru annarra landa sjáum við til dæmis stór blóm en hér eru lit.il blóm sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Það má kannski segja að þetta nálgist mínímalistískt landslag. Eg reyni að vinna Morgunbbðið/Árni Þórður Hall og verk hans. þetta hreint - eða einfalda myndbygginguna." Þótt myndirnar séu ekki beinlínis frá nein- um sérstökum stöðum er þó eins og maður þekki hvern stað sem Þórður málar, hvort sem það eru fjöll, drangar, víkur eða vogar. „Ég hef ferðast mikið um landið eins og aðr- ir," segir hann, „og stundum kemur maður á staði sem höfða meira til manns en aðrir. Vest- mannaeyjar eru þannig að það situr ýmislegt eftir sem skilar sér seinna. Þær hafa karakter." Islenska náttúran Þórður hélt síðast málverkasýningu árið 1974 í Norræna húsinu en hefur tekið þátt í ýmsum minni sýningum frá þeim tíma, til dæmis í Galleri Island í Osló í fyrra. Þar sýndi hann minni myndir en á sýningunni í Listasafni Kópavogs og batt sig ekki eingöngu við lands- lagsmyndir, heldur var hann einnig með fí- gúratívar myndir. Landslagið eins og það birt- ist í myndum hans að þessu sinni var hins vegar þegar farið að birtast í þeim myndum sem voru í Norræna húsinu 1994 en að þessu sinni segir Þórður sýninguna mun heildstæðari. Þegar Þórður, sem á 9. áratugnum sýndi mest grafík og geómetrískar myndir, er spurður hvort landslags- myndirnar hafi verið að þróast á síð- asta áratug svarar hann því til að hann hafí alltaf, á sínum 25 ára starfs- ferli í myndlist, verið að fást við lands- lag, eða íslenska náttúru, í einhverri mynd, þótt það hafi verið nokkuð abstrakt. En er hann alveg hættur í geómetr- ískum verkum? „Nei, ég myndi nú segja að það væri geómetría í þessari sýningu, þótt hún sé mýkri en áður hefur verið." Hvað með grafíkina? Ertu hættur í henni? „Nei, ég er ekki hættur í henni en ég málaði alltaf mikið og teiknaði með grafíkinni og hef núna á seinustu ár- um einfaldlega lagt meiri áherslu á málverkið. En ég hef unnið grafíkina meðfram málverkinu, tekið þátt í samsýningum og er núna með verk á sýningum erlendis. Það eru reyndar verk sem ég hef ekki sýnt hér. Ein af þeim sýningum er í Bandaríkjunum núna en hún hefur verið að flakka um í tvö ár. Þetta er norræn sýning á Ijós- myndagrafík. Ég tók þátt í námskeiði fyrir fjórum árum í Kaupmannahöfn þar sem ég var að vinna með Ijósmyndagrafík, sem er gömul tækni unnin með nýrri aðferð. Upp úr því var sett upp sýn- ing sem hefur verið á hringferð um Norður- lönd, fór siðan til Bandaríkjanna og kemur aft- ur til Svíþjóðar á næsta ári." Nóg að hugsa um eitt í einu Þú segir að sumar af myndunum sem þú sýndir í Osló hafi verið fígúratívar. Er von á fígúratívri sýningu frá þér? „Fígúran er alltaf inni í myndinni hjá mér en ég veit ekki hvað verður," segir Þórður sem ekki hefur verið með sýningu á fígúratívum myndum hérlendis þótt fígúrur hafi birst í grafíkmyndum hans hér áður. Hvað tekur við eftir þessa sýningu? „Ætli ég fari ekki bara að huga að næstu sýningu," segir Þórður og bætir því við að hann hafi enn ekki ákveðið hvar hún verður, eða hve- nær; það sé nóg að hugsa um eitt í einu. Sæberg ÞAÐ ER alltaf viðburður þegar Karólína Lárusdóttir heimsækir ísland með sýningu og í dag verður opnuð sýning á olíumál- verkum hennar í Listasafni Kópavogs, mörgum stórum olíu- málverkum af iðandi mannlífi; körlum, kerlingum, börnum, prestum, bflstjórum, dyravörðum, þjónum, tónlistarmönnum, dansmeyjum, stúdínum, ömmum, öfum. Sumir hafa hatta og allir eru að tala eða gera eitthvað. Það má jafnvel segja að persónurnar á myndfletinum eigi æði annríkt. Þar eru afi Jóhannes sem átti stóra hundinn sem barnabörnin voru hrædd við, vinir hans sem komu til að spila og litu mafíulega út, amma í turnherberginu og það er allt að ger- ast. Afmæli, fermingarveisla, gamlárskvöld, lautarferðir. Hver mynd er eins og heil saga. Engin efrirþrá „Það er alltaf saga," segir Karólína, „annað- hvort meðvituð eða ómeðvituð. Flestar mynd- irnar eru frá Hótel Bqrg vegna þess að ég er að taka til í minninu. Ég verð að mála þessar myndir. Fyrst vildi ég mála Gullfoss, sem ég gerði og hélt sýningu á fyrir þremur árum, síð- an komu þessar myndir. Þær hafa verið að koma öðru hverju í gegnum árin og nú hugsaði ég með mér: Núna geng ég frá þessu og réðst í að mála þær. Og nú er ég búin að gera þessar stóru Hótel Borgar-myndir. Ég er ekkert að segja að ég ætli aldrei að mála Hótel Borg aft- ur en þessar myndir eru frá tíma sem er löngu horftnn. Stundum er fólk að segja: Hún er með end- urminningar. Þetta er eftirþrá. En ég segi enn einu sinni: Nei, nei, nei, þetta er ekki eftirþrá. Þetta eru minningar og ég er síður en svo að óska eftir að lifa þessa tíma aftur, heldur er ég að mála eitthvað sem ég þekki. Mér finnst mjög áríðandi að ég þekki það sem ég er að tala um. Þetta eru ekki tímar sem ég vil fá aftur og ef við fæðumst aftur, er ég sannfærð um að við fæðumst ekki aftur inn í svona aðstæður. Við erum búin að lifa þær. Svo það er engin eftir- þrá hjá Karólínu. Minningar eru spurningar um val og þegar maður hugsar aftur í fortíðina er auðvelt að muna það sem var fallegt og sjarmerandi og segja frá því í myndum." Sunnudagar á Hótel Borg Hvers vegna var Hótel Borg svona stór hluti aflífiþínu? „Yfirleitt á sunnudögum fórum við á Hótel Borg og fengum hádegisverð niðri þar sem var kallað restorasjón og það var alveg drepleiðin- legt. Við urðum að sitja alveg kyrr. Svo fórum við upp í turnherbergið til ömmu á eftir. Hún bjó þar. Það var fjölbreytt flóra af fólki sem kom inn á Hótel Borg en ég man mest eftir þjónunum og starfsfólkinu." Svo eru þarna prestar og aðrir höfðingjar. 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.